Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 31. 3. 2007 81. árg. lesbók SNAUÐIR OG SNOÐNIR KVEÐSKAPUR VESTUR-ÍSLENDINGA ER DAPURLEGUR VITNISBURÐUR UM VIÐHORF ÞEIRRA TIL INDJÁNA » 8-9 Ráðherrar útdeila peningum almennings í hitt og þetta vinsældajukk » 10 Þ egar ég var lítil stelpa, þá bjó ég nú á mjög góðum stað hvað veður snerti. Í vondum veðrum var alveg svakalegt, hristist allt og nötr- aði og maður lá vakandi á nóttunni og hugsaði hvað yrði ef húsið fyki út í sjó. Jú jú, ég bara bjó til skip úr því, ef það fýkur þá hlýtur það að fara á hvolf og sigla á þakinu og þá er ég vernduð inni í húsinu. Þetta lifði maður við uppundir tíu ára aldur. Nú svo er ég sjómannskona og maður var nú ekki alltaf öruggur þegar veðrin voru sem verst á þessum tíma, á þessum árum. En einhvern- veginn gat maður svæft þetta. Hér í Stykkishólmi er veðra- samt, það er alltaf hvasst ein- hverntíma á deginum. Einu sinni fór ég að heimsækja manninn minn, hann var á sjó í  2 Hjalti Geir Kristjánsson „Það var einhver sem sagði að stóll húsgagnaarkitektsins samsvaraði súpu kokksins.“ Rætt er við Hjalta Geir um húsgagnahönnun í tilefni af opnun sýningar á stólum hans í næstu viku.» 4 Morgunblaðið/Sverrir Bryan Ferry er miklu betri Dylan enBob sjálfur.Þetta segi ég ekki bara til þess aðfara í taugarnar á lesendum: Ég hef aldrei getað hlustað á Bob Dylan flytja tónlist sína! Þetta mætti hæglega kalla menningarlega fötlun eins og látið hefur verið með þetta ann- ars frábæra tónskáld. Í mínum eyrum lætur rödd Bobs Dylan eins og pirrandi bílflauta. Hún kemur öll í gegnum nefið. Rödd hans hefur reyndar skánað með ár- unum, orðið dýpri og rámari. Á nýjustu plöt- unni má heyra að hann er í raun hættur að geta sungið og þar með hefur hann eiginlega orðið betri. Bryan Ferry er auðvitað ekki frægur fyrir sterka eða mikla rödd en auðþekkjanlegur, brothættur og flauelskenndur karakter henn- ar hæfir flestum lögum Dylans mjög vel. Ferry hefur sent frá sér plötuna Dylanes- que þar sem hann syngur 11 lög eftir meist- arann. Plötuna tók Ferry upp á einni viku í London ásamt túrbandi sínu. Útgáfan ber þess merki að vera hugdetta. Frágangur á hulstr- inu er hraðsoðinn og reyndar smekklaus en innihaldið svíkur engan. Ferry, sem hefur spil- að Dylan grimmt á tónleikum undanfarið, fer sérstaklega vel með Just Like Tom Thumb’s Blues, Simple Twist of Fate og The Times They Are A-Changing. En það er auð- vitað ekkert nýtt að ábreiður Dyl- ans slái sjálfan hann út. Jimi Hendrix á auðvit- að All Along the Watchtower með húð og hári og Ferry slær að minnsta kosti ekki við útgáfu Guns and Roses á Knocking on Heavens Door. En hvað um það: Fáið ykkur þennan disk. Ferry er betri Dylan en Dylan MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.