Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 3 Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com M eð tilkomu sjónvarps- tækninnar skapaðist neyð- arástand meðal japanskra kvikmyndaframleiðenda á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Svipað ástand hafði ríkt nokkru áður í Bandaríkjunum, þar sem hver nýtæknin á fætur annarri skaut upp kollinum til að lokka fólk í bíó, sbr. þrívídd- arsýningar og breiðtjöld, en stóru japönsku kvikmyndasamsteypurnar leituðu á önnur mið til að bjóða upp á öðruvísi sjónræna upplifun. Fyrstu ljósbláu kvikmyndirnar í Japan tóku að birtast á síðari hluta sjötta áratugarins þegar framleiðslufyrirtækið Shintoho brást við fjár- hagsvandræðum sínum með seríu af kaf- aramyndum á borð við Hefndargjörð Perlu- drottningarinnar (Revenge of the Pearl Queen, 1959) og Kvenkafararnir frá Draugasetri (The Girl Divers From Spook Mansion, 1959), sem voru ekkert minna en gagnsæjar afsakanir til að sýna hálfbert kvenfólk í efnislitlum sundbol- um. Í upphafi sjöunda áratugarins hafði kvik- myndaframleiðsla í Japan minnkað töluvert. Stórmyndir í líkingu við Rashomon (1950) og Sjö samúræjar (1954) voru hverfandi. Til að fylla í tómið hófu ólík smáfyrirtæki að þrusa út kynlífsmyndum og ofbeldisfullum glæpamynd- um sem gerðar voru fyrir lítinn sem engan pen- ing og af enn minni listrænni hugsjón. Það fór lítið fyrir þessum myndum og ritskoðunin var ekki ströng. Meginhöftin fólu í sér að gróft kyn- líf mátti ekki sýna opinskátt, auk þess sem að algjört bann ríkti við kynfærum og skapah- árum – þannig urðu japanskir leikstjórar og framleiðendur einkar færir í að dansa í kring- um reglurnar og sýna fulla nekt með því að fela ósiðlega líkamshluta á bak við blómapotta og stólbök. Um miðjan sjöunda áratuginn voru slíkar myndir búnar að ná taki á yfirborðinu. Meira en helmingur allra framleiddra kvikmynda í Japan var ljósblár á einn eða annan hátt. Þess- ar myndir urðu fljótlega þekktar sem „bleikar kvikmyndir“ (jap. „pinku eiga“). Þær voru op- inskáar, kynferðislegar og ljósbláar en aldrei jafngrófar og klám. Margar þeirra slógu í gegn í miðasölu, margfölduðu kostnaðarverðið og urðu vinsælar meðal almennings jafnt sem gagnrýnenda. En það voru ekki aðeins smáfyr- irtækin sem tóku þátt í æðinu – stór og rótgróin fyrirtæki á borð við Shochiku, Toei, Daiei og Nikkatsu framleiddu öll eigin línur af bleikum kvikmyndum. Algengt yrkisefni var að finna í jaðarsamfélaginu, með vændi, strípistöðum og samspili ofbeldis og kynlífs (S&M-fantasíur (sadó-masó) voru afar vinsælar), eða í klass- ískum bókmenntaverkum á borð við Sagan af Genji eða Draumur um rauða herbergið, sem urðu uppistaðan í erótíska undirgeiranum „ero retro“. Þrátt fyrir að myndirnar væru af ólíkum toga (bæði varðandi efni og gæði) áttu þær allar sameiginlegt að verða frægar fyrir sérstaklega furðulegar kynlífssenur, þar sem leikstjórarnir þurftu að beita ýmsum frumlegum aðferðum til að komast hjá ritskoðunarhnífnum. Og ekkert lát virtist vera á framleiðslu og eftirspurn. Af 495 kvikmyndum sem framleiddar voru árið 1969 voru 240 þeirra bleikar. Tímabilið átti sína gullöld um miðjan áttunda áratuginn og bleik framleiðsla hélt áfram langt inn á þann níunda, en þá færðist áherslan burt frá kvikmynda- húsum og yfir á myndbandamarkaðinn, þar sem hægt var að ganga enn lengra inn í myrka og skrítna kynlífsheima. Rómantískt klám Bleika tímabilið í japanskri kvikmyndasögu hefur gjarnan verið gagnrýnt fyrir niðrandi framsetningu á kvenhlutverkum. Donald Ric- hie, sem hefur skrifað mikið um japanska kvik- myndasögu, felldi kröftugan dóm yfir öllum geiranum sem niðurlægjandi í garð kvenna yfir höfuð. Vissulega