Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 13 Hvað er íslensk menning? M enning er eins kon- ar þjóðarmeðvit- und og ykkar er mjög sterk. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um ís- lenska menningu er hinn ómetanlegi fjársjóður sem býr í Ís- lendingasögunum. Merkur franskur rithöf- undur sagði eitt sinn við mig: „Þegar þjóð býr yfir slíkum meistaraverkum, þá getur hún ekki fallið.“ Vitaskuld hefur þessi menning mikið breyst síðan á tímum Snorra Sturlusonar, en hún er engu að síður enn eins litskrúðug og virk, full af atorku og fjölbreytni. Ég hef ávallt haft eftirfarandi lýsingu á Íslandi í eftirlæti: „Ísland er land milli fornra tíma og fjarlægustu framtíðar.“ Íslensk menning er byggð á vel varðveittri arfleifð og hollustu við forna tungu, en byggist á sama tíma einnig á framtíðarsýn, nýsköpun, og frjálsu framtaki – hugtök framtíðarinnar. Hvað er frönsk menning? Frönsk menning er bæði forn og fjöl- breytt, alþjóðleg og í sífelldri endurfæð- ingu. Rétt eins og sú íslenska á frönsk menning rætur sínar úr fornri tíð. Átjánda öldin gerði hana alþjóðlega: Þau gildi sem breidd voru út á þeim tíma ýttu undir fjöl- breytileika og umburðarlyndi. Segja má að menning okkar sé holdgervingur þjóð- arímyndar okkar: Hún er aðdráttarafl að landi okkar, hvort sem um ræðir listir í öll- um sínum gerðum, ferðamennsku, framboð þjónustu, þekkingar, eða hágæða- og há- tæknivarnings. Hver voru þín fyrstu kynni af íslenskri menningu? Mínu fyrstu kynni af íslenskri menningu voru árið 2004, þegar Ísland skipulagði sína fyrstu menningarhátíð í Frakklandi. Á þeim tíma var ég aðstoðardeildarstjóri Norð- urlandasviðs franska utanríkisráðuneytisins og var í stöðugu sambandi við íslenska sendiherrann í París varðandi hátíðina. Ég varð heltekin af Íslandi og það er að stórum hluta þess vegna sem ég er hér í dag sem fulltrúi þjóðar minnar. Telurðu vera mun á því hvernig Frakkar og Íslendingar líta á eða umgangast menn- ingu? Báðar þjóðir eru stoltar af menningu sinni en tjá þetta stolt á mismunandi vegu. Frakkar eru ef til vill einnig sér meira með- vitandi um gildi menningar sinnar á al- þjóðavísu og hvaða verðmæti hún skapar. Að því er mér virðist eru Íslendingar á hinn bóginn sannfærðir um sérstöðu sína – hug- arfar sem ég skil mjög vel enda ættuð af lítilli eyju, Korsíku, og uppalin á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafinu. Áttu þér uppáhaldsskáldverk eftir ís- lenskan höfund? Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Áttu þér uppáhaldsskáldverk eftir fransk- an höfund? Belle du Seigneur eftir Albert Cohen Ef þú gætir eignast eitt listaverk eftir ís- lenskan listamann, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja eignast tvö: „Lífsins harmonikku“ eftir Kjarval og Norðurljósin! Telurðu vera mikinn mun á aðbúnaði menningarstarfsemi í Frakklandi og á Ís- landi? Ég tel að bæði löndin leggi mikla áherslu á að varðveita og ýta undir sína menningu. Auk framlags franska ríkisins til menning- armála, sem er töluvert, kallar ríkið einnig fram styrktaraðila og veitir almenningi ókeypis aðgang að helstu menningarperlum meðan á sérstökum menningardögum stendur („journéesdu patrimoine“). Þið ger- ið svipað, að ég held, með „Vetrarhátíðinni“ og „Menningarnótt“. Eiga Frakkar og Íslendingar eitthvað sameiginlegt í menningu sinni? Íslendingar og Frakkar eiga það sameig- inlegt að búa yfir djúpri hollustu við menn- ingararfleifð sína og tungu. Í Frakklandi, rétt eins og á Íslandi, lögum við tungu okk- ar og orðaforða að heimsmyndinni í dag. Vigdís Finnbogadóttir sagði einu sinni að „Íslendingar væru þrjóskir sem íbúar franska héraðsins Auvergne, þeir halda fast í tungumál sitt …“ Enn eitt sem við eigum