Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 15 LEIKRIT eru, eins og önnur orðræða, innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Stundum er sú umræða aðalefni þeirra og skyggir á listræn tök höfundar. Slík tök verða jafnvel að auka- atriði. Bestu leikritin sam- eina auðvitað þetta tvennt. Gildir það jafnt um klassísk leikrit á borð við Lysiströtu eða Antígónu sem og mód- ernísk leikrit líkt og þau sem Berthold Brecht skrifaði ell- egar Arthur Miller. Kormák- ur Bragason (Bragi Jós- efsson) gaf fyrir nokkru út leikrit sem um margt sam- einar hið klassíska leikform með talkór eða kór og klass- íska uppbyggingu en mód- ernískt innihald. Vandinn við að fjalla um slíkt leikrit án þess að hafa séð það á fjölunum er auðvit- að sá að leikverk eru svo margt fleira en skrifaður texti. Nútímaleikhús gerir meira að segja ráð fyrir því að leikendur taki þátt í leiksköpuninni, ekki einungis með túlkun og meðferð texta heldur einnig um myndun hans að eigin hugmyndum um líf- ið og tilveruna. Leikriti Kormáks fylgja einnig nokkrir textar sem hann segir Gunnar Þórðarson hafa samið tónlist við. Dómur um slíkan prentaðan texta er því í besta falli hálfur dómur. Viðfangsefni Kormáks er kynlíf og frelsi. Hvernig tengist þetta tvennt? Hvað er leyfilegt í kynlífi og hvað bælir þjóðfé- lagið niður? Kormákur notar andstæður eins og mennsku og hið dýrslega, sem brjótast um í manninum, sem minnir nokkuð á vangaveltur manna á borð við Marcuse um Eros og menninguna. Er af- staða okkar gagnvart hópkynlífi eða barnaníðingum t.a.m. einungis fordómar, og hvað þá viðhorf okkar til þeirra sem gera dýr að rekkjunautum sínum? Eru siðferðismörk í kynlífi bara þjóðfélags- legar hömlur? Framhjáhald, vændi, sam- kynhneigð og kynferðisleg afbrigðilegheit hafa þannig sitt hlutverk í verkinu. Sumar þessar spurninga eiga vissulega erindi til okkar en mér finnst leikrit Kormáks dálítið laust í reip- unum þegar kemur að þessari umræðu. Bryddað er upp á of mörgum spurningum þannig að leikritið verður dálítið ómark- visst. Orðræðan í leikritinu vill oft verða nokkuð langorð og er- indisgjörn og einhvern veginn get ég ímyndað mér að predik- anir um þetta efni, þó að frjáls- lyndar séu, gætu hæglega drepið leiksýningu sem byggði á textanum. Meira líf sé ég í glímu höf- undar við formið þó að sú glíma við að tengja saman klassískt form og módernískt í anda leik- húss fáránleikans nægi ekki til að upp- hefja textavanda verksins. Það er hins vegar að mínu viti nokkur galli á verkinu hversu litla vinnu höfundur leggur í per- sónugerðir sínar. Persónurnar eru lítið annað en málpípur mismunandi skoðana svo að engu er líkara en að margt sé óunnið í leikritinu. Mennska er því leikrit þar sem meira er lagt upp úr átökum mismunandi við- horfa en persónulegum átökum og drama- tískri framvindu. Það er bóklegt fremur en leikrænt og sver sig meira í ætt við heimspekiverk á borð við Samdrykkju Platós en eiginlegt leikrit. Mér finnst ein- hvern veginn eins og þetta séu sundurlaus drög að leikriti fremur en tilbúið verk. Frelsi og kynlíf Kormákur Bragason Skafti Þ. Halldórsson Ljóð Eftir Kormák Bragason. Mostraskegg 2006 – 135 bls. MENNSKA Bækur Morgunblaðið/Jim Smart Kristjana Stefánsdóttir Hún hefur verið að hlusta