Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 9
afráðið að hann færi á næstu (leynilegu) tónleika hljómsveitarinnar en áður en af því varð var sveitin fangelsuð. Upp úr þessu hófst mikil mót- mælaalda sem náði langt út fyrir Tékkóslóvakíu. Alræðisstjórnin lét í minni pokann og sleppti flestum. En Jirous og þrír aðrir hljómsveit- armeðlimir voru dregnir fyrir rétt um haustið. Havel var viðstaddur réttarhöldin og skrifaði um þau áðurnefnda ritgerð „Réttarhöldin“. Rock’n’Roll er þannig sumpart óður til PPU og rokktónlistar og þeirrar virkjunar ímyndunar- aflsins sem í henni getur búið. Hljómsveitin The Plastic People of the Universe, sem varð í Tékkó- slóvakíu tákn fyrir andóf og uppreisn, er nú fallin í gleymsku. Hún gaf þó út á sinni tíð nokkrar plötur en sumar þeirra er hægt að nálgast á Net- inu. Margir diskarnir/plöturnar eru býsna sjald- gæfar í frumútgáfu enda upplagið takmarkað, t.d. af plötunni Egon Bondy’s Happy Hearts Club Banned (sem vísar til bælingar og hljómplötu sem allir þekkja). Ekki er víst að tilraunakennd og paródísk tónlist PPU falli öllum í geð en for- saga PPU gefur hráu rokkinu þeirra gildi. Rokkið gegnir líka praktísku hlutverki í leikrit- inu og er í raun notað til að skipta milli sena. Við lok hverrar þeirra skellur á myrkur og rokkið dunar: „I’ll be your baby tonight“ (Dylan); „It’s only rock’n’roll“ (Rolling Stones); „I’m waiting for the man“ (Velvet Underground); „Bring it on home“ (John Lennon); „Golden Hair“ (Syd Bar- rett). Tónlistin á gjarnan að einhverju leyti við kringumstæður í undanfarandi senu. Svo snar- stoppar tónlistin þegar næsta sena byrjar, þess vegna í miðju lagi. Stoppard kallar þessar snöggu senuskiptingar „smash cut“ en þær virka vel; setja spennu í leikritið og hraða því. Pan og pípan The Plastic People of the Universe er ekki eina rokkfyrirbærið sem Stoppard tekur ofan fyrir: Andi Syd Barretts, fyrrum forsprakka Pink Flo- yds, svífur þarna yfir og hann er í vissum skiln- ingi sá eða það sem opnar leikritið og lokar því. Fyrstu tónar leikritsins heyrast úr pípu guðsins Pans sem liggur uppi á garðvegg og leikur og syngur fyrir sextána ára blómabarnið Esme, dóttur Max, einmitt þegar Jan ber að garði. Esme kemst að því síðar að þarna var á ferð Syd Barrett en hann syngur fyrir hana söng sinn „Golden Hair“ sem byggir á ljóði eftir James Joyce. Af átján lögum sem leikin eru í leikritinu eru tvö merkt Barrett en fimm Pink Floyd. Syd Barrett var einn af stofnendum Pink Floyd og á heiðurinn af heitinu. Hann samdi flest laga og texta á fyrstu LP plötu Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, (1967), og hafði afgerandi áhrif á hljómheim hljómsveitarinnar. Barrett þoldi frægðina hins vegar illa. Hann sökkti sér í neyslu eiturlyfja og trippaði taum- laust á LSD. Hann varð óviðráðanlegur á tón- leikum og í samstarfi og var rekinn úr hljómsveit- inni snemma árs 1968. Hann átti stuttan og frekar misheppnaðan sólóferil en sneri svo baki við tónlistinni og gerðist hálfgerður ein- setumaður í Cambridge, í kjallara í húsi móður sinnar. Í „reykulum“ huga sínum, veit blómabarnið Esme ekki hvort sá Pan sem söng til hennar ofan af garðveggnum hafi verið raunverulegur eða tál- sýn. En þegar hún hittir Syd Barrett á förnum vegi í Cambridge ber hann kennsl á hana og segir eitthvað á þá leið: „Þetta ert þá þú?