Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Síða 8
Eftir Björn Ægi Norðfjörð bn@hi.is Á fyrri hluta þriðja áratugar 20. aldar ruddi expressjónisminn sér til rúms í þýskri kvikmyndagerð og átti eftir að bera hróður henn- ar um víða veröld. Hefðbundið raunsæi vék fyrir afar stílfærð- um leik, lýsingu og sviðsmynd, sem oftar en ekki endurspeglaði innviði mannssálarinnar. Báru hæst verk leikstjór- anna Roberts Wiene, Pauls Leni, Fritz Lang auk Friedrichs Wilhelms Murnau sem leikstýrði ófáum lykilverkum hreyfingarinnar: Nosferatu (1922), Phantom (1922), Der Letzte Mann (1924), Herr Tar- tüff (1926) og Faust (1926). Einstök samvinna Mur- nau og kvikmyndatökumannsins Karls Freund í Der Letzte Mann, þar sem kvikmyndavélin ferðaðist með áður óþekktum hætti, vakti athygli mógúlanna í Hollywood. William Fox, eigandi samnefnds stúdíós, gerði samkomulag við Murnau um gerð Sunrise sem fól í sér umtalsvert listrænt frelsi til handa Murnau – enda átti myndin að „auglýsa“ Fox sem framsækið stúdíó. Það var því úr að Murnau hélt til Kaliforníu um sumarið 1926 til að leikstýra mynd sem átti eftir að sameina það besta úr bandarískri og þýskri kvik- myndagerð. Frásögn og persónur Líkt og undirtitill hennar A Song of Two Humans gefur til kynna býr Sunrise yfir mjög almennri skír- skotun. Persónurnar bera ekki nöfn heldur er vísað til þeirra sem „karlinn“ (George O’Brian), „eig- inkonan“ (Janet Gaynor) og „konan úr borginni“ (Margaret Livingston). Þá gerist hún á óræðum tíma og í óræðu rými líkt og kemur skýrt fram á fyrsta textaspjaldi myndarinnar: „Þessi söngur um karlinn og eiginkonu hans á sér hvergi stað og alls staðar; þú gætir heyrt hann hvar sem er og hvenær sem er.“ Þó fjallar myndin um átök tveggja tíma og tveggja heima. Tilvera hjónanna og hvítvoðungsins þeirra er í uppnámi, þar sem konan úr borginni hef- ur sótt sveitina heim – nútímalegum gildum borg- arinnar er stefnt gegn hefðbundnum gildum sveit- arinnar. Konan úr borginni hefur dregið karlinn á tálar, og sannfært hann um að flytja með sér heim. Með það að leiðarljósi að drekkja eiginkonu sinni býður karlinn henni í bátsferð til borgarinnar. Þegar til kastanna kemur bregst honum kjarkur, en þó ekki áður enn konan hefur áttað sig á skelfilegum ásetningi hans. Þjakaður af sektarkennd end- urheimtir hann aftur trú og traust spúsu sinnar, og í kirkju viðstödd brúðkaup giftast þau tilfinningalega öðru sinni. Eftir ánægjulegar stundir í borginni halda þau heim á leið, en skellur þá á mikið óveður. Fleyið sekkur þegar þau eru við það að ná landi og eftir mikla leit þorpsbúa er eiginkonan talin látin. Konan úr borginni veit ekki annað en að allt hafi farið eftir áætlun og heldur áköf á vit elskhuga síns. Niðurbrotinn af harmi ræðst karlinn á hana og er við það að kyrkja hana þegar heyrist kallað í fjarska að eiginkonan sé fundin heil á húfi. Konan úr borg- inni heldur sneypt aftur til sína heima, á meðan hjónakornin kyssast innilega við sólarupprás. Afturhaldssamar kvenímyndir Hvað svo sem líður framsækinni listrænni framsetn- ingu myndarinnar (sem rædd verður hér síðar) verð- ur því vart neitað að Sunrise er hugmyndafræðilega séð afturhaldssöm með eindæmum. Aðalkvenpersón- urnar tvær eru hvor um sig metnar út frá aðalkarl- persónunni – „söngur um karlinn og eiginkonu hans“. Þá eru þær báðar hreint út sagt vafasamar staðalpersónur. Tilvera auðmjúku eiginkonunnar snýst um að þóknast karli sínum, og hún er furðu- fljót að fyrirgefa honum ráðagerðirnar óhugnanlegu. Hún er ljóshærð og