Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Vegna mikillar velgengni kvik-myndarinnar 300 í kvikmynda- húsum um heim allan eru Frank Miller og félagar farnir að huga að gerð framhaldsmyndar. Eiginleg framhaldsmynd yrði það nú reyndar ekki þar sem allir þeir 300 Spartverjar sem í myndinni sjást láta lífið í mynd- inni, sem segir frá hetjulegri baráttu Spart- verjanna við fjöl- mennan her Persa við Laugaskörð. Myndin er gerð eftir teiknimynda- sögu Millers og hann er sagður hafa fullan hug á að gera aðra mynd byggða á einhverjum hluta á sögu Grikkja. Af því verður þó ekki alveg strax þar sem verið er að vinna að fram- haldsmynd Sin City, sem einnig er gerð eftir sögu Millers.    Leikstjórinn Bryan Singer (TheUsusal Suspects, X-Men) er nú með í bígerð stríðsmynd sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er byggð á handriti Christopher McQuarrie og Nathan Alexand- er en þar segir frá sannsögu- legum atburðum þegar flokkur Þjóðverja hugðist ráða Adolf Hitler af dögum þegar heimsstyrjöldin stóð sem hæst. United Artists mun dreifa myndinni en með aðal- hlutverk fer að sögn sérfróðra Tom Cruise. Nokkuð langt er síðan sást til kauða á hvíta tjaldinu, eða ekki síðan í Mission Impossible III. Það mun vera í nógu að snúast hjá Singer næstu misseri því auk þess- arar myndar vinnur hann nú að gerð framhaldsmyndar Superman Ret- urns, sem ber heitið Superman: The Man of Steel.    Margir bíða eflaust spenntir eftirfrumraun Simpson fjölskyld- unnar á hvíta tjaldinu en síðar í sum- ar verður The Simpsons Movie frumsýnd. Lítið hefur verið gefið upp um söguþráð myndarinnar og lét Matt Groening, teikn- ari, skapari og framleiðandi þáttanna, lítið uppi í viðtali við kvikmynda- tímaritið Pre- miere á dög- unum. „Ég ætla ekki að segja frá sögu- þræðinum en í honum má meðal annars finna ást og enda alheimsins,“ sagði hann og bætti við að nánast hver einn og ein- asti íbúi hins teiknaða Springfield- bæjar komi fram í myndinni. „Það er talsvert um pólitíska ádeilu í myndinni,“ upplýsti Groen- ing þó einnig í áðurnefndu viðtali og bætti við að hann lofaði ljótari munnsöfnuði og meiri nekt en í sjón- varpsþáttunum. „En ekki verða of spennt, þetta er manneskja sem maður vill frekar sleppa við að sjá nakta.“    Leikstjórinn Stuart Rosenberglést í vikunni, 79 ára að aldri. Rosenberg er trúlega þekktastur fyrir myndir á borð við The Amity- ville Horror og Cool Hand Luke, sem skartaði Robert Redford í aðal- hlutverki. Sú síðarnefna var fyrsta mynd Rosenbergs á ferlinum en The Amityville Horror, sem gerð var ár- ið 1979, hefur getið af sér hvorki meira né minna en sex framhalds- myndir. Banamein hans var hjartaáfall. KVIKMYNDIR Frank Miller. Matt Groening. Bryan Singer. Ellin er sko ekki fyrir neina aukvisa,“sagði draugurinn. Það er rétt, enda tal-aði hann af reynslu.Ellin er ókei ef maður heldur heils- unni, er algengt viðkvæði. Gallinn er sá að ellin er í eðli sínu hrörnun og hrörnun er í eðli sínu heilsu- tap. Ég man ekki hvort það var draugurinn, en ein- hver sagði: Ellin er eini sjúkdómurinn sem maður vill ekki fá lækningu við. Það er ekki endilega satt. Er þetta ekki verðugt dramatískt viðfangsefni fyrir kvikmyndir, ellin og áhrif hennar á jafnt innra líf fólks sem ytra, ekki síður en uppáferðir unglinga og bílveltur? Yfirleitt er eldra fólk í kvikmyndum, eins