Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 5
mundur er sama sinnis og segir að þegar tón- skáld semji kammertónlist, þá geti fjórir hlutar af honum verið að tala saman, séu hljóðfærin fjögur. „Þegar tónskáld semur sinfóníu er hann með ógrynni af mannskap sem talar saman. Það verður allt öðru vísi. Nándin skiptir miklu máli.“ Guðmundur segir að það sem hafi fangað hann í kammermúsíkinni, hafi verið „þetta óskaplega fallega.“ „Það var eins og hún talaði við mann.“ Mikið trygglyndi erlendra gesta Snemma var farið að fá hingað heim úrvals tón- listarmenn frá útlöndum til að spila í klúbbnum. Tengsl sköpuðust fyrir tilstilli útlendinga sem hér störfuðu, og tengslin voru ræktuð. Það er varla á nokkra erlenda gesti hallað þótt nafn Sinnhofer kvartettsins í München sé nefnt í því sambandi, en kvartettinn kom mörgum sinnum hingað til lands. Það segir sína sögu, að með gengnum forsprakka hans og nafnbreytingu á kvartettinum í kjölfarið, virðist arftakinn, Cuvil- liés kvartettinn, ætla að eiga jafn sterk tengsl hingað. En saga þessara tengsla nær lengra, eða frá því áður en Sinnhofer tók við kvart- ettnum af Stross eldri. Þá hét kvartettinn Stross kvartettinn. Sonur Stross, Wolfgang, kvæntist íslenskri stúlku Ásdísi, en hún var nemandi Stross eldri ytra. Kannski er ekki að undra tryggðatengslin miðað við það orð sem fer af gestrisni og hlýju Kammermúsíkklúbbs- manna. „En bíddu nú við. Þeir erlendu tónlist- armenn sem koma hingað segja að það sé mjög sérstakt að spila í klúbbnum, vegna þess að hlustunin sé svo einlæg. Andi tónanna og hugur mannsins sameinist svo vel. Erling Blöndal Bengtsson hefur sagt að hvergi sé jafn gott að spila og í Kammermúsíkklúbbnum,“ segir Guð- mundur. Aukin menntun íslensks tónlistarfólks Sigurður nefnir þær miklu breytingar sem orð- ið hafa á undanförnum árum með aukinni menntun íslensks tónlistarfólks. Þar hafi orðið bylting sem hafi orðið klúbbnum til góðs og um leið hafi klúbburinn getað orðið vettvangur þar sem þetta vel menntaða tónlistarfólk hefur get- að starfað og notið hæfileika sinna. „Tríó og Kvartett Tónlistarskólans spilaði í klúbbnum í upphafi. En í þá daga var ekki algengt að ís- lenskir tónlistarmenn réðust í verk eins og síð- ustu kvartetta Beethovens og Sjostakovits- kvartettana. Í dag eru margir sem ráða við að spila þessi verk hér. Tónlistarfólkið okkar er al- mennt orðið svo vel menntað,“ segir Sigurður. Guðmundur rifjar upp að reyndar hafi fyrsti Sjostakovitskvartettinn verið leikinn af Birni Ólafssyni og fleirum á fyrsta starfsári klúbbs- ins. „Og þá voru nú ekki margir sem þekktu Sjostakovits.“ Flygillinn kostaði 581.398 krónur Þegar tónleikahald Kammermúsíkklúbbsins fluttist í Bústaðakirkju kom upp sú hugmynd að klúbburinn ætti að eignast flygil. Guðmundur segir að þeir félagar hafi ákveðið að fara á stúf- ana og leita til fyrirtækja um hjálp. „Við tókum að okkur hlutverk betlarans með þeim árangri að við gátum keypt fínasta Yamaha flygil. Hann kostaði 581.398 krónur og var vígður 1. desem- ber 1986. Heimili flygilsins er í Bústaðakirkju, og þar segir Guðmundur að sé gott að vera. Samstarfið við kirkjuna hafi alla tíð verið mjög gott.“ Sigurður segir að sú hugmynd hafi komið upp að flytja starfsemina í Salinn, en þeim hafi þótt hann of lítill. Þá hafi þeir viljað hafa klúbb- inn í borginni sem styrkir hann árlega. „Og svo hefði það líka orðið öðruvísi rekstur,“ segir Guð- mundur, „við rekum þetta svona, þar hefðum við þurft að gefa reksturinn frá okkur.“ Það er auðheyrt að Guðmundur, Sigurður og þeir Kammermúsíkklúbbsmenn eru síður en svo að hugleiða að draga í land og áhuginn fyrir því að standa í stafni er brennandi. Guðmundur segir að samkeppnin sé orðin mikil um athygli tónleikagesta. Þó er það svo að yfirleitt voga aðrir tónlistarmenn sér ekki að halda tónleika þegar klúbburinn er með sína tónleika. Kamm- ermúsíkklúbburinn nýtur virðingar. Óeig- ingjarnt starf þeirra sem að honum hafa staðið í gegnum tíðina hefur veitt ótal tónlistarmönnum tækifæri. Elsti stjórnarmaðurinn, Einar B. Pálsson, verður 95 ára eftir mánuð. Hann mætir enn á tónleika og sér til þess að yngri mennirnir standi sína plikt. Það gera þeir án efa um ókomna tíð. mannsins sameinast Morgunblaðið/Gunnar Geir Aufúsugestir Blásarakvintett Reykjavíkur hefur margoft leikið í Kammermúsíkklúbbnum. Framtíðin Þessi mynd var tekin í árslok 1998 af krökkum úr Tónlist- arskólanum í Reykja- vík sem boðið var að spila í Kammermús- íkklúbbnum vegna þess hvað þau voru góð. Víkingur Heiðar Ólafsson, Ari Vil- hjálmsson, Valgerður Ólafsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stef- ánsdóttir, Margrét Árnadóttir, Hildur Ár- sælsdóttir, Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, María Huld Sigfúss- dóttir og Sólrún Sum- arliðadóttir. Kennari þeirra í samleik var Gunnar Kvaran. Þau spila aftur í klúbbnum á næsta ári. TENGLAR ........................................................... www.kammer.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.