Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Bristol-sveitin Portishead gafsíðast út hljóðversplötu haust- ið 1997 og fólk hefur beðið síðan með greipar spenntar, enda báðar hljóðversplötur Portishead mikil meistaraverk. Aðdáendur stökkva á minnstu fréttir sem gefa hugs- anlegar vís- bendingar um að Portishead- liðar séu farnir að leggja drög að þriðju plötunni. Þannig var að síðasta sunnudag var Geoff Bar- row, sem skipar sveitina ásamt Beth Gibbons og Adrian Utley, að þeyta skífum á skemmtistaðnum Mr Wolfs í Bristol. Barrow bauð óvænt Utley og Gibbons til sín og saman fluttu þau tvö lög, annars vegar „Wandering Star“ af fyrstu plötu Portishead, Dummy, og svo nýtt, ónefnt lag. Þeir fáu sem urðu vitni að þessu eru víst enn að jafna sig og myspace-svæði og bloggsíður loga nú af vangaveltum um hvort þriðja platan sé loks komin eitthvað á veg (orðrómur er um að hún komi út í ár. En sá orðrómur fer reyndar í gang á hverju ári.)    Ein þekktasta rokkheimild-armynd sögunnar er Dont Lo- ok Back eftir D.A. Pennebaker, mynd frá 1967 þar sem fylgst er með Bob Dylan á hljómleika- ferðalagi um Bretland árið 1965. Ný útgáfa af myndinni, til að marka fjöru- tíu ára afmæli hennar, er nú komin út. Í Bob Dylan: Dont Lo- ok Back 1965 To- ur Deluxe Edi- tion, veitir Pennebaker og skipuleggjandi túrsins, Bob Neuw- irth, innsýn í myndina en hún var tekin upp þegar Dylan var sjóðandi heitur beggja vegna Atlantsála og víðar. Nýja útgáfan ku þá sýna Dylan í mannlegra ljósi en upp- runalega myndin gerði (hvað sem það nú þýðir), einhver slatti er af efni sem var ekki notað á sínum tíma og þá eru lög eins og „Don’t Think Twice“ og „It’s All Over Now, Baby Blue“ sýnd í óklipptum útgáfum.    Þegar skoska sveitin Beta Bandlagði upp laupana árið 2004 kvíslaðist hún í þrjár sveitir. Steve Mason, sem bar hitann og þungann af bandinu, breytti hliðarverkefni sínu King Biscuit Time í aðalverk- efni sitt (og hann er einnig með annað verkefni í gangi, Black Affa- ir). Richard Greentree stofnsetti The General and Duchess Collins og þeir Robin Jones og John Mac- Lean settu The Aliens í gang, ásamt Gordon Anderson, uppruna- legum meðlim Beta Band sem hef- ur einnig gefið út tónlist sem Lone Pigeon. The Aliens gáfu út stutt- skífuna Alienoid Starmonica í fyrrasumar þar sem m.a. er að finna hið ágæta „Robot Man“. Nú hefur verið tilkynnt um fyrstu breiðskífuna, Astronomy For Dogs, og kemur hún út 19. mars undir merkjum EMI. Segja má að tónlist Aliens sé grallaraleg útgáfa af sýr- urokki Beta Band og aðdáendum þeirrar merkissveitar því óhætt að fara að núa saman höndum. TÓNLIST Dummy með Portishead. Bob Dylan Aliens Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tav gamli Falco er skrítinn fugl en þó erfyrsta plata hans og hljómsveitarhans, Panther Burns, enn skrítnari.Behind the Magnolia Curtain kom út árið 1981 á vegum Rough Trade Records og er „léleg“ plata, illa spiluð og enn verr sungin af hljómsveitarstjóranum, Tav Falco. Tónlistin, rokkabillí í grunninn, hljómar eins og hún sé leikin af illa æfðu húsbandi hjá sjálfum kölska, og myndi smellpassa inn í einhverja súrrealíska snilldina eftir David Lynch eða Aki Kaurismäki. Að heyra plötuna er eins og maður hafi villst inn í einhvern skrítinn hliðarheim þar sem allt er eins og hér – en samt alls ekki. Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þessa plötu, eitthvað sem dregur mann ítrekað að henni. Letileg frammistaðan, vitlausir hljómar og „slæmur“ söngur Falco er klárlega af fúsum og frjálsum vilja; hér ræður kaldhæðni för og það er viss einbeiting í kæruleysinu ef svo mætti segja. Það felst listræn yfirlýsing í hrá- leikanum og „látum vaða“ hugarfarinu, upp- reisn gegn því að „góð“ tónlist þurfi að bera með sér snyrtilegan klæðaburð og fagmann- legan hljóðfæraslátt. Það er einmitt eitthvað tært við aðkomu Falco, reglum er varpað út í horn og efniviðurinn rústaður á köflum, formin tuggin rækilega til og svo spýtt út aftur, nánast óþekkjanlegum. Sambalaginu þekkta „Brazil“ er t.a.m. slátrað, en yndisleg slátrun er það. Tav Falco vann á fleiri sviðum en tónlist og blandaði gjörningum og leikhúsi í list sína. Falco kom upprunalega frá Arkansas en settist að í Memphis. Tónlist hans bar heimaborginni og hinu svokallað Djúpsuðri vitni; þar sem mættust Faulkner, rokkabillí, sveitatónlist og plantekrublús og ímyndavinna öll undirlögð af gotneskum, suðurríkjalegum minnum (sjá einn- ig The Cramps og Gun Club). Klæðaburður Falco og sveitarmeðlima er þá „snyrtilega rytjulegur“; jakkaföt og kjólar frá fimmta ára- tugnum sem líta út eins og meðlimir hafi sofnað í þeim úti í skurði. Nick Cave hefur klárlega punktað þetta allt hjá sér og efalaust spunnið umræddri plötu einu sinni eða tvisvar á grammafóninum sínum. Samkvæmt plötuumslaginu var platan tekin upp á einum degi, og sum lögin alls óæfð líka virðist vera. Allt í einni töku og auðheyranlega var vel svallað á meðan. Það sem vekur líka eft- irtekt er að einn liðsmanna Panther Burns á þessari plötu er enginn annar en Alex Chilton, fyrrum leiðtogi költsveitarinnar Big Star, en hann hafði kynnst Falco er sá síðarnefndi sag- aði gítar í sundur með keðjusög á einhverri uppákomunni. Tav Falco’s Panther Burns er enn starfandi og hefur gefið út fjöldann allan af plötum þó engin þeirra nálgist hinn snilldarlega amatör- brag sem einkennir Behind the Magnolia Curtain. Platan kom út á geisladiski árið 1994, hann hef ég ekki séð en ef að líkum lætur hefur verið sneitt framhjá bættum, stafrænum hljóm- gæðum. Slíkar æfingar væru a.m.k. á skjön við hina einstöku sýn sem Tav Falco hefur á hlut- ina. Léleg snilld? POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is F áir listamenn hafa vakið annað eins umtal í Bretlandi og líb- ansk-bandaríski söngvarinn Mica Penniman, sem tók sér list- mannsnafnið Mika. Smáskífur hans hafa notið gríðarlegra vin- sælda í heimalandi hans og kom ekki á óvart þegar fyrsta breiðskífa hans, Life in Cartoon Motion, fór beint á toppinn á breska breiðskí- fulistanum og situr nú í öðru sæti í annarri viku á lista. Líbansk-bandarískur Mika fæddist í Beirút í ágúst 1983, móðir hans líbönsk en faðirinn bandarískur. Þau hrökkl- uðust undan stríðsátökum til Parísar, þar sem piltur gekk í skóla, en settust síðan að í Lund- únum þegar piltur var níu ára. Að lokinni skólaskyldu lagði hann stund á söng í skóla konunglegu óperunnar og söng fyrst á sviði í smáhlutverki í Die Frau Ohne Schatten eftir Richard Strauss. Um líkt leyti fékk hann áhuga á popptónlist fyrir alvöru eftir að hafa haft lítil kynni af henni að því hann sjálfur hefur sagt. Hann sjálfmenntaði sig því í þess konar tónlist og lagði helst