“ Hún dáir Pan/Barrett alla tíð og gleymir ekki söngnum hans og flautuleik. Alice dóttir hennar fellur sömuleiðis fyrir Barrett og tekur að sér að vernda hann, kominn yfir miðjan aldur, fyrir óprúttnum aðdáendum og papparössum, eins og Barrett mátti þola í raun og veru í einangrun sinni í Cambridge. Barrett eða andi hans kemur síðan við sögu í leikritinu þegar lög hans eða Pink Floyd eru leikin og svo færir Esme Jan að gjöf plötu hans Opel. Syd Barrett er því hálfguðinn Pan í Rock’n- ’Roll, eins konar andi ásta(r) og frjáls blómalifn- aðar: Það kemur ekki fram fyrr en í síðasta hluta leikritsins að Pan var einnig staðgengill kollega síns ástarguðsins Erosar og hafði erindi sem erf- iði þegar hann flautaði og söng sitt alfegursta lag fyrir Esme; tuttugu og tveimur árum síðar ná hún og Jan loksins saman. Í síðustu senunni í Rock’n’Roll þýðir ein per- sónan í leikritinu upp úr Plútarki og tilkynnir „Great Pan is dead!“ (Hinn mikli Pan er dauður). Það vill svo til að Syd Barrett lést þann 7. Júlí 2006, sextugur að aldri, mánuði eftir frumsýningu Rock’n’Roll í London. Hugsanlegt er að Stoppard hafi bætt „dánartilkynningunni“ inn í eftir andlát Barretts en annars er um að ræða magnaða og heldur dapurlega tilviljun. r Höfundur er bókmenntafræðingur. Ljósmynd/© Christopher Felver/CORBIS leikrit hans. ekki bara um i heldur fyrst klinga – þessi “ Rock ’n Roll Eins og Stoppard er lagið eru samræðurnar afar skemmtilegar og fyndnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 9 Vorið í Prag, innrás, andóf, Flauelsbylting – fall Múrsins. Rokk og popp, The PlasticPeople of the Universe, Václav Havel, Syd Barrett, Jan, Esme, Max, Eleanor. Hug- myndafræðilega átök, tilfinningalegar glímur, vinskapur svik, eftirsjá, fyrirgefning, sökn- uður – ást. Rock’n’Roll spannar vítt svið. Því má ekki gleyma því að leikritið Rock’n’Roll er afar persónulegt fyrir leikskáldið og að vissu marki sjálfsævisögulegt. Tom Stoppard eða Tomáš Straussler (f. 1937) á ým- islegt sameiginlegt með Jan sem átti fyrst að heita Tomas: þeir eru jafnaldra, flúðu báðir ásamt fjölskyldu frá Tékkóslóvakíu og urðu báðir „enskir skólastrákar“. Það mætti líka segja manni að Tom og Jan hafi ekki ólíka afstöðu í pólitík og hvorugur séu ginnkeyptir fyrir hugmyndafræðilegum rétttrúnaði. Báðir taka þó á endanum upp ábyrga afstöðu gegn kúgun og óréttlæti í anda Havels. Sá grundvallar munur er á þeim að Tom sneri aldrei aftur til heimalands síns. Nema þá núna, í skáldskap… Stoppard er talinn í hópi bestu leikritaskálda Breta og er gjarnan nefndur í sömu andrá og Harold „nóbelskáld“ Pinter, David Hare, og Michal Frayn. Framan af voru verk Stoppards oft tengd absúrdleikhúsinu eða leikhúsi fáránleikans (Beckett og Pinter), að guði gengnum. En „tilvistarangistin“ hjá Stoppard er svo húmorísk að hún hættir að vera tragíkómísk eins og t.d. hjá Beckett og Pinter. Meðal þekktra leikrita Stoppards mætti nefna Rozencrantz and Guildenstern are Dead; The Real Inspector Hound; Jumpers; Travesties; og 15-Minute Hamlet. Meðal kvikmynda- handrita hans eru: Brazil (Terry Gilliam); Empire of the Sun; Shakespeare in Love; Enigma. Þótt Rock’n’Roll sé ekki alfarið pólitískt leikrit er það engu að síður pólitískara en flest leikverk Stoppards hingað til. Hann hefur þó tekið