Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Söluhæsta nýþungarokksbandheims, Linkin Park, gefur út þriðju hljóðversskífu sína í maí, en sveitin hefur selt yfir 40 milljónir platna. Nýja verkið kallast Minutes to Midnight og hafa meðlimir verið innlyksa í hljóðveri í um fjórtán mán- uði. Fyrsta lagið til að fara í spilun verður „What I’ve Done“ og lendir það á lang-, stutt- og netbylgjum í byrjun aprílmánaðar. Gítarleikarinn Brad Delson segir að uppköst að 150 lögum liggi í valnum eftir törnina en aðeins sautján voru hljóðrituð. Delson lýs- ir plötunni sjálfur sem „ótrúlega fjöl- breyttri en jafnframt afar djúpri og sterkri.“ Upptökum á plötunni stýrðu Mike Shinoda úr Linkin Park og skeggprúði maðurinn Rick Rubin en það sem hann leggur hönd á um þess- ar mundir verður iðulega að gulli.    Síðasta Beastie Boys plata, To the5 Boroughs, kom út 2004 og var óður mikill til heimaborgar liðs- manna, New York. MCA, eða Adam Yauch segir að næsta plata komi út í sumar en tríóið hygg- ur á túr á nokkrar tónleika- hátíðir, þar á meðal mun það staldra við í Hróarskeldu. Eitthvað af nýja efninu verður frumflutt á þessum hátíðum. MCA sjálfur lauk nýverið við upp- tökur á nýrri plötu með Bad Brains, sveit sem er goðsögn í pönkheimum. Allir upprunalegir meðlimir taka þátt í plötunni sem heitir Build a Nation.    Iron and Wine, sem er eins mannssveit Sam nokkurs Beam, vakti verðskuldaða athygli fyrir síðustu plötu sína Our Endless Numbered Days (2004) og fylgdi hann þeirri vel- gengni svo eftir með tveimur skot- heldum stutt- skífum, Woman King og In The Reins (báðar 2005). Sú síðari er reyndar sam- starfsverkefni með stílflöktandi snilldarsveitinni Calexico og fóru báðar sveitir í vel heppnaðan túr í kjölfarið. Tónlistarfréttavakt Lesbókar er því bæði heiður og ánægja að geta nú tilkynnt um nýja plötu frá Beam okk- ar, en The Shepherd’s Dog kemur út í haust undir merkjum Sub Pop. Jibbí!    Út er komin ný plata með gít-arleikaranum snjalla Ry Coo- der. Kallast hún fullu nafni My name is Buddy – another record by Ry Cooder, og er einskonar tónsett vegamynd, séð út frá sjónarhorni kattarins Buddy. Síðasta plata Coo- der, hin stórgóða Chavez Ravine (2005) var einnig temabundin en hún fjallaði um eyðileggingu samnefnds þorps á sjötta áratugnum, en það lá í útjaðri Los Angeles, heimaborgar Cooder. Þrælpólitískt verk en íbúum var gert að yfirgefa svæðið svo hægt væri að valta yfir það og slétta svo hægt væri að kom fyrir nýjum leik- vangi hafnaboltaliðsins L.A. Dodgers (þá Brooklyn Dodgers). Á „Buddy“- plötunni fær Cooder til liðs við sig listamenn á borð við Pete Seeger, Van Dyke Parks og Paddy Moloney úr The Chieftains. TÓNLIST Linkin Park Beastie Boys Iron and Wine Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Um miðbik sjöunda áratugarins varmikil gróska í rokkinu á vest-urströnd Bandaríkjanna. Þetta varum það leyti sem hippisminn var að verða til, ungmenni að byrja að reykja gras og droppa sýru, og á áratugnum frá um 1965 til 1975 varð til bræðingstónlist af þjóðlagapoppi, rokki og spunadjass sem menn kölluðu sýru- tónlist. Margar þær sveitir sem bar hæst á þeim árum eru gleymdar í dag, en tónlistin hef- ur lifað einkar vel; víst eru umslögin á plötunum nett hallærisleg og textarnir víða óþægilega barnalegir, en spilamennskan var alla jafna fyrsta flokks og lagasmíðar í góðu lagi. Jefferson Airplane var stofnuð í San Frans- isco sumarið 1965 af þeim Marty Balin, Paul Kantner, Jorma Kaukonen, Signe Toly And- erson, Jerry Peloquin og Bob Harvey. Sveitin tróð fyrst upp á tónleikum í ágúst það ár en síð- an tók að kvarnast úr henni, meðal annars vegna deilna um fíkniefnaneyslu – Jerry Pelo- quin var á móti slíku og Skip Spence kom í hans stað og síðan tók Jack Casady við af Bob Har- vey. Fyrsta platan kom út 1966 og í kjölfar hennar urðu enn breytingar á mannaskipan sem lyktaði með því að í sveitina gekk söngkonan Grace Slick. Ekki var bara að hún var frábær söng- kona, heldur líka liðtækur lagasmiður eins og sannaðist á breiðskífunni Surrealistic Pillow sem kom út fyrir réttum þrjátíu árum eða þar um bil. Á skífunni var lagið White Rabbit eftir Slick, sem varð gríðarlega vinsælt, og Some- body to Love, eftir mág hennar, sem enn heyr- ist í útvarpi öðru hvoru. Surrealistic Pillow var fyrsta platan frá menningarkimanum á vesturströndinni, hipp- unum og hasshausunum í San Fransisco sem sló í gegn á landsvísu vestan hafs, komst efst á breiðskífulistanum bandaríska og hélst á listan- um meira og minna allt árið. Vísir að því sem síðar varð. Lögin áðurnefndu dugðu vel til að koma skíf- unni áfram, en platan er öll geysisterk, ekki síst vegna þess að lítið er um stefnulausan spuna, heldur lúta flest laganna popplögmálum, eru stutt og hnitmiðuð. Jerry Garcia kemur nokkuð við sögu á skífunni, lagði sveitinni lið við útsetn- ingar og spilar á gítar hér og þar, auk þess sem nafn skífunnar er frá honum komið, en Grace Slick og Marty Balin eru í aðalhlutverkum og eins á Jorma Kaukonen hreinlega stórleik á gít- arinn – heyr til að mynda kassagítarlagið magn- aða Embryonic Journey. Þessi skífa var það besta sem sveitin gerði, en hún sendi frá sér margar fínar plötur til við- bótar, til að mynda Volunteers og Crown of Creation. Síðar breyttist hún í hörmunga- sveitina Jefferson Starship og gekk enn lengra í lágkúrunni sem Starship, en það er önnur saga. Surrealistic Pillow kom út í ferbúar/mars 1967 og hefur verið gefin út oft síðan. Fyrsta útgáfa á disk var upprunaleg plata og afleit út- gáfa, en útgáfa frá 2003 er mjög fín með sjö aukalögum þó ekkert jafnist á við upprunalegan vínyl. Áhugasömum má svo benda á YouTube- .com þar sem finna má magnaða mjög súra sjónvarpsupptöku frá 1967 – leitið að Jefferson Airplane Smothers. Svæfillinn súri POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ að var árið 1998 sem maður gat ekki stigið fæti inn í teiti án þess að heyra ljúfa tóna af Moon Safari, fyrstu breiðskífu Air. Ég sver það, hver einasti kjaftur var greinilega búinn að verða sér úti um plötuna og linnulaust fékk hún að rúlla, svona frá 20 til 22 þegar þeir snemmbæru voru að tínast inn. Það var ekki fyrr en Moby gaf út Play ári síðar að fárinu linnti, önnur framsækin stofu- tónlist var tekin við (ég viðurkenni að ég gef held- ur minna fyrir Moby en Air, hugmyndin var vissu- lega flott en allt líf var murkað úr Moby þegar annað hvert stórfyrirtæki á jörðinni nýtti tónlist hans til að pranga vörum sínum inn á okkur). Aldrei fékk ég þó leið á Moon Safari, merki um að þar hafi tekist að búa til eitthvað sígilt. Og þeg- ar ég kem aftur að henni í dag undrast ég alltaf jafn mikið yfir snilldinni. Bið Eins og nærri má geta var það því enginn hægð- arleikur fyrir hljómsveitina að fylgja plötunni eft- ir. Margir eru enda á því að það hafi aldrei tekist fyllilega, og Pocket Symphony sé því enn ein til- raunin til að nálgast áreynslulausan sjarma frum- burðarins. Moon Safari virtist detta af himnum ofan. Hvaðan kom þetta lið eiginlega? Rætur Air liggja í nýrokksveitinni Orange, þar sem m.a. raftónlist- armaðurinn Alex Gopher var meðlimur. Það var hann sem kom Godin í bandið en þar var Dunckel fyrir. Smám saman kvarnaðist úr appelsínunni og Godin og Dunckel voru tveir eftir á endanum. Þeir urðu að Air árið 1995 og gáfu út nokkrar smáskíf- ur á árabilinu ’95–’97. Þeim