Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Alls staðar er fólk á ferli; fólk með fjólubláar Berlinale-töskur, fólk að verða of seint í bíó, fólk í leit að síðustu-mínútu miðum, fólk sem er svo svangt að það þekkir ekki spegilmynd sína í hótelglugga, eftir að hafa setið í kvikmyndahúsi frá klukkan níu að morgni. Þótt dramatíkin á Kvik- myndahátíðinni í Berlín sé mest á hvíta tjaldinu, og rauða dreglinum, gerist sitt- hvað hjá hversdagsfólkinu líka, dapurlegt, hlægilegt. I Á blaðamannafundi myndarinnar La Vie en Rose – um Edith Piaf – gefur pall- borðsstjóri fyrirmæli: Þið standið upp, segið til nafns, og berið svo upp spurn- inguna. Þegar frönsk fréttakona er byrjuð á spurningu grípur stjórnandinn hvass frammí fyrir henni: –Vinsamlegast standið á fætur! –En ég er staðin upp. Konan reynist þá svona sérlega lágvax- in, varla stærri en sjálf Edith Piaf; stjórn- andinn fer í kleinu. II Margmenni safnast við rauða dregilinn, þegar fræga fólkið mætir til frumsýninga, en við bakdyr Hyatt-hótelsins má einnig, á öllum tímum dags, sjá lítinn hóp af fólki við litla járngrind. Þar norpar það í sudd- anum með myndavélar í von um návígi við stjörnu á leið út í límósínu. Vegfarandi A: Hvað er þetta fólk að gera, þetta er varla rauði dregillinn? Vegfarandi B: Nei, þetta er meira svona gúmmímottan. III Í öllum gáttum eru verðir sem biðja um pressupassa eða aðgöngumiða. Miðstöð blaðamanna er á 2. hæð Hyatt-hótelsins, efst í tröppunum eru tveir verðir. V: Má ég sjá passann, vinsamlegast. Blm: Ja, ég er að fara í miðstöðina að sækja passann minn. V: Þú kemst ekki þangað nema vera með passa. Blm: En ég vinn… V: Það eru Hollywood-stjörnur í bygg- ingunni… Blm: Ég veit. Þetta er kvikmyndahátíð. V: …og þess vegna er hækkað viðbún- aðarstig. Það er alltaf fólk sem reynir að smygla sér inn til að komast nálægt stjörnunum. Blm: Fyrirgefðu, sýnist þér ég vera þannig fólk?! V: Næsti. IV Svo þykjast sumir svo vanir að þeir tala um stjörnurnar eins og gamla elskhuga. Ítölsk kona í hvítum pels kemur stormandi inn á umboðsskrifstofu og heilsar með kossum – árlegur gestur. Hún fær listann yfir viðtölin sín, glansar yfir hann og hvísl- ar: Æ, heldurðu að sé einhver sjens með Jósep? Hún vill bæta við einkaviðtali við Joseph Fiennes, en því miður er hann bók- aður í topp. Ég læt þig samt vita ef einhver kansellerar, segir yfirkonan. En hver ætli svosem kanselleri? V Á pressufundum eru alltaf einhverjir sem bera upp skrýtnar spurningar í bland. Ég tek fljótt eftir nokkrum slíkum, þeir spyrja Matt Damon hvernig sé að kyssa þýskar leikkonur og spyrja Cate Blanchett hvað hún ætli að skoða í Berlín. Maður böl- sótast yfir því að þetta taki dýrmætan tíma frá spurningum um stíl og meiningu myndanna, en þýskur lausapenni útskýrir: –Ég skrifa fyrir Elle og In Style og þetta er það sem lesendurnir vilja vita. Já, líklega verða menn að hugsa um les- endur sína. Til þess er líka þessi pistill. Hann er handa þeim hafa áhuga á þeirri staðreynd að í kringum draumavarning eins og dýrar kvikmyndir er fólk. Fólk á dreglum, fólk við gúmmímottur. Hinum er bent á grein um þýska nýraunsæið í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag. Mottu- fólkið UPPHRÓPUN Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Á kvennaklósettinu á áttundu hæð aðalbókasafns NewYork- háskóla er spegill sem þekur heilan vegg. Við spegilinn er borð þannig að úr verður fín- asta aðstaða fyrir þreyttar há- skólastelpur sem vilja lappa aðeins upp á útlit- ið. Það einkennilega við þennan spegil er að hann gerir af einhverjum ástæðum alveg ofsa- lega mikið fyrir mann. Eftir að hafa velt mál- inu nokkuð vandlega fyrir mér (jújú, ég læri al- veg líka á bókasafninu) komst ég að því að hann mjókkar líkamann um svona fimm kíló, og, í samvinnu við einhverjar frábærar ljósa- perur, fjarlægir bauga og aðra grámyglu af andlitinu. Þegar ég hafði áttað mig á þessu fór ég að pæla í því hvort þessir eiginleikar spegilsins væru kannski hluti af úthugsuðu plotti há- skólayfirvalda. Er spegillinn hafður svona til þess að kvenkynsnemendum líði sem best á bókasafninu? Í skólanum? Í lífinu? Ég sé fund- inn fyrir mér: „Stelpum líður sjálfkrafa betur ef þeim finnst þær aðeins mjórri og aðeins sæt- ari?