Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Jim Crace er ekki rithöfundur semfestir sig í hversdeginum í skrif- um sínum og svo er ekki heldur í nýjustu bók hans The Pesthouse en þar dregur höfundurinn fram hryllingsmynd af Bandaríkjunum í framtíðinni. Þetta eru dimmir tímar í kjölfar pestar og plágu, enda eru þjófagengi, sér- kennilegir trúar- hópar og hirðingjar áberandi í mannlífinu. Leifar iðnaðarsam- félagsins – borgarrústir og hrörleg- ar verksmiðjur – setja svip sinn á landslagið sem fornminjar, ekki menjar um nýliðnar hörmungar. Og þó það sé vissulega hægt að líta á The Pesthouse eingöngu sem dæmi- sögu geymir hún líka sýn á banda- ríska sögu og samtíð.    Framtíðin er líka sögusvið Chri-stopher Buckley í bók hans Bo- omsday þó hér sé aðeins litið ára- tugi, ekki árhundruð, fram í tímann. Yfirbragðið er líka öllu léttara en í skrifum Crace enda ekki laust við að farsakennd skrif Buckley minni nokkuð á P.G. Woodhouse. Kyn- slóðastríð er viðfangsefnið að þessu sinni og hér er það sárreiður blogg- ari sem er allt annað en sáttur við að þurfa að halda eftirstríðsárakynslóð- inni uppi í ellinni.    En frá framtíð til fortíðar. Net-bólan og fall hennar er við- fangsefni Joshua Ferris í hans fyrstu skáldsögu Then We Came to the End. Þar segir frá Hank Neary, auglýsingamanni, sem er að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem hann seg- ir vera „reiða litla bók um vinnuna“. Then We Came to the End er hins vegar hvorki lítil né reiðileg heldur bráðfyndin og hlýleg bók um fórn- arlömb netbólunnar og þann tíma þegar viðskiptavinir netfyrirtækj- anna voru lagðir á flótta og stjórn- endur tóku að segja starfsfólki upp án minnstu viðvörunnar.    Leni Riefenstahl var í mikluuppáhaldi hjá Adolf Hitler og hún hlýtur efalítið að teljast með umdeildustu kvikmyndagerð- armönnum sög- unnar. Sjálf sagði hún gjarnan að líf sitt og list væru helguð leitinni að fegurð. Í bók Jür- gen Trimborn sem heitir í enskri þýðingu Leni Riefenstahl: A Life er fjallað um ævi Riefen- stahl og mikið lagt upp úr því að ná staðreyndunum réttum, nokkuð sem skreytni kvikmyndagerðamannsins gerir allt annað en auðvelt.    Síðari heimstyrjöldin á einnig sinnþátt í nýjustu bók Clive James, Cultural Amnesia. Í viðtali við New York Times kveðst James hafa viljað skrifa um „heimspeki, sagnfræði, stjórnmálafræði og listir“ á sama tíma og hann fjallaði um hörm- ungarnar sem heimstyrjöldinni fylgdu. Útkoman er þó líklega öllu hversdagslegri en höfundurinn sjálfur ætlaði, því að þó að fjölbreytilegur smekkur James á há- jafnt sem lágmenningu gefi hon- um vissulega nokkra sérstöðu sem gagnrýnandi eru helstu áhrif Cult- ural Amnesia þau að vekja með les- andanum áhuga á að kynnast sjálfur öllum þeim hugsuðum og höfundum sem James nefnir í skrifum sínum. BÆKUR Jim Crace Clive James Leni Riefenstahl Eftir Hávar Sigurjónsson havars@simnet.is Umhverfismálin eru mál málanna. Allirvilja leggja orð í belg og er það vel.Umhverfismál eru ekki einkamálneins og umhverfi eins er umhverfi allra. Orðið sjálft er fallegt og felur í sér fyr- irheit um græna bala, heilnæmt loft og ferskt vatn. Ekki veit ég þó hvernig orðmyndin „að umhverfast“ tengist fyrri merkingunni en felur samt í sér þann leik að orðum að þeir sem eru hvað mest á móti umhverfissinnum virðast alger- lega umhverfast þegar á þá er minnst. Hverfi og hverfast eru orð sem vísa allt um kring, 360% gráður, ekkert er undanskilið hvernig sem menn snúa sér. Bakhliðin á Esjunni frá Reykjavík séð er framhliðin að norðan séð. Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndi í fyrri viku Draumalandið, leiksýningu byggða á bók Andra Snæs Magnasonar og varð mér tilefni til vanga- veltna um leikhús og leiklist og hvernig og til hvers má nota leiklistina. Meðan á sýningunni stóð rifjaðist upp fyrir mér útlistun úr ein- hverjum bókum á sérstakri tegund leikhúss í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og köll- uð var Agit-prop leikhús og þar var aðalforvíg- ismaður Erwin Piscator. Agit-prop er stytting á Agitation-propaganda og hefur verið þýtt sem Áróðursleikhús. Fremur neikvætt orð þó Pisca- tor teldi það jákvætt og þarf ekki að spyrja að leikslokum þar sem nasistar flæmdu hann og hans fólk á brott við fyrsta tækifæri enda mað- urinn sósíalisti og mannvinur, kannski umhverf- issinni, og hafði ekkert hlutverk innan þriðja rík- isins. Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu er milt áróðursleikhús. Sýningin er í merkilegu jafnvægi þar sem reynt er að halda fleiri en einu sjónarmiði á lofti þó ekkert fari á milli mála hver sannfæring leikaranna og höfunda sýningarinnar er. Hópurinn er umhverfissinnaður og vill veg ís- lenskrar náttúru sem mestan og bestan. Þetta er sett fram á beinan og skýran hátt; leikendur tala við áhorfendur, upplýsa þá og hafa jafnframt skoðun á efninu. Þetta er eins konar stefnumót leikhússins við áhorfandann, leikhúsið verður vettvangur umræðu, að vísu er ekki gert ráð fyr- ir að áhorfendur leggi orð í belg en það er stutt í það; ég get alveg séð fyrir mér að á einhverri sýningu geti einhver úr hópi áhorfenda ekki orða bundist og þá yrði gaman. Það er merkileg tilviljun að á sama tíma og Hafnarfjarðarleikhúsið færir upp Draumalandið skuli stærsta og ósvífnasta agit-prop sjónarspil eiga sér stað sem þjóðin hefur upplifað frá því að Landsvirkjun hætti að riðlast á okkur með Kárahnjúkavirkjuninni. Meðan Landsvirkjun fær sér letilega smók og fylgist með Hálslóni fyllast, þá tekur Alcan við og dregur ekki af sér í forleiknum að Stærra og betra álveri. Þar er ekki verið að gæta jafnvægis og halda fleiri en einu sjónarmiði á lofti. Þar er öllum meðulum beitt í krafti yfirburða fjármagns og aflsmunar og áróðurinn dynur á allri þjóðinni í öllum fjöl- miðlum landsins um leið og hamrað er á því að stækkun álversins í Straumsvík sé einkamál Hafnfirðinga. Ég hvet alla til að fara í Hafn- arfjörð og sjá báðar sýningarnar sem þar eru í gangi þessa dagana, mynda sér skoðun og taka afstöðu, og velta því svo fyrir sér hvernig bygg- ing stærsta álvers í Evrópu geti verið einkamál Hafnfirðinga. Maður hefur á tilfinningunni að Alcan fái sér stóran vindil 1. apríl. Áróðursleikhús í Hafnarfirði »Draumalandið í Hafnarfjarð- arleikhúsinu er milt áróð- ursleikhús. Sýningin er í merki- legu jafnvægi þar sem reynt er að halda fleiri en einu sjónarmiði á lofti þó ekkert fari á milli mála hver sannnfæring leikaranna og höfunda sýningarinnar er. ERINDI Eftir Höllu Kjartansdóttur hallak@msund.is F oreldrar sem hlaupast undan merkj- um, misbjóða börnum sínum eða valda ekki