Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 12
Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is Þ ór Whitehead prófessor beitir gamalkunnu hjálp- ræði hreintrúarmannsins í grein sem hann gefur hinn biblíulega titil „Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá“ hér í Lesbók Morg- unblaðsins laugardaginn 20. janúar síðastliðinn. Þar sakar Þór mig um óheiðarleg vinnubrögð í skrifum mínum um kommúnisma og kalda stríðið og segir mig beita blekkingum og lygum í greinum mínum í Lesbókinni 7. október og 18. nóvember. Gíf- uryrðum prófessorsins kann að vera ætlað að breiða yfir veikan málstað. Það er engu líkara en maðurinn telji sig vera í heilögu stríði, en stríðsandinn gerir grein hans vægast sagt ruglingslega. Þór er mjög í mun að „sanna“ að (a) Kommúnistaflokkur Íslands hafi safnað vopnum, (b) félagar í honum hafi fengið þjálf- un í hermdarverkum í Moskvu sem þeir áttu að beita í baráttu sinni á Íslandi, (c) flokk- urinn hafi staðið fyrir skipulögðum ofbeld- isverkum, (d) íslenskir kommúnistar og sósí- alistar hafi skapað hættu fyrir stjórnvöld sem réttlætti að þau létu sérstaka leynilega eft- irlitsstofnun fylgjast með þeim allt fram á átt- unda áratug síðustu aldar. Ég hef áður sýnt fram á að rök Þórs fyrir þessum skoðunum eru hæpin og heimildir hans rýrar. Ég hef einnig bent á að hann rugl- ar stöðugt saman raunverulegri ógn og and- rúmslofti tímabilsins sem hann fjallar um. Þá er heimildarýni hans áfátt. Hann leggur ofur- áherslu á heimildir sem falla að því sem hon- um er svo í mun að sýna fram á, en hefur eng- an áhuga á heimildum sem stríða gegn skoðunum hans. Hvað sýna heimildir? Á fjórða áratug síðustu aldar og áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld var andrúmsloft stjórnmála lævi blandið á Vesturlöndum. Heimshreyfing kommúnista vakti ótta víða um lönd, og sá ótti var í augum margra stað- festur í lok styrjaldarinnar þegar Sovétríkin kröfðust óskoraðs valds í þeim hluta Evrópu sem þeir lögðu undir sig við sigurinn á Þjóð- verjum. Engum þarf að koma á óvart að ís- lensk stjórnvöld hafi óttast kommúnista hér á landi, einkum á fjórða áratugnum þegar kreppuástand leiddi til harðra vinnudeilna og endurtekinna átaka verkalýðs og yfirvalda. Á fyrri hluta fjórða áratugarins drógu komm- únistar ekki af sér og beittu herskáum aðferð- um til að auka áhrif sín í verkalýðs- og stétt- arfélögum. Nú, þegar þetta tímabil óttans er löngu liðið, er hinsvegar eðlilegt að spyrja hvort sú mynd sem heimildir gefa af starfs- háttum, hugsun og menningu íslensku vinstri- hreyfingarinnar geti breytt skilningi okkar á henni eða auðgað hann. Þegar sovéskar heimildir um komm- únistaflokka urðu aðgengilegar á síðasta ára- tug, kom á daginn að íslenskir kommúnistar og sósíalistar þáðu um langt árabil fjárhags- lega aðstoð frá Sovétríkjunum. Um þetta eru til miklar og ítarlegar heimildir sem segja merkilega sögu um náin tengsl við Moskvu- valdið.1 Eins komu fram heimildir sem sýndu að Kommúnistaflokkur Íslands, sem var aðili að Alþjóðasambandi kommúnista, Komintern, og þar með deild í heimsflokki kommúnista, mótaði stefnu sína að mestu í nánu samráði við Komintern