Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 4
Jonathan Franzen „Ísland. Veistu það, að fyrir mér er Ísland Sjálfstætt fólk og Sykurmolarnir. Fyrsta platan þeirra kom mér í gegnum seinni hluta níunda áratugarins. “ Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is J onathan Franzen er án efa einn umtalaðasti bandaríski rithöf- undur sinnar kynslóð- ar.Skáldsaga hans The Correc- tions, sem kom út árið 2001, hlaut gríðargóðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda og er undantekningarlítið ofarlega á listum yfir bestu bandarísku skáldverk síðari ára. Franzen hlaut bandarísku bókmennta- verðlaunin árið 2001 fyrir The Corrections og bókin var á metsölulistum hér í landi mánuðum saman auk þess sem hún hefur verið þýdd á um 30 tungumál.Franzen hefur skrifað tvær aðrar skáldsögur, Twenty-SeventhCity sem kom út árið 1988 og Strong Motion sem kom út árið 1992. Þær hlutu báðar sæmilegar viðtökur en ekkert í líkingu við þriðju skáldsögu hans. Franzen þykir þar að auki fær samfélags- rýnir og hefur gert talsvert af því að skrifa greinar og ritgerðir. Árið 2004 gaf hann út greinasafnið How to be Alone þar sem er að finna ritgerðir sem margar höfðu birst áður, þar á meðal í tímaritunum Harpeŕs og The New Yorker. Nú í haust gaf hann svo út fimmtu bók sína, The Discomfort Zone, sem er einnig ritgerðasafn en í þetta sinn með sjálfs- ævisögulegu ívafi. Þær greinar Franzen sem vekja einna mesta athygli og umræðu eru þær sem fjalla um bók- menntir. Árið 1996 birti tímaritið Harpeŕs forsíðugrein eftir Franzen undir yfirskriftinni „Perchance to Dream“ þar sem hann fer mik- inn um stöðu bandarísku skáldsögunnar. Sú grein má segja að hafi komið honum all ræki- lega á kortið í bandarískri bókmenntaumræðu og er vafalaust ennþá hans þekktasta. Þar lýsir hann meðal annars þeirri skoðun sinni að menningin og samtíminn séu orðin með þeim hætti að skáldskapur sé að verða jaðarform sem er sífellt meira á skjön við tíðarandann. Þannig nái bókmenntirnar ekki að fanga veru- leikann eins og hann blasir við og þar með sé lestur bókmennta á því undanhaldi sem raun ber vitni. Franzen segir margt fleira í þessari ritgerð – viðrar þar meðal annars áhugaverðar hugmyndir um lesandann og þátt hans þegar kemur að bókmenntum – en í þeirri háværu umræðu sem spannst í kjölfar ritgerðarinnar sat eftir mynd af Franzen sem uppfyllir marga klisjuna um unga metnaðarfulla rithöfundinn. Það er að segja náunga sem finnst heimurinn, tíðarandinn, og menningin komin að fótum fram og að aðeins listin geti bjargað málunum, og þar á meðal sú list sem hann mun sjálfur skapa. Móðgaði sjónvarpsdrottninguna Ímynd Franzens sem listræns elítista festist enn frekar í sessi þegar hann varð fyrir því að styggja sjónvarpsdrottninguna Opruh Win- frey. Skömmu eftir að The Corrections kom út barst Franzen boð frá Winfrey um að bókin yrði tekin inn í bókaklúbb hennar. Slíkt er nokkuð sem flesta höfunda og útgefendur dreymir um enda er klúbbur Winfrey eitt, ef ekki allra, áhrifamesta bóksölubatterí landsins og boði um að taka þátt gjarnan líkt við að vinna feitan lottópott. Í viðtölum við Franzen, eftir að honum barst boðið en áður en bókin var formlega tekin inn í klúbbinn, lýsti hann efa- semdum um að vera bendlaður við klúbb sem snerist um markaðssetningu og að á bókina yrði sett lógó klúbbsins og svo framvegis. Win- frey móðgaðist við þetta og dró boð sitt til baka svo úr varð talsvert fjölmiðlamál. Í þeirri hringiðu var því yfirleitt lýst sem svo að Fran- zen hefði í listrænum hroka sínum afþakkað boð Winfrey. Franzen hefur síðar sagt að hann hafi alls ekki ætlað sér að segja nei við boði hennar, hann hafi bara talað ógætilega og kennir reynsluleysi sínu í fjölmiðlaframkomu um. Bæði gagnrýndur neðanfrá og ofanfrá Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Franzen taldi fjölmiðla taka orð sín úr samhengi. Í inn- ganginum að How to be Alone segir Franzen frá því að vegna upphrópana í fjölmiðlum um hina alræmdu Harpeŕs ritgerð frá árinu 1996 hafi fólk upp til hópa misskilið efni hennar. Fólk teldi hann hafa haldið því fram að þeim sem skrifuðu skáldskap bæri skylda til að tak- ast á við samtímann, samfélagsleg málefni osfr., og að aðeins þannig gætu bókmenntirnar átt erindi. Hann segist ítrekað hafa þurft að benda á að ritgerðin snerist einmitt um að hann hefði „fallið frá því að finnast [hann] bera samfélagslega ábyrgð sem rithöfundur og byrjað að skrifa skáldskap ánægjunnar vegna.“ Í sama inngangi lýsir hann því svo hvernig hon- um leið þegar hann tók fram ritgerðina marg- umtöluðu og það rifjaðist upp fyrir honum hvað hann hefði í raun verið reiður og „strangtrúað- ur“ ungur maður. Hann hefði verið náungi af því tagi sem þótti það áhyggjuefni – sem mætti leggja að jöfnu við yfirvofandi endalok heims- ins – hvað Bandaríkjamenn gláptu mikið á sjónvarp en lásu lítið af Henry James. „Ég var einn af þessum brjálæðingum sem sannfæra sjálfa sig um það að úr því að heimurinn deilir ekki trú þeirra (sem í mínu tilfelli er trú á skáldskap og bókmenntir) þá hljóti heimsendir að vera í nánd,“ skrifar hann og segist hafa orð- ið vandræðilegur yfir því hvað sú örvænting sem litaði hugsun hans á þessum tíma hljómar á köflum yfirlætislega. Hann segist hinsvegar standa við meginefni ritgerðinnar sem hann birtir endurskoðaða í bókinni undir heitinu „Why Bother“. Hann tekur fram að hann hafi ekki endurskoðað ritgerðina til að hlífa sjálfum sér (og birtir hrikalegan bút úr henni því til staðfestingar) heldur til að hlífa lesendum. Rit- gerðasafnið í heild segir hann svo vera tilraun Þið hafið staðið ykkar Þegar Jonathan Franzen var kominn í öng- stræti með skáldsögu sína The Corrections urðu tvær bækur til þess að hann ákvað að gerast öðruvísi rithöfundur. Önnur þeirra var Sjálfstætt fólk. Franzen sagði blaða- manni frá þessu og fleiru í samtali sem þau áttu á heimili hans í New York. 4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.