hlutverki sínu hljóta allt- af að skilja börn sín eftir á ber- svæði. Óvitaskapur eða sinnuleysi foreldranna gengur í arf rétt eins og ríkidæmi eða fátækt, kynslóð fram af kynslóð. Samfélagið allt getur orðið ofurselt slíku viðhorfi og þá eiga börnin ótryggt skjól. Tvær síðustu skáldsögur Auðar Jónsdóttur, Fólkið í kjallaranum og Tryggðarpantur, fjalla meðal annars um þetta áleitna og viðkvæma efni. Í víðari skilningi fjalla þær um aðskilnað af ýmsu tagi, hvort heldur sem er við ættjörð, fjölskyldu, foreldra eða barn, og það ríkir eins konar upplausnarástand í þeirri sam- félagsmynd sem þar er dregin upp. Sögurnar búa yfir ýmsum sameiginlegum þráðum sem freistandi er að rýna í og bera saman. Báðar sögurnar fjalla um konur um þrítugt en þar koma einnig fram fleiri kynslóðir kvenna, mæð- ur og ekki síst ömmur sem hafa haft varanleg áhrif á líf afkomenda sinna. Æska og uppvöxtur ungu kvennanna er ólíkur en þær eiga það sameiginlegt að foreldrar þeirra voru ekkert sérlega ábyrgir uppalendur eða tóku uppeldishlutverk sitt hátíð- lega og þær sitja uppi með tilfinningalega arfleifð sem skapar tómarúm og grefur undan öryggis- tilfinningu þeirra á fullorðinsárum. Annað sem sameinar þessar ungu konur er barnleysi þeirra sem er sjálfvalið hlutskipti enda þótt þær búi í raun báðar við kjöraðstæður til barneigna. Engu að síð- ur koma börn talsvert við sögu í báðum sögunum, bæði í tengslum við æskuminningar sögupersón- anna og börn sem ungu konurnar tengjast með ein- hverjum hætti á fullorðinsárum. Sögurnar fjalla því öðrum þræði um börn og misjöfn uppvaxtarskilyrði þeirra. Börn á bersvæði Þessar ungu barnlausu konur eiga það einnig sam- eiginlegt að lifa í öruggu skjóli efnahagslegrar vel- megunar sem þær hafa ekki þurft að hafa neitt fyr- ir að öðlast. Klara í Fólkinu í kjallaranum á alltaf vísa bankainnistæðu sambýlismannsins og Gísella í Tryggðarpanti hefur lengst af getað gengið í ótæm- andi sjóð ömmu sinnar sem hefur séð henni fyrir öruggri framfærslu. Öryggi þeirra er engu að síður afar brothætt. Tryggur efnahagur á fullorðinsárum virðist því duga skammt þegar innistæða barnæsk- unnar sem umhyggjusamir og ábyrgir foreldrar leggja til reynist vera rýr. En enda þótt hvorug þessara kvenna hafi átt sérlega sterkan bakhjarl í foreldrum sínum er æska þeirra fráleitt verri en gengur og gerist hjá þorra fólks og þess vegna á lesandi auðvelt með að spegla sig í þeim og það ger- ir sögurnar ennþá áleitnari. Það er fráleitt nokkur vandlætingartónn í sögunum og höfundur fer afar varfærnum höndum um söguefnið og lesandi á auð- velt með að fá samúð með sögupersónunum. Sögurnar lýsa fremur hversdagslegum hlutum í lífi þessara ungu kvenna, samskiptum þeirra við sína nánustu, vini, nágranna og sambýlisfólk. Þar er fjallað um sambýli, sambúð eða nábýli ólíks fólks þar sem reynir á margháttaða tillitssemi, skilning og umburðarlyndi. Í sögunum er tekist á um ólík lífsgildi og ýmsum spurningum velt upp um vara- sama fylgifiska velsældar og efnislegra allsnægta. Vitaskuld finn ég til með þeim sem þjást og ætla að hjálpa öðrum og greiða úr sem mestu á raunhæfan hátt en aðeins á mínum forsendum og svo fremi sem það komi ekki niður á mér, segir Svenni, ungi sambýlismaður Klöru í Fólkinu í kjallaranum (76– 77). En Gísella og vinir hennar í