stund á safn- skífur bestu laga listamanna, sem er vissulega besta leiðin til að læra að semja vinsældalög. Mika gekk þó ekki vel að koma sér á fram- færi, var búinn að senda prufuupptökur af lög- um til ótal fyrirtækja sem fannst lítið til hans koma, en hann vann einnig að annars konar tónlist á þessum tíma, samdi flugvélamúsík fyr- ir British Airways og tónlist fyrir tyggjóauglýs- ingu. Þá var það að hann komst í tæri við um- boðsskrifstofu í vinnuferð til Miami. Þar tóku menn hann að sér og gáfu út stuttskífu í ágúst á síðasta ári í samvinnu við Universal. Beint á toppinn Ætlunin var að pilti miðaði áfram í rólegheit- unum, að taka góðan tíma í að koma honum á framfæri, en allt fór á annan veg, útvarpsstjóri helstu poppstöðvar Breta heyrði EP plötuna og setti titillag hennar í aðalspilun. Þegar við bættist að Mika er með magnaða MySpace-síðu fóru hjólin heldur en ekki að snúast – fyrsta smáskífan, Grace Kelly, fór beint á toppinn yfir lög sem seld eru á Netinu og menn kepptust við að lofsyngja pilt. Vinsældir Mika skýrast að mestu af því að hann semur sérlega grípandi poppmúsík, íburð- armikil grípandi lög. Hann er líka myndarlegur og skrautlegur í senn, hagar sér sérkennilega og gefur undarlegar yfirlýsingar. Mikið er rætt um kynhneigð Mika í bresku popppressunni, hvort hann sér hommi, tvíkynhneigður eða gagnkynhneigður. Sjálfur vill hann ekkert um þau mál tala, segir að það komi engum við, en hefur líka sjálfsagt áttað sig á hve vel það dugði David Bowie að slá í og úr með kynhneigð sína. Ekki má svo gleyma því að hann semur alla sína tónlist sjálfur, útsetur, syngur og spilar á píanó; nokkuð sem menn eiga ekki að venjast nú um stundir þegar allar poppstjörnur eru til- búnar og einnota. Söngröddin og stíllinn er líka óvenjulegur og dregur ekki lítið dám af Freddy Mercury heitnum, sem skýrir hugsanlega hvers vegna sumir ráðsettir poppskríbentar kunna lítt að meta hann. Öðrum þykja þó þeir hafa himin höndum tekið, hér sé komin poppstjarna ársins 2007 og sumir taka svo djúpt í árinni að segja Mika fyrstu poppstjörnu nýrrar aldar. Ekki er bara að Mika hafi vakið mikið umtal, hann hefir líka verið umdeildur og skemmst að minnast þess þegar breiðskífunni, sem hefur alla jafna fengið fína dóma, var slátrað í The Guardian, fékk aðeins eina stjörnu, og þá að- allega fyrir það hve ímynd piltsins væri gal- gopaleg og að hann færi langt yfir strikið í stæl- um í textum og söng. Gleymum því þó ekki að Guardian er annálað vinstrablað og sósíalistar alla jafna á móti öllu því sem gott er og fagurt í heiminum; öllu eins og Mika. Fyrsta poppstjarna nýrrar aldar Ef lýsa á hinni fullkomnu poppstjörnu (karlkyns) má gera það einhvern veginn svo: Myndarlegur og snyrtilegur til fara, með fína söngrödd, ríku- lega tónlistarhæfileika, glannalegur í tali og dá- lítið ýktur í framkomu og útliti. Þessa lýsingu má einfaldlega finna með því að líta á þá sem notið hafa einna mestra vinsælda á und- anförnum árum og máta hana við það. Svo má líka máta hana við nýja listamenn, eins og til að mynda Mika – og sjá, hún gengur upp. Mika Hann semur alla sína tónlist sjálfur, útsetur, syngur og spilar á píanó; nokkuð sem menn eiga ekki að venjast nú um stundir þegar allar poppstjörnur eru tilbúnar og einnota, segir Árni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.