Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Fjölmiðlafarganið í kringum nýj-ustu skáldsögu Iains Banks vekur upp mikinn áhuga á bókinni, sem tekur á blóðhefnd, gröfnum leyndarmálum og ástarsorgum, líkt og The Crow Road eftir sama höfund. Nýja bókin nefnist The Steep Approach to Garbadale og fjallar um Wo- puld-ættbálkinn sem á óhemju- mikil auðævi sín að rekja til borðleiksins Heims- veldis! sem einn „viktoríanskra“ for- feðra ættbálksins fann upp og hefur nú verið yfirfærður á tölvuleikja- formið. Nú vill hins vegar bandarísk samsteypa kaupa fyrirtækið og yf- irtökuhugmyndin hefur valdið klofn- ingi í fjölskyldunni og dregið fram ættingja úr útlegð. The Steep App- roach to Garbadale nær þó hvergi sömu hæðum og The Crow Road, en Banks hefur sjálfur viðurkennt að hafa misst af skilafresti fyrir bókina í fyrra vegna þess að hann var of önnum kafinn við að spila tölvuleik.    Mörkin milli raunveruleika ogskáldskapar, sem oft eru óljós, hafa alltaf vakið áhuga Margaret Forster, enda er hún höfundur sem hefur jafnt sent frá sér skáldskap, ritgerðir, minningarbrot og ævisög- ur. Nýjasta bók hennar, Over, dans- ar einmitt á þessum óljósu mörkum þótt bókin flokkist sem skáldsaga í játningarformi. Þar segir frá grunn- skólakennaranum Louise Findlay, sem er að skrá eyðilegginguna sem fylgir í kjölfar óvænts dauðsfalls 18 ára dóttur hennar og hrun hjóna- bands hennar sem fylgir á eftir.    Bók Guðfinnu Lilju Gröndal, Lífs-hlaup hjónanna Benedikts og Sigurlaugar Gröndal, fellur hins vegar án nokkurs vafa í flokk ævi- sagna, þótt einnig sé þar um að ræða niðjatal og birtingu á efni Benedikts, en Benedikt gerði fjöldann allan af söngtextum, ferðasögum, smá- sögum, leikritum og ljóðum. Er mestur hluti þess efnis hans sem birt er í bókinni frumbirting á prenti. Margt dreif á daga þeirra hjóna og segir í bókinni jafnt frá gleði þeirra og sorgum, sem og daglegu lífi í Reykjavík eftir aldamótin 1900.    Hún er sjóðheit, nýjasta bókAndré Aciman, Call Me by Yo- ur Name, og má raunar lýsa sögunni sem þroskasögu, hugleiðingum að hætti Proust, ástarbréfi og eins kon- ar ákalli að grafskrift. Bókin er líka opin spurning, líkt og höfundurinn fái sig ekki til að draga óumflýj- anlegar niðurstöður um ástríður, varanleika og áþreifanleika.    Þær eru ekki síður erfiðar spurn-ingarnar sem Vilhjálmur Árna- son, prófessor í heimspeki við HÍ, varpar fram í bókinni Siðfræði lífs og dauða: Erfiðar ákvarð- anir í heilbrigð- isþjónustu, þótt annars eðlis séu, en bókin, sem kom upphaflega út hjá Háskóla- útgáfunni og Siðfræðistofnun Háskólans 1993, er nú komin út á þýsku hjá bókaútgáf- unni LIT-Verlag í þýðingu Lúðvíks E. Gústafssonar undir heitinu Dia- log und Menschenwürde: Ethik im Gesundheitswesen. BÆKUR Iain Banks Vilhjálmur Árnason Guðfinna Lilja Gröndal Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Dásemd orðanna liggur ekki bara í merk-ingu þeirra; vel heppnuð orð finnst méreiga sjálfstætt líf, sitt eigið æði og fas,sem getur falist í hrynjandi, blæ, við- móti, snerpu, þýðleika, eða bara einskæru