Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hún er blekkjandi að mörgu leytisaga Roopa Farooki Bitter Sweets – enda fjallar hún um margs konar blekkingar, lygar og ýkjur. En Bitter Sweets er saga Henna og Rashid, innflytj- enda sem koma til Bretlands frá Bangladesh, skipulögðu hjóna- bandi þeirra og samskiptunum við hinn vestræna heim. Tónn sög- unnar er hins vegar líka blekkj- andi – enda virð- ist hún við fyrstu sýn vera eins konar bræðingur hefðbundinnar fjöl- skyldusögu og kvennabókmennta í anda Bridget Jones. Að lesa hana á þeim forsendum væri hins vegar að missa af dýptinni sem býr undir niðri.    Tengsl austurs og vesturs er líkaað finna í bók Alaa al Aswany sem nefnist á ensku The Yacoubian Building, en bókin, sem kom út í Egyptalandi árið 2002 undir heitinu Ymarat Yaqubyan, reyndist met- sölubók í hinum arabískumælandi heimi. Sögusviðið er hverfi í miðborg Kaíró þar sem dregin er upp mynd af fjölbreytilegu mannlífi í hinu fyrrum evrópska hverfi á tímum Flóastríðs- ins. Og þó kynlífslýsingar al Asw- anys þyki á köflum djarfar eru lýs- ingar hans á tengslum auðæfa og valds í Egyptalandi Hosni Mubaraks að sögn gagnrýnanda breska dag- blaðsins Daily Telegraph einkar íhaldssamar.    Þeir eru margir staðirnir sem áheimsvísu hafa öðlast menning- arlegt, sögulegt eða fagurfræðilegt vægi í gegnum tíðina og er þó nokkra þeirra að finna á Íslandi. Bókin The Cultural Reconstruction of Places eða Um menningargildi staða, sem Há- skólaútgáfan sendi nýlega frá sér, fjallar einmitt um þetta efni, en þar sýna fræði- menn frá Ítalíu, Íslandi, Slóveníu, Rúmeníu og Bret- landi fram á hvernig mikilvægar hugmyndir styðjast við ákveðna staði sem geta verið mótaðir af þjóð- legum gildum, hrynjandi borgarlífs- ins eða dulúðugri náttúrukennd. Rit- stjóri bókarinnar er Ástráður Eysteinsson, en auk hans eru aðrir íslenskir höfundar að bókinni þau Guðmundur Hálfdánarson, Heiða Jóhannsdóttir, Jón Karl Helgason og Pétur Knútsson.    Það má segja að söguslóðir læðistmeð vissum hætti líka inn í skrif Hrafnkels Lárussonar í bók hans Í óræðri samtíð með óvissa framtíð: Íslensk sveitablöð og samfélags- breytingar um aldamótin 1900 sem Háskólaútgáfan gefur einnig út. En í bókinni er hluti af Meistarprófsri- tröð útgáfunnar.    Þær eru stórar spurningarnar semPercival Everett varpar fram í bók sinni Wound- ed – enda ekki lít- ið mál að velta fyrir sér stöðu einstaklingsins í heimsmyndinni. Sögumaður Eve- retts í bókinni er tamningamað- urinn John Hunt og ólíkt fyrri verkum höfund- arins, sem yfirleitt eru á léttum nót- um, er honum dauðans alvara með Wounded – sögu þar sem velt er upp málefnum á borð við kynþætti og kynferði af aðdáunarverðu jafnvægi. BÆKUR Roopa Farooki Percival Everett Ástráður Eysteinsson Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Það er með öllu óvíst hversu margarbækur eru til í heiminum en í bóka-safnskerfinu WorldCat, sem sam-anstendur af gagnasöfnum frá um 25 þúsund bókasöfum, er að finna 32 milljónir bóka. Það er vissulega mikið af bókum og hætt er við að fjöldinn vaxi flestum í augum. Bóka- fjall af þessu tagi er augljóslega vandmeðfarið og til að úrvalið og fjöldinn