Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 4
Ég er flökkutík Eftir Atla Bollason atli@filmfest.is T ónlistarmanninn Mugison þarf vart að kynna, en hann hefur vakið mikla lukku hér á landi og ytra fyrir grípandi tölvupopp, auk þess sem hrein og bein framkoma hans hefur hitt fólk úr öllum áttum í hjartastað. Ímynd hans sem vinalegur og heil- brigður fjölskyldufaðir er greypt í huga þeirra sem hafa flett blöðunum eða kveikt á skjánum síðastliðin ár og fyrstu kynni blaða- manns af honum styrkja þá ímynd til muna: „Blessaður, geturðu hringt aftur eftir fimm mínútur? Ég þarf nefnilega að skjótast og sækja strákinn minn. Þetta er hérna rétt hjá svo ég verð kominn aftur eftir smástund.“ Mugison sá um tónlistina í Mýrinni og hlaut meðal annars Edduverðlaun fyrir, auk þess sem myndin er á skömmum tíma orðin ein vinsælasta kvikmynd Íslandssögunnar. Nú er tónlistin komin út á geisladiski hjá útgáfufyr- irtækinu Mugiboogie sem hefur höfuðstöðvar sínar á Ísafirði. Eins og ráða má af nafninu er útgáfan í eigu Mugisons sjálfs, en hana rekur hann með föður sínum – Mugi. „Hérna í gamla daga þá gaf ég fyrstu plöt- una mína út sjálfur og sá um allt heila klabbið héðan frá Ísafirði. Það var helvíti gaman; við pabbi gerðum þetta saman, fórum saman með diskana í póst og stússuðumst í hinu og þessu. Síðan gerðist það eiginlega ósjálfrátt að strákarnir í 12 Tónum tóku við þessum prakt- ísku málum.“ Fyrsta plata Mugisons, Lonely Mountain, kom hlustendum og gagnrýnendum gríð- arlega á óvart þegar hún kom út síðla árs árið 2002. Þar var kominn nýr og ferskur tónn í ís- lenska tónlist og ekki spillti að Mugison þótti ekkert minna en stórgóður á sviði. Erlend eyru voru ekki lengi að kveikja á rafpopp- bræðingnum sem Mugison reiddi fram og hann var fljótlega kominn í kynni við hús- tónlistarmanninn Herbert sem gaf plötuna út á merki sínu Accidental í Evrópu. Læt hlutina bara gerast Plötur Mugisons hafa síðan komið út hjá 12 Tónum. Mesta athygli vakti önnur breiðskífa hans, Mugimama – Is this Monkeymusic? sem kom út árið 2004. Auk hennar hefur tónlistin úr kvikmyndunum Niceland og Little Trip to Heaven komið út, en báðar fengu prýðilegar viðtökur. Hvers vegna ætli Mugison vilji fara að sjá um eigin útgáfumál á ný? „Ég er bara að herma eftir hetjunum mín- um; Mike Patton, Matthew Herbert, Aphex Twin og Gillian Welch gera þetta öll svona. Þetta er svolítið í tísku núna og ég er bara að elta strauminn eins og ég geri alltaf,“ segir hann og hlær. „En svona í alvöru þá voru útgáfusamning- arnir sem ég var með í Bretlandi og Banda- ríkjunum útrunnir. En ég var á tónleika- ferðalagi á síðasta ári og hitti alls kyns fólk sem hefur verið að dreifa plötunum mínum gegnum þessi merki. Það voru allir meira en til í að vinna áfram með mér þótt ég væri ekki lengur á samningi hjá þessum fyrirtækjum. Í þessu ljósi ákvað ég bara að kýla á þetta sjálf- ur. Þetta er ekkert svo dýrt – þetta er bara hættulegur yfirdráttur.“ Minnugur þeirrar góðu kynningar sem blaðamaður varð vitni að þegar Mugimama kom út í Frakklandi spyr hann hvort Mugison sé ekkert hræddur við að leggja upp í þetta mikla ævintýri hér um bil einn síns liðs. „Ég veit það ekki. Þessi tónlistarbransi er ansi sérstakur. Hann gengur eina stundina út á að glamra á gítarinn og semja góð lög, stundum gengur hann út á að vera heppinn. Peningahliðin er síðan enn önnur hlið sem er mjög langt frá öllu því sem tengist að gera tónlist. Ég er ekki með fimm ára áætlun – ég læt hlutina bara gerast. Ég sendi til dæmis tölvupóst til tveggja vina minna í bransanum og spurði þá hvar væri best og ódýrast að framleiða plötur. Þeir svöruðu um hæl og Mýrin fór í framleiðslu. Ef fólk er sjálft að pæla í þessu þá getur það bara sent mér eða Rúnari Júl tölvupóst og fengið ráð. Ég er bara trillukarl sem tekur einn dag í einu.“ Á leiðinni að gera þungarokksplötu Stendur til að Mugiboogie gefi út aðra lista- menn? Mugison er fluttur til Súðavíkur. Hann hefur stofnað útgáfufyrirtækið Mugiboogie með föður sínum Mugi. Hann er samningslaus í út- löndum. Hann mun semja tónlistina við kvik- myndina On the Road í leikstjórn Walter Sal- les. Mugison er á krossgötum. Hann segist líka vera flökkutík. 4 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.