“ segir markaðsfræðingurinn. „Rólegur. Óþarfi að smætta stelpur niður í stað- almyndir,“ segir kynjafræðingurinn. „Skítt með það, meirihluti stelpna vill vera mjórri er hann er,“ segir tölfræðingurinn. „Plötum þær svo þær hætti að æla hádegismatnum,“ segir ræstitæknirinn. Auðvitað eru slíkar samsæriskenningar frekar yfirdrifin viðbrögð við einum spegli. Ég vil samt meina að ég hafi dregið sæmilega eðli- legar ályktanir byggðar á þeim raunveruleika sem við búum við og er, einmitt, endurspegl- aður í fjölmiðlum (og að því að sumir vilja meina kokkaður þar upp). Skilaboðin eru ein- föld: stelpur eiga að vera sætar og mjóar, við- brögðin eru einföld: stelpur vilja vera sætar og mjóar, og afleiðingarnar eru einfaldar: stelpur eru endalaust óánægðar með sig (það er jú auðvitað alltaf hægt að vera sætari og mjórri – og þegar kvikmyndastjörnur og súpermódel sjá sig knúin til að fara í lýtaaðgerðir eða fitu- sog, hvers eiga venjulegar háskólastelpur á bókasafnsklósettum að gjalda?) Að undanförnu hefur þó kveðið við örlítið annan tón þegar rætt er um æskilegt útlit ungra kvenna, enda virðist sem nógu mörgum hafi orðið nógu mikið um þá yfirgengilegu full- komnunaráráttu sem stelpum er leynt og ljóst innrætt þegar kemur að útlitinu. Að sjálfsögðu verða engin umskipti í þessum efnum, til þess eru hagsmunirnir alltof miklir (manneskja sem er ánægð með útlitið þarf ekki að kaupa neitt til að laga það). Hinsvegar er tískubransinn loks farinn að sýna viðleitni í þá átt að hvetja stelpur sem starfa innan hans til betri lifn- aðarhátta, og nú í vetur hafa tvær ungar konur sem falla sannarlega ekki undir hið dæmigerða stjörnuútlit skotist með ógnarhraða hátt upp á stjörnuhimininn. Sú fjölmiðlaathygli sem hefur beinst að þeim Americu Ferrera, sem hlaut ný- lega Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í tit- ilhlutverki sjónvarpsþáttaraðarinnar Ljóta Bettý, og Jennifer Hudson, sem hlaut í vikunni Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dreamgirls, þykir benda til þess að fólk kunni að vera komið með nóg af því að ungar kven- kynsstjörnur skuli allar steyptar í sama mót. Og, enn frekar, að útlit ungra kvenkynsstjarna skuli vera þess eðlis að flestar venjulegar stelpur geti vart annað en verið óánægðar með sjálfar sig í samanburði við þær. Þær Ferrera og Hudson hafa dansað stjör- nudansinn af stakri snilld. Framkoma þeirra þykir eðlileg og sjarmerandi, málflutningur þeirra hressandi og svo eru þær orðnar áber- andi fyrirmyndir hvað varðar útlit og tísku. Tískuhönnuðir keppast um að klæða þær á verðlaunahátíðum, báðar prýða síður tísku- tímarita og annarra glanstímarita, og nú í mars hlýtur Hudson eina þá mestu (opinberu) fegurðarviðurkenningu sem til er, að vera for- síðustúlka tímaritsins Vogue. Þeir sem vilja kafa dýpra í málin hafa bent á að sú aðdáun og frægð sem umlykur þær Fer- rera og Hudson sé ekki eins mikil tímamót og ætla mætti, enda hafi konur af öðrum kynþátt- um en þeim hvíta löngum „mátt“ vera óhefð- bundnari í útliti en hvítar konur. Kröfurnar sem gerðar eru um fullkomið „mainstream“ út- lit kvenna nái ekki á sama hátt til þeirra, enda séu þær ekki „mainstream“ til að byrja með. Þannig séu engin stórtíðindi fólgin í því að mexíkönsk stelpa eða svört kona í góðum hold- um þyki falleg og flott. Hvít ljóska verður hins- vegar ennþá að vera tálguð spýta, og vei þeirri ljósku sem bætir á sig. Hún er ekki tekin aftur inn í samfélag