Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Page 4
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is É g og Benni hittumst á heimili hans í miðbæ Reykjavíkur eitt morg- unsárið í vikunni og supum á rótsterku kaffi. Undir spjallinu hlýddum við á hljóm- sveit frá San Fransisco sem ég kann ekki að nefna, en tónlistin var dægigóð. Plötuna fékk Benni fyrir stuttu frá Paul Lydon, bandarískum tónlistarmanni sem hefur átt heimili á Íslandi í bráðum tutt- ugu ár. „Þetta var afmælisgjöf,“ tjáir Benni mér. Á morgun mun Benni Hemm Hemm leika á baráttutónleikum í Héðinshúsi, þar sem fyrirhuguðum vegaframkvæmdum í Álafoss- kvosinni verður mótmælt en ásamt Benna leika Amiina, Pétur Ben, Bogomil Font og Flís og Sigur Rós. Og svo er það Evrópa sem kallar en fyrstu tónleikarnir fara fram í Par- ís, 1. mars. Þaðan liggur leiðin til Þýska- lands, Sviss, Austurríkis, Hollands og Belgíu. „Þetta er unnið með bókara úti, en hann hefur unnið mikið með Morr Music (sem er útgefandi Benna í Evrópu). Við erum níu sem förum út en um miðjan túr verður tveimur skipt út og tveir aðrir koma inn í staðinn,“ segir Benni. Þess má geta að alls eru sautján manns skráðir í sveitina á heima- síðu Benna, bennihemmhemm.com. „Ég fer út einum degi fyrr og mun keyra hljómsveitarbílinn frá Berlín til Parísar, ein- hverja 1.300 km. Sem betur fer kemur Hjör- leifur Örn Jónsson, slagverksleikari og trym- bill sem býr í Berlín með mér ásamt konu sinni en Hjörleifur mun tromma tvenna tón- leika með okkur. Við þetta jukust lífslíkurnar hjá mér um svona 60%. Ég gæti ekki keyrt einn, ef ég myndi ekki sofna þá myndi ég deyja úr taugastrekkingi.“ Brenglað Benni Hemm Hemm hefur nú gefið út þrjár plötur. Sú fyrsta, SummerPlate, kom út í takmörkuðu upplagi árið 2003. Þar er m.a. að finna nokkur lög sem áttu eftir að rata í nokkuð breyttri mynd inn á tvær nýjustu plöturnar. Þær eru samnefnd plata frá 2005 og svo kom Kajak út síðasta haust. Kajak kom út í Evrópu við enda janúarmánaðar, á geisladiski og vínylplötu og með henni fylgir sjötomma með upphafslagi plötunnar, „Skvavars“ og laginu „Aldrei“ þar sem hinn sænski Jens Lekman kemur einnig við sögu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig plöt- unum hefur gengið í sölu. Ég veit af ein- hverjum dómum sem ég hef fengið senda. Þeir eru á frönsku og mér er sagt að þeir séu góðir,“ segir Benni og glottir. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm varð til í kjölfar tónleika sem Tilraunaeldhúsið stóð að. „Ég sem tónlistina mína ennþá líkt og ég sé að vinna að sólódæmi í tölvunni,“ útskýrir Benni. „Á sínum tíma var ég ekkert að pæla í því að spila á tónleikum, ég var bara að dúlla mér í tölvunni. Svo þegar ég var beðinn um að spila á tónleikum þekkti ég svo marga sem voru heima hjá sér, að búa til tónlist, en vissu ekkert hvernig átti að koma henni á framfæri á tónleikum. Fólk var að bögglast við þetta vandamál og mér finnst alveg ein- staklega óspennandi að ýta á „play“ á tölv- unni og spila svo með. Þannig að þegar ég var beðinn um að spila á tónleikum datt mér í hug að hringja í vini og kunningja og fór al- veg út fyrir það sem ég lét mig dreyma um. Þetta var svona: „Ef líf mitt væri fullkomið, þá myndi ég vilja spila svona tónlist með þessum og þessum og þessum…“ Ég hringdi svo á línuna í einhverju bjartsýniskasti eitt kvöldið og það kom í ljós að allir voru þvílíkt til í þetta.“ Benni segist hafa verið á taugum yfir því að hann gæti ekki borgað fólkinu, enda mikið af æfingum framundan. En allir gengu inn í verkefnið af heilum hug og sögðu Benna að gleyma öllum fjárhagsáhyggjum hið snar- asta. „Þessi bransi á Íslandi býður eiginlega ekki upp á það að þú sért ekki til í svona. Ég leitaði þannig til vina og kunningja sem leita líka til mín í svipuðum aðstæðum. Þetta er einhvers konar tengslanet.“ Benni segist ekki hafa hugsað þetta lengra en eina tónleika. „Þetta átti bara að vera svona „Benni og Sinfó“. Eitt verkefni og svo búið. En svo spurði fólkið hvenær næstu tónleikar yrðu og þá fór ég að endurhugsa þetta. Og í dag er kominn einhvers konar sjálfsmynd á hópinn, þó að hún sé mjög brengluð. Það hefur nefni- lega aldrei verið ákveðið hvað þessi hljóm- sveit er. Þetta er t.a.m. ekki sólóverkefni með leiguspilurum og þetta er ekki heldur vinahljómsveit eins og svo margar popp/ rokksveitir.“ Áhugi Benna á Benna Hemm Hemm- verkefninu glæddist semsagt við hinar góðu undirtektir hjá hljóðfæraleikurunum. „Þá fékk ég áhuga á að kanna þessa mögu- leika, kanna þennan hljóm sem hljómsveitin er að búa til saman. Fyrri platan (sú sam- nefnda) hafði minni hljómsveitarhljóm en Kajak. En nú er kominn fram einhver kar- akter sem skapast af þessari stóru hljómsveit og ég vil sjá hvert ég kemst með hann.“ Svigrúm Benni er í tónsmíðanámi við LHÍ sem hann útskrifast úr í vor. Tónlistin fyrir Benna Hemm Hemm er þannig skrifuð, upp að vissu marki. „Fyrir ákveðin hljóðfæri, já. Eða flest reyndar,“ segir hann. „Ég skrifa þetta gróf- lega út, misgróflega samt. Fyrir Kajak bjó ég til prufuupptökur að lögunum sjálfur, tók upp hin ýmsu hljóðfæri og brenndi svo út- komuna á disk. En það er ekki nóg fyrir spil- arana að fá bara svoleiðis upp í hendurnar. En ég skrifa þetta semsagt ekki nákvæmlega út og nú er kominn sá skilningur að hverjum spilara er uppálagt að bregða á leik, það þarf ekki að fylgja þessu nákvæmlega. Þetta er Benni í Evrópu Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm, eða Benedikt H. Hermannsson, hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir tvær síðustu plötur sín- ar. Þar teflir hann fram stórsveit sem auk hefðbundinna rokkhljóðfæra mundar hina og þessa lúðra en sjálfur leiðir hann sveitina áfram með söng og kassagítarslætti. Hinn 1. mars næstkomandi fer hljómsveitin í sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu, og mun snara upp tólf tónleikum á fjórtán dögum. 4 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.