Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Dauðsfall og uppgötvanir í kjölfarþess eru upphafspunktur ann- arrar skáldsögu Vendela Vida, Let the Northern Lights Erase Your Name. Þar segir frá New York- búanum Clarissu sem uppgötvar að hún er ekki dóttir mannsins sem hún taldi föður sinn er hún er, eftir lát hans, að fara í gegnum gömul skjöl í íbúð hans. Gjör- samlega eyðilögð slítur hún trúlof- un sinni og heldur til Finnlands í leit að raunverulegum föður sínum, sem er Samaprestur. Og þótt bókin kunni að virðast létt lesning við fyrstu sýn vekur hún fjölmargar krefjandi spurningar um fjöl- skyldutengsl og -tilfinningar.    En frá Finnlandi til Svíþjóðar, þvíbók þeirra Lizu Marklund og Lottu Snickare Það er staður í hel- víti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri vekur ekki síður krefjandi spurn- ingar hjá lesand- anum. Í bókinni, sem Ari-útgáfan gefur út á Íslandi í þýðingu Ernu G. Árnadóttur, rekja þær Mark- lund og Snickare hvernig komið er öðruvísi fram við konur allt frá frumbernsku og hvernig kynferðið vinnur gegn þeim allt frá upphafi.    Þær eru svo ekki síður áhuga-verðar spurningarnar sem Ei- ríkur Bergmann Einarsson varpar fram í bók sinni Opið land: Staða Ís- lands í samfélagi þjóðanna, sem ný- lega kom út hjá Skruddu. Hvar á Ís- land heima, hvers vegna hafa Íslendingar verið tregir í taumi í evrópskri samvinnu og hafa tengslin við Bandaríkin rofnað eftir að herinn fór eru aðeins nokkrar þeirra spurn- inga sem Eiríkur leitar svara við. En hann er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.    Þær eru jafnan mjög svo graf-ískar lýsingar Clare Clark í skrifum hennar um London á 18. öld og raunar svo mjög að við liggur að ódauninn sem leggur frá hol- ræsunum og þykkri leðjunni sem nefnist Tha- mes leggi fyrir vit lesandans. Að þessu sinni er söguhetjan Eliza Tally, fátæk og ómenntuð New- castle-stúlka sem verður ólétt eftir erfingja efna- fjölskyldu. Hann er sendur með með hasti úr landi og hún til London þar sem skuggaleg framtíð bíður henn- ar. Bókin nefnist The Nature of Monsters og er einkar áhrifamikil lesning og þjóðfélagslýsingarnar slíkar að sjálfur William Hogarth yrði líklega stoltur af.    Skuggalegur fundur í Konungs-gjánni í Fjällbacka verður til þess að lögreglan er kölluð til og dul- úðin eykst enn frekar þegar undir konulíkinu sem upphaflega fannst koma tvær beinagrindur í ljós. Svona hefst Predikarinn eða Pre- dikanten eins og hún heitir á frum- málinu, en þessi spennusaga Camillu Läckberg kom nýlega út hjá Ari- útgáfu í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur. Líkt og í Ísprinsess- unni er það Patrik Hedström sem stjórnar morðrannsókninni og tekur hún hug hans allan. BÆKUR Vendela Vida Clare Clark Liza Marklund Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Jæja, nú er Jónasarárið – eða fárið – gengiðí garð, sagði maður við mig um daginn ogþað er alveg rétt. Tvö hundruð ár liðin fráfæðingu Jónasar Hallgrímssonar og allir keppast við að muna það, minnast þess, sýna hon- um sóma, ljóma. Sitthvað hefur þegar verið plan- lagt, fyrirlestrar, upplestrar, Rithöfundasamband Íslands verður með dagskrá á Degi bókarinnar, 23. apríl, Jónasarsýning á Amtsbókasafninu nyrðra, Jónasarvefur opnaður, Kennaraháskóli Íslands hefur efnt til ljóðasamkeppni meðal nem- enda sinna, fyrirlestraröð var í sama skóla um stuðlasetningu, náttúrufræði og fleiri Jónasarmál í febrúar, svo mætti áfram telja. Menn verða að sýna hugvit þegar stórt nafn er annars vegar. Hvað með Jónasarköku 16. nóvember? spurði Hafsteinn Karlsson á bloggsíðu Þórarins Eld- járns nýverið, benti á að í Finnlandi væri jafnan á boðstólum sérstök kaka, Runebergskaka, á af- mæli finnska þjóðskáldsins Runeberg. Sjálfur stakk Þórarinn upp á því að safnað yrði í bók öll- um ljóðum sem íslensk skáld hafa ort um Jónas, honum flugu strax í hug ein ellefu slík skáld, ýmis fleiri til. Já, menn verða að sýna hugvit. En besta hugmyndin hingað til er samt komin frá Íslenska bútasaumsfélaginu, hún er alveg frá- bær. Félagið hefur efnt til samkeppni um teppi, innblásið af ljóðinu Ég bið að heilsa, og eru þátt- tökureglur kynntar á vefsíðu félagsins, undir yf- irskriftinni Ég bið að heilsa – samkeppni: „Hægt er að senda inn teppi í hefðbundnum flokki og óhefðbundnum. Stærð teppa skal vera: 120x120 cm. Hver höfundur má senda inn að hámarki 2 verk í hvorum flokki, en færri ef vill, einnig má velja að keppa aðeins í öðrum flokknum.