Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Kalmansson jonkalma@hi.is Í umræðum um virkjanir og stóriðju á Íslandi á undanförnum árum hefur verið teflt fram vissri hugmynd um siðferðilega ábyrgð og skyldu Íslend- inga í alþjóðlegu samhengi. Hug- myndin er í stuttu máli sú að Íslend- ingum beri skylda til að nýta hreinar, endurnýjanlegar orkulindir sínar í þágu stór- iðju, einkum álvinnslu, til þess að ekki þurfi að vinna álið annars staðar, með rafmagni sem framleitt er með mengandi kolum, eða þar sem virkjanaframkvæmdir flæma fjölda fólks frá heimilum sínum. Með því að virkja íslensk fall- vötn og jarðvarma séu Íslendingar að gera skyldu sína til að draga úr magni gróðurhúsa- lofttegunda í lofthjúp jarðarinnar og sporna við breytingum af völdum gróðurhúsaáhrifa. Einn ötulasti talsmaður þessa sjónarmiðs hefur verið Jakob Björnsson. Í greininni Um samskipti manns og náttúru segir Jakob meðal annars: „Sá sem er á móti álvinnslu á Íslandi skuldar svar við þeirri spurningu hvar annarsstaðar eigi að vinna þann hluta af álþörf heimsþorpsins sem hann vill ekki að unninn sé á Íslandi. Á að vinna hann með rafmagni úr kolum með tífaldri þeirri losun á koltvísýringi sem fylgir vinnslu hans á Íslandi? […] Það er ekki gilt svar að segja að okkur komi ekki við hvað aðrir gera. Okkur kemur það við. Okkur kemur sannarlega við hvort hættan eykst á því að Golfstraumurinn breyti um stefnu, vegna meiri losunar á koltví- sýringi frá álvinnslu annarsstaðar, eða ekki. Það er heldur ekki gilt svar að segja að ekkert muni um Íslendinga í þessu efni. Hver Íslendingur getur ekki ætlað sér minni ábyrgð en hver íbúi fjölmennari landa á umhverfi heimsþorpsins. Okkur ber skylda til að hugsa um hag bróður okkar og systur þótt þau búi annarsstaðar. Gjafmildi forsjónarinnar við okkur á hreinar, endurnýjanlegar orkulindir leggur okkur vissu- lega siðferðilegar skyldur á herðar.“1 Rök byggð á vilja til að axla ábyrgð Það er ómaksins vert að skoða röksemdafærslu Jakobs nánar. Ef til vill myndi einhver afskrifa hana strax á þeim forsendum að sá sem beitir henni sé úlfur í sauðargæru. Baráttumál Jakobs hafi alla tíð – og löngu áður en hlýnun andrúms- loftsins komst í hámæli – verið að Íslendingar ættu að virkja eins mikið af nýtanlegri orku sinni og markaður væri fyrir. Nú hafi hann ein- faldlega fundið hentuga siðferðilega tylliástæðu sínum gamla draumi til stuðnings. Slíkt andsvar er hins vegar ómálefnalegt. Ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að barátta Jakobs fyrir að Íslendingar nýttu orkulindir sínar hafi alla tíð byggst á einlægri sannfæringu um að það væri þjóðinni til góðs – og hann hefur áreiðanlega oft haft rétt fyrir sér í því efni. Ég sé heldur ekki ástæðu til að ætla annað en að röksemdafærsla hans hér að ofan byggist á einlægum vilja hans til að taka hnattræna félagslega ábyrgð og gæta bróður síns, svo vísað sé til Biblíunnar og Jak- obs. Raunar vitnar Jakob óspart í Biblíuna máli sínu til stuðnings. Hann tengir orð fyrstu Móse- bókar, um að maðurinn skuli gera sér jörðina undirgefna og drottna yfir dýrunum, við kær- leiksboðorðið: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Út frá þessu kemst hann að þeirri niðurstöðu að okkur beri að beita því valdi sem Guð hefur gefið okkur til að nýta auðlindir náttúrunnar með þeim hætti að nýtingin komi öllum jarðarbúum til góða. Ef við getum lagt okkar af mörkum til velferðar jarðarbúa með því að framleiða ál með mengunarlausri orku þá er bæði siðferðileg og guðfræðileg skylda okkar að gera það. Ég ætla ekki að ræða þá spurningu nú hvort sú fullyrðing