Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 13
ur styrkja frá einkaaðilum, vaxtatekna og sýningatekna af heildartekjum var tæp 50%. Fólkóperan hefur eitt leiksvið og sætafjöldi í sal er 589 sæti, sætanýting var 82%. Miðaverð Fólkóperunnar ár- ið 2003 var á bilinu 125–390 sænskar krónur. Opinber styrkur á hvern gest voru 325 sænskar krónur árið 2003. Þýskaland er eitt öflugasta ríki Evrópu í óperumálum. Sam- kvæmt tölum frá Sambandi þýskra leiksviða sóttu um 5% Þjóðverja óperur á hverju leikári frá 2002-2005 Það er ívið hærri prósenta en hefur verið Íslandi að meðaltali samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Í yfirliti Sambands þýskra leik- sviða um leikárið 2004-05 í Þýska- landi kemur fram að fjárstuðn- ingur hins opinbera lækkaði á því tímabili. Leikhúsin svöruðu með sparnaði og nú er hlutur sjálfsaflafjár (miðasölu, styrkja ofl.) leikhúsa að meðaltali um 17% af út- gjöldum. Niðurgreiðsla hins opinbera á hvern leik- húsgest í Þýskalandi var um 100 evrur árið 2005 samkvæmt skýrslu Sambands hinna þýsku leiksviða frá september 2006. Eitt besta óperuhús Þýskalands er Rík- isóperan í Bæjaralandi, sem Gunnar þekkir mætavel, þar komu 567.959 gestir á ballett, óperu og konserta árið 2004. Tekjur af miðasölu voru 23 milljónir evra árið 2004. Sjálfsaflafé Ríkisóperunnar nam 36 pró- sentum af útgjöldum hennar árið 2004. Á fjárlögum íslenska ríkisins fyrir árið 2006 var gert ráð fyrir 175 millj- ónum króna til ÍÓ. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur meðalfjöldi áheyrenda síðustu ára hjá ÍÓ á óp- erusýningum verið um tíu þúsund á ári. Gróflega má álykta að opinber styrkur á hvern seldan miða sé 17.500 íslenskar krónur. Til eru óperuhús í Evrópu þar sem opinberir styrkir eru hlutfallslega hærri en opinberir styrkir til Íslensku óperunnar. Það breytir litlu um rekstur ÍÓ. Vænlegra er að horfa til óperuhúsa sem gætu á einhvern hátt gagnast sem fyrirmynd. Hvað „eðlilegur“ sýningafjöldi ÍÓ er og hvort upp- færslum megi fækka eða ekki læt ég kyrrt liggja. Eftir Árna Tómas Ragnarsson arnit@centrum.is E n stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Fyrir okkur sem elskum óperur er mikið í húfi einmitt núna. Það þýðir ekkert fyrir Gunnar né aðra að reyna að breiða yfir það að Íslenska óperan er á fallandi fæti og tel ég ein- faldlega svo brýnt að reyna að stöðva þá þróun áður en óperuáhugi almennings fjarar end- anlega út að ég nöldra nú frekar en hlusta. Ástæðan fyrir slöku gengi Óperunnar er, eins og ég hef áður sagt, röng stefna í vali verkefna – það hafa verið valin verkefni sem ekki höfða til almennings. Aðsóknartölur tala sínu máli, alveg sama hvað hver segir. Raunar er það sláandi að í rökræðu undanfarinna vikna hafa forsvarsmenn Óperunnar ekki lagt á borðið aðsóknartölur síðustu ára né hvert sé hlutfall miðasölu í heildartekjum Óperunnar. Hvort tveggja eru þó lykilstærðir þegar rætt er um það hvort rekstur óperuhússins gangi vel eða illa.Sem betur fer er þó hins vegar auð- velt að giska á þessar tölur, sýningar á hverju verki hafa verið örfáar og það er ekki einu sinni fullt hús á frumsýningum þrátt fyrir fjölda boðsmiða! Síðasta uppfærslan, Flagari