“ Þá kem- ur fram að texti ljóðsins megi vera „ísaumaður eða áþrykktur í verkinu, jafnt stök orð, valdar setningar, eitt vísuerindi eða ljóðið í heild (3 er- indi)“. Fagleg nefnd velur svo úr innsendum tepp- um og verða tíu bestu teppin í hvorum flokki sýnd í Gerðubergi í vor. Fréttin er þessi: Skilafrestur teppa hefur verið framlengdur til 18. apríl. Og ég segi, drífið ykkur af stað. Því hér er fjárans bókmenntafræðing- unum og skáldaspírunum loks gefið frí, hér verður kynntur Jónas heimilanna, Jónas til að hengja upp á vegg, Jónas eins og hann er – samsettur úr margvíslegum bútum en myndar á endanum eina, hornrétta heild. Eða hringlaga, keppi maður í óhefðbundna teppaflokknum(?!). Ég spái því að sigurteppið verði sannkallað töfrateppi og höf- undur þess dragi athygli að þeirri staðreynd að allir hafa blússandi vit á Jónasi. Það er líka mjög við hæfi að Jónas fari á búta- saumsteppi. Þannig er hann beinlínis tekinn á teppið – telji menn sig enn eiga eitthvað vantalað við manninn. Einhvern veginn verður manni líka hugsað til þess að sjálfan hafi Jónas oft vantað skjólgott teppi á lífsleiðinni, við föðurmissinn í Öxnadal, í vísindaferðinni sumarið 1839, úti í hrauni í texta Megasar, á þriðju hæð við St. Ped- erstræde. Það er ennfremur við hæfi að tala um ábreiður, þegar „nýjar“ versjónir eru gerðar af verkum Jónasar; þegar Heiðlóarkvæði er sungið, þegar snúið er út úr Óhræsinu, þegar suðrið sæla er saumað… Þegar verk er sett í nýjan búning þá er það cover, eða ábreiða. Teppi. Já, þau hjá Íslenska bútasaumsfélaginu hafa skotið öllum heimsins fræðingum ref fyrir rass með þessari heimilislegu hugmynd: Hannið teppi út frá Ég bið að heilsa. Til hamingju með afmælið, Jónas. Nú verður þér aldrei framar kalt. Jónas á teppið » Það er líka mjög við hæfi að Jónas fari á bútasaumsteppi. Þannig er hann beinlínis tekinn á teppið – telji menn sig enn eiga eitthvað vantalað við manninn. ERINDI Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Í skáldsögum eru stundum gerðar tilraunir til þess að skilgreina samtímann. 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason reyndi að skilgreina reykvískan veru- leika um miðjan níunda áratuginn. Það tókst ágætlega. Michel Houellebec gerði glæsilega atlögu að evrópskum samtíma í bók sinni Öreindirnar undir lok síðustu aldar. Í kjölfarið fylgdi önnur bók eftir Houellebecq, Áform, sem var ekki síðri atlaga að samtíma okkar. Öreindirnar og Áform voru umfram allt hárbeittar skáldsögur um hinn hnignandi Evrópumann, eins og Houellebecq kallar sjálfan sig, hinn spillta, grunna, eigingjarna, neysluþjáða, ráðvillta, stefnulausa, ófullnægða og óhamingjusama samtímamann á Vesturlöndunum góðu. Og það er ekki að ástæðulausu að þessar bækur eru nefndar hér. Skáldsaga Kirsten Hammann, Frá gósenlandinu, sem hér verður fjallað um er af sama toga, hún reynir að skilgreina danskan sam- tíma eða hinn norræna mann en í stuttu máli er hann ekkert síður spilltur, grunnur, eigingjarn, neysluþjáður, ráðvilltur, stefnulaus, ófullnægður og óhamingjusamur. En hann er að auki firrtur, fjar- lægur, innilokaður, sjónvarpsháður, ofdekraður, latur, skilningsvana, smásmugulegur og sjálfs- upptekinn, draslsjúkur, klámsjúkur, orðsjúkur, fár- sjúkur. Frá gósenlandinu kom út árið 2004 í Danmörku en er nú komin út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögn- valdssonar í Neon-klúbbi Bjarts. Þetta er ekki beinlínis reið bók en hún er heldur ekki beinlínis fyndin þó að aðalpersónan geti á köflum verið ótta- lega hlægileg. Til fyrirmyndar Bókin segir frá Mettu sem í byrjun bókar er í fyr- irmyndarhjónabandi með fyrirmyndareiginmanni og býr í fyrirmyndarhúsnæði á besta stað í fyr- irmyndarborginni Kaupmannahöfn í fyrirmynd- arlandinu Danmörku. Allt er eins og best verður á kosið. Og frá þessu fyrirmyndarlífi er sagt í stíl lestrarkennslubóka fyrir sex ára börn og til þess að ekkert fari nú á milli mála er löngu og erfiðu orð- unum skipt upp með punktum á milli orðstofna og endinga: „Sjáiði Sören og Mettu, þau ætla að vera ham-ingju-söm til æviloka. Maður getur auðveld- lega orðið af-brýð-i-sam-ur, þó maður geti alveg unnt þeim þess.