útlitinu. Orðin koma manni stöðugt á óvart, og varla líður sá dagur að maður geri ekki nýjar uppgötvanir um leyndardóma þeirra. „Í upphafi var orðið,“ – ég á reyndar bágt með að trúa því, en hugmyndin er hrikalega góð. Af- sakið. Mér finnst fráhrindandi að segja að hug- myndin sé „fjarska“ góð, og „afar“ hljómar hún eins og hálflúin; „afbragðs“ góð gæti hugsanlega gengið, en „gríðarlega“ góð, væri hún orðin allt of gráðug. Því held ég mig við það að hugmyndin um að tilveran hafi hafist á orði sé hrikalega góð. Já, hvað ef tilveran hefði hafist með orði? Hvaða orð gæti það þá hafa verið? Eitt andstutt „halló“ siglandi hljóðlaust í tóminu? Nei, fjandakornið að það hafi verið svo klént; kannski: Bláskjár! Óskaplega er nú gaman að fylgjast með börnum læra málið; hlæja að öllum fyndnu vitleysunum sem út úr þeim koma og dást að sigrum þeirra á löngu og flóknu orðunum. En svo kemur tímabilið þegar barnið fer sjálft að velta orðunum fyrir sér. Systa mín er skemmtileg kona sem á safn af skrýtnum orðum sem urðu á barnsvegi hennar. Hún fann margar perlur í bókum Enidar Blyton. Þegar fimmmenningarnir fóru í útilegur sínar og langar gönguferðir, áttu þeir vanda til að tylla sér og „maula baunafrauð“. Þessi verknaður var Systu hugleikinn, og mikil ráðgáta hvað í honum fólst. „Að maula baunafrauð,“ maula baunafrauð; hljómar þetta ekki einstaklega vel? Þrjú „au“ gefa athöfninni sérstakt og upphafið yfirbragð sem á ekkert skylt við þann hversdagslega og nauðaó- merkilega verknað að „borða popp“. Ég er ekki viss, en held að Jón Kr. Ísfeld eigi þessa stórgóðu þýðingu. Það steinliggur algjörlega, að „popped corn“ eða „popcorn“ eru freyðandi maísbaunir; baunafrauð. Og svo er þýðandinn svo smekklegur að nota vannýttu sögnina að „maula“ sem lýsir því einmitt svo vel sem gerist þegar maður situr við skál af baunafrauði. Svo koma orðin sem eignast sitt eigið líf. Eitt af þeim var í bókinni um Hljóðláta indíánann. Hann átti eintrjáning úr „birkiberki“. Í mínum huga var „birkiberki“ stórkostlegt fyrirbæri. Í vitundinni lifði það einungis í þágufalli, enda óumræðilega fallegt þannig bæði útlits og að hljóðan. Prófið svo bara að segja „birkiberkibirkiberkibirkiberkib- irkiberki,“ og eintrjáningur hljóðláta indíánans er um leið kominn á mjúkfryssandi skrið. Það skiptir ekki alltaf höfuðmáli að skilja. Stundum er upplifunin ein þess megnug að gæða orðin vita merkingarlausri merkingu sem þó er fullgild. Þannig var það með mýsnar í döpru og úfnu húsi Lötu Grétu. Þær höfðu tekið sér ból- festu í skónum hennar og þar lifðu þær „bílífi“. Það hlaut að vera eitthvað unaðslega gott við þetta bílífi, en þó eitthvað sem um leið bar með sér vott af skömmustu. Orðið öðlaðist líf án eiginlegrar merkingar; tákn um mikla velsæld, sem hugs- anlega var ekki réttlætanleg, eða þætti alla vega ekki fullrar virðingar verð. Um daginn varð á vegi mínum orð sem ég hafði aldrei séð áður; fólk gerði eitthvað af „vænt- umþiggju“ hvort fyrir öðru. Ég gat ómögulega fengið af mér að setja upp refsiréttinn og pota fingri í viðmælanda minn, því