á plötu með tónverki eftir Jóhann Jó- hannsson, ibm 1401, a users manual. Hún segist spennt að heyra meira frá Jóhanni. Hlustarinn Sú plata sem hefur verið í spilaranum hjámér undanfarna daga inniheldur tónverk eftir Jóhann Jóhannsson og nefnist ibm 1401, a users manual. Ég keypti mér hana í 12 tón- um fyrir jól en ég hef ekki hlustað á hana al- mennilega fyrr en núna. Mér finnst þetta afskaplega fallegt verk, en það skiptist í 5 kafla. Það er frábært hvað Jó- hanni hefur tekist að semja fallegt verk um þessa merkilegu tölvu. Ég las það á plötu- umslaginu að faðir hans hefði unnið við þessa tölvu og hljóðritað hljóð úr henni ásamt fé- lögum sínum árið 1971, sem Jóhann hefur svo tekið og samið verk sitt utan um. Þarna er á ferð frábært samspil sinfóníuhljómsveitar og tölvunnar, stef sem eru seiðandi með magn- aðri dýnamík og virðast stundum svo enda- laus að það er næstum dáleiðandi. Þetta er svona svipuð stemming og þegar ég heyrði fyrst Adagio eftir S. Barber. Ég er mjög spennt að heyra meira frá Jóhanni og ég vona að hann fái tækifæri til að flytja þetta verk sitt „live“ sem fyrst. Kristjana Stefánsdóttir söngkona Lesarinn Það hefur sannarlega verið af nógu að takaá gnægtaborðum bókanna undanfarna mánuði og þó ég hafi lesið mikið er bless- unarlega margt ósnert ennþá. Eftir að hafa hámað í mig íslenskar skáldsögur í nóvember og desember hafa ljóðlistin og fræðin einokað matseðilinn í upphafi nýs árs. Ég hef verið að úða í mig vænum köflum úr bráðskemmtilegu Skáldalífi Halldórs Guðmundssonar og nýt þess að kynnast ofvitanum úr Suðursveit og skáldinu á Skriðuklaustri enn betur í þessari hressilegu og bráðvel skrifuðu bók. Margar nýlegar ljóðabækur eru á borðinu mínu en mestum tíma hef ég eytt í nýjustu bækur tveggja höfunda sem ég hef lengi haft dálæti á. Þetta eru Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson, og Ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má Guðmundsson. Þessir kappar eru sannarlega ólíkir höfundar, en ljóðagaldur beggja er með þeim hætti að opinn lesandi uppgötvar sífellt eitthvað nýtt við hvern lestur, og það er meginkostur vand- aðrar ljóðlistar. Þessa síðustu daga þegar handboltalandsliðið hefur samið og sýnt hvern spennutryllinn á fætur öðrum hefur ljóðlistin verið jafnvægisstýrið í tilfinningalífi mínu. Sigurður Svavarsson útgáfustjóri hjá Eddu – útgáfu. Morgunblaðið/ÞÖK Sigurður Svavarsson Hann segist hafa verið að úða í sig vænum köflum úr bráðskemmtilegu Skáldalífi Halldórs Guðmundssonar sem hann segir hressilega og bráðvel skrifað. ÞAÐ er aðdáunarvert að gæðakór skuli verða til hjá fólki sem þarf að ferðast allt að 120 km vega- lengd til að sækja æfingar, og þegar aðeins brot af kórnum býr á sama stað. Mikið er lagt á sig, en þegar árangurinn er jafngóður og tónleikarnir í Ketilhúsinu sýna er ég nær viss um að gleðin af fín- um söng verður margra langferða virði. Kórinn er engin ný bóla, hann hefur starfað síð- an 1998 og m.a. tekið þátt í stórvirkjum eins og flutningi á sálumessu Verdis. Þessi kór er það sem kallast á vondu máli semi- professional, þ.e. tónlistarkröfum og undirbúningi er hagað að mörgu leyti eins og um atvinnukór væri að ræða, en uppskorin laun eru einskær ánægja. Það var ljóst af þeirri gleði sem kórfólkið