og bar margar helstu ákvarð- anir undir sambandið, óskaði eftir ráðlegg- ingum þess og leitaðist við að fylgja fyr- irmælum þess.2 Enn hafa hinsvegar engar heimildir fundist í sovéskum skjalasöfnum um vopnasöfnun, bein byltingaráform (jafnvel á róttækasta tíma Kommúnistaflokksins hét það að flokk- urinn ynni að því að gera „massana“ róttæk- ari3), neðanjarðarstarfsemi, hermdarverk eða þjálfun íslenskra kommúnista til slíkra verka. Vopn kommúnista Í fyrri Lesbókargrein minni benti ég á að Þór Whitehead blandi saman tveimur atburðum í ritgerð sinni „Smáríki og heimsbyltingin“ sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum síðastliðið haust. Annarsvegar heimild um að Félag ungra kommúnista hafi kosið nefnd 1924 til að gera tillögur um íþróttastarfsemi og vopna- burð í félaginu, hinsvegar stofnun Varnarliðs verkalýðsins á vegum félaga í Komm- únistaflokki Íslands 1932 (bls. 58). Eina heim- ild hans um að kommúnistar hafi safnað vopn- um er „staðfesting“ Þorsteins Péturssonar, sem var félagi í Kommúnistaflokki Íslands, á því að 15 ónafngreindir menn hafi gert það ár- ið 1924. Þór hefur engar frekari heimildir um vopnasöfnun á þriðja áratugnum, aðeins orð- róm um skotæfingar á fjórða áratugnum og áhyggjur forystumanna í Sjálfstæð- isflokknum af því að kommúnistar hefðu hlot- ið þjálfun í vopnaburði í Moskvu (bls. 59) og kynnu að beita vopnum í baráttu sinni. Hann fullyrðir einnig að með stofnun Varnarliðs verkalýðsins hafi „leynilegt bardagalið flokksins“ verið „að koma upp á yfirborðið“ og gefur í skyn að Kominternskipun hafi legið þar að baki (bls. 58). Með því að rugla saman bollaleggingum Félags ungra kommúnista og stofnun Varnarliðs verkalýðsins átta árum síðar, reynir Þór að búa til vopnaðan her úr þessum skringilega söfnuði, sem bjó sig að hans sögn undir átök við lögregluna með „jap- anskri glímu og hnefaleikum“ auk þess sem hann stundaði „göngu- og íþróttaæfingar að hernaðarsið“ (bls. 59). Nú er það staðreynd, og um það vitna heim- ildir sem Þór ýmist misskilur eða rangtúlkar, að Komintern mælti ekki með stofnun leyni- deildar á Íslandi og margir harðlínumenn í flokknum, sem drukkið höfðu í sig réttlínuna í Moskvu, töldu rangt að stofna slíka deild og líklegt að hún fældi mögulega fylgismenn frá flokknum.4 Þeir héldu hinsvegar, rétt einsog forystumenn Kominterns á fyrri hluta fjórða áratugarins, að harðsnúin stefna, sem „af- hjúpaði“ sósíaldemókrata sem stéttsvikara og „sannaði“ fasískt eðli borgarastéttarinnar, eins og það var orðað, væri líkleg til árangurs og myndi auðvelda kommúnistum að ná und- irtökum í verkalýðsfélögum.5 Svo var þó ekki, enda var blaðinu snúið við 1934.6 Það var vissulega heitt í kolunum á fyrri hluta fjórða áratugarins. Átök urðu á milli verkalýðs og lögreglu og vísast gengu ein- hverjir um í grófum skyrtum og með barefli. Það þjónaði hinsvegar ekki markmiðum flokksins, eða Alþjóðasambands kommúnista að stunda neðanjarðarstarfsemi eða skipuleg hermdarverk á Íslandi. Kommúnistaflokkur Íslands var löglegur stjórnmálaflokkur sem starfaði fyrir opnum tjöldum, ekki ólögleg hreyfing eins og til dæmis Kommúnistaflokk- ur Finnlands og nokkrir aðrir