Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 5
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson „Nei, ekki eins og er. Vinir mínir erlendis, sem eru með útgáfufyrirtæki, segja að það hafi svo mikil áhrif á vinskapinn að gefa kunn- ingja sína út. Ég myndi ekki þora að lofa vin- um mínum einhverju og fá svo símtöl þar sem ég er skammaður fyrir að redda ekki betri uppstillingu í Máli og menningu eða eitthvað álíka. En ef það þróast í þá átt næstu tíu árin þá tek ég því bara. Eins og er stendur til að endurútgefa eldri plöturnar mínar hérna heima og kannski einhvers staðar úti. Svo er það bara næsta plata sem er loksins farin að ganga ágætlega. Hún ætti að koma út með sumrinu.“ Mugison hefur verið einyrki í tónlistinni um langt skeið og heillað fólk ofan af sviði með gítar og fartölvu að vopni. Upp á síðkastið hefur hann hins vegar komið fram með hljóm- sveit. Hljómsveitin leikur einnig stóra rullu á nýju plötunni, en Mugison talar um að mörg laganna hafi þróast mikið áfram í meðförum sveitarinnar allrar. „Ég vinn þetta þannig að fyrst sem ég lögin, síðan tek ég nokkrar út- gáfur upp og hlusta á þær áður en ég vel eina útgáfu til að vinna áfram með. Strákarnir spila með mér á megninu af plötunni en það er líka slatti þar sem ég er einn eins og á Mömmu,“ segir Mugison og vísar til Mugi- mama. „Ég hef lengi verið á leiðinni að gera þungarokksplötu, en ég verð alltaf svo væm- inn þegar ég sest niður til að semja. Lengi vel stefndi í að þetta yrði rokkplata, svo fékk ég aftur heilmikinn áhuga á elektróník, og demó- in eru öll á kassagítar. Rúna, konan mín, var fyrir vikið að spá í að taka lögin og gera þau að einhverju svona José Gonzales dæmi.“ Blaðamaður hlerar hjá Múga að raftónlistin sem hafi vakið áhuga hans hafi verið ný tón- list á Warp-merkinu sem margir töldu að væri dautt úr öllum æðum. „Síðustu tvö ár hef ég verið leiðinlegi gaurinn og lýst því yfir við vini mína að elektrónísk tónlist væri dauð.“ Hann þurfti að éta það ofan í sig og nefnir nýjar plötur með Squarepusher og Plaid sem dæmi um góða hluti í nýrri raftónlist, en bæði nöfn- in eru gamalgróin. Einnig nefnir hann The Knife og talar um að það hafi heillað hann hvernig sá dúett leikur sér að mannsröddinni. Áhrif Mugisons koma því víða að. „Það er mjög erfitt að flokka mig, til dæmis í plötu- búðum, og ég hef fengið kvartanir alla leið inn á borð út af þessu. Í iTunes vefversluninni er ég kannski kallaður „electronic“ í einu landi skrifborði og græjum og sinnt vinnunni það- an. Ég var einmitt að ræða við vin minn Eirík Norðdahl [rithöfund sem býr líka á Ísafirði] um hvernig mér finnst ég hafa meiri tíma hérna en í Reykjavík. Hann benti á að allar vegalengdir væru minni, og fyrir vikið tækju allir snúningar mun skemmri tíma. Hér er vinnufriður, og ég á líklegast aukaklukk- ustund eða tvær fyrir tónlistina á hverjum degi. Auk þess fá strákarnir mínir tveir ókeypis leikskóla í Súðavík. Það munar um rúmar fimmtíu þúsund krónur á mánuði og á mínu heimili er það hellingur af peningum. Svo ég er nú bara hérna af praktískum ástæð- um. Það er líka gaman að vera tónlistarmaður á Íslandi – þegar platan manns er tilbúin þá sendir maður hana út í framleiðslu og tíu dög- um seinna er hún komin út. Þá geturðu hjólað á alla fjölmiðla landsins og sent út frétta- tilkynningu. Erlendis tekur þetta ekki minna en þrjá mánuði,“ segir Mugison og bætir við að nýja platan ætti að koma út erlendis í haust en einhverjir tónleikar séu fyrirhugaðir hérlendis í millitíðinni. Höfundur er nemi í bókmenntafræði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 5 en „folk“ eða „rock“ í einhverju öðru. En þetta nýja dót er mest blús. Ég er að þykjast vera blúsari.