Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Hrafn Jónsson gunnarh@gmail.com V ið mörkuðum strax í upphafi nýja sýningarstefnu,“ segir Ólafur en hann tók við starfi forstöðu- manns Listasafns Íslands árið 1997. „Sú stefna snerist ekki síst um að styrkja stöðu safnsins í al- þjóðlegu samhengi. Í þessum tilgangi tókum við meðal annars upp mjög markvissa samvinnu við stór, erlend söfn og fengum hingað stórar list- sögulegar sýningar. Með því hófst nýtt og mik- ilvægt samstarf, því að eitt af markmiðum þjóð- listasafns er að skoða listina í alþjóðlegu samhengi. Íslensk listasaga er að sjálfsögðu hluti af alþjóðlegri listasögu og okkur fannst þörf á að skerpa og ítreka þetta samhengi. Þetta samstarf fjallaði bæði um sýningararnar hér og eins um sýningar erlendis á íslenskri myndlist og við höfum átt mjög ánægjulegt samstarf við söfn eins og t.d. Tretyakov í Moskvu, Petit Pala- is í París, Corcoran í Washington, Nútíma- listasafnið í Hong Kong, Listasafnið í Bordeaux, Astrup-Fearnley safnið, Moderna Museet í Stokkhólmi og Nútímalistasafnið í Osló. Þetta hefur verið að mínu mati mikilvægt samstarf og jafnframt ríkur þáttur í þeim vef sem kalla má alþjóðavæðingu íslenskrar myndlistar.“ Gagnagrunnur í stafrænu formi Að sögn Ólafs eru erlendu sýningarnar þó langt frá því að vera eina aðaláherslan í þeirri sýning- arstefnu sem tekin var upp undir hans stjórn. „Á þessu tímabili hafa verið haldnar í safninu um 70 sýningar og meginhlutverk Listasafns Ís- lands sem þjóðlistasafns er að fjalla um íslenska listasögu og helsta verkefnið er að sýna safn- eignina og efna til sérsýninga á íslenskri mynd- list.Við höfum sýnt safneignina út frá nýjum áherslum gegnum árin, bæði með tímabilasýn- ingum, þemasýningum og yfirlitssýningum ein- stakra listamanna.Við höfum líka lagt ríka áherslu á að sýna verk starfandi listamanna, sem ég tel ákaflega brýnt fyrir safnið. Þjóð- listasafn á að vera með vítt sjónarhorn á lista- söguna, en mælikvarðinn á virkni safns í sam- tímanum er eðlilega hverju það miðlar, hvort sem það eru listsöguleg viðfangsefni eða list sem er nær okkur í tíma. Það sem skiptir höf- uðmáli er að safnið taki þátt í að efla samtalið milli listar og almennings og verði þannig mikl- vægur vettvangur sem styrkir tjáningafrelsi og skoðanaskipti.“ Annað atriði, sem stendur upp úr hjá Ólafi, er stofnun gagnagrunns yfir safneign listasafns- ins. „Við veitum fólki aðgang að þessum upplýs- ingum í nýjum gagnagrunni í safninu og það gerir því kleift að skoða alla safneignina í staf- rænu formi. Næsta skrefið er svo að setja gagnagrunninn á Netið, en það er fyrst og fremst samningsatriði við höfundarréttarhafa. Með því verður hinn listræni arfur aðgegnileg- ur öllum almenningi. Þetta snýst því ekki aðeins um fræðslu og þekkingu heldur einnig lýðræði, sem það felur í sér að styrkja og auðvelda að- gengi að menningararfinum.“ Aðsókn tvöfaldaðist eftir að aðgangseyrir var felldur niður Þátttaka almennings í listamenningu landsins hefur ekki alltaf verið mjög sjáanleg en Ólafur segist hæstánægður með viðbrögð þjóðarinnar þegar Listasafn Íslands felldi niður aðgangs- eyri til þriggja ára. „Samson eignarhaldsfélag gerði okkur kleift að fella niður aðgangseyri að safninu í þrjú ár og á síðasta sýningarári jókst aðsóknin um meira en hundrað prósent. Það var mjög ánægjulegt að sjá aðsóknina meira en tvöfald- ast við svona tiltölulega einfalda aðgerð og við verðum að spyrja okkur hvaða ályktanir hægt sé að draga af þessari reynslu. Í ljósi þess að það er mikilvægt menningarpólitískt markmið listastofnana í landinu að auka þáttöku almenn- ings og ef hægt er að tvöfalda þátttöku almenn- ings með því einu að fella niður aðgangseyri er eðlilegt að spyrja hvort það sé ekki eðlilegt að styðja svipaðar breytingar í öðrum stofnunum. Að sama skapi vona ég að þessi góðu viðbrögð verði til þess að safnið geti fundið einhverja leið til að halda áfram að bjóða gestum gjaldlaust inn þegar núverandi samningur Samsons renn- ur út árið 2008.“ Aðspurður hvar helst mætti bæta aðstöðu safnsins segir Ólafur : „Safninu er markaður mjög þröngur rammi með því sýning- arhúsnæði, sem safnið hefur yfir að ráða og eins er mjög mikilvægt að fjárveiting ríkisins til rekstar safnsins verði endurskoðuð til að safnið geti uppfyllt lagaskyldur sínar og aukið starf- semi sína á hinum ýmsu sviðum. Þetta fjallar bæði um innkaup nýrra verka til safnsins, margvísleg þjónustu við almenning, fjölgun starfsmanna og til að efla rannsóknarhlutverk safnsins, svo nokkuð sé nefnt. Það er mjög svo brýnt að það fari fram víðtæk umræða um fjár- veitingar ríkisins til menningarstofnana eins og Listasafnsins og þær séu settar í samhengi við eðlilegt hlutverk þeirra í samtímanum og þeirra væntinga sem almenningur hefur til þeirra. “ Hvar er svo safneignin? „ Listasafniið var opnað í núverandi sýning- arhúsnæði 1987 og þá þegar var öllum ljóst að húsnæðið væri of lítið, enda er þetta aðeins fyrsti byggingaráfangi, þó ekkert framhald hafi orðið á byggingarframkvæmdum fyrir safnið. Ef safnið ætti að geta gegnt hlutverki sínu sem þjóðlistasafn væri eðlilegt að það byði upp á fastasýningu ca. 400 verka úr íslenskri lista- sögu á 20.