manna fyrr en hún hefur losað sig við aukakílóin (enda sjáiði hvernig fer fyrir aumingja og óvenjuþybbinni Britney Spears þessa dagana meðan Ferrera og Hudson sópa til sín verðlaunum). En jafnvel þótt sviðsljósið beinist í sig- urstranglegar áttir um þessar mundir var Hudson spurð að því í viðtali við sjónvarpsstöð- ina E! nú í vikunni (fyrsta spurningin í viðtali við hana í tilefni af nýfengnum Óskars- verðlaunum) hvernig hún hefði lagt af, hún væri augljóslega grennri. Stúlkan svaraði því til að hún færi út að hlaupa klukkan fjögur á morgnana og aftur í leikfimi í hádeginu. Hver veit hvernig hún kemur til með að líta út að ári, frægðin er jú alþekkt megrunarlyf. Ég bara vona að hún skokki einhvern tímann framhjá bókasafninu mínu í millitíðinni og þurfi á kló- settið. Reuters Þú hefur grennst „Stúlkan svaraði því til að hún færi út að hlaupa klukkan fjögur á morgnana og aftur í leikfimi í hádeginu. Hver veit hvernig hún kemur til með að líta út að ári, frægðin er jú alþekkt megrunarlyf.“ Jennifer Hudson tekur við Óskarnum fyrir leik í Dreamgirls. FJÖLMIÐLAR » Skilaboðin eru einföld: stelpur eiga að vera sætar og mjóar, viðbrögðin eru ein- föld: stelpur vilja vera sætar og mjóar og afleiðingarnar eru einfaldar: stelpur eru enda- laust óánægðar með sig … Stelpur í speglum og sviðsljósi I María Kodama hefur áhuga á að komaupp minnismerki um Jorge Luis Borges, skáld og fyrrverandi eiginmann sinn, á Ís- landi! Það þarf ekki velta því neitt frekar fyrir sér. Reisum minnismerkið. Merkið er völundarhús gert úr nafni rithöfundarins. Eitt slíkt hefur verið reist í heimaborg hans Buenos Aires og ann- að verður reist í Genf þar skáldið sótti menntun sína en þá borg sagði það þá fallegustu í heimi. Þar samdi Borges sín fyrstu ljóð, bæði á frönsku og spænsku. Fyrsti textinn sem eftir hann birt- ist var ritdómur í einu virtasta dagblaði borgarinnar. Hann lést í Genf 14. júní 1986. Til Íslands kom hann fyrst árið 1971, því næst árið 1976 og síðast árið 1978 og þá í fylgd konu sinnar Maríu Kodama sem hann kallar reyndar einkaritara sinn í samtali við Matthías Johannessen. II Margir frábærir kaflar eru í þessu sam-tali Matthíasar við Borges. Skáldinu verður tíðrætt um íslenskar fornbók- menntir, hann virðist finna sig betur í þeim en öðrum bókmenntum. Og hann samsamar sig Agli Skallagrímssyni þegar honum er bent á hvar hann bjó í Mosfellsdal. Borges segir þá: „Ég á gott. Ég sé móta fyrir fjöll- unum. Það kemur sér vel fyrir mig að vera blindur. Ég sé ekki bæina. Ég sé ekki sveit- ina. En ég sé fjöllin eins og Egill sá þau, þegar hann var orðinn blindur. Þannig stend ég í sporum Egils en ekki þið. Það eru for- réttindi að vera blindur á þessum stað.“ III En allt talið um Ísland og fornsög-urnar hefur kannski skyggt á ýmislegt annað sem hann segir í samtalinu. Hann segir að það sé ekki auðvelt að yrkja. „Það er erfitt. Ég get aðeins ort í ákveðnu hugar- ástandi. Ef ég er ekki í þessu ástandi, þá get ég ekki ort. Ljóðið kemur, það er manni gef- ið.“ Borges lítur á sig eins og hlutlausan miðil þegar hann yrkir, það sé ekki hægt að framkalla það, ljóðið bara komi en síðan velti það á kunnáttu og getu hvort það sem kemur verði að ljóði. „Þegar ég hef gert uppkast, læt ég það liggja í hálfan mánuð eða svo, en tek þá aftur til við það og get skoðað það úr fjarlægð – það er mikill kost- ur. Þannig fer ég tvisvar eða þrisvar yfir handritið, eða jafnvel oftar. Síðan met ég, hvort ég hef slípað það nóg. Og losa mig loks við það – að eilífu.“ Og síðustu setning- arnar í viðtalinu eru þessar: „Bók er raun- verulegur viðburður í lífi okkar. hún er ekki blekking. Enginn veit, hvað lífið er. Kannski er það draumur. En mér er nær að halda, að góð bók sé eins mikilvægur þáttur í draumi okkar og hvað annað.“ NEÐANMÁLS Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.