Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Page 6
Arabíu-Lárus „Myndin hlaut fjölda Óskarsverðlauna en O’Toole sat uppi með sárt ennið og sá á eftir þeim í hendurnar á Gregory Peck (To Kill a Mockingbird). “ Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þ að voru því gleðitíðindi þegar fréttist af tilþrifum Peters O’Toole, þessa hálfáttræða sjarmatrölls í gam- anmyndinni Venus, nýjasta verki leikstjórans Rogers Mitchell (Nott- ing Hill, The Mother). Gamli senu- þjófurinn er sagður snara myndinni upp um nokkra gæðaflokka og árangurinn færði honum m.a. átt- undu Óskarstilnefninguna. Ungir bíógestir kannast sjálfsagt fæstir við nafn- ið, en O’Toole er risi í hugum þeirra sem muna leik- skörunginn á meðan gustaði af honum. Í rauninni hefur O’Toole lítið gert markvert á tjaldinu í ald- arfjórðung, eða síðan hann var tilnefndur síðast fyrir Óskarinn fyrir óborganlega túlkun á fyrrum Hollywood-goðsögn sem er tekinn að halla sér um of að flöskunni. Það var í gamanmyndinni My Fa- vorite Year, sem var frumsýnd 1983, áður en þeir fæddust sem nú bera uppi bíóin. Illgjarnar tungur pískruðu um að O’Toole hefði lítið þurft að hafa fyr- ir árangrinum, tæpast hefði runnið af karli á meðan á tökunum stóð. Þá var drykkjuskapur lífsstíll Hvað sem hæft er í því er O’Toole af kynslóð breskra leikara sem af hafa farið hvað litríkastar sögur sem drykkjumenn. Richard Burton og Rich- ard Harris eru í þessum hópi útvaldra, sem sáu slúðurdálkahöfundum fyrir ærnum starfa á löngu tímabili. Þá var drykkjuskapur lífsstíll og ekki þótti verra að sækja fyrirmyndirnar í stórstjörnur hvíta tjaldsins. Það verður því söguleg stund á ferli O’Toole, er um hann flæða sviðsljósin næstu helgi, þegar hann háir harða baráttu við Forest Whitaker og fleiri góða menn um Óskarinn fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. Hvernig honum reiðir af í þeim slag á eft- ir að koma í ljós, en ef allt fer á versta veg er karl- inn alltént manna sjóaðastur í að sæta höfnun á slíkum stundum. Auk þess að koma bónleiður til búðar í öll sjö skiptin sem hann hefur áður hlotið Óskarstilnefningu, hefur hann fengið 4 BAFTA- tilnefningar og stóð þar reyndar uppi sem sig- urvegari fyrir hartnær hálfri öld fyrir Lawrence of Arabia (’62). Þá hefur O’Toole hlotið sæg ýmissa minniháttar tilnefninga og verðlauna, þ.á m. 10 til Golden Globe, sem hann hefur unnið í þrígang. Peter O’Toole fæddist í Leeds í ágúst 1932, hann er því vís til að láta að sér kveða um sinn, ekki síst í aukahlutverkum og enginn vafi er á að frammi- staða hans í Venus á eftir að lífga upp á ófáar kvik- myndir og staðnaðan feril. O’Toole, sem er af írsku og skosku bergi brotinn, þjónaði landi sínu í breska sjóhernum og fór síðan í Royal Academy of Dramatic Art, þar sem hann út- skrifaðist árið 1954. Bekkjarbræður hans voru m.a., Harris, Albert Finney og Alan Bates. Úr RADA lá leiðin á sviðið; í sjónvarpinu brá honum fyrst fyrir árið 1954, frumraunin á hvíta tjaldinu var smáhlutverk í Rauðu akurliljunni (’56). Næstu árin var hann alfarið á leiksviðinu, uns hann fékk áberandi hlutverk í sakamálamyndinni The Day They Robbed the Bank of England (’60). Meira þurfti ekki til að vekja áhuga kvikmynda- leikstjóra á hinum unga og magnaða leikra sem þurfti ekki annað en að depla auga til að stela at- hyglinni. 