öld, sem stæði kannski í fimm til sex ár eða lengur í senn. Það er yfirleitt venjan í þjóðlistasöfnum. Auk þess væru svo settar upp tímabundnar sýningar í öðrum sýningarsölum. Þannig verður til ákveðið samspil eða samtal milli safneignarinnar, sögunnar og sérsýninga. Vegna húsnæðisskorts er hreinlega ekki hægt að gera neitt þessu líkt í dag. Það kemur iðu- lega fyrir að gestir, sem skoðað hafa sýning- arnar í safninu, spyrji: „Jæja, hvar er svo safn- eignin?“ Þetta er yfirleitt kjarninn í þjóðlistasöfnum en við höfum ekki aðstæður í dag til að byggja starfsemi safnsins upp með þeim hætti. Þetta er vafalaust stærsta vanda- mál Listasafns Íslands í dag. Það skortir að- stöðu til að sýna heildarmyndina.“ Lýsir eftir umræðu um menningarpólitík Fyrir nokkrum árum fór það að færast í vöxt að menningarstofnanir leituðu eftir fjárstuðningi hjá einkafyrirtækjum. Ólafur álítur þá þróun almennt jákvæða en lýsir þó eftir umræðu um framhaldið. „Listasafn Íslands hefur notið mik- ill velvildar frá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa meðal annars kostað ákveðin átaksverk- efni og útgáfu bóka safnsins. Það var einnig einkaaðilum að þakka að á síðasta ári gátum við fellt niður aðgangseyri að safninu til þriggja ára. Það er hins vegar spurning hversu langt slíku samstarfi er ætlað að ganga og hver eigi að vera ábyrgð ríkisvaldsins í þessu samhengi. Það er mikilvægt að það verði til breið umræða um hlutverk menningarstofnana í framtíðinni og hvernig þeim sé ætlað að fjármagna og upp- fylla hlutverk sín. Þetta snýst um lýðræði Dr. Ólafur Kvaran hefur gegnt hlutverki for- stöðumanns Listasafns Íslands við góðan orðstír síðastliðin tíu ár. Nýverið söðlaði hann hins vegar um og er nú ritstjóri Ís- lenskrar listasögu á 20. öld, sem er sam- vinnuverkefni Listasafns Íslands og Eddu út- gáfu. Morgunblaðið/SverrirÓlafur Kvaran „Það var einkaaðilum að þakka að á síðasta ári gátum við fellt niður aðgangseyri að safninu til þriggja ára. “ Dr. Ólafur Kvaran hófst nýlega handa við það stóra verkefni að ritstýra bókaflokki í fimm bindum um íslenska listasögu á 20.öld, sem Listasafnið mun gefa út í samvinnu við Eddu útgáfu. Ritstjórar bókaflokksins Íslensk bókmenntasaga sættu gagnrýni fyrir efn- istök en við útgáfu þeirra bóka kom fljótlega í ljós að Íslendingar hafa gríðarlega skiptar skoðanir á bókmenntum sínum og ágæti einstakra höfunda í bókmenntasögunni. Í ljósi þessa lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur Kvaran hafi verið smeykur við að taka að sér að ritstýra Íslenskri listasögu, hvernig vinnuferlið verði og hvernig hann hyggist forðast gagnrýni á efnistök. „Það eru náttúrulega til margar útgáfur af sögunni – en að þessu verki koma þrír höf- undar að hverju bindi eða alls fimmtán höfundar. Verkið í heild sinni verður unnið á sama tíma og það gefur mun meiri möguleika á samstarfi og skoðanaskiptum. Það er að sjálf- sögðu mikilvægt að ólík sjónarmið fái að koma fram og öll gagnrýni og umræða styrkir verkefnið. Þó svo að þrír höfundar standi að baki hverju bindi verður upplýsingaflæði á milli okkar og allir höfundarnir hafa aðgengi að hópnum í heild. Við höfum tekið í notkun gagnagrunn sem gerir okkur kleift að vinna þetta með þessum hætti.“ Metnaðarfull markmið Ólafur viðurkennir að mikil og strembin vinna sé framundan en segist þó hlakka til sam- starfsins. „Þetta er auðvitað metnaðarfullt markmið sem við höfum sett okkur; þ.e. að bækurnar 5 komi út haustið 2009. Við lítum í raun og veru á þetta sem eitt stórt rann- sóknarverkefni. Í því sambandi gegnir heimildasafn Listasafns Íslands stóru hlutverki. Það var áður almennt listsögubókasafn en því var breytt í yfirgripsmikið heimildasafn um íslenska myndlist. Það mun hafa mikla þýðingu fyrir þetta verkefni, sem og aðrar rannsóknir sem kunna að vera gerðar í framtíðinni.“ Ólafur segir að sér þyki verkefnið spennandi og ögrandi að takast á við. „Til verksins hafa líka valist frábærir samstarfs- menn og við erum öll einhuga í því að standa við gefin loforð um að verkið komi út í heild sinni árið 2009.“ Ögrandi hópverkefni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.