Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Þá er kominn titill á næstubreiðskífu Wilco, sem verður að teljast ein allra heitasta plata ársins (hvenær kemur annars Radiohead plat- an út?). Platan heitir Sky Blue Sky og kemur út 15. maí. Wilco er tvímælalaust eitt allra besta band samtímans og pressan all- nokkur á þessa næstu plötu, því tvær þær síðustu, A Ghost Is Born (2004) og Yankee Hotel Foxtrot (2002) eru báðar meistaraverk. Lagalistinn hefur nú verið birtur og heita lögin nöfnum á borð við „Impossible Germany", „Shake It Off" og „Hate It Here" en sum þeirra hafa verið fljótandi um á netinu í nokk- urn tíma, þá sem tónleika- upptökur. Þetta verður fyrsta hljóðversplata sem núverandi út- gáfa Wilco tekur upp, massaþéttur hópur sem hægt er að heyra í á hinni frábæru tónleikaplötu, Kick- ing Television: Live In Chicago, en hún kom út í hitteðfyrra.    Hin áreiðanlega, en sumpartbjálfalega, fréttaveita hins ágæta tónlistarmiðils Pichfork segir af nýrri plötu frá Thobb- ing Gristle, kon- ungum (ásamt einni drottningu) hinnar svo- nefndu „ind- ustrial" tónlistar. Þetta verður fyrsta hljóð- versplata þess- arar gríðarlega áhrifaríku sveit- ar síðan Journey Through A Body kom út árið 1982. Platan kallast Part Two – The Endless Not og kemur út á vegum Mute hinn 1. apríl. Með fyrstu 4000 geisladisk- unum koma sérstakir táknrænir hlutir (tótem) sem verða annað hvort úr beini, tré, gúmmíi eða kopar. Það var alltaf verulega stutt í dulhyggjuna hjá Throbbing Gristle og það var einn liðsmaður hennar, Peter Christopherson, sem hafði umsjón með framleiðsl- unni í Thailandi. Meðlimir eru all- ir upprunalegir en ásamt Chri- stopherson skipa sveitina þau Chris Carter, Genesis P-Orridge og Cosey Fanni Tutti. Af hinum magnaða P-Orridge, sem bindur bagga sína svo sannarlega ekki sömu hnútum og samferðamenn- irnir, er það að frétta að hann hef- ur látið græða á sig brjóst og lítur á sig í dag sem einskonar karlk- venmann…    Elliott Smith er kominn í hópmeð Syd Barrett, Jeff Buck- ley og Nick Drake; en spurn eftir áður óheyrðu efni eftir þennan látna tónlistar- mann er mikil og stöðug. Aðdá- endur fá alls- vakalegan skammt af slíku í vor, nánar til- tekið hinn 8. maí, en þá kem- ur út tvöföld plata með slíku efni. Platan nefn- ist New Moon og mun innihalda 24 lög sem voru tekin upp á ár- unum 1994 til 1998. Það er Kill Rock Stars sem gefur út, en á vegum þess komu Elliott Smith (1995) og Either/Or (1997) út. New Moon átti fyrst að vera sér- stök útgáfa af Either/Or, til að marka tíu ára afmæli plötunnar en hætt var við þær áætlanir. Allt efni sem Smith tók upp eftir ’98 er í eigu Interscope risans, en hann hefur ekkert gefið upp um útgáfu á sjaldgæfu efni … ennþá a.m.k.. TÓNLIST Wilco Throbbing Gristle Elliott Smith Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það er eins og sumum hljómsveitum séskipað í spennitreyju strax við fæð-ingu, hvað möguleika á vinsældumvarðar. Allt er til staðar á pappírunum og þegar sveitin „óheppna“ er fallin frá og löngu gleymd eru menn enn að klóra sér í hausnum yfir örlögum hennar. Af hverju varð hún ekki vinsæl á meðan aðrar lakari gátu sprangað að vild um í sviðljósinu? Þannig er saga Manchester-sveitarinnar The Chameleons, þar sem allt virtist vera til staðar en einhverjir ógreinilegir þættir hömluðu því að hún næði þeim árangri sem skyldi. Hún spratt fullsköpuð fram árið 1983 með þá plötu sem hér er til umfjöllunar, Script of the Bridge, og gaf síðar út tvær hljóðversplötur til viðbótar, What Does Anything Mean? Basically (1985) og Strange Times (1986). Allt saman stórgóðar plötur, þó að sú fyrsta hafi það í samanburði, einfaldlega