Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 15 Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is J ean Baudrillard var óvenjulegur „fræðimaður“ og menningarrýnir sem lét sér ekkert óviðkomandi. Hann er einna þekktastur fyrir kenningar sínar um veruleikann, eða öllu heldur fyrir þá „stað- reynd“ að hann er ekki lengur eins og hann á að sér að vera. Veruleikinn hefur, sagði Baud- rillard, látið undan eftirlíkingum og er því eins konar „ofurveruleiki“ sem einkennist af sýnd- arverund, eftirlíkingum og líkneskjum. Baudrillard sá dæmi um þennan meinta of- urveruleika hvarvetna í menningunni: í tölvu- og upplýsingatækninni, beinu útsendingunni, veruleikasjónvarpinu, rauntíma, alnánd fjöl- miðla, í taumlausri hröðun, botnlausri neyslu- hyggju, almennu afskiptaleysi. Ofurveruleik- inn er (fjöl)miðlaður veruleiki. Fyrir þessar kenningar sínar og sér- staklega þegar hann beitti þeim á atburði og fyrirbæri samtímans, varð Baudrillard gríð- arlega þekktur og jafnframt umdeildur. Gagn- rýnendur hans, heimspekingar og fræðimenn af ýmsum toga sáu í honum stórhættulegan, með öllu ábyrgðarlausan, falskan spámann sem hvatti til tómhyggju eða einhvers þaðan af verra. Í augum flestra var hann eins konar postuli póstmódernismans, hins innantóma og dýptarlausa. Ekki-atburðir Fullyrðingar Baudrillard um Flóastríðið 1990–91 kölluðu yfir hann fordæmingar, ekki bara heima fyrir í Frakklandi, heldur víða um lönd. Hann hélt því s.s. fram í stríðinu miðju að það mundi ekki eiga sér stað og að því loknu að það hefði ekki átt sér stað. Með þessu var Baudrillard að gera lítið úr harm- leik og þjáningum ótalinna þúsunda, var sagt, og margir urðu til að beina reiði sinni að hon- um. Nú hafði þessi ábyrgðarlausi gosi gengið of langt. Menn voru að því er virtist sáttari við stríð- ið en fullyrðingar Baudrillards um það. Stríðs- haukar töluðu með glýju í augum um tæknileg undur stríðstólanna, t.d. sprengjur sem mátti stýra með nákvæmni sem minnti á heilaskurð- lækningar. Stundum var meira að segja sjón- varpsvél í trjónu flugskeytisins þannig að lán- lausir gátu fræðilega séð, svona nokkurn veginn, horft á sjálfa sig sprengda í loft upp, í beinni. En auðvitað var Baudrillard með fullyrð- ingum sínum að benda á að stríðið var a.m.k. fyrir Vesturlandabúa, sjónarspil, leikið fyrir fjölmiðla og neytendur heima í stofu. Skrif hans voru því írónísk ádeila sem meira að segja átti sér vísun í franskar bókmenntir. Eftir á að hyggja var Baudrillard einn fárra sem sagði eitthvað áhugavert um stríðsrekst- urinn og engum tókst betur að afhjúpa hræsni okkar Vesturlandabúa í því sambandi. Atburðir í verkfalli Baudrillard var samkvæmur sjálfum sér í of- urveruleikakenningunni – ef manni sem þykir jafn vænt um þversagnir og honum þótti get- ur verið samkvæmur! Atburðir áttu sér ekki lengur stað, sem bein upplifun eða reynsla (a.m.k. ekki á Vesturlöndum!); þeir voru komnir í verkfall, sagði hann. Þar kom hins vegar að verkfallinu lauk. Með árásinni á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 varð loksins atburður, eða „móðir allra atburða“ eins og Baudrillard komst