Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Ístöðu- lausir kjósendur Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is J æja. Þá er kominn mars og apríl á næsta leiti. Þá verða að venju sagð- ar skrökfréttir sem hafa það eitt að markmiði að draga auðtrúa fólk út úr híði sínu. Sem er í sjálfu sér göf- ugur tilgangur. Eitt af fyrstu störf- um mínum sem blaðamaður var reyndar að sjá um slíkan atburð: nýtt íslenskt símafyrirtæki, Fónís, var stofnað og hóf að gefa farsíma í stórum stíl. Nokkrir mættu en þeirra helstur vel þekktur handrukkari. Hann vildi fá síma. En fékk ekki síma. Og fór burtu allslaus og sáttur. Aldrei þessu vant. 1. apríl 2007 er þó sérstakur. Þá tekur til starfa nýr fjölmiðill, RÚV opinbert hlutafélag. Það eru auðvitað stórtíðindi þegar mikilvæg- asti fjölmiðill þjóðarinnar stendur frammi fyrir breytingum. RÚV hefur lengi beðið eftir breyt- ingum. Mjög lengi. Eins og fólk þekkir hefur það ekki góð áhrif á fólk að bíða. Maður byrjar ekki á að skrifa nýja skáldsögu, meistaraverk, á meðan maður bíður eftir leigubíl. Varla. Nú er hins vegar bið RÚV lokið og hægt að horfa til framtíðar sem er vægast sagt spennandi. Loksins verður RÚV alvöru fyrirtæki. Loks- ins getur fréttastjóri Útvarps ráðið til sín fólk en þarf ekki að treysta á pólitískt útvarpsráð í ráðningum á fréttamönnum – og í fjölmiðlum skiptir fólkið öllu máli, öllu. Nú eru runnir upp tímar þegar starfsmenn RÚV fá loksins að nýta krafta sína. Það gæti orðið erfitt en það verður örugglega áhugavert, gaman. Og vonandi upp- sker þjóðin frískari og metnaðarfyllri fjölmiðil þótt margt hafi verið mjög vel gert í RÚV. Þegar litið er yfir fjölmiðlaflóruna þá liggur sérstaða RÚV fyrst og fremst í menningar- hlutverkinu. Enginn fjölmiðill sinnir íslenskri menningu á svipaðan hátt og Útvarpið gerir. Menntamálaráðherra hefur boðað að Sjón- varpið taki sig verulega á hvað varðar íslenska dagskrárgerð. 65% efnis Sjónvarpsins verður íslenskt innan fárra ára. Þá er bara að vona að inni í þessum 65% verði ekki talin til innlendrar dagskrárgerðar allir klukkutímarnir sem fara í Formúlu 1 sem í núverandi kerfi er í sama flokki og Spaugstofan og Kastljós þegar kemur að útreikningi hlutfalls innlendrar dag- skrárgerðar. Það er gríðarlega mikilvægt að sinna inn- lendri dagskrárgerð, ekki síst leiknu íslensku efni. Mig minnir að það hafi verið Pétur Gunn- arsson rithöfundur sem fyrir fáum árum skrif- aði um það ósamræmi sem ríkti í hugum ungs fólks á Íslandi. Inni í herbergjunum væri hug- arheimurinn fyrst og fremst engilsaxneskur en þegar þau stigu út úr húsi væru þau komin inn í íslenskan veruleika sem væri í meginatriðum frábrugðinn þeim veruleika sem ríkti í sjón- varpinu. Sjónvarpið endurspeglar ekki íslensk- an veruleika og það getur verið mjög af- drifaríkt fyrir tungumál og menningu ef ungt íslenskt fólk getur ekki speglað sig nema í am- erískum „sitkom“speglum, ef fólk getur ekki komist í tengsl við menningarlegar rætur sín- ar. Réttlæting þess að ríkið standi í fjölmiðla- rekstri hlýtur að vera sú að RÚV standi fyrir eitthvað sem er ekki markaðslega hagkvæmt, eitthvað sem aðrir hafa ekki tök á að gera. Eins og er þá er líklega ekkert, í besta falli fátt, í Sjónvarpinu sem markar því sérstöðu gagnvart öðrum íslenskum fjölmiðlum. Því er öðruvísi farið með hljóðvarpshlutann sem er fullur af undrum og skjálfta. Rás 1 hefur algjöra sér- stöðu sem hefur áður verið reifuð í þessum pistlum. Rás 1 er ásamt Þjóðleikhúsinu og Há- skólanum taugakerfi íslenskrar menningar. Og verður áfram. Rás 2 hefur Ólaf Pál Gunnarsson sem er lík- lega eina ástæðan fyrir því að rásin hefur ekki verið lögð niður eða seld á síðustu misserum. Ólafur Páll og hans starf er grundvöllur Rásar 2 og þeirrar sáttar sem ríkir um hana. Einfalt mál. Páll Magnússon útvarpsstjóri hlýtur að gleðjast yfir því hversu fáir hafa ákveðið að yf- irgefa RÚV á þessum tímamótum. Það er skýrt merki um að starfsfólk RÚV hefur meiri áhuga á dagskrárgerð en rekstrarformi. Tíminn líður. Bráðum verður mars búinn. 