Tryggðarpanti ganga ennþá lengra í skeytingarleysinu um ann- arra hag og í þeirra hópi reynist afar djúpt á sam- kennd eða samúð með ,,þeim sem þjást“. Þegar slíkt viðhorf verður ráðandi í samfélagi er hætta á að mörg börn séu skilin eftir á bersvæði þar sem næðir um þau. Þetta sinnuleysi gagnvart börnum er raunar undirstrikað með ýmsum hætti í báðum sögunum. Þar fáum við að kynnast börnum sem búa við ótryggar heimilisaðstæður og óöryggi. Báðar ungu konurnar fá börn inn á heimili sín tíma- bundið sem þær tengjast tilfinningaböndum en börnin eru ofurseld aðstæðum mæðra sinna sem eru sannarlega engar kjöraðstæður. Þannig vekja þessar sögur lesanda til umhugsunar um hlutskipti barna í samfélaginu og þau misjöfnu uppvaxtarskil- yrði sem þeim eru búin. Hinir efnameiri Í Tryggðarpanti eru andstæður valda og valdaleys- is dregnar skýrum dráttum og söguna má auðveld- lega túlka sem allegóríska táknmynd þjóðfélags þar sem hinir efnameiri hafa alla þræði í hendi sér, leggja línurnar, setja viðmið og semja leikreglur eftir eigin duttlungum og til að tryggja eigin hags- muni. Gísella verður tákngervingur alls þessa þar sem hún kemur sér upp flóknu regluverki gagnvart konunum sem leigja hjá henni, sem þær eru nauð- beygðar til að gangast undir. Gísella veitir leigj- endum sínum aðeins skjól um hríð þegar það hent- ar henni en úthýsir þeim svo þegar sambúðin fer að reyna á þolrifin. Hún varpar leigjendum sínum á dyr þrátt fyrir að ein konan í hópnum sé með barn á framfæri og önnur gangi með barn og engin þeirra eigi í önnur hús að venda. Sjálf á Gísella sér öruggt húsaskjól en það er bara eins og skel utan um tómleikann sem umlykur hana í raun. Þetta upplýkst fyrir henni að lokum þegar hún áttar sig á hvaða afleiðingar vald henn- ar, viðhorf og regluverk hefur á barnið í hópnum, dóttur eins leigjendanna, sem hún hefur bundist til- finningaböndum. Samfélagsmyndin í Tryggðarp- anti er raunar afar kaldranaleg þar sem firring, tómlæti og tilfinningakuldi ræður för og náunga- kærleikur eða samkennd hefur umbreyst í eitthvað sem kallast viðskiptasamband eða gagnkvæmir hagsmunir. En þegar varnarlausu barni er stillt upp and- spænis slíku viðhorfi vakna ýmsar áleitnar spurn- ingar. Hagsmunir þess eru engan veginn tryggðir í samfélagi sem hegðar sér eins og duttlungafullur leigusali sem úthýsir sumum en dekrar við aðra og setur viðskiptahagsmuni ofar öllu. Þannig er mun þyngri undiralda í Tryggðarpanti en í Fólkinu í kjallaranum en í báðum sögunum er spurt áleitinna grundvallarspurninga um það hvort samfélagið sé í raun þess umkomið að veita börnum sínum öruggt skjól og hvort skeytingarleysi um þeirra hag reyn- ist ekki dýrkeypt þegar fram í sækir. Að úthýsa barni Skáldsögur Auðar Jónsdóttur, Fólkið í kjall- aranum og Tryggðarpantur, búa yfir ýmsum sam- eiginlegum þráðum sem freistandi er að rýna í og bera saman. Báðar sögurnar fjalla um konur um þrítugt en þar koma einnig fram fleiri kynslóðir kvenna, mæður og ekki síst ömmur sem hafa haft varanleg áhrif á líf afkomenda sinna. Morgunblaðið/ÞÖK Auður Jónsdóttir Sögur hennar, Fólkið í Kjallaranum og Tryggðapantur, vekja lesanda til umhugs- unar um hlutskipti barna í samfélaginu og þau misjöfnu uppvaxtarskilyrði sem þeim eru búin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.