í framsókn, var sýnd sjö sinnum, seldir miðar hafa verið innan við 3 þúsund og hver seldur miði því verið niðurgreiddur með tæpum 20 þúsundum króna! Ofveiði á áhorfendum? Í Lesbókargrein 3. mars sl. reynir Gunnar Guðbjörnsson söngvari að slá ryki í augu fólks með flækjum, sem koma þessu máli lítt við. Jafnvel fyrirsögn greinar hans – „Aflabrestur í ofveiði“ er bæði mér og mínum málfars- ráðunaut alveg óskiljanleg. Skýringar Gunn- ars á þessari fyrirsögn í lok greinarinnar: „Nútíminn býður upp á ofveiði á áhorfendum – ættu e.t.v. betur heima sem texti í súrrealískri óperu. Ekki bætir úr skák þegar Gunnar í framhaldinu líkir óperugestum við þorska og ufsa, sem lenda í trolli óperunnar. Þetta á væntanlega að vera grín hjá Gunn- ari, en að því slepptu má segja að það eru ein- mitt ufsarnir sem ekki hafa fengið neitt við sitt hæfi í Óperunni síðustu árin – bara þessir sömu örfáu þorskar sem hafa áhuga á Flag- aranum og hans líkum, þorskar sem mæta svo aftur og aftur í Óperuna á kostnað ríkisins. En eymingja ufsarnir, sem ég er að reyna að tala fyrir og myndu mæta á þær 20 sýningar, sem eftir væru ef Carmen væri á fjölunum, en ekki Flagarinn, ja, þeim vill Gunnar einfaldlega fleygja fyrir borð – þótt brottkast sé reyndar kolólöglegt. Vinsælar óperur ekki til? Ekki er hitt skárra þegar Gunnar reynir að vísar því á bug að það sé hægt að skipta óp- erum upp í vinsælar og minna óvinsælar óp- erur og tekur ýmis fráleit dæmi, m.a. frá óp- erunni í Lyon þar sem hann eitt sinn starfaði. Hann reynir líka að réttlæta örfáar sýningar Íslensku óperunnar á hverju verki með því að segja að þetta gerist nú líka víða erlendis. Þarna talar Gunnar gegn betri vitund. Að vísu kemur það fyrir í erlendum óperuhúsum, sem sýna mismunandi verk á hverju kvöldi, að sama uppsetning er aðeins sviðsett nokkrum sinnum og svo ekki aftur fyrr en næsta vetur, en almennt eru uppfærslur taldar mislukkaðar hvað aðsókn varðar í flestum húsum ef þær ganga ekki aftur og aftur svo tugum skiptir. Það er líka lítill vandi að telja upp a.m.k. 20 óperur sem eru hátt á vinsældalista óperuhúsa um nær allan heim og skal það gert hér með: Carmen, Rigoletto, La traviata, Il trovatore, Aida, Don Carlos, La bohème, Tosca, Tur- andot, Töfraflautan, Brúðkaup Figarós, Don Gioavanni, Rakarinn frá Sevilla, Ástardrykk- urinn, Ævintýri Hoffmans, Samson og Dalila, Pagliacci, Cavalleria rusticana. Í öllum þess- um óperum rennur blóð og tár, já, eiginlegar allir safar mannslíkamans renna þar í stríðum straumum (líka þessir dónalegu) og það er engin slortónlist sem leikin er með. Fyrir forvitna og fjölfróða Inni á milli mætti sýna okkur ýmsa aðra gim- steina óperusögunnar, sem ekki ná til allra, kannski mætti 3.