gagnist notendum sem skyldi, þ.e. við miðlun þekkingar, þarf öfl- uga leitarvél, nokkuð sem WorldCat býr ekki yfir nema að takmörkuðu leyti. Annmarkar Worldcat (sem eru margir: kostnaður, seina- gangur, hvernig finnur maður það sem leitað er að, kannski er maður ekki með Netið) kunna þó bráðum að heyra sögunni til. Bandaríska veffyrirtækið Google er þegar lagt af stað með verkefni þar sem stefnt er að yfirfærslu allra bóka sem hafa verið gefnar út á tölvutækt form. Þetta myndi þýða að í staf- rænu bókasafni Google væri ekki aðeins hægt að leita að bókum heldur í þeim á sama hátt og leitað er í dag á vefsíðum, þ.e. eftir ákveðnum orðum og orðasamböndum. Fyr- irtækið hyggst ljúka verkefninu á næstu tíu árum og hefur lýst því sem sinni „tunglferð“. Þegar er hægt að sjá hvað framtíðin mun (kannski) bera í skauti sér með því að heim- sækja beta-útgáfu af bókavefsíðu fyrirtækisins, books.google.com, en þar virðist allverulegur fjöldi bóka vera saman kominn (Google hefur að vísu ekki viljað gefa upp fjöldann sem þeg- ar er kominn inn). Forvitnilegt er t.d. að fletta upp á Halldóri Laxness og ýmsar bækur ís- lenskra fræðimanna má finna á síðunni, t.d. The Concept of Modernism eftir Ástráð Ey- steinsson. Þarna má líka finna sögu indverskra dagblaða og útgáfu frá 1892 á bréfum Jane Austen. Maður þarf ekki lengi að reyna fyrir sér á þessari síðu áður en ljóst verður hvílík bylting í upplýsinga- og þekkingarmiðlun er hér í bígerð, ef fram heldur sem horfir. Ýmis vandamál hafa þó skotið upp kollinum. Enda þótt mörg stærstu bókasöfn veraldar starfi í náinni samvinnu við Google við að skanna bókakost sinn eru bókaútgefendur að mörgu leyti uggandi, og hafa bandarískir út- gefendur þegar sótt Google til saka fyrir höf- undarréttarbrot. Þetta er að sumu leyti ein- kennileg staða þar sem Google hefur gert samninga við nær alla stærri bókaútgefendur í Bandaríkjunum. Málið snýst nefnilega ekki um það sem í fyrstu mætti halda. Um 20% af bók- um eru ekki vernduð af höfundarréttarlögum (opinberar ríkisútgáfur til dæmis, og svo eldri verk). 10% af bókakosti heimsins eru vernduð af höfundarréttarlögum og eru virk, þ.e. útgef- endur prenta og reyna að selja þær. Þetta eru bækurnar sem Google samdi við bókaútgef- endur um að hafa aðgang að. Afgangurinn er hins vegar bækur sem enn eru verndaðar en eru ekki í almennri dreifingu, og um rétt Go- ogle að þessum bókum er deilt. Of langt mál er að fara í lagalegu hliðina á deilunni en flest- ir virðast sammála um að samkomulagi verði náð, þetta sé spurning um peninga. Útgef- endur vilja að Google borgi fyrir afnotin. Einn athyglisverðasti flöturinn á fyrirhug- uðu bókaveldi Google viðkemur þýðingum. Go- ogle sankar nefnilega ekki bara að sér bókum á ensku heldur stefnir að alþjóðlegu gagna- safni. Í leitarvél Google er hins vegar leitað að „útlenskum“ bókum á viðkomandi tungumáli og þetta er bandaríska fyrirtækinu nokkurt áhyggjuefni. Þeir sem nota Google reglulega vita að á aðalheimasíðu fyrirtækisins hefur frumstætt þýðingarforrit verið starfrækt um nokkurt skeið og virðist það vera eins konar vísir að framtíðarsýn fyrirtækisins hvað varðar tungumálavanda