Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Í útlöndum er maður upp- réttur. Á götuhornum stendur maður tignarlegur og bíður eft- ir að ganga yfir torg og engi. Maður gengur með reisn, bæði af því húsin eru há og af því maður er gangandi. Meira að segja í jarðlestunum, neð- anjarðar sem þær þó vissulega eru, stendur maður teinréttur og heldur sér í lykkju í loftinu. Heima, aftur á móti, eyðir maður dög- unum ef ekki kengboginn yfir skrifborði og kvöldmat, þá álíka kengboginn inni í bíl – því allir eru á bíl – í umferð sem er alltof þung miðað við höfðatölu, hlust- andi á útvarpsstöðvar sem eru alltof heimskulegar miðað við greindarvísitölu. Jafnvel manneskja á reiðhjóli er reisn- arlegri en farþegi í bíl, sama þótt hún slúti yfir stýrið eða sé með buxnaskálm- arnar í hallærislegri teygju. Í útlöndum er maður meira vakandi. Jafnt í bókstaflegri merkingu – því húsið titrar í hvert skipti sem sporvagn fer hjá og varnar manni þannig svefns – sem og í yfirfærðri merkingu því: a) maður ratar ekki og er því alltaf að skruna sjóndeildarhringinn í leit að kennileitum b) skilti á öllum kaffihúsum vara við vasaþjófum, þess vegna kemur maður sér upp augum í hnakka og c) allt er nýtt, fegurðarskynið vinnur yfirvinnu. Í útlöndum er sérstaklega heppilegt þegar sjónvarpið talar útlensku, og er að auki leiðinlegt, það kemur í veg fyrir að tækið segulmagni til sín fókusinn og læsi mann í hliðarlegu í meðaldjúpum sófa. Og ennfremur: Í útlöndum snæðir maður óvart meira grænmeti því það kostar svo fá sent. Nú er allt framangreint miðað við ís- lenskt sjónarhorn, en á að sjálfsögðu við á hinn veginn. Útlendingar sem heim- sækja Ísland eiga alveg jafnt bifreið eða tvær heima hjá sér, en í Reykjavík standa þeir samt teinréttir á götuhorn- um því bílaleigubílarnir eru svo dýrir og lestarkerfið liggur niðri. Á íslenskum götuhornum, jafnvel uppi á háheiðum, standa þeir rjóðir í kinnum í litríkum úti- vistarjökkum og eru holdtekjur hreyst- innar … en heima. Þið ættuð að sjá þá heima hjá sér. Það er nefnilega rútínan sem mun allt lifandi drepa, ekki sjónvarpið sem slíkt, ekki einkabíllinn sjálfur, ekki rafknúnu tannburstarnir. Heldur zombíisminn sem fæst með því að vera alltaf á sama stað. Og nei, það þýðir ekki að ætla að við- halda líftórunni með því að skrá sig inn á líkamsræktarstöð og draugast þar alltaf upp á sömu gúmmírulluna – hlaupabrett- ið skilar manni ekki á neinn nýjan stað og leyfir engu að koma á óvart. Í því felst því engin æfing, þaðan af síður upp- lifun. Munið að engin almennileg rækt undanskilur hugann, einmitt þess vegna reyna allar alvöru íþróttir líka á útsjón- arsemi, viðbrögð og hámarks athygli. Þess vegna – já, ég veit – er skák íþrótt. Ég endurtek. Langbesta leið hvers- dagsmannsins til þess að finna fyrir sér í heiminum er að koma upp úr jörðinni með sót í nefinu á ókunnum krossgötum og klára sig þaðan. Þreifa á þúsund ára gömlum veggjum. Rífast við leigubíl- stjóra á tungumáli sem maður hefur aldrei talað áður. Ég endurtek. Segið ykkur úr pallapúlinu og pílatesinu – ára- mótaheitin eru farin í vaskinn hvort eð er – og kaupið ykkur flug og strigaskó. Sjá. Allt mun verða betra. Læst hliðar- lega UPPHRÓPUN Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com S tjórnmálaflokkar heyra ekki enn sögunni til en það skeið sögunnar þegar skipulag lýðræðisríkja byggðist á starfi þeirra er liðið. Það má vera að sumir upplifi fylgi- shræringar þessa dagana sem vís- bendingu um líflegt starf stjórnmálaflokka, en þetta er tímabundinn skjálfti sem hefur engin áhrif á meginþunga þróunarinnar. Hún stefnir aðeins í eina átt; til minni áhrifa stjórn- málaflokka á daglegt líf fólks. Sú tíð mun koma hér á landi sem annars staðar í löndum með góð lífskjör að einstaklingarnir krefjast þess að fulltrúar þeirra verði valdir á öðrum forsendum en flokkspólitískum. En ekki síst munum við krefjast þess að áhersluatriðin sem við horfum á í lagasetningu og umsýslu hins opinbera verði beintengd við framlög okkar til samfélagsins. Það er hræðilega gamaldags og raunar tragískt að láta fólk sem við erum ósammála í öllum greinum árum og jafnvel áratugum saman stjórna því hvernig skattframlagi okkar er var- ið. Í stað þess er að einblína á það óljósa sam- krull stefnumála sem myndar einn stjórn- málaflokk sjá æ fleiri að hagsmunir okkar sem einstaklinga eru oftast betur skilgreindir innan stofnana og félaga sem þrátt fyrir að standa ut- an hins opinbera miða engu að síður að því að hafa áhrif, jafnvel úrslitaáhrif, á lagasetningu og stefnumörkun í ákveðnum málaflokkum. Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að tortryggja slík samtök, til dæmis Grænfriðunga eða World Wildlife Foundation, en árangur UNIFEM, Amnesty International og baráttusamtaka gegn kynferðisofbeldi og klámi í að koma sjón- armiðum sínum á framfæri sýnir líka að það kvarnast nú hratt úr þessum mótstöðumúr gamla valdsins. Nýverið kom fram á sjónarsviðið hópur af þessari gerð sem nefnir sig Framtíðarlandið. Á tímabili gældi Framtíðarlandið við að láta þá miklu ógæfu henda sig að verða stjórn- málaflokkur og stíga þannig skrefið aftur til 20. aldarinnar. Það varð ekki enda sá tími þegar stéttastjórnmál vörðuðu land stjórnmálanna að baki. Áhrif Framtíðarlandsins sem þrýstihóps og samtaka munu verða miklu meiri en þeim hefði nokkurn tíma auðnast að hafa í líki stjórn- málaflokks. Fyrir vikið verða þessi samtök bet- ur í stakk búin til að koma upplýsingum á fram- færi, móta umræðuna og þrýsta á kjörna fulltrúa sem enn hópa sig saman innan stjórn- málaflokka. Þau fylgja þar í kjölfar fleiri slíkra aðila sem reyna að hafa áhrif á almenning og hið opinbera þessi misserin, hagsmunasamtök og félög á borð við Samorku, Landvernd, Samtök atvinnulífsins o.s.frv. Allt eru þetta fyrirbæri sem hafa með sannfærandi hætti sett fram grundvallarsýn á hvernig eigi að ráðstafa fé hins opinbera, hvernig eigi að lækka álögur, hvernig eigi að tryggja framtíð okkar og hvern- ig eigi að styðja við atvinnulífið eða gera líf borgaranna minna háð stjórnmálaflokkum. Eðlilega efast stjórnmálamenn um gildi þess- arar þróunar. Stjórnmálaflokkarnir og núver- andi stjórnmálakerfi munu berjast fyrir því að gera félagasamtök og einstaklingsmiðuð stjórn- mál tortryggileg og hættuleg og reyna að halda í flokkakerfið. Það er eðlilegt og óhjákvæmilegt. Því um leið og slík hagsmunasamtök breiða úr sér, taka yfir málaflokka og kynna þá með sama krafti og stjórnmálaflokkur í kosningaslag myndi gera er stærð þeirra og fyrirferð bein ógnun. Í því ljósi má skilja umræðuna um „Sátt- málann“, táknrænan gjörning Framtíðarlands- ins. Hefðbundin gagnrýni á „lobbíisma“ hefur falist í því að benda á að þar með séu miklir hagsmunir og mikið vald afhent fyrirtækjum sem beri enga siðferðislega eða félagslega ábyrgð. Þau leitist við að rýmka losunarkvóta, einkavæða vatnslindir, auðvelda rányrkju og framleiðslu heilsuspillandi vöruflokka. Gegn þessu hafa hægrisinnaðir stjórnmálamenn teflt því sjónarmiði að stjórnmálamenn eigi ekki að ráðskast með alla hluti og að nákvæm skilgrein- ing eignaréttarins sé oftast besta leiðin til að skera úr um deiluefni. Þegar „Sáttmálinn“ var birtur snerist þetta tafl hins vegar við: Hægri- sinnaðir stjórnmálamenn og „wannabe“- stjórnmálamenn halda uppi skothríð úr blogg- virkjum sínum á þá dularfullu huldumenn sem fjármagna markaðsherferð Framtíðarlandsins. Þeir spyrja: Má Framtíðarlandið það sem stjórnmálaflokkar mega ekki? Þetta eru eðlileg- ar spurningar frá sjónarhóli flokksstjórnmál- anna en sýna betur en nokkuð annað hina óhjá- kvæmilegu þróun: Að skeið stjórnmálaflokkanna er á enda runnið. Sáttmálinn Morgunblaðið/Eyþór Endalok flokkanna? „Sú tíð mun koma hér á landi sem annars staðar í löndum með góð lífskjör að einstaklingarnir krefjast þess að fulltrúar þeirra verði valdir á öðrum forsendum en flokkspólitískum,“ segir Kristján en hann telur að skeið stjórnmálaflokanna sé á enda runnið. FJÖLMIÐLAR » Þegar „Sáttmálinn“ var birtur snerist þetta tafl hins vegar við: Hægri- sinnaðir stjórnmálamenn og „wannabe“-stjórn- málamenn halda uppi skothríð úr bloggvirkjum sínum á þá dularfullu huldumenn sem fjár- magna markaðsherferð Framtíðarlandsins. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.