stenst að það minnki mengun í heiminum ef Íslendingar virkja orkulindir sínar í þágu stóriðju – þótt mér virðist það ekki jafn sjálfgefið og Jakobi. Að þessu sinni hef ég áhuga á að ræða þann siðferðisskilning sem liggur röksemdafærslu Jakobs til grundvallar. Þessi tiltekni skilningur á siðferði og skyldu okkar við náungann er býsna algengur nú um stundir. Siðferðisskilningur Jakobs byggist á nytjahyggju; því viðhorfi að frumskylda okkar sé að gera það sem samkvæmt útreikningum okkar stuðlar að sem bestu ástandi í öllum heiminum. Við eigum að reyna að hámarka góð- ar afleiðingar breytni okkar fyrir heildina og lágmarka hinar slæmu. Þessi afstaða til siðferð- is er á hinn bóginn fremur ný af nálinni í sög- unni og hún er svo sannarlega ekki hafin yfir all- an vafa. Að mínu viti höfum við góðar og gildar ástæður til að hafna henni. Til að skýra það er ágætt að byrja á skoða túlkun Jakobs á Biblí- unni. Jakob segir að ef við lesum saman boð- skapinn í fyrstu Mósebók og kærleiksboðorðinu þá blasi við að Guð gefi manninum vald yfir auð- lindum jarðarinnar en með því skilyrði að hann nýti þær öllum jarðarbúum til góða. Því beri okkur ekki aðeins að útrýma örbirgð heldur einnig „að huga að því hvaðan náungi okkar hin- um megin á hnettinum geti fengið það ál sem hann þarf á að halda“. Ég er ekki guðfræðingur fremur en Jakob en hér virðist mér eitthvað skorta á sannfærandi lestur á Biblíunni. Meðal annars er vert að taka eftir að Jakob vitnar að- eins í hluta æðsta boðorðs kristinna manna. Jes- ús segir í Matteusarguðspjalli (22, 37–39): „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.“ Annað er þessu líkt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Það er kannski von að Jakob sleppi fyrri hlutanum enda hneigjumst við hinir veraldarsinnuðu nútímamenn til að gera það. En þessi niðurfelling hefur mikla þýðingu. Hvers vegna er það að viðurkenna og elska Guð fyrsta boðorð kristinna manna og hvaða ljósi varpar það á orð sköpunarsögunnar um drottn- un mannsins yfir náttúrunni? Hér er gamalt svar við þeirri spurningu sem mér virðist vera í anda Biblíunnar: Guð setti mannkynið yfir sköpunina og ætlaði því jörðina til afnota. Mannkynið er aftur á móti á jörðinni til að þjóna og tilbiðja Guð. Notkun þess á gæð- um náttúrunnar á að þjóna þessu markmiði. Syndin veldur því á hinn bóginn að menn verða uppteknir af þessum gæðum ekki fyrir sakir Guðs heldur fyrir sjálfa sig. Þeir taka að sækj- ast eftir hlutum eins og þeir væru markmið í sjálfum sér. Samstundis er hinni réttu skipan sköpunarinnar umturnað. Um leið og menn gera hluti að hinu endanlega markmiði sínu falla bæði þeir og veröldin úr réttum tengslum við hið góða. Þeir hlutir sem skapaðir voru til að þjóna mönnum verða umsvifalaust drottnarar manna og hjáguðir, sem þeir taka að lúta og þjóna. Menn verða jafnvel ófærir um að njóta hlutanna sem skyldi því um leið og menn gera sig háða þeim missa þeir sjálfstæðið, fjarlægð- ina og léttleikann sem nauðsynlegur er til að geta notið þeirra. Samkvæmt þessu ber ekki að skilja orð sköpunarsögunnar um að maðurinn geri sér jörðina undirgefna fyrst og fremst sem boðskap um leyfi sem menn fái frá Guði til að nýta náttúruauðlindir, að minnsta kosti ekki eins og Jakob og margir aðrir skilja það leyfi. Það ber að skilja þau andspænis hinum meg- invalkostinum sem menn hafa í lífinu, að menn geri sig undirgefna hlutunum, það er að segja, að hlutir og veraldleg öfl drottni yfir hugskoti þeirra, stýri hugsun þeirra og gerðum. Fyrir hinum trúaða er trú á Guð eina raunhæfa vörnin gegn slíkri undirgefni. Ekki geta allir