Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Raftónlistarmanninum Fenneszfrá Austurríki tókst hið óger- lega fyrstum manna á plötu sinni Endless Summer frá 2001; að búa til aðgengilega óhljóðatónlist, nokkuð sem fram að því var þversögn í sjálfu sér. Vopnaður góðu næmi fyrir melódíum og hljómáferð, ásamt nokkrum Beach Boys-plötum, tókst Fennesz þetta og afrakst- urinn ein athygl- isverðasta raf- tónlistar/ óhljóðaplata síðustu ára. Eftir þetta þrekvirki hefur komið út fjöldi platna, margar þeirra tónleika- og sam- starfsplötur, oft stutt- og smáskífur. Fennesz túrar þá reglulega og heiðr- aði hann landann m.a. með tónleikum í Klink og Bank í febrúar 2005. Einn helsti samstarfsmaður Fen- nesz í gegnum tíðina hefur verið bandaríski tilraunakóngurinn Jim O’Rourke en á síðustu árum hefur Fennesz þó verið að stíga allnokkuð í vænginn við hinn japanska Ryuichi Sakamoto. Parið gaf út plötuna Sala Santa Cecilia árið 2005 í gegnum To- uch, sem hefur m.a. Jóhann Jóhanns- son á sínum snærum en um er að ræða stuttskífu með einu nítján mín- útna lagi (eða verki). Ný plata frá Fennesz og Sakamoto er svo vænt- anleg eftir helgi, kallast hún Cendre og inniheldur ellefu lög. Þá verður sólóplata með Fennesz klár í enda þessa árs.    Slint er hiklaust ein mikilvægastanýrokkssveit síðustu tuttugu ára, orðspor sem byggist á einni plötu, tímamótaverkinu Spiderland frá 1991. Hið svokallaða síðrokk á allt sitt undir þessari einu plötu, sem tal- að er um sem heilagt, ósnertanlegt gral. Og víst er að Spiderland er stór- kostleg. Magnað meistaraverk sem fær hárin til að rísa í hvert sinn sem maður heyrir hana. Slint kom saman aftur árið 2005 og hefur verið að leika Spiderland í heild sinni á tónleikum. Eins og svo oft átti bara að vera um eitt tónleikaferðalag að ræða, en nú hafa fréttir borist af því að Slint-liðar ætli að halda tiltæk- inu áfram, og er búið að bóka sveitina til þess atarna í sumar. David Pajo, sem skipar sveitina í dag ásamt Brian McMahan og Britt Walford, segir ástæðuna fyrir áframhaldinu sáraein- falda. Þeim félögum komi vel saman. Svo vel líkar þeim samstarfið reynd- ar, að þeir eru byrjaðir að vinna nýtt efni. Púff! Á maður að fagna eins og brjálæðingur eða naga af sér ótta- sleginn allar neglur við svona fréttir?    Að lokum er vert að geta þess aðRobinson-bræður, þeir Chris og Rich, vinna nú að nýrri Black Cro- wes-plötu. Nokkuð sem báðir þurfa væntanlega á að halda, en sólóferill hvors um sig hef- ur ekki verið sér- staklega burðug- ur. Síðasta plata Black Crowes, Lions, kom út 2001 og þá mátti greina að það var farið að slá nokk- uð í bullsveitt suð- urríkjarokkið. Platan nýja er vænt- anleg síðar á árinu en upplýsingar eru strjálar eins og er. Samstarfs- maður bræðranna er gamall vinur, Paul Stacey, sem er nýgenginn í hina endurræstu Black Crowes en það var snemma árs 2005 sem krákurnar fóru að krunka á nýjan leik, rokkurum til heilla. TÓNLIST Fennesz Slint Black Crowes Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Dauðarokkið átti sitt „blómatímabil“ á Ís-landi árin 1991 til 1993. Erlendis tókþað að fjörgast og öðlast „líf“ um 1988/89 en þá gáfu hljómveitir eins og Death, Morbid Angel og Obituary út plötur sem lögðu grundvöllinn að hinum klassíska dauða- rokkshljómi. Áhrifin bárust á endanum víða út, og m.a. til Íslandsstranda. Það tók svo að fjara undan stefnunni í kringum ’94, bæði hér heima og annars staðar. Tónlistin varð æ flóknari og úthugsaðri; broddurinn og hráleikinn sem einkenndi mekt- arárin gufaði sumpart upp þó að nokkrar strang- trúarsveitir hafi haldið fast við sinn keip, hvað sem tískubylgjum leið (og er ein þeirra, Cannibal Corpse, væntanleg