Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Nú stendur til að færa eitt fræg-asta vélmenni kvikmyndasög- unnar aftur upp á hvíta tjaldið. Um er að ræða hina föngulegu Barba- rellu sem Jane Fonda lék í sam- nefndri kvik- mynd frá árinu 1968. Framleiðand- inn Dino De Laurentiis ætlar að vera við stjórnvölinn á ný en hann fram- leiddi jafnframt fyrirrennarann. De Laurentiis ætti að vera öllum hnútum kunnugur í bransanum en hann er fæddur árið 1919 og hefur framleitt kvikmyndir frá árinu 1941. Hann sagði að ekki væri enn hægt að staðfesta hver söguþráður myndarinnar væri eða hver kæmi til með að fara með hlutverk Barba- rellu sjálfrar. Fyrir þá sem ekki muna skal það hér rifjað upp að Barbarella var bú- in til af vísindamanninum Durand Durand.    Kvikmyndarisinn Universalkeypti á dögunum réttinn að nýrri útgáfu af sögunni sígildu um Hróa hött. Frá því hefur verið greint að leikarinn ástr- alski Russell Crowe komi til með að fara með hlutverk fógetans af Nottingham í myndinni, en ólíkt upprunalegu sögunni verður fógetinn ekki það illmenni sem hann er þekktastur fyrir. Fógetinn kemur til með að rannsaka fjölda morðmála þar sem Hrói sjálfur er meðal grunaðra. Handritshöfundur myndarinnar er Ethan Reiff, sem er annar höf- unda sjónvarpsþáttanna Sleeper Cell. Áætlað er að tökur hefjist í lok árs. Samningsaðilar hjá Universal Pictures hafa á síðustu misserum tryggt sér kvikmyndaréttinn á fleiri spennandi verkefnum. Þeir hafa gert samning við Sasha Baron Cohen um gerð kvikmyndar með hugarfóstri hans, tískumógúln- um Bruno, í aðalhlutverki. Þá tryggði fyrirtækið sér kvik- myndaréttinn á grein sem birtist í New York Times síðastliðið haust en þar var fjallað um flóttamenn sem leika saman fótbolta.    Nú er í burðarliðnum framhalds-mynd The Departed, glæpa- myndar Martins Scorsese sem mik- ið hefur verið fjallað um und- anfarin misseri. Handritshöf- undurinn William Monahan er að vinna að nýju handriti þar sem lögreglumað- urinn Dignam, sem leikinn var af Mark Wa- hlberg, kemur talsvert við sögu. Þess má geta að Wahlberg er til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir það hlutverk sitt í The Departed. Myndin er tilnefnd til fernra ann- arra Óskarsverðlauna í ár í flokk- unum besta myndin, besti leikstjór- inn, besta klippingin og besta handritið byggt á áður birtu efni. Samkvæmt fréttavef BBC kemur Robert de Niro til með að fara með hlutverk í myndinni. The Departed var endurgerð kín- versku myndarinnar Infernal Affa- irs frá árinu 2002 en Warner Bros hefur einnig tryggt sér kvikmynda- réttinn á tveimur framhalds- myndum hennar. kvikmyndir Jane Fonda sem Barbarella. Mark Wahlberg. Russell Crowe. Eftir Björn Norðfjörð bn@mbl.is Bíófari“ er undarlegt orð og kannskihreinlega orðskrípi. Þetta er tilraunmín til að þýða titil fyrstu og þekkt-ustu skáldsögu Walker Percy The Moviegoer. Enska orðið vísar til einstaklinga sem fara (samanber „go to the movies“) oft í kvikmyndahús. Vissulega kæmu til greina orð sem kvikmyndaunnandi eða bíófíkill en þá vantar þessa skírskotun til athafnarinnar að fara í bíó en hún er einmitt lykillinn að titli og skáldsögu Percy. Skoðum þennan bíófara að- eins nánar. Skáldsagan gerist í New Orleans á 6. ára- tugnum og lýst er eftirminnilegum dögum í ævi Binx Bolling, bíófarans sem titillinn vísar til. Binx þessi er að nálgast þrítugt og á í til- vistarkreppu – veit hreinlega ekki hvaða stefnu hann skuli taka í lífinu. Hann rekur lítið fyrirtæki sem sinnir fjárhagsráðgjöf, en hann íhugar jafnframt að hefja læknisnám. Hann er dolfallinn yfir nýja íturvaxna ritaranum sínum Sharon, en er jafnframt bundinn hinni þung- lyndu Kate sterkum tilfinningaböndum. Kvik- myndir verða honum að vopni í þessari kreppu og móta sýn hans á lífið. Binx sem er jafn- framt sögumaður skáldsögunnar finnur hlið- stæður í eigin lífi og kvikmyndum, skyldleika á milli fólks og persóna hvíta tjaldsins, og sér sjálfan William Holden á gangi í New Orleans. En Binx er enginn venjulegur kvikmynda- áhugamaður, því kvikmyndaferðirnar hjálpa honum að takast á við lífið og ljá því merk- ingu. Að fara í bíó, eða sækja heim kvikmyndahús, er merkingarbær athöfn fyrir Binx í sjálfu sér – óháð kvikmyndinni sem sýnd er. Kvikmyndin er merkingarlaus nema að hann spjalli við eig- anda kvikmyndahússins eða miðasölustúlkuna og geti staðsett myndina í raunverulegu rými sem hann þekkir. Binx segir: „Annars væri ég að horfa á ræmu sem gæti verið sýnd hvar sem er og hvenær sem er. Það væri hætta á því að maður missti sjónar á stað og stund, og yrði draugur sem vissi ekki hvort hann væri í Loews í miðbæ Denver eða Bijou í úthverfi Jacksonville.