geislaði af í söngnum að laun ánægjunnar eru hátt metin þar á bæ. Mér finnst magnað að í sömu vikunni hélt Hym- nódía, Kammerkór Akureyrarkirkju, tónleika í Laugarborg við mjög góðar undirtektir, en þeir voru liður í hátíð nútímatónlistar er nefnist Myrkir músíkdagar. Það að tveir blandaðir kórar skuli syngja hér af slíkri list er sannarlega mikið þakk- arefni og sönnun mikils listræns metnaðar. Kammerkórinn er skipaður ellefu konum og sjö körlum. Raddirnar hljóma vel og samhljómur þeirra er yfirleitt þéttur og góður. Blær kvenradda var mjög fallegur og sópraninn virtist eiga auðvelt með hæðina. Bassaröddin bar vel uppi sönginn en hljómurinn varð stundum of grófur í sterkum söng, t.d. í lagi Hróðmars Inga, „La Bella“, við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar. En mjúki og veiki bassa- söngurinn var eins og hann gerist bestur. Tenórinn var eins og oft fáliðaður en skilaði sínu hlutverki af prýði og öryggi. Hann átti þó stundum erfitt með hæðina, eins og í íslenska þjóðlaginu „Veröld fláa“. Söngur kórsins er tónhreinn og stjórnandi mót- aði flutning með mikilli breidd í hraða- og styrk- leikabreytingum. Árangur af kórstarfi ræðst oft að miklu leyti af starfi stjórnandans og við þau flökku- skilyrði sem Kammerkór Norðurlands býr við hygg ég að hlutverk hans verði enn stærra. Val verkefna og skipulag verður að vekja þann áhuga að flakkið verði ekki tiltökumál. Val söngskrárinnar að þessu sinni var sann- arlega áhugavert og þar gat að heyra dæmi um það besta sem íslensk tónskáld sömdu fyrir „a cap- pella“-kóra á ofanverðri 20. öld. Sungin voru mjög vel samin og vel hljómandi verk eftir Hróðmar Inga, Báru Grímsdóttur, Snorra Sigfús Birgisson og Tryggva M. Baldvins- son. Þetta eru verk sem eru hefðbundin að gerð og falla í ljúfan farveg. Hið sígilda lag Jóns Ásgeirs- sonar, „Hjá lygnri móðu“, átti verðskuldað sæti. Þjóðlagaútsetningar Árna Harðarsonar og Jór- unnar Viðar ásamt 4 íslenskum þjóðvísum í tón- búningi Hafliða Hallgrímssonar hljómuðu und- urvel. Reyndar finnst mér Barnagælur Jórunnar og Þjóðvísur Hafliða með því fegursta sem ég heyri og sú var raunin nú. Guðmundur Óli velur hraða í flutningi sem fellur hárnákvæmt að mínum smekk, vil ég þar tilfæra sérstaklega „Hættu að gráta“ eftir Hafliða. Ótalið er svo kórverk Jóns Nordal, Heilræðavísur, sem er eitt af þessum verkum sem í vönduðum flutningi gerir mann orðlausan og skírskotar til hryggjarf- iðrings fremur en málstöðva og það gerðist nú. Kórinn flutti þessa dagskrá einnig í Þorgeirs- kirkju í S.-Þingeyjarsýslu og á Blönduósi. Ég bið þess lengstra orða að kórmeðlimir láti ekki fjarlægðir draga úr sér kjarkinn til að fremja slíkan söngvaseið. Söngvaseiður í Ketilhúsinu KÓRTÓNLEIKAR Kammerkór Norðurlands Kórverk samin af og þjóðlög útsett af Árna Harðarsyni (1956), Báru Grímsdóttur (1960), Hafliða Hallgrímssyni (1941), Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni (1958), Jóni Ás- geirssyni (1928), Jóni Nordal (1926), Jórunni Viðar (1918), Snorra Sigfúsi Birgissyni (1954) og Tryggva M. Baldvinssyni (1965). Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Laugardaginn 27. janúar 2007 kl. 16.00. Í Ketilhúsinu á Akureyri Jón Hlöðver Áskelsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.