að orði, eitthvað sem kom við kviku hins vestræna neytanda. Enn á ný tókst Baudrillard að segja eitt- hvað óvenjulegt og óvinsælt um hryðjuverkin og stríðið gegn terrorisma. Hann sagði enn á ný það sem mátti ekki segja; að óvinurinn, terroristinn, kemur ekki alfarið utan frá held- ur, kannski fyrst og fremst, innan frá. Ekki er bara um að ræða illan múslima sem hreiðrar um sig og liggur í dvala þangað til hann lætur til skarar skríða, heldur er líka um að ræða innfædda terrorista. Hryðjuverkamaðurinn, segir Baudrillard, er holdgervingur okkar eig- in óra og þrá um hrun þess kerfis sem við bú- um við, hinn hnattvædda kapítalisma sem myndar óvígt heimsveldi. Endanlegt vopn Baudrillard benti ennfremur á það, sem við vitum öll innra með okkur, að við fyrirlítum terroristann ekki bara botnlaust heldur höfum samúð með honum: Við vitum að gerðir hans má rekja til nær takmarkalauss óréttlætis sem hið vestræna heimsveldi – við – beitir í miskunnarlausri markaðssókn sinni. Við erum varnarlaus gegn terrorisma, sagði Baudrillard – stríð gegn honum er jafn hlálegt og vonlaust og stríðið gegn eiturlyfjum (en þó ekki jafn hlálegt og að bjóða réttlæti). Terror- istinn býr líka yfir vopni sem við höfum ekkert svar við: dauða sínum. Í augum ástríðulausra vestrænna neytenda er það beinlínis kjánalegt að gerast lifandi sprengja og deyja fyrir mál- staðinn, jafnvel þótt ótímabundin para- dísardvöl fylgi með í kaupbæti. Við erum fyrir lengstu búin að missa alla löngun til að deyja fyrir málstað. Tómur dauðinn, hið endanlega vopn, er okkur með öllu óskiljanlegur og and- spænis honum stöndum við agndofa. Raunveruleikinn og atburðurinn í New York var jafnskjótt gleyptur af eftirlíkingunni og líkneskinu. Baudrillard bendir á ýmislegt í því samhengi: Áætlað hefur verið, segir hann á einum stað, að undirbúningur árásarinnar á Tvíburaturnana í New York hafi kostað ter- rorista tuttugu og fimm milljónir dollara. Áætlaður kostnaður við gerð kvikmyndar um sama atburð er aftur á móti um tvö hundruð og fimmtíu milljónir dollara. „Skáldskapur er mun dýrari en veruleikinn,“ ályktar Baudrill- ard. Ögranir Baudrillard var það sem á frönsku er kallað „provocateur“ eða „ögrari“. Hann á fræði- legar/heimspekilegar ættir að rekja til Nietzsche og gengst við því að tungumálið er sundurskotið myndhvörfum og líkingum. Þetta þýðir að hlutlaus „vísindaleg“ afstaða er varla möguleg. Fræðimaðurinn Baudrillard er nær því að stunda „vísyndi“ en vísindi; hann tekur sjálfan sig með í reikninginn en þykist ekki getað staðið fyrir utan og lagt fram al- gerlega hlutlausa og sanna greiningu. Baudrillard er því einn hinna svokölluðu póststrúktúralista sem gangast við endalausu merkingarflökti textans – og veruleikans. Að Baudrillard gengnum er farið að þynnast í hópi franskra póststrúktúralista, eða þeirra sem stunda huglægra fræðimennsku (sem ein- hvern tímann þótti mótsögn í hugtökum) en meðal þeirra má telja fyrstan og elstan Rol- and Barthes en Michel Foucault, Gilles De- leuze, Felix Guattari, François Lyotard, Jac- ques Derrida, Luce Irigay, Hélène Cixous og Julia Kristeva tilheyra nokkurn