–6. hvert verkefni Óperunnar bjóða upp á slíkt í kynningarskyni, en fjanda- kornið ekki tvö eða fleiri verk í röð eins og ver- ið hefur! Sem þannig kynningarverk mætti nefna nær öll verk Wagners, sem eru þó ekki fyrir nýgræðinga til að byrja á, einnig mætti nefna verk eins og Júlíus Cesar eftir Händel þar sem mörgum kontratenórum er teflt fram samtímis í unaðsfögrum söng, þá mætti sýna tímamótaóperuna Orfeus og Evridís eftir Gluck og Cosi fan tutte Mozarts af því hún er slíkt meistaraverk, þótt ekki höfði hún til fjöldans Svo koma perlur eins og Lucia di Lam- mermoor, sem alla grætir, hin bráðfyndna Don Pasquale, Norma eftir Bellini og fleiri og fleiri áður en kemur að Flagaranum í fram- sókn. Fyrir okkur Íslendinga er líka svo bráð- nauðsynlegt að sýna nýjar íslenskar óperur öðru hvoru. Fyrir hvern er Óperan? Það sem Gunnar og forsvarsmenn Óperunnar eiga eftir að verja er það að nú er þúsundum íslenskra óperugesta úthýst úr óperunni ár eftir ár með því að sýna aðeins verk sem höfða til örfárra. Er það þá svo ómerkilegt að syngja úr sér hjartað fyrir venjulegt fólk? Á þetta fólk ekki líka rétt á því að fá að njóta þeirra 150 milljóna króna, sem ríkið greiðir árlega til Óperunnar? Lykilspurningin er: Fyrir hvern er óperan? Er hún til fyrir listamenn, sem vilja stunda naflaskoðun og ákveða svo að sú skoðun ein sé frambærileg list og er þá alveg sama um það hve margir eru þeim sammála? Eða er óperan fyrir fjöldann – fyrir þann litla hluta almenn- ings, sem enn hefur þörf á að njóta listar og ætlast til þess eins að sú list sé skiljanleg, að hún höfði til sín? Það er hægt að fara út í endalausar rökræður um eðli og tilgang list- arinnar, en því væri best sleppt hér. Leikhús og óperu hús eru nefnilega ekki naflaskoð- unartæki nema að litlum hluta, þau eru fyrst og fremst fyrirtæki, sem þurfa eins og önnur að laga sig að ákveðnum rekstrarforsendum – markaðinum. Leikhús þurfa áhorfendur, ann- ars er þeim lokað (nema þau hafi á bak við sig ríkar ekkjur eins og í The Producers eða hálf- sofandi skriffinna ráðuneyta eins og á Íslandi) Óperustefna óskast Það eru ekki aðeins stjórnendur Óperunnar og hann Gunnar minn sem eru á villigötum í þessu máli. Þeir ættu nefnilega að hafa eitt- hvert aðhald þannig að þegar vitleysan geng- ur út í öfgar ætti að vera til einhver, sem get- ur stoppað þá. Því miður er málum alls ekki svo háttað. Óperan er orðin sjálfseign- arstofnun og engum háð, hún tekur bara við tékkanum frá ráðuneytinu og ræður sér svo algerlega sjálf. Stjórn- in er að meirihluta skipuð fjármálamönnum, sem margir hverjir vita næsta lítið um óperur. Næsti óperustjóri gæti þess vegna orðið Gunnar sjálfur (sem ábyggilega hefur sótt um stöðuna) eða einhver annar, sem er líka alveg sama um þarfir íslenskra óperugesta. Og þá fer nú að verða óvíst um framtíð Íslensku óp- erunnar Þessi staða er nú uppi vegna þess að menntamálaráðuneytið fyrir hönd hins op- inbera hefur alls enga stefnu í óperumálum frekar en í öðrum menningarmálum. Þess vegna hefur Íslenska óperan fengið að drabb- ast niður án afskipta að ofan – það er einfald- lega hent í hana 150 milljónum á ári og síðan sagt: „Gerið nú eitthvað almennilegt við þenn- an pening. Hvað það síðan verður veit enginn, a.m.k. ekki í ráðuneytinu. Það er líka vegna skorts á menningarstefnu sem það gerðist fyrir tilviljun að Tónlistarhús varð allt í einu til á teikniborðinu og samþykkt af ráðamönnum, en án þess að nokkur vissi ná- kvæmlega hvað ætti að vera í því húsi – alveg óvart var þar bara ekki ópera og enginn gat gefið góða skýringu á því. Það gerðist bara af því bara! Og svo kom Gunnar Birgisson og