Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 9
Hún fór úr 3.100 sæta sal í 2.265 sæta sal. Annað starfsárið í nýju húsi voru tónleikar 168 og á síðasta starfsári voru tónleikarnir 177. Þremur árum eftir flutningana hafði tón- leikum hljómsveitarinnar því fjölgað um 65 eða sem svarar rúmlega einu starfsári hjá SÍ. Eftirspurn eftir tónleikum hljómsveitarinnar jókst því til muna við að flytja í hið nýja tón- listarhús. Til samanburðar má benda á að í nýja Tón- listar- og ráðstefnuhúsinu sér Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri SÍ, fram á að tón- leikum sinfóníuhljómsveitarinnar muni fækka eitthvað. Samkvæmt stefnumótun sem unnin var starfsárið 2001–02 er stefnt að því að í lok stefnumótunartímabilsins, starfs- árið 2008–09, verði tónleikar hljómsveit- arinnar orðnir 68. Í nýja húsinu reiknar Þröstur með að tónleikar hljómsveitarinnar verði á bilinu 50–60. Þessi fækkun skýrist af stærð salarins, sem gefur hljómsveitinni ekki færi á að endurtaka tónleika. Í Háskólabíói eru Vínartónleikarnir til að mynda oft fernir en yrðu í mesta lagi tvennir í nýju húsi. LA Phil kynnir … Flutningur fílharmóníunnar hafði ekki ein- ungis þau áhrif að auka ánægju og fjölda áheyrenda heldur breytti hann starfsemi hljómsveitarinnar á marga vegu. Það var ekki eingöngu aukið við tónleika og fjöl- breytni heldur var nýtt fyrirtæki, „LA Phil Presents“, kynnt til sögunnar. Fyrirtækið byggist í raun á gömlum grunni sem hljóm- sveitin og rekstrarfyrirtæki hennar, Los Angeles Philharmonic Association, höfðu lagt. Markmið þess var að hugsa út fyrir ramma hljómsveitarinnar og ná með ágeng- um aðferðum og aðgerðum til nýrra áheyr- enda sem standa fyrir utan hinn hefðbundna hóp tónleikagesta. Mótað var nýtt hugtak ut- an um starfsemina í tengslum við flutninginn. Talið var að Los Angeles Philharmonic Orc- hestra hefði svo eindregna skírskotun í klass- íska tónlist að það fæli i sér of einhliða skila- boð til nýrra áheyrenda sem verið væri að höfða til. Ákveðið var að setja fram nýtt „brand“ eða vörumerki sem byggðist á gælu- nafni hljómsveitarinnar og hefði þar af leið- andi yfir sér afslappaðri tón. Tilgangur LA Phil Presents er að vera nokkurs konar gæðastimpill á þá tónlist sem hleypt er inn í húsið. Með því að La Phil stendur fyrir og kynnir ekki aðeins sína eigin tónleika, heldur einnig tónleika utanaðkom- andi listamanna og hljómsveita í húsinu, geta áheyrendur gengið að því vísu að það sem fram fer og boðið er upp á tryggi ánægjulega tónlistarupplifun. Þess er hins vegar vandlega gætt og lögð sérstök áhersla á að hlutverk og hlutur Los Angeles-fílharmóníunnar sjálfrar sé alltaf miðpunktur starfseminnar í tónlistarhúsinu. Hið glæsilega Tónlistar- og ráðstefnuhús sem rísa mun í Reykjavík er ekki einungis ætlað fyrir tónlistarflutning Sinfón- íuhljómsveitar Íslands heldur er einnig gert ráð fyrir að í húsinu verði aðrir viðburðir. Yf- ir húsinu verður listrænn stjórnandi. Sam- kvæmt listrænni stefnu hússins sem birt er á heimasíðu tónlistarhússins verður húsið stærsti og vandaðasti samkomustaður fyrir menningarviðburði á Íslandi … sem er ætlað að auka gæði, aðgengileika og framboð menningarviðburða fyrir almenning … (ton- listarhus.is) En eins og nafn hússins gefur til kynna eru því ætluð fleiri hlutverk en að þjóna tónlistinni og menningunni. Einnig er boðið upp á „langbestu ráðstefnuaðstöðu“ sem til er á landinu, þar sem halda á alþjóð- legar ráðstefnur og þing, svo aftur sé vitnað í heimasíðu hússins. Sinfó kynnir … Ekki liggur fyrir hvernig samstarfi stjórnar Tónlistar- og ráðstefnuhússins og SÍ verður háttað. Þó kveða samningar á um sameig- inlega markaðssetningu SÍ og Tónlistar- og ráðstefnuhússins (TRH). Hagsmunir SÍ og TRH hljóta að vera hinir sömu, það er að fylla húsið af tónlist og lífi. Hér þarf SÍ að sjá tækifæri í að styrkja stöðu sína enn frekar í samstarfi við þá sem stýra húsinu. Hægt er að sjá fyrir sér að merkjum SÍ verði haldið á lofti sem nokkurs konar gæðastimpli á aðra menningarviðburði sem boðið er upp á, líkt og gert var hjá Los Angeles-fílharmóníunni. Þannig má styrkja ímynd hljómsveitarinnar í samfélaginu enn frekar. Þær raddir hafa heyrst að húsið ætti fremur að kallast Ráð- stefnu- og tónlistarhús en Tónlistar- og ráð- stefnuhús enda liggur fyrir að ráðstefnuhald verður veigamikill þáttur í rekstri hússins. Eins eru margir sem benda á að aðrar tón- listarstefnur hljóti að eiga sér athvarf í hús- inu ekki síður en sinfónísk tónlist. Sá mögu- leiki er því fyrir hendi að hljómsveitin verði undir í samkeppninni við aðra starfsemi inn- an hússins sæki hún ekki fram af krafti. Starfsemi tónlistarhússins verður án efa fjölbreytt og boðið upp á allar gerðir tónlist- ar. Hér þarf hins vegar forgangsröðunin að vera skýr. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verð- ur heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem þar mun stunda list sína. SÍ er einn af mátt- arstólpum íslensks menningarlífs. Í nýju húsi hefur hljómsveitin möguleika á því að eflast og dafna. Af ólíkri reynslu Hallé-hljómsveit- arinnar, Los Angeles-fílharmóníunnar og fleiri hljómsveita sem staðið hafa á svipuðum tímamótum má ýmislegt læra og ljóst að fyrir höndum er krefjandi verkefni hjá SÍ. Með markvissum undirbúningi, þar sem hugað er að sterkri listrænni stefnu og stjórn, sam- starfi rekstraraðila SÍ og TRH og öflugu fræðslu- og markaðsstarfi, hefur SÍ mögu- leika á að verða há- og miðpunktur í al- þjóðlegri ímynd og starfi Tónlistar- og ráð- stefnuhússins. igurför? Höfundur er verkefnisstjóri á skrifstofu menningar- og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ og flautuleikari.  Verk Franks Gehry Disney-höllin, sem teiknuð er af hinum virta arkitekt, Frank Gehry, er hönnuð með hljómburð í huga og sjónræn upplifunin af húsinu á að end- urspegla þann einstaka sköpunarkraft sem býr í Los Angeles borg.  Walt Disney Concert Hall Fyrsta starfs- árið í Walt Disney Concert Hall í Las Angel- es voru 157 tónleikar og sætanýting náði 94%. Salurinn tekur tæplega 2.300 gesti.  The Bridgewater Hall Hallé-hljómsveitin lenti í rekstrarerfiðleikum í kjölfar flutn- inganna í húsið en hefur rétt úr kútnum nú.    MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.