Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 8
Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is R ock’n’Roll: Titillinn hljómar eins og enn einn söngleik- urinn í Vesturendanum – The West End í London. En, þetta er leikrit eftir Tom Stoppard (eftir fjög- urra ára hlé), eitt snjallasta leikskáld Breta síðustu áratugina. Og, stykkið var auk þess framleitt og fyrst sett upp í The Royal Court Theatre, við Sloane Square, einu róttækasta tilraunaleikhúsi Breta undanfarin 50 ár. Ekki er svo verra að Tre- vor Nunn leikstýrir en hann er í hópi reyndustu leikstjóra á Bretlandseyjum. Eitthvað hlaut því stykkið að bjóða upp á fleira en gamla rokkslag- ara. Það kemur enda á daginn að Rock’n’Roll er ekki einhlaðinn múr, heldur byggt með útskotum og hliðarveggjum og óvæntum dyrum og smug- um. Á yfirborðinu fjallar leikritið um andóf gegn bælingu kommúnismans og hugmyndafræðileg átök í fyrrum Tékkóslóvakíu. Leikritið er til- einkað Václav Havel, leikskáldi, rithöfundi og fyrrum forseta Tékkóslóvakíu/Tékklands. Stopp- ard eignar vini sínum Havel reyndar heiðurinn af senum sem eiga sér stað í Prag og segist m.a. hafa fengið hugmyndirnar að þeim úr pólitískum skrifum Havels, ekki síst úr ritgerð sem heitir „Réttarhöldin“. And-rými alræðis Tími leikritsins nær, á stiklum, frá 1968 til 1990, fram yfir fall Berlínarmúrsins. Sviðsmyndin fær- ist á milli Cambridge, þar sem Jan sækir háskóla, doktorsgráðu og vinskap við Cambridge- prófessorinn Max, gallharðan marxista, og Prag þar sem linka alræðisleppstjórnar undir forystu Alexanders Dubcheks og vaxandi andóf kallar á innrás Sovíetmanna í þeim tilgangi að kæfa í fæð- ingu „vorið í Prag“ (sem stóð frá 5. janúar 1968 og fram til 21. ágúst sama ár). Leikritið nær yfir Flauelsbyltinguna svoköll- uðu (sem stóð frá 16. nóvember til 29. desember 1989 – en frelsisfúsar hendur hófu að taka Berl- ínarmúrinn sundur 9. nóvember sama ár). Þessi friðsama bylting eða mótmæli enduðu á því að kommúnistar afsöluðu sér völdum og nýtt lýð- ræðisafl kom til sögunnar með Václav Havel í broddi fylkingar. Sumum kann að finnast þetta uppskrift að heldur þurru og þungu leikriti, enn einni nafla- skoðun ’68 kynslóðarinnar og þ(r)áhyggju um glataðar hugsjónir og tíma. En þótt vissulega sé tekist á um hugsjónir í leikritinu er svo margt annað í farangrinum sem veldur því að Rock’n- ’Roll er klassískt leikrit, óbundið þeim tíma og at- burðum sem vísað er til. Rock’n’Roll fjallar nefni- lega ekki bara um hugmyndir og hugmyndafræði heldur fyrst og fremst um samskipti einstaklinga – þessi blessuðu „mannlegu samskipti“. Max og Jan standa á átakaásnum sem liggur milli Cambridge og Prag en vinskapur þeirra reynist í senn tvíbentur og djúpur. Í Cambridge er sviðið einatt heimili Max og Eleanor og dóttur þeirra, blómabarnsins Esme. Þessar fjórar per- sónur: Jan, Max, Eleanor og Esme eru í raun að- alpersónur leikritsins og milli þeirra eru gagn- kvæm tengsl og sterkar taugar. Leikritið minnir að sumu leyti á klassísk leik- rit, jafnvel á Kirsuberjagarðinn eftir Tjekov; þetta á kannski sérstaklega við í þeim þáttum þar sem sviðið er Cambridge en þá erum við stödd annaðhvort í borðstofu heima hjá þeim Max og Eleanor eða í garðinum þeirra. Eins og „kirsu- berjagarðurinn“ sýnist þessi staður fjarrænn og kyrrstæður en breytingar og umrót allt í kring allt að því áþreifanlegt. Samræðurnar, sem Max leiðir yfirleitt harðri hendi, strigakjafti og írón- ískum húmor, koma einkum inn á þjóðfélagsmál en einnig heimspeki, vasaheimspeki, líf og dauða. Eins og Stoppard er lagið eru samræðurnar afar skemmtilegar og fyndnar. Max er einnig miðjan í pólitískum og hug- myndafræðilegum samræðum í leikritinu. Hann er marxistinn sem sættir sig við innrásina í Tékkóslóvakíu og heldur manna lengst tryggð við Flokkinn: „Ég er eins og síðasti hvíti nashyrning- urinn!“ Hann er hins vegar ekki kjöldreginn í leikritinu fyrir og iðrast ekki: „Ég hef ekki gert neitt sem ég þarf að verja.