Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. 3. 2007 81. árg. lesbók SÖNGUR TVEGGJA HEIMA BIRTIR HINA FRJÁLSU KONU Í NEIKVÆÐU LJÓSI OG TRANAR FRAM Í HENNAR STAÐ AFTURHALDSSÖMUM KVENGILDUM » 8–9 Jean Baudrillard allur – þar sem hann er séður » 15 Ljósmynd/Greg Martin Jonathan Franzen „Ég henti öllu sem ég hafði skrifað og var að reyna að verða öðruvísi rithöfundur,“ segir rithöfundurinn í viðtali við Lesbók. » 4 Það liggur fyrir játning í einusérstæðasta sakamáli al-þjóðlega tónlistarheimsins.Rómaður píanóleikur Joyce Hatto, sem vakti heimsathygli fyrir einstaka túlkun, var í raun ekki henn- ar. Joyce lést á síðasta ári eftir lang- vinn veikindi. Á yngri árum hafði hún stundað píanóleik, en vegna veikind- anna varð hún að draga sig í hlé. Það vakti þó engar grunsemdir að út kæmu geisladiskar með leik henn- ar, þótt hún hefði ekki burði til að koma fram opinberlega á tónleikum. Slíkt hefði vel getað verið raunin. Það var eiginmaður Hatto, sem gaf út leik „hennar“ á verkum Mozarts, Beetho- vens og Schuberts, undir eigin nafni á útgáfumerkinu Barrington-Coupe, og gagnrýnendur notuðu hástemmd orð til að lýsa leik hennar. En upp komast svik um síðir. Í miðju fjölmiðlafárinu sem varð í febrúar þegar ljóst var að leikur Hatto var „nákvæmlega eins og“ leik- ur annarra þekktra píanóleikara, neit- aði ekkillinn, Barrington-Coupe öllum ásökunum um fölsun, og kvaðst sjálf- ur hafa verið viðstaddur allar hljóðrit- anirnar. Að lokum var það hann sjálf- ur sem upplýsti málið í átakanlegu bréfi til Roberts von Bahr, eiganda BIS-útgáfunnar í Svíþjóð, en Bahr var sá sem fyrst komst að því að leikur Hatto á verkum Liszts var nákvæm- lega eins og leikur Laszlo Simons sem Bahr þekkti vel úr eigin útgáfu. Von Bahr lét tímaritinu Gramophone bréf- ið í té, ekki til að hefna sín á Barr- ington-Coupe, eins og það var orðað, heldur til að upplýsa um málavöxtu. Í bréfinu segir Barrington-Coupe meðal annars að með tilkomu geisla- disksins árið 1983 hafi gagnrýnendur hætt að líta við snældunum sem hann hafði gefið út með leik konu sinnar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að litla útgáfan hans réð við að gefa út geisladiska. Þá var Hatto orð- in mjög veik. Barrington-Coupe reyndi að yfirfæra upptökur á snæld- um yfir á diska, en það gaf ekki góða raun. Hann ákvað að hljóðrita yrði leik Hatto upp á nýtt. Þrátt fyrir að Hatto reyndi eftir megni að æfa sig og spila reyndist hún of sjúk til að ráða við að hljóðrita leik sinn að nýju á þann hátt að hún væri sátt við. Á upptökunum sem þau gerðu heyrðust sárar kvalastunur og eiginmaðurinn var ráðþrota. Þá mundi hann eftir því er stór- söngkonan Elisabeth Schwarzkopf hafði sungið hæstu tónana fyrir Kirs- ten Flagstad á frægri upptöku EMI á óperunni Tristan og Ísold. Hann hófst handa við að leita að hljóðrit- unum píanóleikara sem höfðu svip- aðan stíl og eiginkonan og hugsanlegt væri að skeyta inn í hennar leik þar sem vanlíðan hennar heyrðist í gegn. Því flinkari sem hann varð við þessa iðju og því veikari sem Hatto varð urðu bútarnir stærri og stærri sem hann skeytti inn í hennar leik. Þannig voru upptökurnar líka auðveldari í úrvinnslu. Hann fann sér leið til að „strekkja á“ stolnu upptökunum til að hylma yfir verknaðinn. Það var auð- velt með nýrri stafrænni tækni. Barrington-Coupe iðrast og játar á sig heimskulegt lögbrot í bréfinu til von Bahrs. Það er þó ekki laust við að iðrunin hans hafi vakið samúð og hluttekningu. Hann gerði þetta allt til að Hatto fengi, þó að seint og um síðir væri, þá viðurkenningu sem hún hafði þráð, en varð á svo ósanngjarnan hátt af þegar veikindin drógu úr henni máttinn til að spila á píanó. Von Bahr berst bréf Allt til að bæta elskaðri eiginkonu upp ósanngjörn örlög þegar hún gat ekki lengur spilað á píanóið Svik Þá mundi hann eftir því að Elisabeth Schwarzkopf hafði sungið hæstu tónana fyrir Kirsten Flagstad á frægri upptöku EMI á Tristan og Ísold. Sinfóníuhljómsveit Íslandshefur tekið upp þá iðju aðblogga. Hljómsveitin er ný-komin úr Evrópuferð og á bloggi hljómsveitarinnar er að finna bragðgóðar lýsingar á ferðalaginu. Jónína Auður Hilmarsdóttir víólu- leikari skrifar þar hugleiðingu um x- faktor í góðri hljómsveit og segir meðal annars: „ÞAÐ er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað geri Sinfóníuhljóm- sveit Íslands að áhugaverðri og góðri hljómsveit. Þegar hljómsveitin flýgur frá eyjunni í norðri leita þess- ar vangaveltur enn frekar á hugann. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að allir hafa hljóðfæraleikararnir langt háskólanám á bakinu og að baki er einnig uppeldi frá mörgum góðum stjórnendum, þá er ýmislegt fleira sem kemur til. Það er stundum sagt að maður eigi ekki að taka neitt sem sjálfsagðan hlut, því geri maður það hverfi allur neisti. Ég held að hljóm- sveitinni til happs beri hún virðingu fyrir því tækifæri að fá að fara utan og spila í frábærum tónleikahúsum. Þess vegna leggur fólk sig mikið fram og þess vegna ríkir samstaða um að gera sitt besta. Þessi neisti trúi ég að skili sér til áheyrenda. Það er líka oft sagt að kostir manns séu um leið gallar manns og ég held að sú speki geti líka átt við um SÍ. Það er auðvitað að vissu leyti ókostur að búa á eyju í miðju Atlantshafinu þar sem hefðin er ekki mikil og t.d. engin eldri sinfóníuhljómsveit til að líta upp til eða bera sig saman við. Á sama tíma er það líka mjög sérstakt að flestallir í hljómsveitinni hafa þekkst eða vitað hver af öðrum síðan í æsku. Það væri til dæmis fróðlegt að vita hvernig aðrir hundrað manna vinnustaðir virkuðu ef flestir starfs- mannanna hefðu þekkst svona lengi. Þetta gerir hljómsveitina óneit- anlega að mörgu leyti að einni stórri fjölskyldu …“ sinfonian.blog.is Sinfóníuhljómsveitin „Þess vegna leggur fólk sig mikið fram...“ Ein stór fjölskylda Sinfónían bloggar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.