hingað í sumar). Sjaldan hefur sprottið upp jafn öfgakennd út- færsla á rokki og róli, og þó að það hafi verið farið enn lengra með formið hvað dýpt, hraða og brjál- æðisgang varðar náði dauðarokkið að gægjast lít- ið eitt upp úr jörðinni á tímabili; almennir rokk- aðdáendur komust a.m.k. ekki hjá því að taka afstöðu til þessarar tónlistartegundar og var hún af flestum þeirra afgreidd sem argasta bull. Margar sígildar plötur komu út á þeim stutta tíma sem dauðarokkið dafnaði, plötur sem staðist hafa tímans tönn og vel það eftir öll þessi ár. Nefna má verk á borð við Left Hand Path með Entombed, fyrstu plötu Deicide, samnefnda henni, Necroticism – Descanting the Insalubrious með Carcass, hina ógurlegu stuttskífu Morgoth, Eternal Fall og (hér getið þið sett inn plötuna sem ég gleymdi að nefna). Önnur plata Obituary, Cause of Death (1990), tilheyrir þessum flokki og er ábyggilega einn besti útgangspunktur sem hægt er að hugsa sér fyrir byrjendur í dauðarokksfræðum. Platan er skólabókardæmi um formið, og Obiturary á marg- an hátt hin „algera“ dauðarokksveit. Fyrir mitt leyti er tímamótaverkið Slowly We Rot (1989) að- eins of óslípað og mér fannst eins og það væri far- ið að halla undan fæti á The End Complete (1992). Á Cause of Death gengur allt upp hins vegar. Hinn einstaki hljómur Scotts Burns upp- tökustjóra liggur yfir öllu (mikið merki um gæði í þá daga) og dauðinn drýpur af lögum eins og „Find the Arise“ og „Body Bag“. Titillagið er þá einn af gullmolum geirans, listilega samið lag og ungir íslenskir dauðarokkar reyndu sig margir við hið frábæra gítarsóló James Murphys sem prýðir inngang þess. Murphy, sem var álitinn nokkurs konar Clapton dauðarokksins, átti eftir að flakka mikið á milli hljómsveita og staldraði jafnan stutt við. Áður en hann gekk til liðs við Obituary (og hann tók bara þátt í gerð þessarar einu plötu) hafði hann verið í Death. Sú sveit fékk sömuleiðis að njóta krafta hans á einni plötu, ekki síðra meistarastykki, Spiritual Healing sem kom út sama ár og Cause of Death. Þessi plata var reyndar ansi áhrifamikil hér á landi, boli með plötuumslaginu mátti greina reglu- bundið á Músíktilraunum og Tampa í Flórída, heimabær Obituary og fleiri áþekkra þungavigt- arsveita, var í huga margra einskonar Mekka. Obituary hefur verið gagnrýnd fyrir að vera helst til hefðbundin og rög við tilraunamennsku. Meðlimir lyftu því miðfingrinum til móts við þá nöldurseggi með endurkomuplötunni Frozen in Time (2005) en hún hljómar, eins og nafnið gefur til kynna, nákvæmlega eins og kjörgripir sveit- arinnar frá því um fimmtán árum áður. Ef það er ekki ónýtt, því þá að laga það? Frá dýpstu lungnarótum POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is M odest Mouse rekur ættir sín- ar til þess er þeir Isaac Brock og Eric Judy tóku tal saman á myndbandaleigu í Issaquah, úthverfi Seattle. Svo vel fór á með þeim að þeir ákváðu að stofna sama hljómsveit, Modest Mouse. Brock tók að sér söng og gítarspil, aukinheldur sem hann var frá fyrsta degi helsti lagasmiður sveitarinnar, Judy lék á bassa og Jeremiah Green, sem Brock hafði spilað með í hljómsveit áður, barði trommur. Þetta var í upphafi árs 1993 og fyrsta smá- skífan kom út 1994 á vegum K Records og vakti þegar nokkra athygli. Fleiri smáskífur komu út á næstu mánuðum og svo breiðskífa í ársbyrjun 1996, This Is a Long Drive for So- meone With Nothing to Think About. 