sameiginlegt! Einnig eru Íslendingar og Frakkar mikið fyrir skriftir, að skrá atburði og minningar í skriflegu formi, sem er vott- ur um innri meðvitund og mikilvægi menn- ingararfsins. Hefur íslensk menning haft áhrif á franska menningu að þínu mati? Í gegnum tíðina hafa lönd okkar átt mikil samskipti og ber þar hæst ferðir franskra sjómanna á íslandsmið á 19. og 20. öld. Han d’Islande eftir Victor Hugo, Pêcheurs d’Isl- ande eftir Pierre Loti, og Le voyage au centre de la terre, betur þekkt hér sem Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, bera þess merki. Tilvitnanir í Ísland má einnig sjá í skrifum nútímarithöfunda, svo sem Martin Page, sem er meðal þeirra franskra rithöfunda sem taka þátt í ‘viku bókarinnar’. Einnig má nefna örnefni og orðaforða frá Normandí, norræna texta í frönskum miðaldarbókmenntum, Bayeux feldinn, Tristan of Ísold, o.fl. Gleymum ekki Jean-Baptiste Charcot og skipi hans, Pour- quoi-pas. Hvaða áhrif hefur frönsk menning haft á íslenska menningu að þínu mati? Samskipti okkar eru mjög samofin að þessu leyti: íslenskir rithöfundar, málarar og myndhöggvarar dvöldu oft í Frakklandi. Þetta er ekki nýtt af nálinni. Sæmundur fróði fræddi landsmenn sína eftir dvöl sína í Evrópu, einkum í Frakklandi. Á frönsku sýningunni „Regard fauve“ í Listasafni Íslands má sjá verk eftir nem- anda Matisse, Jón Stefánsson. Halldór Lax- ness bjó í París og Erró býr í Frakklandi. Fjölmörg skáld og rithöfundar, svo sem Þór Vilhjálmsson og Sigurður Pálsson, hafa stuðlað að aukinni þekkingu Íslendinga á frönskum bókmenntum og skáldskap. Einn- ig má sjá á matseðlum veitingahúsa að frönsk matargerð og vínmenning hefur bor- ist hingað til lands, rétt eins og frönsk há- tíska. Gætu eða ættu Frakkar og Íslendingar að hafa meiri samvinnu í menningarmálum? Það er nú þegar raunin, eins og samstarf okkar á samningi UNESCO um menning- arlega fjölbreytni ber vott um, auk þeirra fjölda nýju tengsla sem þjóðirnar hafa bundist í gegnum íslensku menningarhátíð- ina í Frakklandi og nú frönsku hátíðina á Íslandi. Að tengja menningarheima okkar eins og við gerum með þessari hátíð, og þá ekki bara í gegnum listina heldur hina mörgu mismunandi kima menningarinnar, leikur stórt hlutverk í að styrkja tengslin á milli landa okkar. Hvert er markmiðið með franskri listahá- tíð á Íslandi? Þegar ég kom til Íslands fyrir tveimur árum, var markmið mitt strax að skipu- leggja franska hátíð hér á landi. Hátíðin styrkir vináttu okkar, sem er nú þegar sterk og mun einungis styrkjast, og hátíð af þessari stærðargráðu gefur okkur tækifæri til að hittast, ræða saman og skiptast á hugmyndum, sem er eitthvað sem við ger- um ef til vill ekki nóg af. Hvert var markmiðið með íslenskri menn- ingarhátíð í Frakklandi? Ég held að markmið Íslendinga hafi verið hið sama og okkar: að kynna land sitt. Aldr- ei hefur verið jafnmikið talað um Ísland í Frakklandi og eftir íslensku menningarhá- tíðina 2004! Áhuginn á landinu hefur marg- faldast og við vonumst til að gera slíkt hið sama hér. Hvaða viðburður á Pourquoi pas? þykir ykkur áhugaverðastur? Allir viðburðir hátíðarinnar eru afar áhugaverðir en merkilegast finnst mér þó að hún sé orðin að veruleika! Morgunblaðið/RAX Nicole Michelangeli Segja má að sýningin Frelsun litarins, sem opnuð var í Listasafni Íslands í desember, hafi markað upptakt eða forleik að franska vorinu, en þar eru sýnd verk eftir Renoir, Matisse og fleiri. Dagskráin er stór: frönsk kvikmyndahátíð, vísindaráðstefna um ígræðslur, vínnámskeið, franskur verslunardagar, píanóundrið Héléne Grimaud, vísindamaðurinn Alain Robbe Grillet og skáldverk hans; þetta er bara örlítið brot af herlegheitunum sem í vændum eru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.