Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 15 Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil, hlær við hríðarbyl hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: ,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. – Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél, yfir móa og mel myrkt sem hel.“ Bóndans býli á björtum þeytir snjá, hjúin döpur hjá honum sitja þá. Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt; brátt er búrið autt, búið snautt. Þögull Þorri heyrir þetta harmakvein gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær: ,,Bóndi minn, þitt bú betur stunda þú. Hugarhrelling sú, er hart þér þjakar nú, þá mun hverfa, en fleiri höpp þér falla í skaut. Senn er sigruð þraut, ég svíf á braut. Þorraþræll Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Kristján Jónsson 1842–1869 Morgunblaðið/G.Rúnar Sif Gunnarsdóttir „...ná að vera samtímis hrikalega spennandi en um leið sýna manni alvöru fólk og hvernig það bregst við jafn hörmulegum hlut og dauða ungrar stúlku í blóma lífsins. “ Gláparinn Besti þátturinn í sjón-varpinu núna er því miður ekki á íslenskri sjónvarpsstöð heldur á dönsku ríkisstöðinni DR1 og heitir Forbrydelsen, eða Glæpurinn. Þar segir frá yfirmanni morðdeildar í Kaup- mannahafnarlögreglunni, Söru Lund, sem hin stór- góða leikona Sophie Grå- bøl leikur. Sara er að hætta, samstarfsmönnum sínum til mikillar mæðu, því hún er að flytja til Sví- þjóðar þar sem huggu- legur sænskur kærasti bíður hennar ásamt huggulegu starfi í sænskri sveitalöggu. En síðasta daginn hennar í vinnunni er lýst eftir ungri mennta- skólastúlku sem síðar sama dag finnst myrt. Sara er augljóslega klár- ust og fær ekki að hverf- afrá málinu því að þræð- irnir liggja í allar áttir, inn á kennarastofuna, til fyrrverandi kærasta, og jafnvel inn á skrifstofu borgarstjóra. Sara geymir því táninginn son sinn og töskurnar hjá mömmu að ógleymdum kærastanum í Svíþjóð á meðan hún leit- ar morðingja stúlkunnar, því eins og sonur hennar segir þá hefur hún ekki áhuga á fólki nema það sé dáið. Forbrydelsen eru frábærir þættir sem ná að vera samtímis hrikalega spenn- andi en um leið sýna manni alvörufólk og hvernig það bregst við jafnhörmulegum hlut og dauða ungrar stúlku í blóma lífsins. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri á Höfuðborgarstofu Lesarinn Það situr enn í mér hrollur eftir tvær bæk-ur sem ég las nú í janúar. Þetta eru Und- antekningin eftir ungan danskan rithöfund, Christian Jungersen og Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Ég átti ekki von á því að þykki doðranturinn hans Jungesen og litla sagan hennar Auðar ættu margt sameiginlegt en annað kom í ljós. Í þeim báðum er samskiptum kvenna lýst þar sem valdabaráttu og samkeppni er pakkað inn í eitthvað sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera fagurt, gott og göfugt. Konurnar missa smám saman tökin og valdahlutföllin á milli þeirra raskast talsvert eftir því sem á líður. Báðar sögurnar sýna á áhrifaríkan hátt hvernig undirliggjandi öfl ótta, grimmdar og valdagræðgi í mannlegu eðli grafa undan manneskjunni og gera hana dýri líkasta. Í lok- in blasir við heimur þar sem hamingjan virðist fólgin í því að hugsa umfram allt um eigið skinn og það fer um mann hrollur og hann sit- ur djúpt því nærmyndin af samtímanum sem þessi ungu norrænu skáld draga fram er afar áleitin svo ekki sé meira sagt. Halla Kjartansdóttir, bókmenntafræðingur og kennslustjóri Morgunblaðið/G.Rúnar Halla Kjartansdóttir Ég átti ekki von á því að þykki doðranturinn hans Jungesen og litla sag- an hennar Auðar ættu margt sameiginlegt en annað kom í ljós. Bókaskápur Guðrúnar Helgadóttur Morgunblaðið/Einar Falur Guðrún Maður er það sem maður borðar og les.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.