Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 1
lesbók Í Lesbók Morgunblaðsins24.2. sl. birtist ljómandigóð grein eftir ÞröstHelgason undir heitinu Margt skrýtið í kýrhausnum og fjallar um bók mína, Maddömuna með kýrhausinn, og þá einnig um grein dr. Vésteins Ólasonar um þá bók í Tímariti Máls og menn- ingar 2007.1. En bók mín fjallar um Völuspá. Ég þakka Þresti Helgasyni fyr- ir línurnar í Lesbók. Þar má lesa ýmislegt skrýtið, flest sótt í grein dr. Vésteins. Kannski er það skrýtnast, að báðir fjalla þeir um aðferð mína við að meðhöndla Völuspá, en hvorugur lætur þess getið í hverju hún er fólgin. Þá verður það allra skrýtnast, að lát- ið er koma til álita, hvort aðferð mín hafi verið í tízku þegar bókin kom fyrst út fyrir nær hálfri öld. Og skrýtið er það vegna þess, að enda þótt meira hafi verið skrafað og skráð um Völuspá en tölum tæki, hefur mín aðferð aldrei ver- ið notuð fyrr né síðar en á vegum Maddömunnar með kýrhausinn. Svo erfitt væri að eyrnamerkja hana undir einhverja tiltekna tízkusveiflu. Ég mun áður langt líður klóra nokkrar línur á blað um ágæta grein dr. Vésteins Ólasonar og sækja um rúm handa þeim í sama tímariti og hann hefur kosið, ef ég gegn öllum líkindum held áfram að blása úr nös örlitlu lengur en orðið er. Í tízku Helgi Hálfdanarson Laugardagur 3. 3. 2007 81. árg. JÁTNING MICKS JAGGERS MARIA KODAMA, EKKJA JORGES LUIS BORGES BREIÐIR ÚT ORÐSTÍR STÓRU ÁSTARINNAR Í LÍFI SÍNU » 3 Hann er skrautlegur og gefur undarlegar yfirlýsingar » 7 Mugison Ég er ekki með fimm ára áætl- un – ég læt hlutina bara gerast. Ég sendi til dæmis tölvupóst til tveggja vina minna í bransan- um og spurði þá hvar væri best og ódýrast að framleiða plötur. Þeir svöruðu um hæl og Mýrin fór í fram- leiðslu. Ef fólk er sjálft að pæla í þessu þá get- ur það bara sent mér eða Rúnari Júl tölvu- póst og fengið ráð. Ég er bara trillukarl sem tekur einn dag í einu. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.