og í raunveruleikanum, aukapersónur, hangir utan á sögunni, gjarnan sem einhvers konar sérviskulegt krydd. Þetta helgast eflaust af því að framleið- endur og þar með bíóin í heiminum, ekki síst hér- lendis, hafa ákveðið að aðalfólkið, aðalpersónurnar í kvikmyndum ekki síður en í lífinu sjálfu, sé ungt fólk. Þessi markhópahyggja er nánast búin að hrinda endanlega frá sér heilu kynslóðunum af bíó- gestum. Bíóin eru mestanpart samkomustaður fyrir kjöraldurinn fimmtán til þrjátíu og fimm. Ég hef margoft áður vakið athygli á þessari skamm- sýni. En hún er til marks um hvað þjóðfélag okkar telur aðal og hvað auka. Önnur ástæða kann að vera sú að líf og hlut- skipti eldra fólks teljist ekki eins hreyfanlegt og þess sem yngra er. Í því sé ekki nægileg „aksjón“ fyrir kvikmyndaformið. Gamla fólkið eigi, sem við- fangsefni, betur heima í leikhúsi. Sendum þau þangað. Ónei, sendum frekar þá kvikmyndaspekúlanta, sem svona hugsa, í endurhæfingu. Þeim mun þakklátari og ánægjulegri eru und- antekningarnar. Í bresku kvikmyndinni Venus, sem það prýðilega framtak Græna ljósið sýnir í Regnboganum, eru aðalpersónurnar tveir heldri borgarar og meginviðfangsefnið vinátta þeirra og samskipti við frekan en utangátta fulltrúa yngri kynslóðar. Venus nýtur fínstillts leiks undir for- ystu snillingsins Peters O’Toole og handrits Ha- nifs Kureishi. Venus er líka athyglisverð fyrir þær sakir að hún gerir ráð fyrir því að eldra fólk hafi kynhvöt sem beinst getur í óvæntar áttir, rétt eins og kynhvöt yngri borgara, og það sé ósköp eðlilegt. Sama viðfangsefni kannaði Kureishi í enn eft- irminnilegri mynd, The Mother, sem hér var sýnd fyrir nokkrum árum. Þar var kynlífssamband roskinnar konu og yngri manns þungamiðja mann- legrar sögu, sem hvorki fann einfaldar lausnir né baðst afsökunar á sjálfri sér. Ástir eldra fólks eru ekki nýlunda í kvikmynd- um, þótt kynlíf þess sé það. Íslendingar eiga t.d. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór og í Fíaskó, fyrstu mynd Ragnars Bragasonar, voru þær eitt efnisstefið. Á áttunda áratugnum var ástarsam- band eldri konu og yngri karls söguefnið í Harold and Maude eftir Hal Ashby. Óttinn við ellina og lífsseigla gamals ástarsambands fengu smekklega en ekki sérlega djúprista umfjöllun í On Golden Pond (1981); það var einkum leikur Henrys Fonda og Katharine Hepburn í hlutverkum gömlu hjónanna sem lyfti henni upp úr meðalmennsk- unni. Dramatískari og örlítið vandamálakenndari voru dönsku leikstjórarnir Kaspar Rostrup með Dansen med Regitze (1989) og Bille August með En sang for Martin (2001), þar sem áhrifin af hrörnun ellinnar á ástina eru í sjónarmiðju. Og Smultronstället Ingmars Bergman (1957) og The Straight Story Davids Lynch (1999) eru minn- isstæðar lofgjörðir til efri áranna, reisnar þeirra og trega. Því: Það er ekki heiglum hent að eldast. Maður verður alltaf jafn reiður þegar stjórnmálamenn, sem tryggt hafa sjálfum sér bestu fáanlegu eft- irlaunakjör, fara í vörn fyrir það ömurlega kerfi sem venjulegt eldra fólk er ofurselt. Svona eigum við ekki að koma fram við „heilagt fólk“ eins og góður maður nefndi foreldra okkar, afa og ömmur, réttilega. Samt er þetta veruleikinn. Ofannefndar bíómyndir, og ýmsar fleiri, eru hins vegar til marks um það, að æskudýrkunin skilar, þegar allt kemur til alls, lotlegri, tíðinda- lausari og