er það að miklu leyti rétt, enda var meirihluti myndanna fjöldaframleitt rusl sem byggðist aðallega á kynlífsfantasíum karla og voru oftar en ekki þrælofbeldisfullar. Richie hefur eflaust sérstaklega átt við suddaleik- stjóra á borð við hinn alræmda Giichi Nishihara og myndir eins og Vinsamlegast nauðgið mér aftur (Please Rape Me Again, 1976) og Hrylli- legur öfugsnúinn sláturleikur (Grotesque Per- verted Slaughter, 1976). Á tímum bleiku mynd- anna hefur væntanlega verið erfitt að greina áhugaverða efnið úr ruslahaugnum, en með tímanum hafa ákveðnir leikstjórar og kvik- myndir fengið uppreisn æru og verið dregin upp úr klámdrullunni með nýtilfengnu listrænu gildi. Þar ber hæst að nefna kvikmyndalínu hins virta Nikkatsu-fyrirtækis sem er talin sýna fram á listrænt hámark bleika tímabilsins. Nikkatsu byrjaði snemma að framleiða bleik- ar myndir og hafði gert nokkrar af þekktari myndum sjöunda áratugarins, s.s. Holdshlið (Gate of Flesh, 1964) eftir Seijun Suzuki sem var ein fyrsta bleika myndin sýnd utan Japan. Bleiki geirinn lofaði svo góðu fjárhagslega að árið 1971 ákvað Nikkatsu, sem var á barmi gjaldþrots, að setja alla sína krafta í framleiðslu á slíkum myndum (auk þess að framleiða nokk- uð af barnaefni). Takmarkið var að eyða meiri peningum til að gera betri bleikar myndir en gekk og gerðist hjá öðrum fyrirtækjum – þó voru myndirnar hræódýrar miðað við stór- myndir meginstraumsins. Til að greina mynd- irnar frá öðrum „pinku eiga“ var línunni gefið nafnið „Nikku Roman Porno“ – sem þýðir ein- faldlega rómantískt klám frá Nikkatsu. Áætlað var að gera hverja mynd á tíu dögum fyrir lít- inn pening og notast aðallega við sama leikara- og tæknilið. Eina klámskilyrðið var að hafa kynlífsatriði á tíu mínútna fresti – utan þess var leikstjórum frjálst að fara eigin leiðir. Þetta leiddi af sér ógrynni af sérkennilegum myndum sem eru ekki endilega erótískar í grunninn þótt frásögnin sveigi inn á þær brautir til að þóknast tíðarandanum. Fyrstu myndir Nikku Roman Porno slógu í gegn hjá áhorfendum en á öðru framleiðsluári þeirra lenti fyrirtækið í málaferlum vegna tveggja umdeildra kvikmynda. Réttarhöldin vörðu í heil átta ár en dugðu ekki til að minnka þrótt Nikkatsu. Næstu tólf árin framleiddi stúdíóið helling af efni – stundum allt að sjö kvikmyndir á mánuði. Árið 1973 hófst fram- leiðsla á S&M-kvikmyndum og smátt og smátt myndaðist orðstír í kringum Nikkatsu sem fyr- irtæki sem þorði að taka áhættu. Ungt og til- raunaglatt hæfileikafólk tældist til þeirra og með nýju blóði og nýjum hugmyndum tókst Nikkatsu að koma í veg fyrir stöðnun og end- urtekningu. Meginhluti þeirra bleiku leikstjóra sem voru frægir heima fyrir á sínum tíma hafa verið nær óþekktir vestanhafs þar til á síðari árum, en eftir að Nikkatsu-myndirnar hafa nú fest sig í sessi sem költ-fyrirbæri eru nöfn á borð við Tatsumi Kumashiro loks að rata inn á blaðsíður kvikmyndasögubóka. Konungur Nikkatsu Kumashiro (1927–1995) fæddist inn í ríka fjöl- skyldu í Kyushu og var ávallt í uppreisn gegn forréttindastöðu ættarinnar. Gegn vilja fjöl- skyldunnar hélt hann í nám að læra bók- menntir í Tókýó 1945. Hann vildi verða skáld- sagnahöfundur og byrjaði að vinna við kvikmyndir hjá Shochiku-fyrirtækinu 1952 til að halda sér á floti peningalega. Hann færði sig yfir til Nikkatsu 1955. Kumashiro vann sem að- stoðarleikstjóri og handritshöfundur áður en honum tókst að vinna sig upp í að leikstýra fyrstu mynd sinni, sem kolféll í miðasölu 1968. Hann var lækkaður í tign og settur í stöðu að- stoðarleikstjóra á ný. Þegar Nikkatsu færði sig alfarið yfir í bleiku myndirnar kusu sumir leik- stjórar að hætta vinnu í stað þess að leikstýra