ljós yfirlitum og allajafna böðuð upphafinni lýsingu. Klæðnaður, hárgreiðsla og fram- koma staðfestir hefðbundin gildi hennar. Konan úr borginni er aftur á móti flappari (e. flapper) í anda nýjustu borgartísku þriðja áratugarins. Hún er með drengslegt stutt og svart hár og er ögrandi í klæða- burði og framkomu og beitir eigin kynþokka af mik- illi óskammfeilni. Konurnar tvær eru fullkomnar andstæður hið innra sem ytra. Almennt birtir Sunr- ise hina nýja frjálsu konu í afar neikvæðu ljósi og tranar fram í hennar stað afturhaldssömum kven- gildum. Konan úr borginni á sér líka fyrirmynd í tálkvendinu (e. the vamp) sem auk þess að vera kyn- ferðislega ögrandi dró karlmenn á tálar í vafasömum tilgangi, og það vill reyndar svo til að þekktasta tálkvendi hvíta tjaldsins, Theda Bara, var helsta stjarna Fox-stúdíósins á öðrum áratug aldarinnar. Í þessu samhengi hefur kvikmyndarýnirinn Robin Wo- od bent á að í ensku sé orðið „vamp“ sótt í „vamp- ire“ og í framhaldi að talsverð líkindi séu með Sunr- ise og Nosferatu, aðlögun Murnau á skáldsögunni Dracula, þar sem að konan úr borginni gegnir hlið- stæðu hlutverki og sjálfur Drakúla greifi. Í ann- arlegum tilgangi stefna þau bæði í voða ástríku sam- bandi. Margir unnenda Sunrise hafa reynt að bera í bætifláka fyrir hugmyndafræði myndarinnar og má hér nefna kvikmyndafræðinginn Lucy Fischer sem í annars ágætri bók um Sunrise segir hana búa yfir djörfum skilaboðum sem fela í sér að ást sé ómögu- leg nema að horfst sé í auga við hatur – að við verð- um að glíma við innstu myrkur til að sjá ljósið. Þetta þykir mér heldur ósannfærandi réttlæting á kynja- pólitík myndarinnar, en það er aftur á móti rétt hjá Fischer að andstæður borgar og sveitar eru ekki jafn einfaldar og þær kunna að virðast við fyrstu sýn. Sannarlega er sveitin böðuð rómantísku ljósi og „innrás“ konunnar úr borginni hörmuð sem siðspill- andi, en birtingarmynd borgarinnar sjálfrar er aftur á móti allt annað en neikvæð enda er það í henni en ekki sveitinni sem ást þeirr það nútíminn sem birtist ið efni og formi. Fólk og fara ur, mannmergð á kaffihúsu glundroði á fjörugum skem skemmtigörðum. Murnau o beita margvíslegum kvikmy borgarstemningunni, og ré listræna framsækni mynda á skjön við hugmyndafræð Listræn framsækni Það var ekki síst sakir orð kvöðuls í listilegri hreyfing Fox réð Murnau til starfa, áfram og þróa frekar það m kenndi Der Letzte Mann o Sólarupprás: Söngur tv Hvítt og svart Í Sunrise birtast gamli og nýi tíminn andspænis hvor öðrum. Upphafin sveitarómantík sem einkennist af friði og ró mætir hraða Þegar óskarsverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1929 við hátíðlega athöfn á Hollywood Roosevelt- hótelinu í Los Angeles hlutu tvær kvikmyndir óskar fyrir bestu mynd. Ekki deildu þær með sér óskarnum heldur var myndum skipt í tvo flokka þetta árið, þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu almennu fram- leiðslu en einnig fyrir framúrskarandi listræna fram- leiðslu – og var þetta í eina skiptið sem þau síð- arnefndu voru veitt. Það var vel við hæfi að kvikmynd þýska leikstjórans Friedrichs Wilhelms Murnau Sunr- ise (1927) hlyti þessi einstöku verðlaun enda um margt einstakt verk í kvikmyndasögunni. Í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar er hér fjallað um verkið og höfund þess. Svart og hvítt Táldreginn af konunni úr borginni ræðst karlinn gegn eiginkonu sinni. Takið eftir áhrifaríkri myndblöndun og þrúgandi uppset 8 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.