1. apríl rennur upp. Vonandi verður þetta allt í lagi. Morgunblaðið/Ómar Útvarpsmaðurinn Er Ólafur Páll Gunnarsson lífsakkeri og tilvistargrunnur rásar tvö og þeirrar sáttar sem ríkir um hana? 1. apríl »Rás 2 hefur Ólaf Pál Gunnarsson sem er líklega eina ástæðan fyrir því að rásin hefur ekki verið lögð niður eða seld á síðustu misserum. Ólafur Páll og hans starf er grundvöllur Rásar 2 og þeirrar sáttar sem ríkir um hana. Einfalt mál. FJÖLMIÐLAR Höfundur er rithöfundur. I Ólafur Kvaran, fyrrum forstöðumaðurListasafns Íslands, lýsir eftir umræðu um menningarpólitík í viðtali í Lesbók í dag, í kjölfar aukinnar þátttöku fyrirtækja í menn- ingarlífinu. Fyrirtæki taka að sér kostun á ýmiss konar sér- og átaksverkefnum menn- ingarstofnana, og nefnir Ólafur þann stuðn- ing sem gerði safninu kleift að bjóða gestum frían aðgang. Þá segir hann: „Það er hins vegar spurning hversu langt slíku samstarfi er ætlað að ganga og hvort ríkið er tilbúið að axla meiri ábyrgð. Til dæmis hefur ekki verið sköpuð nein „lagaleg gulrót“ fyrir þau fyrirtæki sem kjósa að styrkja menningar- starfsemi, hvorki í formi skattaafsláttar né annars. Óneitanlega finnst mörgum líka ein- kennilegt að einkafyrirtæki skuli bjóða þjóð- inni á ríkisstyrkt listasafn. Ég held hins veg- ar að svona lagað komi til vegna þess að það er ákveðið tómarúm þarna og það vantar skýra stefnumótun.“ II Spurningin sem Ólafur veltir upp erþörf. Hversu langt er samstarfi af því tagi „ætlað“ að ganga spyr hann; en allt eins má spyrja hversu langt æskilegt sé að það gangi og svara að bragði hvort þar þurfi að vera mörk, og ef svo hvers konar viðmiðanir yrðu þá settar fram. Enn má svo spyrja „hverjir“ ættu að taka ákvarðanir um sam- starf opinberra liststofnana og einkafyr- irtækja. Eru frumkvæði og úrvinnsla í ótak- mörkuðum mæli í höndum samningsaðila, eða ætti ríkið að hafa einhvers konar ítök, eða jafnvel íhlutun? III Flestir hljóta að vera sammála um aðsamstarf menningarstofnana við einka- geirann geti verið farsælt og báðum hollt, sé vel að málum staðið. Sennilega fer best á því að frumkvæði og mótun slíks samstarfs sé í höndum samstarfsaðilanna og að ríkið skipti sér sem minnst af því. Ólafur nefnir þó atriði sem augljóslega gæti liðkað fyrir slíku sam- starfi, en það er „gulrótin“ sem gæti til dæmis falist í skattaívilnunum hjá þeim fyr- irtækjum sem leggja menningunni fjárhags- legt lið. Slíkt fyrirkomulag myndi eflaust létta þeim kvöðum af menningarstofnunum að „auglýsa“ styrktarfyrirtæki sín þegar færi gefst, og gera góðvild þeirra þannig sýnilega. Kaup kaups. Vitaskuld krefjast ekki öll styrktarfyrirtæki slíks. IV Sennilega er „auglýsingin“ það sempirrar flesta í samstarfi af þessu tagi. Það urðu margir hvumsa þegar sautjándi júní hér um árið leit út eins og hann væri „í boði“ ákveðins einkafyrirtækis, og það yrði sennilega uppnám einhvers staðar yrði fólki boðið á General Electric – Kjarvalssýn- inguna. Þetta er ýkt dæmi, en í anda þeirra vídda sem við stefnum að. Hér á landi þekkj- um við illa mörkin, erum óvön, og því senni- lega best að fara að ráðum Ólafs og ræða málin áður en að „skuldadögum“ kemur. NEÐANMÁLS Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is ! Tómas Guðmundsson skáld beitti oft þverstæðum í skáld- skap sínum til að varpa óvæntu ljósi á hluti. Setning sem kennd er við hann er eitthvað á þessa leið: „Ístöðuleysi er mín sterk- asta hlið.