samsamað sig þessari trúar- legu sýn en hún er hluti af kristinni hefð og sá sem ætlar að notfæra sér Biblíuna máli sínu til stuðnings verður að mínum dómi að gangast við henni. Hvað sjáum við þegar við lítum á okkar eigin samtíma í ljósi þessarar hefðar? Smeykur er ég um að óþægilega víða sjáum við merki um skurðgoða- og hjáguðadýrkun; um það að „hlut- irnir sitji í hnakknum og ríði mannkyninu“.2 Nærtækt er að nefna dæmi úr grein Jakobs. Í málsgreinunum á undan þeirri sem vitnað var til hér á undan lýsir Jakob því hvernig spurn eftir áli í heiminum muni fara vaxandi á næstu áratugum. Ástæðurnar segir hann einkum vera fólksfjölgun og iðnvæðingu þróunarlanda. Ál- notkun muni einnig aukast í núverandi iðnríkj- um, en mun hægar. Hún muni meðal annars aukast í flugvélasmíði vegna mikillar aukningar ferðamennsku. Þess verður hvergi vart að Jak- ob setji spurningarmerki við þessa þróun. Öðru nær. Það er fremur eins og hann sé að lýsa ein- hverju gefnu, einhverju sem við þurfum að beygja okkur undir og þjóna. Engu er líkara en að við séum að ræða um guðinn Eftirspurn. Þó er vart hægt að hugsa sér mannlegra fyrirbæri en eftirspurn. Og þótt Jakob gæti þess að tengja eftirspurn við mannlegar þarfir – því hann veit að með því fær eftirspurn siðferðilega réttlætingu – þá vita allir sem vilja vita að eft- irspurn á markaði miðast ekki við það eitt að uppfylla þarfir. Samfélagskerfið sem styrkst hefur í sessi á undanförnum áratugum á tilvist sína í bókstaflegum skilningi undir því að skapa sífellt nýjar og ófullnægðar langanir, og sífellt nýjar og kostnaðarsamari leiðir til að reyna að fullnægja þeim löngunum. Efnahag sólundað af heimsku Sanngjarnt er að benda á það að Jakob við- urkennir að hluta til að velmegunarsamfélög eigi í vanda. Hann segir að eftir að almennur efnahagur stórbatnaði í iðnríkjunum þá „veit fólk ekki sitt rjúkandi ráð“. En hann ber ekki kennsl á eðli og dýpt vandans. Það er margt til í því hjá Jakobi að við sólundum efnahag okkar vegna „heimsku og vankunnáttu“, óraunsæis og klaufaskapar. Hann sér hins vegar ekki hvernig það efnahagskerfi sem við höfum búið okkur til beinlínis hampar og þrífst á þessum brestum okkar. Og umfram allt sér hann ekki hvernig hans eigið hugarfar, og okkar flestra, felur oft í sér skurðgoðadýrkun sem skapar vandann fremur en að leysa hann. Við getum nú séð betur hvað er athugavert við nytsemisrök Jakobs. Okkur eru fengnir tveir kostir til að velja milli. Annað hvort virkj- um við hreinar og endurnýjanlegar orkulindir íslensku þjóðarinnar í þágu álframleiðslu eða við bregðumst siðferðilegri ábyrgð okkar gagn- vart bræðrum okkar og systrum annars staðar í heiminum, og gott ef ekki líka komandi kyn- slóðum. Ekkert rúm er gefið fyrir fleiri kosti. Ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að skyn- samt og siðferðilega ábyrgt fólk gæti með réttu neitað að láta heimsspurn eftir áli ákvarða rétt eða rangt og hvert beri að stefna. Allt andóf gegn kröfu markaðarins er fyrirfram dæmt sem siðleysi. En þetta eru óboðlegir afarkostir og röng mynd af því hvaða möguleikar eru í stöð- unni fyrir skynsamt fólk. Við getum haft að leið- arljósi annars konar lögmál en hið manngerða lögmál framboðs og eftirspurnar. Þetta lögmál gæti verið kærleiksboðorðið sem minnst var á áður, sem hvetur menn til að elska hinn sanna Guð, Guð sem þykist ekki vera annar en hann er, sem er ekki hjáguð er skrýðist búningi náungakærleika og hreinleika en er í raun manngerð eftirspurn. Þetta lögmál gæti líka verið hugsjón heimspekinnar um líf yfirvegunar og skynsemi, líf sem einkennist meðal annars