“ Jan þykist vera marxisti (til að nálgast Max) en er svo ópólitískur, sér ekki mikinn tilgang í andófi (kannski er hann ekki alls óskyldur tvífésa Ja- nusi, guði umbreytinga?) Vinur hans og and- ófsmaðurinn Ferdinand tekur sér svo svipaða stöðu og Václav Havel. Jan trúir hins vegar bara á Rock’n’Roll, telur að ástandið muni skána af sjálfu sér, og vill ekki horfast í augu við þá skerð- ingu mannréttinda sem átti sér stað. Hann og neitar að skrifa undir mótmælaplögg til að heimta lausn meintra andófsmanna en skrifar svo að lokum undir Charta 77 yfirlýsinguna en Havel var einn af þeim sem stóð á bak við hana. Í raun byggja ofangreindar hugmyndastöður á deilum sem Havel átti í við tékkneska rithöfund- inn Milan Kundera og fleiri. Kundera vildi láta hlutina hafa sinn gang og hélt því fram að inn- rásin ’68 hefði ekki skert frelsið um of (og vildi kannski leyfa óbærilegum léttleik tilverunnar að njóta sín). Havel sakaði Kundera um sjálfsblekk- ingu en Kundera kallaði „ábyrga“ og harða af- stöðu Havels „siðræna sýniþörf“. Skoðanir Jans í upphafi liggja nærri skoðunum Kundera en eftir því sem á líður færist hann hugmyndalega frá Kundera og bóhemum yfir til Havels og ábyrgð- ar. Rokkrými Eins og heiti leikritsins gefur til kynna leikur tón- list og einkum rokkið stórt hlutverk. Þegar Jan flytur heim til Prag eftir dvölina í Cambridge hef- ur hann í farteskinu tugi hljómplatna með helstu rokkurum og sveitum þeirra. Rokkið er hans óp- íum: hann flýr inn í það og lætur samfélagsmálin sig litlu skipta. Rokkið er bara rokk í huga hans en hefur ekkert með andóf að gera. Í þessa hug- mynd heldur hann þar til öryggislögreglan mölv- ar allt plötusafnið hans og eftir að hafa setið í fangelsi fyrir að umgangast andófsmenn. Ein þeirra hljómsveita sem mikið koma við sögu í leikritinu er hin erkitýpíska tékkneska andófshljómsveit The Plastic People of the Uni- verse, eins konar karnevalísk, forpönkuð rokk- sveit sem kom fram á sjónarsviðið í Tékkóslóv- akíu 1968. Sveitin lék þekkt rokklög frá ýmsum sveitum en samdi líka sín eigin lög og flutti ýmist á ensku eða tékknesku. Heitið fékk hún úr lagi eftir Frank Zappa (og The Mothers of Invention) og dró dám af hljóðheimi hans. The Plastic People of the Universe (PPU), skopstælingar þeirra og óheft fjör, var þyrnir í augum kommúnistastjórnarinnar og hún gerði sitt til að „útrýma“ sveitinni. Hljómleikar þeirra (yfirleitt bannaðir og leynilegir) voru stöðvaðir og æfingahúsnæði þeirra brennt til grunna. Þeir höfðu á endanum ekkert rými lengur til að tjá sig og meðlimirnir voru svo fangelsaðir fyrir andóf. Afstaða Jans, lengi vel, er sú að rokktónlist sé ekki andóf. Þessi afstaða var ekki óalgeng og Mil- an Havsa, einn af stofnendum PPU, staðfestir þetta: Í viðtali heldur hann því fram hljómsveitin hafi framan af ekki haft sérstakar áhyggjur af innrás Sovétmanna í ágúst 1968 og hafi ekki með- vitað unnið gegn kommúnisma – það sem þeir vildu var frjálst rými innan hins kommúníska samfélags. En neðanjarðarrokkararnir í PPU voru auðvitað, eðli málsins samkvæmt, árás á op- inbera menningu kommúnistastjórnarinnar og þar kom að þeir höfðu ekkert rými lengur. List- rænn stjórnandi þeirra, Ivan Jirous var fangels- aður hvað eftir annað og meðlimir hljómsveit- arinnar einnig. Havel hélt því fram að frelsissvipting þeirra væri árás alræðisstjórn- arinnar „á lífið sjálft“. Áhugi Havels á rokktónlist er vel þekktur og hann var sannarlega á því að rokkið gæti haft áhrif sem andóf. Eftir að hann komst til valda héldu Rolling Stones táknræna tónleika í Strahov almenningsgarðinum þar sem kommúnistar héldu áður sínar stærstu montsýningar. Það er athyglisvert að þegar Havel er spurður um upphafið að Charta 77, yfirlýsingunni og þeirri andófsstarfssemi – eða óformlegu borg- aralegu framtaki – sem kennd er við hana og stóð frá 1977 til 1992, vísar hann til fyrsta fundar síns með Ivan Jirous og kynna af PPU, snemma árs 1976. Havel heyrði í tónlistinni „truflandi galdur og aðvörun, eitthvað alvarlegt og satt.“ Það var And(ófs)rýmið rokkar Nýtt leikrit eftir Tom Stoppard Leikritið Rock’n’Roll eftir breska leikskáldið Tom Stoppard, sem frumsýnt var í The Royal Court leikhúsinu í fyrra, hefur fengið athygli, verðlaun og rífandi aðsókn. Rock’n’Roll fjallar um andóf og hugmyndafræðileg átök í fyrrum Tékkóslóvakíu (og allri Evrópu) frá 1968 til 1990 – og sitt- hvað fleira. Hér er fjallað um leikritið og umdeildan höfundinn. Tom Stoppard Hann er þekktur fyrir heimspekileg verk en Rock’n’Roll er pólitískara verk en flest l » Rock’n’Roll fjallar nefnilega hugmyndir og hugmyndafræði og fremst um samskipti einstak blessuðu „mannlegu samskipti“ 8 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.