veginn sömu kynslóð. Aðeins konurnar þrjár eru eftirlif- andi, af þessum hópi, en öll mynda þau kjarna fræðimanna sem kenndur hefur verið við „franska kenningu“ (French Theory) og var hafinn til vegs og virðingar á bandarískri há- skólagrund, frá og með sjöunda áratugnum. Púpur hugtaksins Téðir fræðimenn hafa löngum farið óttalega í taugarnar á hefðbundnum heimspekingum og fræðimönnum og hafa sumir lagt sig í fram- króka við að koma á þá höggi. Frægust er árás Alan Sokals og Jean Bricmonts en þeir spyrtu saman marga póststrúktúralista í bók sem þeir kölluðu Impostures Intellectuelles eða Vitrænar blekkingar. Þeir sáu viðföngum sínum til foráttu að hafa gripið til fræðilegra hugtaka og heita, t.d. úr stærðfræði og eðl- isfræði, og nota ónákvæmt sem myndhverf- ingar og líkingar. Þannig var Baudrillard í bókinni hæddur fyrir að nota vísindahugtök eftir hentugleika og gefa þeim merkingu að vild. Baudrillard svaraði gagnrýni þeirra Bric- monts og Sokals ekki beint en í síðustu bók sinni Cool Memories V (Svalar minningar V, Paris: Galilée 2005) sem er safn afórisma eða kjarnyrða, hefur hann þetta að segja: „Vísindin eru án efa, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert annað en stórkostlegur brunnur myndhverfinga. Tvíátta ör tímans, minni vatnsins, frumusjálfsmorðið (l’apoptose), svartholin, andefnið – hvar finnur maður fal- legri myndhverfingar (með kveðju til Sokals)? Og af hverju ekki að misnota þær? Um er að ræða púpur hugtaksins.“ Hlutir, tákn og kóðar Baudrillard tók sín fyrstu skref á ferlinum sem venjulegur félagsfræðingur, af marx- ískum toga, og velti fyrir sér „hlutum“, gildi þeirra. Doktorsritgerðin og fyrsta bók hans hét einmitt Le système des objets eða Kerfi hlutanna (1968). Baudrillard hætti þó smám saman að líta á hluti í ljósi notagildis og (við)skipta en fór þess í stað að skoða þá sem tákn og kóða. Hann skrifaði um neyslusamfélagið (1970) og gagnrýndi (orku)búskap táknsins (1972) og skoðaði spegil framleiðslunnar (1973). Þátta- skil verða svo í fræðimennskunni með bókinni L’Echange Symbolique et la Mort (Táknræn (við)skipti og dauðinn) en þar með snýr hann baki við marxískri og strangfræðilegri nálg- un. Upp frá þessu snýst fræðimennska Baud- rillards í sívaxandi mæli um fjölmiðla- og menningarrýni. Með útkomu bókarinnar Simulacre et Simulation (1981) eða Líkneski og eftirlíkingar, sló hann í gegn, í Bandaríkj- unum og varð upp frá því mikill áhrifavaldur í listum, einkum myndlist og kvikmyndum. Hann hélt þó áfram að pæla í „hlutum“ en þá sem tákn sem þarf að afkóða. Hann fjarlægist fræðitextann stöðugt um leið og leikurinn í textanum verður umfangsmeiri. Textarnir verða styttri og brotakenndari. Prakkari Sérstæður fræðiferil Baudrillards verður skiljanlegri þegar áhrifavaldar hans og tengsl eru skoðuð. Hann var ekki bara undir áhrif- um frá Nietzsche heldur frá Alfred Jarry, undanfara súrrealista. Baudrillard var vel að sér í ofurfrumspeki (pataphysique) Jarrys en um er að ræða hvorki meira né minna en „vís- indi ímyndaðra lausna“. Þá tók Baudrillard um hríð þátt í hreyfingu kringumstæðinga eða samtökunum