var svo safnað saman á plötuna Premiers Symptomes árið 1999, en þá var eftirspurn eftir efni frá sveitinni að vonum mikið. Það liðu svo alls þrjú ár þangað til að næsta hljóðversplata kom út, frekar langur tími fannst manni en þetta er orðið að ákveðnum staðli virðist vera. Ef hljómsveit gefur út plötu ári eftir frum- burðinn finnst manni hún vera iðnasta hljómsveit í heimi (NB. Beach Boys náðu að landa tuttugu kvikindum á sjö árum). Í millitíðinni kom út kvikmyndatónlist, samin fyrir The Virgin Suicides, fyrstu mynd Sofiu Cop- pola í fullri lengd. Plata sú kom út í febrúar 2000 og var fyrsta útgáfa Air með nýju efni síðan að Moon Safari hafði komið út. Allir á afturlöppunum og vonbrigðin eftir því. Ósanngjarnar kröfur eðli- lega, kvikmyndatónlist er kvikmyndatónlist og lýtur öðrum lögmálum en hinar „hefðbundnu“ plötur, ekki er t.d. hægt að ræða um tónlist Nick Cave við myndina The Proposition á sama hátt og hljóðversplötur hans (Cave var spurður að því á blaðamannafundi í Berlín vegna myndarinnar hvort að „sándtrakkið“ væri nýja Nick Cave- platan. Cave hváði við og sagði hálf byrstur, „Nei, þetta er bara helv... sándtrakk.“). Árið 2001 kom svo önnur plata dúettsins út, 10.000 Hz Legend. Það heyrist greinilega að Air eru vísvitandi að forðast endurtekningar, nálgun sem bæði gengur upp og ekki. Plötunni var ágæt- lega tekið en það var samt eins og eitthvað vant- aði. Aftur þurfti að bíða í þrjú ár eftir næstu plötu, en Talkie Walkie kom út 2004. Þar er dúóið í allt öðrum gír, plata sú er ekkert minna en vanmetið snilldarverk. Og svo liðu önnur þrjú ár… Jean-Benoît Dunckel smellti reyndar út einni sólóplötu síðasta haust, undir nafninu Darkel. Nýja platan er svo unnin með ofurupptökustjórn- andanum Nigel Godrich (Radiohead, Beck, Paul McCartney) en hann vann og með dúettnum að Talkie Walkie og fleiri verkefnum reyndar. Þann- ig unnu Godrich og Air náið með Charlotte Ga- insbourg að annarri sólóplötu hennar, 5:55, sem út kom í fyrrahaust. Þar voru fyrir þeir Jarvis Coc- ker og Neil Hannon, sáu um að semja texta, og góðir straumar flutu á milli kvartettsins, eitthvað sem kemur engan veginn á óvart. Hannon og Coc- ker var því lóðsað um borð á plötuna og syngja þeir sitt lagið hvor. Japan Godin segir svo að hann og kærastan hans hafi verið á fylleríi og hafi þá ákveðið að hann þyrfti að læra á japönsk hljóðfæri. Hann tók sér ár í að læra á koto, einslags gólfhörpu, og þriggja strengja hljóðfærið shamisen einnig. Godin hefur lýst því sem svo að þeir félagar hafi viljað fara svolítið til baka á þessari plötu, leggja meiri áherslu á ósungnar stemmur en lög og Dunckel bætir því við að þeir séu að reyna að forð- ast poppið. „Satie, Ravel og Philip Glass eru mikl- ir áhrifavaldar á okkur. Og það gerist alltaf eitt- hvað sérstakt þegar við Godin byrjum að semja saman. Við höfum þann háttinn á að við spinnum og þá kemur alltaf eitthvað ferskt og nýtt fram. Við virðumst alltaf hafa mjög líkar hugmyndir um hvert fara skuli og stefnan verður alltaf sú að fjar- lægast það sem á undan fór.“ Módernistarnir Pocket Symphony er heitið á fimmtu hljóðversplötu franska dú- ettsins Air en hún kom í búðir síð- astliðinn mánudag. Sem fyrr eru það þeir Nicolas Godin og Jean- Benoît Dunckel sem stýra geim- skipinu og er stefnunni haldið nokkuð traustri. Um borð hefur þó verið kippt nokkrum japönskum hljóðfærum og einnig þeim heið- ursmönnum, Jarvis Cocker og Neil Hannon (Divine Comedy), og setur þetta mark sitt á annars kunn- uglegan Air-hljóminn. Air Stytturnar góðu prýða umslag Pocket Symphony og voruhannaðar af listamanninum Xavier Veilhan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.