bókaheimsins. Stefna fyr- irtækisins er að þróa fullkomnara þýðing- arforrit sem mun gefa kost á að þýða allar bækur í gagnasafninu á öll tungumál með því einu að ýta á takka. Þarna glittir í sannkallað alheimsbókasafn – en hversu raunsæjar þessar vonir eru, út frá þýðingarlegu og tæknilegu sjónarmiði, læt ég öðrum eftir að dæma. Nokkuð ljóst virðist hins vegar vera að metn- aður Google er allt að því biblíulegur þegar að upplýsingadreifingu kemur og sannkölluð bylt- ing er í uppsiglingu. (Meiri upplýsingar um þetta málefni er hægt að finna í The New Yor- ker frá 5. febrúar, en þaðan eru mínar upplýs- ingar.) Alheimsbókasafn á vefnum » Stefna fyrirtækisins er að þróa fullkomnara þýðing- arforrit sem mun gefa kost á að þýða allar bækur í gagnasafninu á öll tungumál með því einu að ýta á takka. Þarna glittir í sann- kallað alheimsbókasafn … ERINDI Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is S taða Íslands í samfélagi þjóðanna hefur alltaf verið svolítið sérstök og með öðrum hætti en víðast hvar annars staðar, einkum sök- um smæðar og staðsetningar. Í margar aldir hefur þjóðin þolað talsverða einangrun og í raun og veru er það ekki fyrr en á síðustu áratugum sem að landið opnast fyrir alvöru og verður raunverulegur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. Í gegnum aldirnar hafa engu að síður borist til landsins ýmiss konar fjölþjóðlegar hugmyndir, straum- ar og stefnur frá meginlandi Evrópu sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið og þankagang landans. Sérstakar þjóðfélagslegar aðstæður Í nýútkominni bók Inga Sigurðssonar, sem ber heitið Erlendir straumar og íslenzk viðhorf, fjallar höfundur um áhrif fjölþjóðlegra hug- myndastefna Íslendinga á tímabilinu 1830– 1918, þ.e.a.s. frá þeim tímamörkum sem al- mennt eru látin marka lok upplýsingar og fram að fullveldi Íslendinga. Þar skoðar Ingi þjóðfélagslegar forsendur fyrir útbreiðslu stefnanna en þær voru nokkuð sérstakar mið- að við margar stærri þjóðir á þessu tímabili. Ástæðan fyrir sérstöðunni var fyrst og fremst sú hve landið er smátt og hversu fáir skrifuðu í anda tiltekinna stefna og jafnframt hversu fáar stofnanir voru hér við lýði sem sköpuðu vettvang fyrir umræðu um slíkar stefnur. Þrettán hugmyndastefnur eru teknar fyrir í bókinni í tímaröð en þær eru; upplýsingin, frjálslyndisstefnan, rómantíska stefnan og hughyggjan, þjóðernishyggjan, trúarstefnur, bindindisstefnan, hugmyndafræði ungmenna- félagshreyfingarinnar, kvenréttindastefnan, jafnaðarstefnan, samvinnustefnan, georgism- inn, pósitívismi og raunsæisstefnan í bók- menntum og Darwins-hyggjan. Hver stefna heyrir undir sérstakan kafla með inngangi, meginmáli og niðurlagi þar sem skoðað er sér- staklega áhrif viðkomandi stefnu í tengslum við félagslegt baksvið hvers tíma. Útbreiðsluleiðum fjölgar Ingi fer ansi ítarlega ofan í saumana á hverri stefnu fyrir sig í tengslum við þjóðfélagslegt landslag hverju sinni með tilliti til þátta eins og þjóðfrelsis og borgarlegra réttinda eins og atvinnufrelsis og verslunarfrelsis. Þá tekur höfundur til samanburðar Dani, Færeyinga og Norðmenn og skoðar hvað sé líkt og hvað sé ólíkt í áhrifum hugmyndastefnanna