1997 komu út The Lonesome Crowded West og The Fruit That Ate Itself, The Moon & Antarctica kom út 2000 og Good News for People Who Love Bad News 2004. Í næstu viku kemur svo fimmta breiðskífa Modest Mouse, We Were Dead Before the Ship Even Sank. Eins og sjá má eru afköstin ekkert ýkja mik- il, fimm stórar plötur á fjórtán árum, og alls ekki mikið í ljósi þess að fyrstu tvö starfsárin komu út tvær breiðskífur, þrjár stuttskífur og þrjár smáskífur – um sextíu lög alls. Skýring- arnar á því hvers vegna plöturnar eru ekki fleiri eru þó fjölmargar, til að mynda er nær- tæk sú skýring að Modest Mouse, sem samdi við stórfyrirtæki 1997, hafi einfaldlega farið að haga sér eins og popparar almennt, gefa út plötu þriðja hvert ár, taka eitt ár í tónleika- hald, eitt ár í frí og svo eitt ár í lagasmíðar og upptökur. Með öðrum orðum – hámarksnýting á fjármagni. Fleira kemur þó til, þar helst að Isaac Brock er óttalegur hrakfallabálkur sem sést til að mynda af því að hann var kærður fyrir nauðg- un (allt dregið til baka síðar), kjálkabrotnaði í slagsmálum við ungmenni utan við hljóðver þar sem hann var að taka upp, puttabrotnaði í ann- arri upptökulotu, keyrði fullur og lenti í slysi í Idaho og var svo handtekinn fyrir morðtilræði við landamæri Kanada og Bandaríkjanna (í Idaho er það flokkað sem morðtilræði ef fullur ökumaður veldur slysi). Þessu til viðbótar má svo nefna að Jeremiah Green var svo iðinn við kolann í vímuefnaneyslu að hann varð að leggja kjuðana á hilluna í miðri upptökulotu og síðan að Brock sendi frá sér sólóskífu undir dulnefni, Sharpen Your Teeth hét sú skífa, kom úr 2002 og dulnefnið var Ugly Casanova. Vendipunktur Síðasta plata Modest Mouse, Good News for People Who Love Bad News, var óvenju fjöl- breytt plata þótt sveitin sé annars fræg fyrir að spila fjölbreytta músík. Hún var líka ákveð- ið uppgjör Brocks við vímuefnaneysluna sem nánast gerði út af við sveitina og varð til að mynda til þess að Green varð óhæfur til að spila með henni. Good News for People Who Love Bad News var vendipunktur hjá Modest Mouse. Fram að því hafði sveitin verið eftirlæti indístráka, en varla meira en það. Lagið „Float On“ breytti því, varð gríðarlega vinsælt og áður en varði var Modest Mouse orðin ein helsta jaðarsveit heims. Snemma árs 2006 hófst Brock handa við undirbúning að næstu breiðskífu Modest Mouse. Þar sem hann sat við lagasmíðar fékk hann þá djörfu hugmynd að hringja í Johnny Marr, lagasmið og gítarhetju úr The Smiths, og fá hann til að vera gestur á skífunni. Brock lýsti því svo í viðtali við Rolling Stone að hann hefði sagt við sjálfan sig að Marr myndi örugg- lega segja nei, en það sakaði ekki að spyrja hann. Marr sagði síðan ekki nei, hann sagði já og flaug yfir til Bandaríkjanna að semja lög með Brock og síðan að spila inn á breiðskífuna. Marr munstraður í hópinn Upptökum miðaði vel og þeir félagar voru hæstánægðir með samstarfið að því er Brock segir, sem jókst eftir því sem upptökum miðaði áfram. Þrátt fyrir það kom það honum mjög á óvart þegar Marr stakk upp á því að hann myndi kannski troða upp með sveitinni á ein- hverjum tónleikum og áður en varði var hann orðinn fastur meðlimur í Modest Mouse. Þegar hlýtt er á We Were Dead Before The Ship Even Sank fer ekki á milli mála hver spil- ar þar á gítar, klingjandi gítarspilið setur sterkan svip á plötuna, en þó er Brock í aðal- hlutverki með sína sérkennilegu fjölsnærðu texta og óvenjulega söngrödd, svo ekki sé meira sagt – lærð geggjun. Lærð geggjun Skipperinn í brúnni á Modest Mouse, Isaac Brock, er frægur fyrir sína sérkennilegu söng- rödd, lykluðu texta og fjölskrúðugu lög. Hann er svo alræmdur fyrir það hversu mikill hrak- fallabálkur hann er, þótt ágjöfin hafi minnkað eftir að hann kom sér á snúruna. Sérkennilegir Isaac Brock bregður á leið með félögum sínum í Modest Mouse. Johnny Marr lengst til vinstri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.