Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 9
» Það sem skiptir máli er að vinna með hið mannlega og að vera um leið nógu agaður til að skapa eitthvað sem er ekki óþarft og eins að leita einhvers sem hefur ekki enn verið búið til. Það þarf líka að bera virðingu fyrir mismun- andi menningu, sumir borða á gólfinu og aðr- ir við borð. Hvorugur hefur rétt eða rangt fyrir sér ... Miyaki verslun Innréttingar í A-Poc verslun Issey Miyake í París, 2000. Ljósmynd Morgane Le Gall ferlið milli ólíkra veruleika getur líka gengið fljótt fyrir sig.“ Norræn hönnun Hönnuðir frá Norðurlöndum, eins og Alvar Aalto, komu einmitt með lífræn form og efni inn í geómetrískan stál- heim Bauhausskólans. Spurður um álit sitt á skandinavískri hönnun seg- ist Erwan hafa öðlast skilning á því hvað hún þýddi, þegar hann fór í fyrsta sinn til Finnlands. „Okkur var boðið að skoða Iittala verksmiðjuna, það var hávetur og allt á kafi í snjó. Inni voru glerblásarar við vinnu og andstæðurnar milli frostsins úti og hitans inni voru rosalegar. Þá skildi ég hvað náttúran og aðstæðurnar voru erfiðar þarna og að glerblásari fyrir 50 eða 100 árum síðan þurfti að búa til einfaldan, hagkvæman hlut með eins lítilli áhættu og hægt var. Þessi sam- þjöppun, einfaldleiki og strangleiki voru náttúruleg en ekki kennisetning. Það sem ég finn hjá hönnuðum eins og Kaj Frank eða Arne Jacobsen er að þeir komu með ljóðrænu og mýkt inn- an þessa strangleika sem var þeim eðlilegur, sem er ólíkt því sem gerðist á Ítalíu eða í Frakklandi.“ Bouroullec bræður sóttu heim hönnunarmessuna í Stokkhólmi á síð- asta ári, þar sem þeir kynntu nýtt sýn- ingarrými fyrir textílframleiðandann Kvadrat, en það er gert úr marglitum tauskífum (Tiles) sem festar eru sam- an. Spurður um álit sitt á sænskri nú- tímahönnun segir Erwan að hún gangist undir sömu breytingar og annars staðar í hinum vestræna heimi, þ.e. að hún hafi misst öll landafræðileg sérkenni. „Fólk er að gera sömu hluti í Tokyo, í Stokkhólmi og í París. Ég segi ekki að allir geri það sama, en í dag beinir fólk vinnu sinni í farvegi samkvæmt alþjóðlegum hreyfingum og klíkum. Við getum tekið sem dæmi fólk sem er inni í teknótónlist í París, en samtímis er í Stokkhólmi fólk sem hlustar á sömu tónlist og er á sömu bylgjulengd, þetta hefur ekki lengur neitt með landamæri að gera.“ Smak fyrirtækið á Íslandi hefur einnig skipt við bræðurna, því árið 1999 hönnuðu þeir stálskartgripi fyrir Smak. „Við fórum því miður aldrei til Íslands, þetta var allt unnið gegnum fax. Við þekktum Michael Young og Katrínu Pétursdóttur sem voru í fyr- irtækinu og báðu okkur um að vinna þetta verkefni. Ég hafði mikinn áhuga á að ferðast um landið á hestbaki, en það varð ekkert úr því og þessa stund- ina langar mig frekar að fara þangað sem er sól og hiti. Þetta er kannski aldurinn eða árstíminn, en það er aldr- ei að vita hvað seinna verður,“ segir Erwan kíminn á svip. Þægindi og fegurð Það sem gæti einnig tengt Bouroullec bræður við norræna hönnun er að þeir taka alltaf mið af notandanum, af snertingu, hreyfingum, menningu og hegðunarmynstri. Erwan samsinnir því og segir að fyrir sér sé notandinn aðalundirstaða hönnunar. „Það sem skiptir máli er að vinna með hið mann- lega og að vera um leið nógu agaður til að skapa eitthvað sem er ekki óþarft og eins að leita einhvers sem hefur ekki enn verið búið til. Það þarf líka að bera virðingu fyrir mismunandi menningu, sumir borða á gólfinu og aðrir við borð. Hvorugur hefur rétt eða rangt fyrir sér, það er okkar að koma með tilhlýðileg svör.