Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 9
löndunum sem Gúlliver heimsækir í Ferðum Gúllivers eftir Jonathan Swift en þar er La- puta er fljúgandi eyja vísindamanna. Eyjan flýgur í krafti málmsteins nokkurs, adamant- íns, en það er goðsögulegt/skáldskaparlegt efni sem er afar vinsælt í nútíma mynda- sögufantasíum, en ofurhetjan Wolverine er til dæmis með klær úr því efni. Miyazaki fær þetta steinefni lánað í myndinni, það er enn sem fyrr efnið sem gerir flug kastalans La- puta mögulegt og er sömuleiðis nátengt ró- bótunum sem byggja eyjuna, en þeim virðist stýrt í krafti steinsins. Líkt og í öðrum myndum Miyazaki er kvenhetja í aðal- hlutverki, hin munaðarlausa Sheeta sem er elt bæði af illmennum úr hernum og ill- skeyttum sjóræningjum, allir sækjast þeir eftir steininum sem hún ber um hálsinn og er erfðagripur. Steinninn hefur töfravald, lífgar dauðan róbót og vísar veginn til fljúgandi eyjunnar. Enn birtist hér gagnrýni Miyazaki á valdagræðgi og hernað, Sheeta óttast mátt steinsins og vill eyða honum, en annar afkom- andi konungsfjölskyldunnar frá Laputa vill nota hann til að verða valdamikill stríðsherra. Myndin er einnig gott dæmi um hina sér- stæðu nálgun Miyazaki á tækni sem einkenn- ir alla hönnun myndanna, en henni má helst lýsa sem eins konar lífrænni tækni. Öll tæki eru á einhvern hátt lifandi – fljúgandi kast- alar og hlaupandi kastalar til dæmis – hönn- uð þannig að þau verða lífræn, hvort sem það eru flugtæki, sem Miyazaki hefur sérstakt uppáhald á, eða róbótar, lestir og bílar, sem einnig koma fyrir. Þessum áhrifum nær hann fram með fremur órólegum ávölum línum, flugtæki eru oft belgvíð og öll samskeyti sýnileg, vænghafið oft snubbótt svo minnir á smáfugl eða flugu og oft eru tækin á ein- hvern hátt skökk eða skæld; hér er ekkert straumlínulagað eða ferkantað. Dæmi um þetta er róbótinn góði, hann er frekar ólán- legur í laginu greyið, útlimir grannir með mörgum samskeytum eða liðum, armarnir svo langir að þeir ná niður á jörð. Búkurinn er hins vegar egglaga og brjóstkassinn breiður, höfuðið er eins og oddur á byssukúlu og aug- un skökk, en yfir andlitinu er eins konar gríma með einu stóru og einu litlu auga. Allt gerir þetta að verkum að róbótinn virkar vinalegur og næstum aumkunarverður, sem þó kemur ekki í veg fyrir að hann geti verið ógnandi þegar til á að taka. Þetta myndmál lifandi tækni er svo nýtt til hins ýtrasta í kastalanum kvika, en hann er stórkostlegt dæmi um myndheim Miyazaki. Hér birtist þetta allt, óregluleg hönnun sam- setningar, öll samskeyti eru sýnileg og jafn- vel ýkt og kastalinn skiptir sífellt um svip – bókstaflega, því hann hefur andlit. Myndin er einnig dæmi um stöðuga gagnrýni Miyazaki á stríðsrekstur en sagan gerist í Evrópu á ein- hvers konar viktoríönskum (ef marka má búninga, húsin virðast eldri) tíma, stríð vofir yfir og konungurinn vill fá Howl til hjálpar. Howl er frægur fyrir að stela hjörtum ung- meyja, en Sophie óttast hann ekki, hún er ekki nógu falleg til að freista Howls. En þó liggja leiðir þeirra saman sem verður til þess að vond norn leggur á hana þau álög að hún verður gömul. Sophie flýr og sest að í kastala Howls og svo hefst ótrúlegt ævintýri. Lifandi ævintýri Miyazaki hefur á undanförnum árum skapað sér þá stöðu að vera talinn besti núlifandi teiknimyndahöfundur heims, og hér nota ég orðið teiknimynd viljandi, því hann er einn af fáum sem enn gerir teiknimyndir með gamla laginu, teiknaðar, ramma fyrir ramma, en ekki tölvugerðar. Ef marka má viðtöl við Miyazaki er hann ekki mikill bjartsýnismaður og segist aðspurður ekki hafa mikla trú á að boðskapur mynda hans nái að breyta heim- inum til hins betra, en þó viðurkennir hann í samtali við blaðamann Guardian (14. sept. 2005), „ef við listamenn reynum að segja að lífið sé þess virði að lifa því og heimurinn þess virði að búa í honum, þá gæti eitthvað gott komið út úr því“. Það er auðvelt að öðlast trú á hið góða – þó ekki væri nema bara góða list! – við það að horfa á myndir Miyazakis. Þó eru þetta engar vellur, hér er fjallað um dramatík og átök og mörkin milli hins illa og hins góða eru ekkert endilega alltaf skýr, né stöðug. Þetta kemur vel fram í kastalanum kvika, en þar hafa bæði illa nornin og Howl, svo ekki sé talað um eld-demóninn Calcifer, óljósa stöðu á mörkum góðs og ills. Sömuleiðis er upplifun Sophie á öldrun sinni ótrúlega átakanleg og falleg í senn. Bent hefur verið á að þessar myndir séu barna- og fjölskyldumyndir í Jap- an en á Vesturlöndum sé tilhneigingin sú að líta á þær sem listrænt efni fyrir fullorðna, kannski vegna þess hve ólíkar þær eru bandarískri framleiðslu hvað varðar útlit, myndmál, andrúmsloft, framvindu (eða bara ‘tempó’) og efnistök. En það er einmitt þetta, hversu frábrugðnar þær eru bandarísku efni sem gerir myndir Miyazaki að listrænni og ánægjulegri upplifun, auk þess að bjóða upp á áhugaverðar vangaveltur. Þegar ég gekk út úr Ghibli-safninu var ég dálítið hugsandi. Þó safnið væri vissulega skemmtilegt og frábærlega hannað, með alls- kyns útskotum, ranghölum, hringstigum, brúm og fjársjóðsleitum, fannst mér eitthvað vanta upp á fræðsluþáttinn, hefði viljað sjá meira af myndum úr myndunum, jafnvel módel af vélum, húsum og köstulum og kannski einhvern texta. En þegar ég var komin lengra og horfði á húsið úr fjarlægð fattaði ég að fræðsla er ekki málið hér, ekki frekar en Miyazaki trúir á að myndir hans þjóni einhverjum boðskap: málið er að ganga inn í þetta safn líkt og Sophie inn í kastala Howls og gangast þannig inn á ævintýraheim Miyazaki og Ghibli-myndanna og fá, í nokkra klukkutíma, að upplifa ævintýrið. flugi Ævintýraheimar Miyazaki og Ghibli Höfundur er bókmenntafræðingur. fborð og áhöld, tebollar og inniskór og hillur. »En það er ein- mitt þetta, hversu frábrugðnar þær eru bandarísku efni sem gerir myndir Miyazaki að listrænni og ánægjulegri upp- lifun, auk þess að bjóða upp á áhuga- verðar vangaveltur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.