vegna þess hversu ótrúlega heil- steypt og góð hún er, sérstaklega með tilliti til þess að hér er á ferðinni fyrsta plata sveitar. Það er allt á hreinu, hljóðfæraleikur þéttur, söngur ástríðufullur, lagasmíðar nýstárlegar og grípandi og heildarsvipurinn sterkur. Dæmi um snilldina má heyra strax í kröftugu upphafslag- inu, „Don’t Fall“ og svo er það hið epíska „Se- cond Skin“, magnþrungið og dramatískt, sann- kallað meistaraverk. Chameleons léku draumkennt, melódískt, gít- ardrifið nýbylgjurokk sem minnir í senn á U2 og Joy Division og þegar hlustað er á hljóm- veitir eins og Interpol og Editors heyrast áhrif- in mjög svo greinilega (berið til dæmis „Thursday’s Child“ með Chameleons saman við „Leif Erikson“ með Interpol) . Það er þessum samtímasveitum að þakka að nafn Chamelons hefur skotið upp kolli í hinum og þessum dóm- um en það er þó langt í land með að fyrirtæki séu að hlaupa til og gefa út safnplötur með henni (eins og er að gerast með Skids, í kjölfar útgáfu U2 og Green Day af „The Saints Are Coming“). The Chameleons hætti árið 1987 og sama ár kom svanasöngurinn út, stuttskífan Tony Fletc- her Walked On Water, nefnd í höfuðið á um- boðsmanni hennar sem lést sviplega sama ár. Chameleons sneri svo aftur á nýju árþúsundi og hefur gefið tvær plötur. Leiðtoginn, Mark Burgess, hefur þá haldið sér uppteknum á tón- listarsviðinu í gegnum hin og þessi verkefni. Kannski er árinu sem Chameleons gerðu fyrst skurk um að kenna. Árið 1983 var hljóð- gervlabundin nýrómantíkin allsráðandi. Gít- arrokk var á leiðinni út, en það stoppaði þó ekki U2 í því að slá í gegn með þriðju plötu sinni, War. Það má því eiginlega segja að The Chame- leons hafi dottið á milli þilja um leið og hún hóf störf, og þar lúrði hún eftir það, sem dásamleg sönnun þess að það er ekki hægt að setja sama- semmerki á milli vinsælda og stórkostlegrar (og í seinni tíð áhrifaríkrar) tónlistar. Sumt gleymist bara POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com T il að byrja með var of Montreal einkaverkefni Kevin Barnes en hann safnaði að sér félögum sem voru viðriðnir Elephant 6 klíkuna svonefndu. Sú var vinahópur, út- gáfufyrirtæki, og fjöldi hljómsveita sem átti það sammerkt að leika popptónlist sem sótti óhikað í svonefnt sýkadelíu-popp sjöunda áratugarins. Raunar er upphaf félagsskaparins rakið til þess viðburðar þegar einn stofnenda, Ro- bert Schneider, spurði annan, Jim McIntyre, hvers konar tónlist hann hefði gaman af í stræt- isvagni á leið í háskólann í Denver. McIntyre svar- aði „Beach Boys" í þeirri von að hrista Schneider af sér – en á þessum tíma var gruggið (e. grunge) í algleymingi. Við þetta tvíefldist Schneider sem var forfallinn aðdáandi sólstrandargæjanna. Inn- an við tveimur árum síðar, árið 1993, höfðu þeir stofnað sveitina The Apples in Stereo og gefið út fyrstu smáskífu Elephant 6. (Þess má geta að nýj- asta skífa Apples in Stereo, The Magnetic Won- der, kom út í byrjun mánaðarins hjá útgáfufyr- irtækinu Simian Records, sem er í eigu leikarans Elijah Wood). Á næstu árum varð til fjöldi sveita í kringum félagsskapinn, hér má nefna Neutral Milk Hotel og Olivia Tremor Control. Ein plata á ári En aftur að Barnes og of Montreal. Eftir að hann hafði fundið sér hljómsveitarfélaga í líki bassaleik- arans Bryan Poole og trommuleikarans Derek Almstead, hófust þeir handa við að koma hug- myndum Barnes í áheyrilega mynd. Afraksturinn var frumraunin Cherry Peel sem kom út árið 1997 og vakti nokkra athygli, sérstaklega fyrir lagið „Don’t Ask me to Explain". Tónlistin sótti mikið í Bítlana og Beach Boys en vísaði um leið í allar aðr- ar mögulegar og ómögulegar áttir og gaf þannig