hann þurfti að leysa lóðavandamál í Kópavogi. Þar með varð stefnan í óperumálum Íslend- inga skyndilega alveg klár eftir áratuga óvissu. Eins og óknyttadrengir voru áður sendir í Breiðavík var Óperan nú send í Kópa- vog – og forsvarsmenn hennar tóku því fagn- andi, enda í botnlausri fýlu út í Tónlistarhúss- menn, sem sín megin höfðu hinn ofstækisfulla sinfóníuriddara Stefán Eggertsson í far- arbroddi. Stefán vill orgel í húsið, orgel sem kostar 150 milljónir og sem takmarkar aðra notkunarmöguleika hússins; – orgel sem notað er af sinfóníunni einu sinni á 5 ára fresti. Stef- án vill ekki óperu í húsið, listgrein sem gæti dregið tugþúsundir gesta í húsið, ekki heldur söngleiki né leiksýningar, sem gætu dregið að enn fleiri gesti. Ekki ballett, ekki stórbrotna popptónleika, ekki … Nei, listinn er of langur, en alveg eins og Stefán Eggertsson kemst upp með þetta kom- ast forráðamenn óperunnar upp með sín heimskulegu plön af því að yfirvöld menning- armála hafa enga stefnu, þetta gerðist allt bara svona hálfóvart – en allt fer þetta nú ein- hvern veginn og reddast um síðir. Um ábyrgð er jú ekki að ræða. En nú er ég hættur að nöldra í bili og ætla að setja Jússa á fóninn. Framtíð óperunnar í uppnámi! Æ, á undanförnum vikum hefði mér þótt svo miklu skemmtilegra að fara í Óperuna til að hlusta á fagran söng Gunnars Guðbjörns- sonar og félaga heldur en að skrifa hverja nöldurgreinina á fætur annarri um Íslensku óperuna, sem er mér þó svo afar kær. Höfundur er læknir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 13 Eftir Björn Ingiberg Jónsson thora.einarsdottir@googlemail.com S ýningarfjöldi ÍÓ er eðlilegur en fjöldi uppfærsla mjög fáar. Að fækka þeim enn er óeðlileg þróun. Niðurgreiðsla sæta á Íslandi er ekki hærri en gerist í evrópskum óperuhúsum og sætanýting í ÍÓ er almennt mjög góð.“ Sennilega þekkja fáir evrópskan veruleika óperunnar betur en Gunnar. Hann veit manna best að evrópsk óperuhús eru ekki einsleit. Í Evrópu er óperurekstur breytilegur á milli landa. Staðan er einnig misjöfn á milli óp- eruhúsa innan sama lands eða landsvæðis. Samkvæmt upplýsingum sænska menning- arráðsins um rekstur óperuhúsa árið 2003 má sjá að: Gautaborgaróperuna, þar sem Gunnar söng við góðan orðstír fyrir fáum árum, heimsóttu tæplega 245 þúsund manns. Opinber styrkur á hvern gest voru 926 sænskar krónur. Hlutur sýningartekna, styrkja frá einkaaðilum og vaxtatekna var um 27%. Miðaverð var á milli 90 og 500 sænskra króna. Fólkóperan er lítið óperufyrirtæki sem rekið er í bíóhúsi í Stokkhólmi. Í Fólkóperunni voru settar upp fjórar óperur árið 2003 og heild- arsýningafjöldi var 184 sýningar. Í Fólkóper- unni voru 94 ársverk árið 2003, þar af voru 11 ársverk við stjórnun og skrifstofustörf. Hlutur sýningartekna af heildartekjum var 37%. Hlut- Afli Óperunnar Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari skrifaði ágæta grein um málefni Íslensku óperunnar í Lesbókina þann 3. mars síðastliðinn. Gunnar hefur margt gott fram að færa og nýtur hann reynslu sinnar sem óperusöngvari til margra ára. Ein málsgrein Gunnars vakti athygli mína: Höfundur er söngvari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.