þreytulegri verkum en stopult fram- boðið af eldri borgurum. Það stafar ekki af því að æskan sé ómerkilegra viðfangsefni en ellin, fjarri því. Ástæðan er miklu fremur sú að viðfangsefninu hefur verið jaskað út áratugum saman. Kvik- myndaiðnaðurinn, umfram allt í Hollywood, hefur ekki fundið á því nýjar eða öðruvísi hliðar heldur látið nægja naglasúpugerð úr gömlum klisjum og formúlum. Fólk helst illa í markhópum. Og er það ekki skemmtileg þversögn að í þessu samhengi er hið gamla nýrra og ferskara en hið unga? Ungu markhóparnir eiga, vonandi, eftir að verða gamlir markhópar. Þá þarf að vera fyrir hendi framboð handa þeirri eftirspurn. Framboð heldri borgara SJÓNARHORN » Yfirleitt er eldra fólk í kvik- myndum, eins og í raunveru- leikanum, aukapersónur, hangir utan á sögunni, gjarnan sem ein- hvers konar sérviskulegt krydd. Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is T uttugu og sex ára að aldri sló Soder- bergh í gegn með sinni fyrstu mynd Sex, Lies and Videotapes, sem öll- um að óvörum hlaut gullpálmann í Cannes árið 1989. Titillinn er afar lýsandi fyrir myndina sem fjallar um samskipti kynjanna, þar sem koma við sögu myndbandsupptökur af nærgöngulum viðtölum. Myndböndin eru hér lykilþáttur og skapa mynd- inni sérstöðu, þar sem tengsl þeirra og persón- anna eru markvisst skoðuð. Sex, Lies and Vid- eotapes fjallar öðrum þræði um áhrif hins myndræna miðils á bæði þann sem myndar og þann sem myndaður er. Ef einhverjum lesenda þykja þetta kunnugleg stef úr höfundarverki Wim Wenders má nefna í framhjáhlaupi að hann var einmitt forseti dómnefndarinnar í Cannes árið 1989. Þessi áhersla á sjálfan miðilinn átti eftir að vera leiðandi stef í kvikmyndagerð Soderbergh allt fram til dagsins í dag þótt hún birtist í marg- víslegu formi. Í hans næstu mynd Kafka (1991) vék hráleiki Sex, Lies and Videotapes fyrir afar stílfærðri framsetningu þar sem kvikmyndasagan virtist vera fyrirmyndin miklu fremur en raun- veruleikinn. Underneath (1995) var óbein end- urgerð á rökkurmynd Robert Siodmak Criss Cross (1949), og Schizopolis (1996) var stúdía á hvers konar merkingarsköpun. Allar áttu þær sameiginlegt að hljóta misjafnar viðtökur hjá gagnrýnendum, og njóta lítillar hylli meðal al- mennings. Með sinni næstu mynd tók Soderbergh skarpa u-beygju af jaðrinum og tók stefnuna beint í miðju amerískrar kvikmyndagerðar. Öngþveiti Out of Sight (1998) var bráðfjörugur krimmi gerð- ur eftir skáldsögu Elmore Leonard sem skartaði George Clooney og Jennifer Lopez í aðal- hlutverki. Þótt vigt og þungi margra fyrri mynda Soderbergh væri víðs fjarri, var myndin einnig um margt ólík hefðbundnum Hollywood- krimmum sakir áherslu á stílræna útfærslu. Andi Quentin Tarantino (en árið áður var frumsýnd að- lögun hans í sögu Leonard Rum Punch sem Jac- kie Brown) svífur óneitanlega yfir vötnum og það er sem Soderbergh sé að segja: Sjáið, ég get þetta léttilega líka. Í kjölfarið fylgdi The Limey (1999), sem rakti stílfærða krimmahefð langt aftur fyrir daga Tarantino. Þótt vel mætti kalla The Limey hans bestu mynd kolféll hún í miðasölu. Soder- bergh var þó aftur á allra vörum árið 2001 er hann varð fyrsti leikstjórinn síðan 1939 (Michael Cur- tiz) til að hljóta tvær tilnefningar fyrir bestu leik- stjórn sama árið. Jafnframt voru bæði Erin Brockovich (2000) og Traffic (2000) tilnefndar