1962 urðu kaflaskipti í lífi hans, en þá var frumsýnd stórmynd Davids Lean, Lawrence of Arabia og nafnið O’Toole varð á hvers manns vörum um allan heim fyrir frábæra túlkun í aðal- hlutverkinu, sem var jafnframt hans fyrsta á tjald- inu. Myndin hlaut fjölda Óskarsverðlauna en O’Toole sat uppi með sárt ennið og sá á eftir þeim í hendurnar á Gregory Peck (To Kill a Mock- ingbird). Tilnefningakónur án verðlauna? Átta Óskarstilnefningar – ennþá engin verðlaun. Nú hófst blómaskeiðið á ferli leikarans, sem gat valið úr hlutverkum og kaus oftar en ekki að fást við verk sem hann hafði glímt við á sviðinu, þar sem hann hefur unnið marga, fræga sigra. Fyrsta myndin eftir sigurför Arabíu Lawrence var Becket (’64), þar sem hann lék Hinrik II., en Burton fór með titilhlutverkið. Ári síðar varð titilhlutverkið í Lord Jim fyrir valinu, mislukkaðri bruðlmynd, byggðri á skáldsögu Josephs Conrad. What’s New Pussycat (’65) endurspeglaði nýjabrum hömluleys- is sjöunda áratugarins og varð feykivinsæl. Síðan komu þær koll af kolli, The Night of the Generals (’67), The Lion in Winter (’68) – þar sem hann lék á ný Hinrik II., en eftir titilhlutverkið í Goodbye Mr. Chips (69) fór að harðna á dalnum og hlutverkin sem hann tók að sér næsta áratuginn voru ekki öll honum samboðin. Í The Stunt Man (’80) brá fyrir gamalkunnum hæfileikum sem nutu sín enn frekar í My Favorite Year (’82). Allar götur síðan hefur O’Toole verið að mestu leyti upptekinn við auðgleymd hlutverk (að nokkr- um sjónvarpsmyndum undanskildum), uns Mitch- ell fékk hann til að túlka karlinn Maurice, sem verð- ur hrifinn af stúlku, hálfri öld sér yngri, í Venus. Myndin verður tekin til sýninga hérlendis í mars. Sem fyrr segir er tilnefningin fyrir Maurice sú áttunda sem leikarinn hlýtur. Ef verðlaunin láta enn á sér standa á sunnudagskvöldið eftir viku, hlotnast O’Toole sá vafasami sess í kvikmyndasög- unni að verða leikarinn sem oftast hefur verið til- nefndur án þess að hreppa hnossið. Átta tilnefningar til Óskarsverðlauna Hér á eftir kemur listinn yfir Óskarsverðlauna- tilnefningar O’Toole, sem sannar hið fornkveðna að fleira þarf til en frábæran leik í úrvals hlutverkum til að hampa Óskarnum. 1962 – Lawrence of Arabia 1964 – Becket 1968 – The Lion in Winter 1969 – Goodbye, Mr. Chips 1972 – The Ruling Class 1980 – The Stunt Man 1982 – My Favorite Year 2006 – Venus Lengi lifir í gömlum glæðum Í HUGUM þeirra sem muna afrek leikarans á sjötta og áttunda áratugnum, leikur ljómi um nafn Peters O’Toole – þó hann hafi verið afskrif- aður oftar en flestir aðrir stórleikarar sögunnar. Þeir hafa saknað hans, eitt og eitt smáhlutverk á tjaldinu og í sjónvarpi á undanförnum árum, hafa aðeins ýft upp minningar um glæsta sigra hans á árum áður. 6 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Nýjasta mynd danska leikstjór-ans Billie August var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín um helgina, en myndin er ein þeirra sem keppast um að fá aðalverðlaun hátíðarinnar, gullbjörninn svokall- aða. Umrædd mynd nefnist Goodbye Bafana og bygg- ist á samnefndri bók James Greg- ory, sem var einn fangavarða í Rob- inson Island fangelsinu þar sem Nelson Man- dela dvaldi lengst af í sinni 27 ára fangavist. Gregory kynntist Mandela náið á þeim 17 ár- um sem hann vann í fangelsinu. August sagði í viðtali í tilefni frumsýningarinnar að honum hefði fundist sterkara að segja sögu Man- dela frá sjónarhorni fangavarðarins. „Sjónarmið Mandela og það sem hann barðist fyrir verða enn rétt- mætari þegar maður sér þau með augum andstæðingsins,“ sagði leik- stjórinn. Það er Dennis Haysbert sem fer með hlutverk Mandela í myndinni, en hann er trúlega þekktastur sem forseti Bandaríkjanna í sjónvarps- þáttunum 24. Haysbert sagði hlut- verkið hafa haft mikil áhrif á sig. „Ást Mandela á landi sínu skyggði á ást hans á sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni,“ sagði leikarinn. „Eftir hvern tökudag fór ég heim, fékk mér vínglas og hreinlega grét.