“ Mugison sagði í samtali við Morgunblaðið í haust að karlakórstónlistin, sem hljómaði í Mýrinni, væri „hinn íslenski blús“ og það er heilmikið til í því, tónlistin er í öllu falli ansi átakamikil á köflum og ekki langt í tregann. „Leiðin sem var farin í Mýrinni var mjög erfið fyrir mig. Tónlistin er mestmegnis eftir aðra og svo eru kórar í aðalhlutverki. Áður fyrr þá sofnaði ég við kóratónlist, svo þetta var mjög snúið verkefni fyrir mig að leysa. En ég tók þetta bara eins og ég tók dönskuna hérna í gamla daga – ég þurfti að falla að minnsta kosti þrisvar áður en þetta hafðist. En ég er ánægður með samstarfið við tónlist- armennina sem ég vann með og ánægður með útkomuna.“ Eins og snjór og rigning Nýlega bárust fregnir af því að Mugison hefði verið fenginn til þess að semja tónlistina við kvikmyndina On the Road í leikstjórn Walter Salles (Mótorhjóladagbækurnar) eftir sögu Jack Kerouac. Það verður fjórða kvikmyndin sem Mugison semur tónlist fyrir. Hvers vegna ertu svona vinsæll hjá kvikmyndagerð- armönnum? „Ég var svona hálfgerð trend-bóla fyrir nokkrum misserum og ég hugsa að Frikki [Friðrik Þór Friðriksson] og Balti [Baltasar Kormákur] hafi bara viljað taka þátt í ból- unni,“ segir Mugison og hlær. „Nei, nei, ég segi svona, þeir fíluðu bara það sem ég var að gera, Balti kolféll fyrir „Murr Murr“ og auk þess höfðum við Frikki aðeins tekist á á fyll- iríi og kynnst þannig.“ Aðspurður hvort það sé ólíkt ferli að semja tónlist fyrir kvikmyndir og á plötu segir Mug- ison að þetta séu tveir algjörlega ólíkir heim- ar. „Þetta er eins og snjór og rigning. Stærsti munurinn felst í söngnum og textunum. Þetta tvennt er svo stór hluti af popplagi, en í kvik- myndatónlist sleppur maður eiginlega alveg við hvort tveggja. Það sparast alveg hellings- tími fyrir vikið. Í rauninni er miklu auðveld- ara að gera músík fyrir bíómyndir. Þetta er miklu meiri spurning um einhvern fíling. Maður getur prófað sig áfram, gert mismun- andi útgáfur af lögunum fyrir senurnar. Þetta er hálfgert fikt eða dútl þar til réttu stemn- ingunni er náð, en það er hins vegar ekkert hægt að gera fyrir popplag sem ekki virkar. Ef það virkar ekki þá þarf bara að henda því og byrja upp á nýtt.“ Mugison segir að honum hafi þótt sér- staklega skemmtilegt að vinna tónlistina við Little Trip to Heaven. „Ég var búinn að fá mér risastóra pappírsörk, svona eins og í myndmennt í gamla daga, klippa handritið í tætlur, lita karakterana, merkja þá eftir því hvað þeir voru að gera, og svo gerði ég alls kyns tengingar svo ég gæti vitað hvort og hvenær eitthvert ákveðið stef þyrfti að koma aftur. Ég bjó til mitt eigið skipulag og Balti hefur örugglega haldið að ég væri orðinn snargeðveikur – svona eins og einhver í morð- ingjamyndunum. Það getur oft verið gott að fá sér nokkra kaffibolla og teikna hlutina upp – þá lítur maður út eins og alvöru listamað- ur.“ Stórborgin Súðavík Eins og fram kom hér að ofan gerir Mugiboo- gie út frá Ísafirði, sem virðist orka tvímælis fyrir tónlistarmann sem er að reyna að skapa sér nafn á alþjóðavettvangi. „Ég var á iChat áðan að tala við vin minn frá Frakklandi sem hefur skipulagt hátíð sem ég spilaði einu sinni á. Svo eru allir helstu samstarfsaðilar mínir, dreifingaraðilar og fleiri, á Skype. Áttatíu prósent samskiptanna fara síðan fram gegn- um tölvupóst. Það skiptir í rauninni ekki máli hvar ég er í heiminum. Það fer vissulega heill dagur í að koma mér til Reykjavíkur þegar ég er að fara til útlanda, stundum er maður kannski veðurtepptur, en eins og staðan er í dag þá er þetta algjörlega málið. Kannski flyt ég til Kína næsta sumar, kannski fer ég til New York og verð brjálaður þar. Ég er flökkutík, mjög rótlaus náungi,“ segir Mug- ison og tilkynnir blaðamanni að hann sé að flytja enn einu sinni: „Ég ætlaði að innrétta gamla slökkvistöð hérna í bænum sem hljóðver en sú hugmynd dó einhvers staðar í stjórnsýslukerfinu. Nú er ég að flytja til Súðavíkur. Þar get ég innréttað stóran og vel upphitaðan bílskúr, komið fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.