sem besta mynd, en lutu í lægra haldi fyrir The Gladia- tor (2000). Soderbergh fékk þó óskar fyrir leik- stjórn sína á Traffic og dembdi sér í framhaldi í gerð tveggja endurgerða sem áttu reyndar annars lítið sameiginlegt. Oceańs Eleven (2001) var end- urgerð samnefndrar myndar Frank Sinatra, Dean Martin og annarra meðlima The Rat Pack þar sem skemmtigildið var í hávegum haft, en Sol- aris (2002) var endurgerð heimspekilegs vís- indaskáldskapar Andrei Tarkovsky. Þeirra á milli frumsýndi hann hraðsoðna mynd Full Frontal (2002), sem gerði það að leik sínum að útmá mörk leikara og persóna. Líkt og hún var Bubble (2005) tekin upp á stafræna upptökuvél og byggði mest- megnis á spuna. Hún vakti þó fyrst og fremst at- hygli fyrir nokkuð byltingarkennda dreifingu þar sem hún var frumsýnd á háskerpustöðinni HDNet Movies og gefin út á DVD-mynddisk að- eins nokkrum dögum síðar. Þótt þessi tilraun muni hafa mestmegnis mistekist minnir hún okk- ur á að tilraunir Soderbergh með miðillinn eiga sér ekki einungis stað innan mynda hans heldur einnig í framleiðsluumhverfi þeirra. Þjóðverjinn góði Þessi nýja mynd Soderbergh er um margt sam- bræðingur kunnuglegra áherslna úr eldri mynd- um hans en þó með breyttri áherslu. Hún er ekki hefðbundin endurgerð annarrar myndar, líkt og Underneath, Oceańs Eleven og Solaris, heldur reynir Soderbergh að framkalla stíl liðins tíma – stúdíó-kvikmyndagerð fimmta áratugarins. So- derbergh nægir þó ekki að líkja eftir sögulegri kvikmyndagerð, líkt og í Kafka og The Limey, heldur notar hann í öllum meginatriðum kvik- myndatækni 5. áratugarins. Í The Good German neitar hann sér t.a.m. um nútíma lýsingu og hljóð- upptöku sem og aðdráttarlinsur, og notar þess í stað fyrst og fremst gleiðar linsur. Hér birtist sem sagt einnig sterk áhersla á sjálft upptökuferlið og hvernig það mótar sjálfan efniviðinn – sem við höfum rakið allt aftur til Sex, Lies and Videotapes þótt með öðrum hætti sé. Kvikmyndafræðingurinn David Bordwell, ein- hver helsti sérfræðingur í stíl Hollywood-mynda klassíska skeiðsins, leggur á heimasíðu sinni mat hvernig til hefur tekist í The Good German. Hann er afar áhugasamur um þessa tilraun, en þykir nokkuð vanta upp á að Soderbergh takist það sem lagt var upp með. Hann nefnir að Soderbergh nýti sér ekki rýmið sem gleiðlinsan og sterk lýsingin bjóða upp á, og að klippingin sé með hefð- bundnum hætti mynda dagsins í dag og alltof hröð samanborið við fimmta áratuginn – sérstaklega í hasaratriðum. Enn fremur segir hann andstæður svarts og hvíts vera of ýktar, og að tilraunakennd sögumannsröddin eigi sér frekar fyrirmynd í sam- tímamyndum Wong Kar-wai en rökkurmyndum fimmta áratugarins. Líkt og mörgum gagnrýn- endum þykir Bordwell þessi leikur með tæknina skyggja ansi mikið á upplifun sjálfrar sögunnar. Svo kann vel að vera en tilraunin er athyglisverð í sjálfu sér og það verður spennandi að berja Þjóð- verjann góða augum. Kvikmyndamiðillinn í forgrunni Um þessar mundir er verið að frumsýna hér- lendis nýjustu mynd Steven Soderbergh, The Go- od German, en við gerð hennar fór leikstjórinn ótroðnar slóðir líkt og oft áður á farsælum ferli. Góði Þjóðverjinn „Þessi nýja mynd Soderbergh er um margt sambræðingur kunnuglegra áherslna úr eldri myndum hans en þó með breyttri áherslu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.