“ Fullyrðingin er hug- arhögg því gert er ráð fyrir að ístöðuleysi sé óumdeildur ókostur. Það er m.ö.o. talinn galli að geta ekki verið stöð- ugur í skoðunum sínum, málflutningi og afstöðu. Ístöðuleysi beinlínis merkir að vera laus í rásinni, hvikull, veiklyndur og jafnvel huglaus. Hinn ístöðulausi er í vafa og hikar andspænis vali. Stjórnmálaflokkar nú um mundir keppast við að finna leiðir til að höfða til ístöðulausra kjósenda – óákveðnir kallast þeir. Óákveðnir, sem eru a.m.k. þriðj- ungur kjósenda, eru stundum skjallaðir með fullyrðingum um að þeir séu mik- ilvægir og dýrmætir kjósendur. En hvernig skapast þetta ístöðuleysi? Óviss borgari t.a.m. í umhverfismálum hlustar á rök umhverfissinna um verð- mæti hálendis, fossa, víðernis og annarra náttúruperla. Hann hlustar á rökin um gildi náttúru Íslands og nauðsyn þess að hlífa henni fyrir virkjunum. En hann er ístöðulaus vegna þess að hann hlustar einnig á rökin um atvinnutækifæri og auðlegð og gildi þess að efla byggð í hverjum landshluta. Hann hlustar á kröf- una um að næstu kynslóðir fái að njóta ósnortinnar náttúru landsins en hann hlustar jafnframt á rökin um að Ísland geti öðrum fremur virkjað jarðvarma og fallvötn. Hann hlustar og eiginlega gefst upp fyrir mótrökum á báða bóga og vaf- inn kvelur. Valkvíðinn skín út um ístöðu- laus augun. Það er iðulega talið kostur að vera staðfastur og stöðugur í hugsun og hegð- un. Það er a.m.k. kostur að vera stað- fastur í sambúð og gagnvart ástvinum, vinnuveitanda og nánasta umhverfi. Það hefur einnig verið talið kostur að vera staðfastur í trúnni – þar er vafinn jafnvel talinn versti óvinurinn því sagt er: ann- aðhvort ertu með mér eða á móti mér. Hin ístöðulausu eru volg og það telst ekki til eftirbreytni. Þau vilja gjarnan trúa á guð eða þá hafna honum alveg en hafa ekki fundið svarið innra með sér – þar ríkir vafinn einn. Hugtakið „sannleikur“ hefur verið á hröðu undanhaldi og hugtakið „sjón- arhorn“ nánast leyst það að hólmi. Fæst- ir eru lengur vissir um neitt, flestir efast og þurfa að ganga í gegnum djúpa reynslu og rökræðu til að móta sér stað- fasta skoðun. Vissan sjálf er þó ævinlega utan seilingar. Í lýðræðisríki er ístöðuleysið óhjá- kvæmilegt því ákvarðanir þurfa að byggjast á gögnum og mati á verðmætum en fæstir vita hvort þær er réttar fyrr en eftir á – og jafnvel þá er það áfram óljóst. Einstaklingurinn þarf einnig að gera eig- in athuganir til að geta orðið þolanlega viss en margir bjóðast til að taka af hon- um ómakið og selja þjónustu sína á öllum sviðum: segja honum að lifa áhyggjulaus á meðan sérfræðingarnir strita. Stjórnmálamenn beina nú fránum aug- um sínum að ístöðulausum kjósendum – verkefnið felst í því að sannfæra þá um að kjósa rétta loforðaskrá. Hin ístöðulausu vilja leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið – en hvað má bjóða þeim? Að lifa áhyggjulaus eða hjálpa þeim til að breyta hegðun sinni? Hvorugt eða bæði? Athyglin beinist nú að kjósendum og fólk spyr: „Hversvegna kemur enginn að draga oss á tálar?“ Kosningarnar breyta engu / nema því sem skiptir máli – a la Tómas Guðmundsson. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.