“ Það býr mikil angurværð yfir flestum lýsingum Binx á kvikmyndahúsum þar sem þau eru illa sótt og kumpánalegir eigend- urnir örvæntingarfullir um framtíðina. Sagan gerist jú á uppgangstíma sjónvarpsins þegar kvikmyndahús áttu erfitt uppdráttar í Banda- ríkjunum, en ansi held ég að Binx brygði í brún ef hann sæi kvikmyndahús samtímans þar sem einsleitnin er alger og kvikmynda- húsin eins í miðbæ Denver og úthverfi í Jack- sonville – og raunar Reykjavík einnig. En það eru ekki einungis kvikmyndirnar sem mótast af umhverfi sínu, heldur umhverfið jafnframt af kvikmyndunum. Binx hefur búið til hugtakið „staðfestingu“ (e. certification) til að lýsa því sem gerist þegar manns nánasta umhverfi birtist á filmu, en við það getur innantómt líf íbúa tekið stakkaskiptum: „Hann getur nú bú- ið einhvers staðar (e. somewhere) frekar en neins staðar (e. anywhere).“ Þannig speglast kvikmyndir og raunveruleiki í skáldsögunni. Mikilvægasta hugtak Binx er þó „leitin“ (e. the search) – sú leit sem maður tæki sér fyrir hendur ef maður væri ekki ofurseldur hvers- dagslífinu. Leitin gefur lífinu tilgang, en ör- vænting bíður þeirra sem leita ekki. Hann seg- ir kvikmyndir hafa tilfinningu fyrir leitinni, en þær klúðri henni með því að láta hetjuna taka hversdagslífið í sátt í lok myndar. The Mo- viegoer er jú sjálf frásögn þessarar tilvist- arheimspekilegu leitar bíófarans Binx. Því fer þó fjarri að bíófarinn þurfi nauðsynlega að hafa áhuga á kvikmyndum (og Binx hittir fyrir slíkan bíófara). Bíófarinn er nefnilega þegar allt er talið ekkert skyldur kvikmyndaáhuga- manninum, heldur býr hann yfir ákveðinni sýn á lífið og tilveruna sem birtist umfram annað í endalausri leit hans. Bíófarinn SJÓNARHORN »Kvikmyndin er merkingarlaus nema að hann spjalli við eiganda kvikmyndahússins eða miðasölustúlkuna og geti staðsett myndina í raunverulegu rými sem hann þekkir. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu T rúmál eru dauðans alvara í Banda- ríkjunum. Pólitískur áhrifamáttur kristinna trúarleiðtoga er umtals- verður og ólíkar trúarhreyfingar hafa á undanförnum árum og ára- tugum sameinast í tilraun til að hafa áhrif á þjóðlífið. Óhætt er að segja að það hafi gengið vonum framar og áhrifanna gætir á ýmsum sviðum, allt frá menntakerfinu til heil- brigðiskerfisins og hæstaréttar, en deilur við þá sem eru ósammála eða eru veraldlega sinn- aðir marka átakalínur í hinum svokölluðu „menningarstríðum“ þar sem tekist er á um grunngerð samfélagsins. Nýleg heimildarmynd eftir Heidi Ewing og Rachel Grady, Jesus Camp, leitast við að bregða birtu á ákveðinn af- kima þessarar funheitu trúarmenningar, kannski þann sem síst er sýnilegur því þær leita í raun á mið grasrótarinnar, en viðfang myndarinnar eru kristilegar sumarbúðir fyrir börn sem starfræktar eru af samtökum sem nefnast Kids in Ministry. Sumarbúðirnar ganga undir nafninu Kids on Fire (Kveikt í krökkum) en kona að nafni Becky Fischer veitir þeim for- stöðu. Ewing og Grady var veittur aðgangur að búðunum sumarið 2005. Afraksturinn í formi þessarar heimildarmyndar hefur leitt til víð- tækrar umræðu í Bandaríkjunum og víðar um hlutverk ofsatrúarflokka í þjóðlífinu og með hvaða hætti sé best að ala upp börn í nálægð við guð. Ekki beinlínis Vatnaskógur Becky Fischer, stjórnandi sumarbúðanna, verð- ur eðli málsins samkvæmt helsta persóna myndarinnar. Áhorfendur kynnast henni í trú- boðs- og kennarahlutverkinu en einnig sjáum við hana utan vinnunnar, ef svo má að orði komast, þar sem hún ræðir við kvikmyndagerð- armennina um hugsjónir sínar og málefni. Hún er sterkur persónuleiki, mikil um sig, og hefur góða sviðsframkomu. Hennar helsti styrkur virðist þó vera hæfileiki til að tengjast börnum og tjá sig á máta sem þeim er skiljanlegur. Þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi valið sér þennan markhóp fyrir trúboð svarar hún þó á nokkuð kaldranalegan hátt: „Börn eru svo auðnýtanleg fyrir málstað kristninnar. Ég get leitt þau til drottins á svo stuttum tíma. Augna- bliki síðar eru þau farin að sjá sýnir og heyra rödd guðs.