af sjálfstæði, einfaldleika og undrun andspænis veruleikanum. Enn gæti það verið vistfræðileg hugsjón um að skilja ekki eftir sig dýpri spor í vistkerfum jarðarinnar en þessi sömu vistkerfi geta borið. Í öllum þessum tilfellum er rými fyr- ir heiðarlegt, skynsamlegt andóf gegn þeim öfl- um sem menn búa sér svo oft til og beygja sig svo skilyrðislaust undir. Og í þeim öllum er skilningur á því að það geti varðað skynsamt fólk miklu að taka ekki með eigin hendi þátt í verkum sem vinna þessum öflum lið og sýna þeim undirgefni. Djúpt í vestrænni menningu er fólgið minni um friðsamt, staðfast andóf gegn þeim fals- guðum og gerviverðmætum sem menn eru sí- fellt að búa sér til og gera sig handgengna. Við finnum slík minni til dæmis bæði í hinni kristnu og grísku rót menningarinnar, í mönnum á borð við Jesú og Sókrates. Að sjálfsögðu er andóf ekki hafið yfir allan vafa frekar en annað í mannheimum og undirrót þess er síður en svo alltaf göfug. Samt fullyrði ég að í heiminum eins og hann er birtist heilbrigð siðferðisvitund alltaf öðrum þræði sem andóf gegn þeim öflum sem ríka yfir manninum. Ég á ekki endilega við and- óf gegn spilltum, kjarklausum eða hug- sjónasnauðum stjórnmála- og kaupsýslumönn- um eða öðrum slíkum. Ég á ekki síður við andóf gegn ráðandi öflum í hugsun okkar sjálfra. Vandi okkar sem nú lifum er sá að við erum þrátt fyrir allt okkar ríkidæmi – eða vegna þess – orðin svo fátæk í anda og einsleit í hugsun að við getum varla orðað það fyrir sjálfum okkur lengur að slíkt andóf sé raunverulegur, skyn- samlegur möguleiki. Það er kominn tími til að endurvekja vitundina um þennan möguleika því bæði jörðin og mannfólkið sem á henni lifir þarf einmitt nú sárlega á henni að halda. Ég efast ekki eitt andartak um að við höfum góðar og gildar ástæður til að andæfa nytja- hyggju Jakobs og leggjast gegn því að íslensk- um dölum sé sökkt í nafni þess að systkini okkar annars staðar á hnettinum geti fengið sitt dag- lega ál. Við getum andæft vegna þess að menn- ing okkar er í blindgötu ósjálfbærra, mengandi framleiðsluhátta og neyslu sem nú eru farin að raska verulega lífsskilyrðum fólks á jörðinni, einkum hinna fátækari. Við getum andæft fá- ránleika þess að tengja sífellt aukna álfram- leiðslu við nauðsyn þess að aflétta neyð hinna fátæku í heiminum, þegar sú neyð tengist nær alfarið óréttlátum leikreglum í alþjóða- viðskiptum, misskiptingu auðs og spillingu. Við getum andæft hinu ráðandi verðmætamati sem einblínir á náttúruna sem uppsprettu auðs en viðurkennir hana ekki í raun sem uppsprettu til- gangs og merkingar, eða sem heilaga sköpun. Við getum andæft vegna þess að maðurinn hef- ur gert sig að þræli langana sinna í stað þess að njóta vitundarinnar í eigin brjósti um tilvistina og heiminn. Við getum andæft af mörgum ólík- um ástæðum. Og slíkt andóf er, þegar allt kem- ur til alls, heilbrigð og upprétt viðbrögð hinnar hugsandi, vitandi mannveru.  1. Sjá http://www.landvernd.is/natturuafl/fraedsluefni/ samskipti_manns.html 2. Orðalagið er fengið úr ljóði Ralphs Waldos Emerson, „Ode, Inscribed to William H. Channing“: „Things are in the saddle, And ride mankind“. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Þjófafoss í Þjórsá og Hekla „Hver Íslendingur getur ekki ætlað sér minni ábyrgð en hver íbúi fjölmennari landa á umhverfi heimsþorpsins.“ Er hnattræn skylda að virkja? Siðferðilegar spurningar um „skyldur“ gagn- vart náttúrunni eru til umræðu hér. Ber okk- ur að axla hlutverk samvisku heimsins þegar að orkuframleiðslu og -nýtingu kemur?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.