“ Það er Joseph Fiennes sem fer með hlutverk fangavarðarins Greg- ory.    Leikstjórinn Milos Forman vinn-ur nú að nýrri mynd, þeirri fyrstu frá árinu 1999 þegar hann gerði Man on the Moon með Jim Carrey í aðal- hlutverki. Nýjasta mynd hans nefnist Go- yás Ghosts og skartar Stellan Skarsgard í hlut- verki spænska listamannsins Fransico Goya. Myndin fjallar um spænska rannsóknarréttinn og ofsóknir hans á hendur ástkonu Go- ya (leikin af Natalie Portman). Þetta er í þriðja sinn sem Forman og framleiðandinn Saul Zaentz leiða saman hesta sína en í fyrri tvö skipt- in leiddi samstarf þeirra af sér myndirnar One Flew Over the Cuckoós Nest (1975) og Amadeus (1984) sem báðar fengu Ósk- arsverðlaun í flokknum besta mynd- in.    Nú er í bígerð í Bretlandi myndbyggð á sögu Jean Charles de Menezes, sem skotinn var til bana af bresku lögregl- unni árið 2005 í misgripum fyrir hryðjuverka- mann í kjölfar hryðjuverkaárás- anna á London. Myndin, sem framleidd verður af Stephen Fre- ars (The Queen), kemur til með að beina sjónum sín- um að lífi de Menezes fyrir at- burðina og þau áhrif sem andlát hans hafði á fólkið í kringum hann. „Við ætlum að taka þessa mann- legu nálgun á viðfangsefnið. Fólk veit líka muninn á réttu og röngu í þessu máli og því óþarfi að predika eitthvað um það,“ sagði leikstjórinn Henrique Goldman. „De Menzes átti stóra fjölskyldu hér í Bretlandi og það var hann sem stóð fyrir flutningi flestra úr henni hingað til lands. Þeirra líf hefur því tekið miklum stakkaskiptum við dauða hans.“ kvikmyndir Dennis Haysbert. Stephen Frears. Milos Forman. Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.ed Ásínum tíma innleiddi Árni Samúelssonumtalsverðar breytingar í íslenskt kvik-myndalíf með stofnun Bíóhallarinnarvið Álfabakka. Þar gat að líta fyrsta fjölsala úthverfabíóið í Reykjavík og nokkrum ár- um síðar varð hann fyrstur til að innleiða hágæða hljóðkerfi, THX-kerfið sem stundum er kennt við George Lucas, sem á þessum tíma var það nýjasta og besta. Framsýni Árna í þessum málum hafði síðan þau áhrif að önnur kvikmyndahús brugðust við samkeppninni með því að fjárfesta í tækja- kosti. Afleiðingin var sú að íslenskir bíógestir urðu sannarlega öfundsverðir hvað tæknihliðina varð- ar. Kvikmyndahús Árna hafa ávallt viðhaldið ákveðnum gæðastaðli hvað varðar aðbúnað gesta og tæknilegt umhverfi kvikmyndasýninga, og með því að verða fyrst til að innleiða stafrænt sýning- arkerfi, staðfesti fyrirtækið enn á ný leiðandi hlut- verk sitt í þessum efnum. Á viðskiptasíðum Morgunblaðsins nú í vikunni (8.2.2007) birtist forsíðufrétt um væntanlegar framkvæmdir fyrirtækisins á sviði bíómála og þar er haft eftir Birni Árnasyni, framkvæmdastjóra Sambíóanna, að „Sambíóin haf(i) verið leiðandi í rekstri hágæða-kvikmyndahúsa á Íslandi og á þessu ári verður farið í miklar framkvæmdir til að halda því markmiði félagsins á lofti, að bjóða upp á það allra besta sem um getur í kvikmyndahúsum í heiminum í dag“. Eins og kemur fram hér að ofan er ekki um innantómt gort að ræða hjá Birni – Sambíóin hafa sannarlega verið leiðandi í rekstri