“ „Þetta er besti aldurinn,“ bætir hún við, „því það sem þau læra núna mun vera með þeim það sem eftir er.“ Lítil ástæða er til að efast um orð Becky í þessu sambandi. Myndin sýnir hvert dæmið á fætur öðru þar sem börn frá sex upp í fimmtán ára aldur um- faðma Krist, tala tungum, gráta af gleði yfir fagnaðarerindinu og virðast afskaplega einlæg, jafnvel róttæk, í trúarhita sínum. En það er einmitt róttæknin sem hefur valdið áhorfendum bakþönkum. Erfitt er að skilja myndina öðruvísi en svo að tilgangur sumarbúðanna sé að ala upp róttæka stríðsmenn fyrir Krist. „Þetta er stríð,“ hrópar Becky á einni samkomunni, „eruð þið með mér eða ekki?“ Skilaboðin sem haldið er að börn- unum eru á þá leið að þeir sem ekki séu trúaðir séu óvinir og markmiðið sé að steypa núverandi „veraldlegri“ ríkisstjórn því að Bandaríkin hafi verið stofnuð sem þjóð undir guði og það gangi gegn örlögum hennar að skilið sé á milli ríkis og kirkju. Börnin sjást klædd í her- mannaföt og sveiflandi vopnum í sýningu sem haldin er í búðunum, og ein æfing sem börnin taka þátt í felst í því að mölva leirtau með hamri, en þeim er sagt að bollarnir standi fyrir ríkisstjórnina, og á sama tíma kyrja hinir full- orðnu eitthvað á þá leið að það sé „gott að deyja fyrir Jesú“ og „megi drottinn knésetja óvini okkar í ríkisstjórninni“. Kenneth Turan, kvikmyndagagnrýnandi Los Angeles Times, lýsti myndinni sem þeirri óhugnanlegustu sem komið hefði út í fyrra og auðvelt er að ímynda sér að þar hafi hann haft atriði sem þessi í huga. Slíkir dómar byggjast vitanlega á sjón- arhorni þess sem mælir í garð trúarbragða, og róttækrar birtingarmyndar þeirra líkt og hér er sýnd, en myndin gefur í skyn að ekki sé beinlínis um jaðarhóp að ræða þótt sumt annað bendi vissulega til þess. Sumarbúðirnar eru reknar undir merkjum evangelískrar mótmæl- endatrúar en sá hópur er um þriðjungur þjóð- arinnar samkvæmt tímaritinu Time og hefur umfram aðrar trúarhreyfingar beitt sér mark- visst í stjórnmálum, m.a. fyrir staðfestingu á trúaröfgamönnum í hæstarétt Bandaríkjanna í stjórnartíð Bush. Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar er einmitt þegar Becky er kvik- mynduð þar sem hún horfir á upptökur kvik- myndagerðarmannanna frá samkomu í búð- unum. Hún horfir með velþóknun á tökur af börnum í innilegu samneyti við drottin og snýr sér svo að myndavélinni og segir að hún geti vel ímyndað sér að frjálslyndir áhorfendur myndarinnar eigi eftir að ganga út með hjartað í buxunum. „Sjáðu bara innlifunina! Sjáðu hvernig trúin brennur á andliti barnanna. Það er engin spurning, þeir eiga eftir að sjá þetta og hugsa svo með sér, ja hérna, ég vissi ekki að þetta væri hægt. Hvernig eiga þessir krakkar eftir að verða þegar þau vaxa úr grasi?“ Að sama skapi er hægt að ímynda sér að margir horfi á myndina með svipuðu hugarfari og Becky gerir í þessu atriði. Þarna ber vaxta- brodd hreyfingarinnar fyrir augu, kynslóðina sem mun ráða úrslitum um það hvort Banda- ríkin verði eins konar kristið klerkaveldi eða haldi áfram á „spillingarbraut sinni“. Það breytir þó ekki því að Becky komst ansi nærri með að sjá fyrir viðbrögð mín við myndinni. Hvað verður eiginlega um þessa krakka þegar þeir vaxa úr grasi? Grasrót trúarinnar Ein umtalaðasta heimildarmynd síðastliðins árs, Jesus Camp, var nú nýlega tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Tilnefningin markar ákveðin tímamót í sögu myndarinnar, sem var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í apr- íl á síðasta ári, en viðbrögðin við henni hafa komið aðstandendum hennar á óvart. Jesus Camp Kenneth Turan, kvikmyndagagnrýnandi Los Angeles Times, lýsti myndinni sem þeirri óhugnanlegustu sem komið hefði út í fyrra en myndin fjallar um kristilegar sumarbúðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.