L’Internationale Situa- tionniste, þar sem Guy Debord var innsti koppur í búri. Baudrillard var því að upplagi prakkari. Það er ekki á allra vitorði að Baudrillard samdi ljóð (sem birtust m.a. í ljóðbókinni L’ange de stuc eða Gifsengillinn (Paris: Gali- lée 1978) og þýddi ljóð úr þýsku, m.a. níu ljóð eftir Hölderlin. Enn færri vita að tvítugur há- skólanemi tók Baudrillard þátt í einni best heppnuðu bókmenntabrellu sem sviðsett hef- ur verið í Frakklandi fyrr og síðar með því að skrifa ásamt öðrum „týndu bókina“ hans Arthurs Rimbaud La Chasse spirituelle. Falsbókin kom af stað mikilli bókmenntadeilu 1949 en þeir sem gleyptu agnið voru þekktir bókmenn. Það var aldrei upplýst hverjir ná- kvæmlega stóðu að brellunni en fyrst var greint frá þætti Baudrillards í bók tileinkaðri honum og sem kom út árið 2004. Hvörf Í eftirfarandi hvarfa-ljóði má lesa útgáfusögu og kannski persónusögu Baudrillards sjálfs: Hvarf hlutarins í eigin kerfi Hvarf framleiðslunnar í spegli sínum Hvarf raunverunnar í líkneskinu Hvarf Hins í tvífara sínum Hvarf meirihlutans í þögn sinni Hvarf hins Illa í gagnsæi sínu Hvarf tælingarinnar í orgíunni Hvarf glæpsins í fullkomnun sinni Hvarf minningarinnar í minningarathöfninni Hvarf tálsýnarinnar í endalokum sínum og, að lokum, Hvarf sjónhverfingamannsins sjálfs, á opnu sviði í upplýstum sal. […] Líkneski Baudrillard var staddur í Tilton-listagall- eríinu í New York árið 2005 til að kynna bók sína um „Samsæri listarinnar (en í henni gagnrýnir hann samtímalist harklega, m.a. fyrir að vera innantóm og einskis nýt). Baud- rillard las upp úr bókinni og svaraði svo spurningum en greint er frá þessu í The New Yorker í nóvember sama ár. Eftir að hafa svarað spurningum af ýmsum toga var hann að lokum spurður, með vísun í andlát Jacques Derrida árið áður, hvernig hann vildi láta minnast sín. Hver hann væri eiginlega? „Hvað ég er, veit ég ekki,“ sagði Baudrillard með blik í augum. Og svo sagði hann: „Ég er líkneskið af sjálfum mér.“ Baudrillard var ekki bara séður fræðimað- ur heldur líka allur þar sem hann var séður, einlægur í íróníu sinni. Svo enn sé vitnað í Predikarann: „Líkneskið er ósvikið“.  Heimildir: 1 Það er óþarfi að fletta upp í Heilagri ritningu því að þessi „tilvitnun“ mun ekki eiga sér stað, a.m.k. ekki í Predik- aranum (sem er enginn annar en Baudrillard sjálfur). 2 Megingrein bókarinnar og samnefnda er hægt að nálgast í íslenskri þýðingu undirritaðs í atviksbókinni Jean Baud- rillard: Frá eftirlíkingu til eyðimerkur (Reykjavík: Atvik/ ReykjavíkurAkademían 2000.) Jean Baudrillard allur Baudrillard Óvenjulegur „fræðimaður“ og menningarrýnir.“ – þar sem hann er séður Franski félagsfræðingurinn og menning- arrýnirinn Jean Baudrillard lést á þriðjudag- inn var, 6. mars, eftir langvarandi veikindi og baráttu við krabbamein. Hann fæddist árið 1929 í bænum Reims, í Marne-dalnum í Norð- ur-Frakklandi og varð því 77 ára gamall. Líkneskið er aldrei það sem hylur sannleikann – það er sannleikurinn sem breiðir yfir það að hann er ekki til staðar. Líkneskið er ósvikið. Predikarinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.