fyrirheit um þá ótrúlegu tilraunagleði með popp- formið sem hefur ríkt á plötum of Montreal allar götur síðan. Strax sama ár sendi sveitin frá sér skífuna The Bird Who Continues to Eat the Rab- bit’s Flower og vísaði þannig í sjöunda áratuginn á annan hátt: hér var komin sveit sem myndi senda frá sér minnst eina plötu á ári eins og tíðkaðist í eina tíð. Rafvæðingin Barnes og félagar (sem hafa reyndar verið nokkuð breytilegir í seinni tíð, hljómsveitarmeðlimir hafa komið og farið) hafa staðið við þessi fyrirheit. Eft- ir sveitina liggja nú níu breiðskífur auk fjölda stuttskífa, safnskífa sem innihalda áður óútgefið efni, B-hliðar og fleira. Gæðin (og viðtökurnar) eru hins vegar nokkuð misjöfn en það er útbreidd skoðun að með Satanic Panic in the Attic frá árinu 2004 hafi sveitin náð áður óþekktum hæðum. Sú plata markaði nokkur þáttaskil í sögu sveit- arinnar; Barnes vann að mestu aleinn að henni, auk þess sem hann skipti hefðbundnum rokk- hljóðfærum út fyrir hljóðgervla og trommuheila. Lagasmíðarnar voru einnig orðnar flóknari hvað varðar byggingu; þar er ekki hikað við að fara á milli fjölda ólíkra kafla, stoppa stutt við hér, koma viðlagi fyrir þar, án tillits til hefðarinnar. Lögin innihalda þannig fjölda grípandi laglína sem væri eflaust hægt að breiða úr í mörgum lögum en Bar- nes stútfyllir þess í stað stök verk þar til þau eru við það að springa - og það með frábærum árangri. Þyngri en betri Nú virðist hins vegar sem Barnes hafi slegið sjálf- um sér við með plötunni Hissing Fauna, Are You the Destroyer? sem kom út í síðasta mánuði. Það er mögnuð plata og viðtökurnar hafa verið eftir því. Hljóðheimurinn er ekki ólíkur þeim sem var kynntur á Satanic Panic..., hér leika ýmsir hljóð- gervlar lykilhlutverk í bland við söngrödd Barnes (ýmist í falsettu eða ekki), bassa og gítara. Þá eru textar Barnes mun dekkri en hefur verið hingað til; í stað líflegra persónulýsinga sem hafa að mestu einkennt skífur of Montreal hingað til, fjallar Barnes um sjálfan sig og tilfinningarótið sem hann hefur gengið í gegnum síðastliðin tvö ár. Hann fluttist til Noregs ásamt þarlendri konu sinni, eignaðist litla stúlku en í stað þess að hefja nýtt líf eins og hann hafði vonast til, tók við tímabil þunglyndis og óhamingju („I felt the darkness of the black metal bands" segir í textanum við „A Sentence of Sorts in Kongsvinger") sem lauk að endingu með skilnaði við fjölskylduna. Þessari sorglegu sögu gerir Barnes grein fyrir í snjöllum textum og grípandi laglínu - fyrir vikið sitjum við hin heima og brosum yfir öll saman! Það er ein- faldlega ekki hægt að njóta ekki alls þess sem Barnes færir fram, hvort sem það eru flóknar út- setningar, þungir textar eða einfaldlega frábærar popplínur. Maður er í öllu falli vel mettur af sykr- uðu en eilítið beisku poppi eftir að hafa hlustað á skífuna. (Ekki) frá Montreal Þeim er strax farið að rigna inn, öllum frábæru plötunum sem munu einkenna árið 2007 í minn- ingunni. Þar ber einna hæst skífuna Hissing Fauna, Are You the Destroyer? með bandarísku sveitinni of Montreal, sem þrátt fyrir nafnið hef- ur aðsetur í borginni Aþenu í Georgíu, Banda- ríkjunum. Sagan segir að nafnið sé tilkomið vegna þess að leiðtogi sveitarinnar, söngvarinn Kevin Barnes, hafi stofnað sveitina eftir að stúlka frá Montreal hryggbraut hann. Hissing Fauna, Are You the Destroyer? „Það er mögnuð plata og viðtökurnar hafa verið eftir því. Hljóðheimurinn er ekki ólíkur þeim sem var kynntur á Satanic Panic..., hér leika hljóðgervlar ýmsir lykilhlutverk í bland við söngrödd Barnes (ýmist í falsettu eða ekki), bassa og gítara. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.