“ Þægindi skipa sérstakan sess hjá Ronan og Erwan og birtast í hús- gögnum eins og Spring chair sem þeir teiknuðu fyrir Cappellini árið 2000. Stóllinn lítur út fyrir að vera fremur stífur og harður, en þegar sest er að- lagast hátæknileg efnin líkamanum, höfuðpúðann má stilla eins og í bíl og staða fótskemilsins ræðst af þunga manneskjunnar. „Þetta er þáttur sem við leggjum meiri og meiri áherslu á og erum alltaf að læra betur á. Við er- um æ meira vakandi fyrir flóknu eðli hlutanna og þeirra sem þeir eru ætl- aðir og í því samhengi eru þægindin mjög mikilvæg. Í fyrra hönnuðum við sófa fyrir Cappellini sem virðist ósköp venjulegur við fyrstu sýn, en er gerð- ur úr sérstökum svampi og dún. Þegar maður sest í hann sekkur maður í dúninn, það fylgir því viss munúð sem getur jafnvel verið truflandi, það er eins og maður sé uppi í rúmi. Þarna eru þægindin þróuð til hins ýtrasta, líkamlega séð er sófinn fullkominn, en félagslega séð er hann það ekki, miðað við þá ímynd sem maður vill gefa af sér. Það er t.d. ekki hægt að tala um erfðamál við tengdamóður sína í þess- um sófa, hins vegar er hægt að rabba við góðan vin eða lesa með sofandi barn sér við hlið. Fyrir markaðinn er þetta takmarkandi, við förum alla leið með þægindahugtakið og erum vel meðvitaðir um að það hentar ekki öll- um, en það er athyglisvert að fá tæki- færi til að prófa það.“ Giulio Cappellini hefur einmitt sagt um þá bræður: „Ég hef lært tvennt mikilvægt í samstarfi mínu við Ronan og Erwan Bouroullec: hógværð og starfsgleði, og svo hafa þeir þessa löngun til að segja í sífellu frá nýjum draumum. Bouroullec bræður breyta þessum draumum í hluti til afnota í daglegu amstri til að sérhver fái tæki- færi til að upplifa á sem bestan hátt þann tíma sem honum er áskapaður. “ Að lokum spyr ég hver sé hlutur fegurðarinnar í sköpun þeirra bræðra. „Stundum gerum við hluti einfaldlega til að vekja tilfinningar hjá fólki. Það má kalla það fegurð. Japanir gera þetta á mjög fínlegan hátt, þeir vita hversu mikilvægt er að hafa viss tákn innan heimilisins, tákn sem gefa til kynna það sem er ekki til staðar, að heimurinn er flóknari en sýnist. Hug- urinn þarf á þess konar táknum að halda. Stólar, borð o.s.frv. eru af öðr- um toga, þeim hagkvæma sem lík- aminn þarfnast. Hlutir eins og blóma- vasar eða þangeiningar þjóna huganum, þeir eru fyrir íhugun, fyrir drauma. Það er líka hlutverk hönn- uðarins að hjálpa til við að uppfylla þessar þarfir mannsins.“ www.bouroullec.com  Ronan et Erwan Bouroullec, Phaidon. 2003 Laurent Le Bon, Ronan et Erwan Bouroullec. Catalogue de raison. Kreo, 2002 Sophie Tasma Anargyros, „Ronan Bouroullec, les jeux de multiplication, Intramuros, no. 82, 1999. 36-41 nndan frumskóg lífsins (Cappellini, 2000. Ljósm. Morgane Le Gall) Höfundur er listfræðingur. Ljósmynd R. og E. Bouroullec MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 9 Bókaskápur Jóns Kalmans Stefánssonar Morgunblaðið/Einar Falur Jón Kalman „Þú ert það sem þú lest.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.