klámi. Þá fékk Kumashiro annað tækifæri til að sýna hvað í honum bjó. Hann nýtti sér frelsið sem fólst í umgjörðinni og vann með bleika geirann til að fjalla um málefni og aðstæður sem vöktu áhuga hans. Kvikmyndir Kumashiro slógu strax í gegn og fljótlega var hann orðinn þekktur sem konungur rómantískra klám- mynda. Hann lauk við 34 myndir á ferlinum. Kumashiro tókst að laga kynlífsatriðin að alls kyns efnivið – dramatík, gríni, satíru, sam- félagsádeilu – og taldi klámgeirann bjóða upp á meira tjáningarfrelsi varðandi inntak og sögu- efni en nokkur önnur kvikmyndahefð. Skyldu- kynlífsatriðin voru engin fyrirstaða, en pen- inga- og tímaleysið var erfiðara viðureignar. Hann þurfti að skjóta myndirnar hratt og ódýrt, breyta hindrunum í kosti frekar en galla, og nota fjárhagsvandræðin til að móta eigin sérstöðu. Myndir Kumashiro einkennast af óhefðbundnum frásagnarstíl, með einfaldar sviðsmyndir, fjölda af útitökum, lítið af nær- myndum eða margþættum klippingum (mikið um langar tökur og stillimyndir) og lágmarks- hljóðvinnslu, svo eitthvað sé nefnt – allt til að spara peninga. Þannig varð til raunsær og lif- andi söguheimur, á köflum með súrrealískum blæ, þar sem einfaldleikinn og naumhyggjan ráða ríkjum. Kumashiro var þekktur fyrir groddalegt myndefni, svartan húmor og stjórn- málalegar tilvísanir. Sögusvið myndanna er gjarnan á jaðri samfélagsins, þar sem úir og grúir af verkafólki úr neðri stéttum, strípidöns- urum og vændiskonum, og kynlífið verður leið til að sleppa burt úr grámygluðum veruleika. Fjalakötturinn sýnir þrjár kvikmyndir eftir Kumashiro á næstunni. Ástarinnar krókaleið (Twisted Path of Love, 1973) er gott dæmi um hvernig Kumashiro tekst að flétta kynlífs- atriðum saman við óhefðbundinn söguþráð í stað þess að troða þeim þar inn af handahófi. Myndin er samblendingur gríns og alvarleika þar sem kynlífið leikur hlutverk út af fyrir sig. Veröld geisjunnar (World of Geisha, 1973) ger- ist árið 1918 og sögusviðið er geisju-vændishús. Myndin vakti sérstaka athygli franska leik- stjórans François Truffaut á sínum tíma, sem lofaði verkið fyrir að upphefja kvenleika og gera grín að karlmannlegri heimsku. Ólíkt flestum verkum bleika tímabilsins hafa myndir Kumashiro gjarnan verið taldar fjalla um kon- ur af virðingu og aðdáun. Frægust þeirra er Rauðhærða konan (The Woman With Red Ha- ir, 1979), sem var valin fjórða besta japanska kvikmynd áttunda áratugarins af hinu virta japanska tímariti Kinema Jumpo árið 1994 og er gjarnan talið eitt besta dæmið frá gullöld Nikku Roman Porno. Fjalakötturinn heldur kvikmyndasýningar alla sunnudaga og mánudaga í Tjarnarbíói. Nánari upplýsingar á www.filmfest.is. Veröld geisjunnar Myndin gerist árið 1918 og sögusviðið er geisju-vændishús. Myndin vakti sérstaka athygli franska leikstjórans François Truffaut á sínum tíma, sem lofaði verkið fyrir að upphefja kvenleika og gera grín að karlmannlegri heimsku. Myndin Kumashiro einkennast af óhefðbundnum frásagnarstíl, t.d. með einfaldar sviðsmyndir, fjölda af útitökum og lítið af nærmyndum. Bleikir draumar Þrjár kvikmynda japanska leikstjórans Tats- umi Kumashiro verða teknar til sýningar í Tjarnarbíói nú um helgina á vegum Fjala- kattarins. Af því tilefni er við hæfi að fjalla stuttlega um feril leikstjórans og hið und- arlega „bleika“ tímabil sem hann átti þátt í að festa á blöð kvikmyndasögunnar. Höfundur er kvikmyndafræðingur. »Kumashiro tókst að laga kynlífsatriðin að alls kyns efnivið – dramatík, gríni, sat- íru, samfélagsádeilu – og taldi klámgeirann bjóða upp á meira tjáningarfrelsi varðandi inntak og söguefni en nokkur önnur kvikmyndahefð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.