á þessar þjóðir miðað við Ísland. Fram kemur að áhrif hugmyndastefna á íslenskt þjóðlíf tók að aukast á seinni hluta tímabilsins en þá hafi út- breiðsluleiðir þeirra til Íslendinga fjölgað og jafnframt voru landsmenn orðnir móttækilegri en áður. Eins og gefur að skilja bárust stefn- urnar að mestu leyti frá Danmörku en þegar líða tók á tímabilið fór t.d. mikið að berast frá Noregi. Og yfirleitt fór áhrifa stefnanna að gæta töluvert seint hér miðað við önnur lönd. Mikilvægur þáttur í umfjölluninni er þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað á síðustu áratugum 19. aldar og samfara þeim varð þjóðin móttækilegri fyrir nýjum hug- myndastefnum en þó upp að vissu marki. Miklu máli skipti, sem fyrr segir, hversu fá- menn þjóðin var og að hún laut forræði ann- arrar þjóðar. Sterk þjóðernisvitund Þá er athyglisvert, en kannski ekki óeðlilegt, að þrátt fyrir fjölþjóðlegt eðli hugmyndastefn- anna aðlöguðust þær afar vel þjóðernissinn- uðum viðhorfum Íslendinga sem tóku að eflast á nítjándu öldinni. Ingi kemst einnig að því að Íslendingar höfðu fremur lítið fyrir því að kynna og breiða út kenningar hinna og þessara heimspekinga og hugsuða; fá rit voru þýdd yfir á íslensku eftir samtímaspekinga og eins var sjaldgæft að greinar birtust þar sem gerð var grein fyrir einstökum hugmyndastefnum. Vissulega voru á því undantekningar sem nefndar eru í bókinni en til dæmis var nokkuð mikið skrifað um kenningar Darwins og svo nefnir Ingi ítarlega grein frá 1902 um þjóðern- ishugmyndir danska heimspekingsins Grundt- vig. Þá virðist sem þjóðernishyggjan sem hug- myndastefna hafi sérstaklega notið fylgis á meðal Íslendinga og fallið vel að íslenskum við- horfum án þess þó að litið væri á þjóðern- ishyggjuna sem fjölþjóðlega stefnu. Eins kem- ur fram að þótt erlend samtímaumræða hafi haft augljós áhrif á þjóðlífið var mjög sjald- gæft að Íslendingar héldu nöfnum kennismið- anna á lofti eða skírskotuðu til þeirra á einn eða annan hátt. Þannig síuðust stefnurnar inn í þjóðarsálina án þess að sérstaklega væri hugað að því hvaðan þær komu. Bókin er sem fyrr segir afar ítarlegt fræðirit sem veitir greinagóða mynd af menningarlegri og þjóðfélagslegri vitund Íslendinga á um- ræddu tímabili. Þá er bókin ekki síður for- vitnileg lesning í ljósi breyttrar stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og gagnvart fjölþjóðlegum straumum. Fjölþjóðlegir straumar og Ísland Nýverið gaf Háskólaútgáfan út bókina Erlendir straumar og íslenzk viðhorf – áhrif fjöl- þjóðlegra hugmyndastefna á Íslendinga 1830– 1918 eftir Inga Sigurðsson. Í bókinni er gerð grein fyrir þrettán hugmyndastefnum sem röt- uðu hingað til lands og jafnframt er skoðað hvernig tilteknar stefnur fléttuðust saman. Höfundur bókarinnar er prófessor í sagnfræði en hans helsta rannsóknarsvið er hugmynda- og menningarsaga. Forvitnileg lesning Í ljósi breyttrar stöðu Ís- lands í alþjóðasamfélaginu er bókin forvitnileg. Darwin Ein af þrettán hug- myndastefnum sem Ingi tekur fyrir í bókinni er darwinshyggja en töluvert var skrif- að um kenningar Charles Darwin á seinni hluta 19. aldar á Íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.