Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Side 5
Airwaves 2006 Hljómsveit Benna Hemm Hemm í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi líka tónlistin þeirra. Sveitin er þéttari að þessu leytinu til í dag og fólk er farið að þekkja inn á hvert annað á tónleikum.“ Benni segist samt eiga það til að gerast harðstjóri, ef honum líst ekki á framvinduna. „Hlutirnir eru þá ræddir … en þetta er svolítið skrítið. Í einhverjum tilfellum ræð ég alveg en í öðrum ekki. Þetta er furðulegt, því að ég hef í gegnum tíðina verið í mesta lagi gítarleikarinn í Rúnk og hef ekki haft það mikið að segja um hlutina. Þannig að þetta stjórastarf er alveg nýtt fyrir mér. En þetta svigrúm sem er gefið á milli nótnanna er held ég eina ástæðan fyrir því að fólk meikar þetta. Að það hafi smá pláss.“ Benni hefur aldrei reynt að slá markvisst í gegn með hljómsveitinni, hvað þá að hann hafi átt von á einhverjum viðtökum. „Summer Plate var gefin út í 30 eintökum. Ég var síðan að vona að samnefnda platan frá 2005 myndi seljast í um 200 eintökum. Ég gaf hana út sjálfur, það vildi enginn ann- ar gefa hana út. Maður bara vonaðist til að koma út á sléttu.“ Hann segir samt að í dag geti hann eðli- lega gert ráð fyrir einhverju meiru. „Ég væri að ljúga að þér ef ég segðist bú- ast við því að selja 100 eintök af Kajak. Þetta er komið lengra núna. Maður veit af þeim veruleika en um leið veit maður að það er ekkert sjálfgefið í þessu.“ Hratt Benni samdi efnið á fyrri plötuna erlendis, en kona hans var þá í skiptinámi. „Ég sat við í fjóra mánuði að semja og kom auðvitað heim skuldugur upp fyrir haus. Ég varð bara að tékka á þessu, þar sem maður var alltaf vælandi yfir því að hafa aldrei tíma til að sinna tónlistinni nægilega vel. Ég gaf mér því góðan tíma og ákvað að sjá hvort að það kæmi eitthvað af viti úr þessu. Ef svo yrði ekki, þá ákvað ég að hætta bara að pæla í þessu, hætta þessu væli.“ Þegar Kajak var unnin, helltist mikið keppnisskap yfir Benna. „Ég vildi sjá hvort ég gæti neglt þetta aft- ur. Platan var unnin fáránlega hratt. Hún var tilbúin í júlí í fyrra og ég byrjaði að vinna hana í mars/apríl. Þá fór ég að semja. Og það var ekki svo að andinn væri að hell- ast í skyndingu yfir mig heldur ákvað ég ein- faldleg að trukka þetta í gegn. Ég setti mig í stellingar og fór bara að vinna. Lögin voru svo spiluð nokkurn veginn í gegn á fyrstu æfingu. Það skiptir miklu hversu gott fólk er í bandinu, lögin eru sum hver alveg helsteikt hvað form og takt varðar. Allt var mjög hratt og ég er búinn að uppgötva að ég hef þetta „trukk“ í mér. Það er erfitt að útskýra þetta, því að ég er nýbúinn að kynnast þessum þætti í sjálfum mér. Ég sá hann ekki fyrr en ég fór að vinna með þessari hljómsveit.“ Benni segist að endingu spenntur fyrir bráðkomandi túr, hlakkar til að kynna Benna Hemm Hemm fyrir Evrópubúum. „Þetta eru fínir staðir sem við erum að fara að spila á, og við náum að flakka ágæt- lega um álfuna. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk sjái okkur á tónleikum og sjái að Benni Hemm Hemm er ekki bara einhver diskur uppi í hillu. Þetta verður líka mikil prófraun fyrir mig, hvernig á það eftir að ganga að fara með allan þennan mannskap í svona ferðalag? En ég er mjög bjartsýnn á báða hluti.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Þýskaland 2006 Benni Hemm Hemm spilaði í Berlín og Rostock. »Þetta átti bara að vera svona „Benni og Sinfó“. Eitt verk- efni og svo búið. En svo spurði fólkið hvenær næstu tónleikar yrðu og þá fór ég að endurhugsa þetta. Og í dag er kominn ein- hvers konar sjálfsmynd á hóp- inn, þó að hún sé mjög brengluð. Það hefur nefnilega aldrei verið ákveðið hvað þessi hljómsveit er. Þetta er t.a.m. ekki sólóverkefni með leiguspilurum og þetta er ekki heldur vinahljómsveit eins og svo margar popp/rokksveitir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.