and-kommúníska afstöðu áður og fjallað um andóf gegn kúgun í ýmsu samhengi. Stoppard er þó þekktari að því að fjalla um heimspekileg málefni í leikritum sínum en þau tekur hann gjarnan húmorískum tök- um, með snjöllum orðaleikjum og sjónrænu skensi. Stoppard hefur reyndar verið gagnrýndur fyrir að vera of vitsmunalegur og ekki nógu „samfélagslegur“ í leikritum sínum. (Þess má þó geta að Stoppard hefur um árabil verið virkur í baráttu gegn óréttlæti og látið til sín taka á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International, m.a. til að styðja andófsmenn í Tékkóslóvakíu) Andkommúnísk af- staða Stoppards varð til þess að stjórnendur The Royal Court Theatre snupraðir í fyrra fyrir að frumsýna leikrit eftir Tom Stoppard á hálfrar aldar afmæli leikhússins, þar með væri brotin vinstri sinnuð og róttæk stefna Royal Court. And-kommúnískur andófsmaður The Royal Court-leikhúsið hóf starfsemi sína árið 1956 og átti því 50 ára afmæli í fyrra.Leikhúsið er ekki jafn hefðbundið og heitið gæti gefið til kynna: Þessi „konunlega hirð“ hefur frá stofnun rokkað bátnum með róttækum leikritum og leikhússtarfi. The Royal Court hefur með starfsemi sinni og einkum framan af haft veruleg áhrif og valdið fleiri en einum straumhvörfum í menningarlífi Bretlands. Leikhúsið hafði meira að segja veruleg áhrif á lög og venjur um tjáningarfrelsi. The Royal Court er þekkt úti um allan heim fyrir starfsemi sína. Það hefur nær frá upp- hafi rekið ritsmiðju fyrir ung og verðandi leikskáld. Úr þessari ritsmiðju hafa sprottið mörg af mikilvægustu leikskáldum Bretlands, t.d. Caryl Churchill (sem hefur skrifað 17 leikrit fyrir Royal Court) og Edward Bond, en hann var í fyrstu ritsmiðju leikhússins sem fór af stað 1958. Rithöfundarnir Howard Brenton, Joe Orton, Woile Soyinka, Ann Jellicoe, Sam Shepard og Mary Oalley fengu sína fyrstu leikhúsreynslu í Royal Court. Sama gildir um Andreu Dunbar og Hanif Kureishi. Tónninn var sleginn strax fyrsta starfsárið þegar leikhúsið setti upp tímamótaleikritið Don’t Look Back in Anger eftir John Osborne, einn af hinum „reiðu ungu mönnum“ (í hópi listamanna) eftirstríðsáranna. Leikritið er sagt marka upphafið af bresku nútímaleikhúsi. Listrænn stjórnandi Royal Court tók leikritið til sýninga en því hafði áður verið hafnað hvarvetna, m.a. af Sir Laurence Olivier heitnum. Leikritið fékk afleita dóma og vakti ómælda hneykslun. Þarna var í fyrsta sinn í leikhússögu landsins verkamaður í aðal- hlutverki. Leikritið fjallaði s.s. um líf „venjulegs“ fólks! Ósvífnin reið ekki við einteyming því að á sviðinu stóð, fólki til ama og angistar og eins og ekkert væri sjálfsagðara, strau- bretti! Það er kannski tímanna tákn að The Royal Court hefur nú yfirtekið starfsemi tveggja þekktra leikhúsa á The West End: The Duke of York Theatre og Ambassadors-leikhúsið. Það sem áður þótti siðlaus undirróður og guðlast er nú lesið í háskólum og sýnt úti um heim allan. Eftir 50 ára starfsemi er The Royal Court Theatre enn frjótt og kvikt tilraunaleikhús. The Royal Court hélt upp á 50 ára starfsafmælið í fyrra, árið 2006, með því að setja upp leikritið Rock‘n’Roll eftir Tom Stoppard og klassískt leikrit Samuels Becketts Krapp’s Last Tape með Harold Pinter í aðalhlutverki. Konungleg hirð í 50 ár

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.