hágæðakvikmyndahúsa á Íslandi, einkum ef litið er til tæknilegs umhverfis kvikmyndasýninga og aðbúnaðar gesta. Í hverju felast hinar miklu fram- kvæmdir? Samkvæmt fréttinni ber fyrst að nefna þá staðreynd að Sambíóin hafa flutt skrifstofur sínar aftur í húsnæði sitt við Álfabakka í Mjódd, „en skrifstofurnar voru þar frá stofnun félagsins árið 1982 til ársins 2005, að þær voru fluttar í Skógarhlíð 12“. Yfirlýsingu þessari fylgir að „skrifstofuhúsnæðið við Álfabakka“ hafi verið tek- ið til „gagngerra breytinga“. Þessum spennandi fréttum er svo fylgt eftir með millifyrirsögn sem segir, „Ný tækni vænt- anleg“. Áhugi lesanda eykst óneitanlega við kræsilega fyrirsögnina, en fréttin stendur ekki undir vonum. Í umorðun blaðamanns segir Björn, „Nýlega var tekið í notkun stafrænt sýningarkerfi í Kringlubíói og á næstunni verður svo kynnt til sögunnar ný tækni“. Svo mörg eru þau orð. Meira fréttum við ekki af þessari „nýju tækni“ en sam- hengið gefur til kynna að þar sé um að ræða næsta stig, eða framhald af stafrænni sýningartækni. Ef svo er mun yfirlýsing Björns koma ýmsum á óvart, ekki síst úti í hinum stóra heimi, þar sem skrefið eftir hið stafræna hefur ekki enn verið stigið í veröld kvikmyndagerðar eða sýninga. En þótt fréttafyrirsögnin um „nýja tækni“ sé kannski ekki útskýrð nánar í greininni þá kemur þar ýmislegt fram um væntanlegar framkvæmdir Sam-manna. Í upphafi greinar segir: „Sambíóin eru með í burðarliðnum tvö stór kvikmyndahúsa- verkefni sem væntanlega munu fara af stað á þessu ári“. Nokkru síðar fer lesanda að gruna að annað þessara tveggja stóru verkefna sé að byggja nýtt kvikmyndahús, og hér er e.t.v. ætlast til að lesandi viti af fyrri fregnum um væntanlega byggingu bíós í Grafarvogi, eða er kannski um enn nýrra verkefni að ræða? Hitt verkefnið er hins vegar alveg á huldu þegar að endalokum grein- arinnar kemur. Svo virðist nefnilega vera að frétt- in sé í raun frétt um að frétta sé að vænta á næst- unni, „þegar þessi verkefni verð(a) kynnt nánar“. Nema að hið seinna „kvikmyndahúsaverkefni“ hafi falist í því að flytja skrifstofur fyrirtækisins úr Skógarhlíð aftur í Álfabakka. Undir lok grein- arinnar grillir þó í aðra túlkunarleið. Þar segir að „stjórn Sambíóanna“ hafi tekið þá ákvörðun "að framlengja ekki samning um rekstur Há- skólabíós", en samkvæmt Birni var rekstur þess kvikmyndahúss erfiður sökum þess að bíóið "hafi dregist aftur úr þeirri þróun sem hafi orðið og þeim kröfum sem neytendur gerðu um gæði kvik- myndahúsa" undanfarin tvö ár. Þróunin er greini- lega ansi hröð fyrst Háskólabíó hefur úrelst á tveimur árum! Hérna komum við loksins að því sem skiptir máli í ekki-frétt viðskiptahluta Morgunblaðsins. Hvað verður um Háskólabíó? Þessi spurning er það sem stendur upp úr að lestri loknum. Ekki síst þar sem þar með opnast möguleikar til að skapa umhverfi sem er ólíkt SAM-Félaginu, og þeirri einbeittu ákvörðun þeirra að halda áfram að bjóða upp á "það besta í kvikmyndum frá Hollywood". Því mætti spyrja hvort tækifæri skapist hér fyrir aðila sem e.t.v. eru eilítið minna uppteknir af steinsteypu, THX og bólstruðum sætum, en hafa þess í stað metnað í kvikmyndavali, til að koma ná- lægt rekstri kvikmyndahúss. Steinsteypa og THX SJÓNARHORN »Hérna komum við loksins að því sem skiptir máli í ekki-frétt við- skiptahluta Morgunblaðsins. Hvað verður um Háskólabíó? Þessi spurning er það sem stendur upp úr að lestri loknum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.