þarna fékk hin hefð- bundna „væntumþykja“ alveg nýja vídd. Auðvitað er sá þiggjandi ástúðar og hlýju sem umvafinn er væntumþykju, og hver er hún hvort eð er þessi nafnorðs- „þykja“ sem á sér ekkert líf öðru vísi en föst við „vænt um“. Ég held að góða skáldið William Heinesen hafi lagt mikla ást á orð. Ég kalla hana „ljóð“, bók hans, Turninn á heimsenda, sem Þorgeir Þorgeir- son þýddi, þrátt fyrir að á kápunni standi: „skáld- saga“. Þar skrifar hann: „Orðin koma fjúkandi. Eða hljóðlega dettandi. Nema þau setjist á gluggarúðuna einsog regn- dropar ellegar frostrósir. Orðin standa eins og blómlaukar í glösum vafin í gráleit kramarhús. Einhvern daginn eru kram- arhúsin horfin og þá er von á ilmandi hyasintum og túlípönum. Hyasinta og túlípani eru fallegustu orðin. Aldrei færðu leið á að segja þau og leika þér að þeim. „Túlípani – hyasinta – hyapani – túlísinta – sintíp- ani – túlíhýja“.“ Orð eru æði ERINDI » Prófið svo bara að segja „birkiberkibirkiberkibirkiber- kibirkiberki,“ og eintrjáningur hljóðláta indíánans er um leið kominn á mjúkfryssandi skrið. Eftir Þormóð Dagsson dagsson@gmail.com S tarfs- og fræðimannaferill dr. Arnórs Hannibalssonar, prófessors í heim- speki við Háskóla Íslands, er afar áhugaverður en hann var með fyrstu vestrænu námsmönnunum til að nema við háskóla í Moskvu á fyrstu árunum eftir dauða Stalíns. Hélt hann þangað ásamt Árna Bergmann eftir eins vetrar nám við Háskóla Íslands og dvaldi þar í fjögur ár eða þar til hann hafði lokið meistaraprófi í heimspeki og sálfræði árið 1959. Eftir það sótti Arnór há- skólanám í Varsjá, Fribourg, Edinborg og Kraká þar sem hinn frægi fyrirbæra- og fagurfræðingur Roman Ingarder var hans aðalkennari. Við rannsóknir í Sviss Fyrir utan að skrifa fræðigreinar gegndi Arnór ýmsum störfum á Íslandi eftir dvöl sína í Rúss- landi og Póllandi. Hann ritstýrði til dæmis viku- blaðinu Útsýn árið 1961, var forstöðumaður Listasafns ASÍ 1962–1963, starfaði sem sálfræð- ingur við geðverndardeild barna við Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur 1963–1968 og kenndi við gagnfræðiskólann á Brúarlandi í Mosfellshreppi 1965–1969. Árið 1969 hélt Arnór ásamt fjölskyldu sinni til Sviss þar sem lagði stund á ýmiss konar rannsóknir við háskólann þar. Hann lauk svo doktorsprófi árið 1973 við háskólann í Edinborg þar sem viðfangsefni ritgerðarinnar var fyr- irbærafræði Roman Ingarders fyrrverandi kenn- ara Arnórs. Fjölmenntaður Árið 1976 var Arnór skipaður lektor við Háskóla Íslands, svo dósent árið 1983 og loks prófessor ár- ið 1989 og gegndi hann þeirri stöðu þar til hann varð sjötugur árið 2004. Það var einmitt í tilefni af sjötugsafmæli hans sem að greinarsafnið Þekking – engin blekking var sett saman og gefið út seint á síðasta ári undir merkjum Háskóla- útgáfunnar. Inniheldur ritið greinar á hinum ýmsu rannsóknarsviðum sem Arnór lagði stund á en sem fyrr segir þá kom hann óvenju víða við í sínum fræðistörfum og hefur hann til dæmis skrifað fjölda rita sem tengjast öllum meg- insviðum heimspekinnar. Greinarhöfundar bókarinnar eru allir