evrópskir kommúnistaflokkar sem stunduðu af þeim sökum leynilega starfsemi.7 Þjálfun í hernaði Þór hefur nokkrum sinnum gengið svo langt að halda því fram að ég hafi „stungið undan“ heimild um hernaðarlega þjálfun í Moskvu. Ég læt öðrum eftir að dæma af hvaða rótum slík þráhyggja er sprottin. Heimildin er setn- ing í dagbókum Andrésar nokkurs Straum- lands frá Moskvudvöl hans 1930–1931, en ég fjalla ítarlega um dagbókina í Kæru félögum.8 Í dagbókinni kemur fram að Andrés og sam- nemendur hans hafi fengið leiðsögn í meðferð vopna. Ég hef bent á að slík þjálfun breyti engu um það að námið í flokksskólunum var pólitískt uppeldi og innræting. Það er raunar merkilegt að Þór skuli leggja slíka áherslu á að ég reyni að leyna þessu. Í æviminningum margra fyrrum nemenda Kominternskólanna, sem eru vel þekktar meðal þeirra sem hafa kynnt sér starfsemi skólanna, er að finna frá- sagnir af íþrótta- eða líkamsþjálfun með hern- aðarlegu ívafi.9 Í sumum tilfellum er sagt frá meðferð skotvopna, stundum reiðmennsku eða margvíslegri líkamsþjálfun úti við. Þór er eini höfundurinn um þessi efni sem hefur gert slíka þjálfun að aðalatriði mér vitanlega og haldið því fram að hún sanni eitthvað um eðli námsins eða hlutverk nemendanna að því loknu. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta er algjört aukaatriði og styður alls ekki fullyrð- ingar Þórs um skipulagt ofbeldi kommúnista hér á landi. Á sama hátt er útilokað að sjá að íþróttaþjálfun kommúnista í Reykjavík geti talist rök fyrir því að þeir hafi verið að und- irbúa valdarán eða byltingu. Christian Hilt, sem var um tíma forstöðumaður Norð- urlandadeildar Vestur-háskólans svonefnda skrifaði skýrslu um starfsemi hennar þegar hún hafði starfað í fimm ár og þar kemur fram að gert var ráð fyrir „vissri hernaðarlegri þjálfun“ til viðbótar við kommúnistafræðin sem nemendur stunduðu. Samantekt Hilts sýnir hinsvegar ljóslega að tilgangur námsins var að þjálfa unga kommúnista sem urðu „flokksfúnksjónerar“ á heimaslóðum. Hlut- verk þeirra var með öðrum orðum að skipu- leggja starf flokksdeilda, stunda áróðursstörf og ritstýra blöðum, en ekki hryðjuverk, manndráp eða barsmíðar.10 Það er mikilvægt nú, rétt eins og það var á fjórða áratugnum að gera greinarmun á póli- tík og terrorisma. Vissulega hafa alltaf verið til hreintrúarmenn sem neita að gera þennan greinarmun, og telja alla andstæðinga sína terrorista. En það er fulllangt gengið að ætl- ast til þess að sögulegt mat sé háð sömu for- sendum og pólitískar æsingar samtímans. Einn vandi Þórs Whitehead er sá að hann get- ur ekki slitið sig frá tímanum sem hann fjallar um og er því heltekinn af atburðarásinni og í raun þátttakandi í henni. Röksemdir hans markast af sömu ástríðunni og einkenndi stjórnmálabaráttu tímabilsins og slíkt dregur Heilagt stríð „Hann leggur ofuráherslu á heimildir sem falla að því sem honum er svo í mun að sýna fram á, en hefur engan áhuga á heimildum sem stríða gegn skoðunum hans,“ segir greinarhöfundur um Þór Whitehead en þeir hafa deilt um það hvort hætta hafi stafað af kommúnistum hér á landi í kalda stríðinu. 12 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.