lands- þekktir fræðimenn á sínum sviðum og hafa verið atkvæðamiklir í íslensku þjóð- og menningarlífi. Í ritinu fara þeir inn á svið stjórnmála- og fé- lagsheimspeki, þekkingarfræði, vísindaheim- speki, sagnfræði, sálfræði, siðfræði, lífsspeki, bókmennta og fagurfræði. Allt eru þetta svið sem að Arnór hefur á einhvern hátt komið inn á í sín- um störfum og gefur því ritið nokkuð víða og greinargóða mynd af ævistarfi hans. Samfélag manna Þarna má meðal annars finna grein á sviði stjórn- mála- og félagsheimspeki eftir Atla Harðarson þar sem greinarhöfundur skoðar þjóðernisstefnuna sem gagnlegt samfélagslegt tól og kannar sömuleiðis birtingamyndir stefnunnar á Íslandi frá því að henni skol- aði fyrst hingað á land. Á sama fræðisviði ritar Páll Skúlason stutta aðventu- hugvekju um tilfinningar og samfélag og veltir meðal annars fyrir sér hvert sam- félag manna stefni á tímum hnattvæðingar. Erlendur Jónsson er á slóðum þekk- ingarfræði og vísindaheim- speki og veltir fyrir sér stóru spurningunni um hvað sé þekking. Þá horfir hann einkum til höfundaverka Só- kratesar og Platós. Gísli Gunnarsson gerir sagn- fræðilega rannsókn á einok- unarversluninni á Íslandi eins og hún kemur fyrir sjónir í Íslandsklukku Hall- dórs Laxness og jafnframt skoðar hann samfélagið á landinu út frá sömu bók, einkum með tilliti til stétta- skiptingar. Í kafla bók- arinnar sem heyrir undir siðfræði og lífsspeki er að finna úttekt á siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir þá Róbert H. Haralds- son og Steinar Örn Atlason. Þá hefur bókin að geyma fjölmargar aðrar greinar áhugaverðar. Nokkru nær um svör Eins og sjá má er efni þess- arar bókar ansi margbrotið og rímar þannig ágætlega við ævistarf dr. Arnórs Hannibalssonar. Hinar eilífu spurningar heimspekinnar, sem Arnór fór fyrst að velta fyrir sér fimm ára gamall, fá þarna sæmilegt vægi og eins hinar ýmsu vanga- veltur um samfélag manna; hvernig það var, hvernig það er og hvert það stefnir. Þó svo að Arnór sjálfur sé ekki á meðal grein- arhöfunda þá er að finna í lok bókarinnar ítarlegt viðtal við hann sem Erlendur Jónsson tók. Þar talar Arnór um heimspekinám sitt, þróun heim- spekilegra hugmynda hans og um þá sem höfðu áhrif á sig. Segir hann í lok viðtalsins að hann sé nokkru nær um svör við hinum stóru spurningum heimspekinnar eftir alla sína vinnu en þó tekur hann fram að endanleg svör séu hvergi að finna. Stóru spurningarnar Í tilefni af 70 ára afmæli dr. Arnórs Hannibals- sonar, prófessors í heimspeki, gaf Háskóla- útgáfan nýverið út rit honum til heiðurs sem ber titilinn Þekking – engin blekking. Þar er að finna greinar eftir landsþekkta fræðimenn á hin- um fjölmörgu fræðisviðum sem Arnór hefur lagt stund á í sínu ævistarfi. Ritstjórn greinasafnsins var í höndum Erlendar Jónssonar, Guðmundar Heiðars Frímannssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Morgunblaðið/ÞÖK Afmælisrit Þó svo að Arnór sjálfur sé ekki á meðal greinarhöfunda þá er að finna í lok bókarinnar ítarlegt viðtal við hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.