“ En síðan breytist allt. Metta og Sören skilja. Og fullkominn heimur Mettu hrynur. Hún leggst í ómennsku, sjónvarpsgláp og búðaráp, heimsku og leti, eins og hún segir sjálf, finnst hún ekki skipta neinu máli í stóra samhenginu. Hörmungar heims- ins koma henni heldur ekkert við, óhamingja henn- ar er nóg. 11. september og endalaus endurtekning hans í sjónvarpinu er gósentíð því að þá hefur hún eitthvað við að vera. Hún er í engu sambandi við vini sína. Hún étur nammi allan daginn til þess að hugga sig við eitthvað. Hún er á barmi taugaáfalls. Og þannig heldur Metta áfram á meðan lífið virð- ist fjara út. Eylandskynslóðin En þetta er líka saga um ákveðið ástand í ákveðnum samfélögum eða að minnsta kosti meðal ákveðins fólks í ákveðnum löndum. Þetta er bók um kynslóðina sem fæddist þegar allt var á uppleið og hefur aldrei upplifað annað en gegndarlausan upp- gang. Þetta er uppakynslóðin, upptekna kynslóðin, uppgefna kynslóðin. Þetta er fólkið sem hefur haft svo mikið að gera við að koma sér vel fyrir að það hefur misst allt samband við umheiminn. Það hefur ekki þol fyrir heiminn. Það lifir í sínu gósenlandi, í matarholunni sinni – Fra smörhullet heitir bókin á dönsku – og lætur sig engu skipta hvað gengur á handan mæranna. Það er eyland, kemur engum við, tekur ekki þátt, er fjarri, fjarstatt nema því sé sérstaklega boðið. Þetta er bók um okkur. Daglegt líf. Það að ekk- ert gerist. Ekkert geti komið fyrir. Að allt sé í góðu lagi. Eins og margir gagnrýnendur hafa bent á þá er kannski helsti styrkur bókarinnar sá að hún nefnir allt það sem við öll gerum alla daga en tölum aldrei um. Hún afhjúpar hið lítilfjörlega líf hversdags- mannsins í velmegunarsamfélaginu, smáar hugs- anir hans, smávægilegar gjörðir hans, smásmugu- legar athugasemdir hans, smásálarlega tilveru hans. Og lesandinn hrekkur við. Ekki skáldsaga Þetta er mjög góð bók þrátt fyrir að vera einradda og svolítið predikunargjörn. Eftir skilnað Mettu og Sörens breytist frásögnin í eins konar dagbók. Færslurnar eru stuttar, merktar fyrirsögn og dagsetningu. Það er í raun engin söguleg framvinda. Og raunar er spurning hvort um sé að ræða skáldsögu í hefðbundnum skilningi (ef hægt er að nota þann frasa lengur). Og raunar eru nokkrar athugasemdir um það í bókinni að þetta sé ekki skáldsaga: „Ef þetta væri skáld- saga ættu bráðum að verða einhver stórtíðindi.“ Þau verða aldrei. Sýnidæmi En þessi bók er stórtíðindi. Hún er tilraun til þess að draga upp mynd af samtíma sínum. Hún er greining á ástandi. Hún varpar fram eins konar dæmi en lausnina er hvergi að finna. Lausnir tíðk- ast ekki í bókmenntum samtímans. Þær ganga frekar út á að sýna. Hammann, sem er fædd 1965, hefur skrifað fjór- ar skáldsögur en tvær þær nýjustu hafa komið henni á kortið, Notarðu orð í kaffið? (2001) og Frá gósenlandinu sem var tilnefnd til dönsku P2- bókmenntaverðlaunanna og Norrænu bókmennta- verðlaunanna árið 2005. Bækur hennar hafa ein- kennst af mikilli tilraunamennsku með bæði form og tungumál. Sumum hefur þótt hún erfið aflestrar fyrir vikið. Frá gósenlandinu er fjarri því að vera erfið, enda markmiðið að afhjúpa það hvað við för- um auðveldlega í gegnum lífið. Allt er í góðu lagi Skáldsagan Frá gósenlandinu eftir Kirsten Ham- mann, sem er komin út í Neon-klúbbi Bjarts, seg- ir frá Mettu sem í byrjun bókar er í fyrirmynd- arhjónabandi með fyrirmyndareiginmanni og býr í fyrirmyndarhúsnæði á besta stað í fyr- irmyndarborginni Kaupmannahöfn í fyrirmynd- arlandinu Danmörku. Allt er eins og best verður á kosið. En síðan breytist allt. Skáldsagan lýsir dönskum samtíma eða norrænum. Kirsten Hammann Bækur hennar hafa einkennst af mikilli tilraunamennsku með bæði form og tungumál. Sumum hefur þótt hún erfið aflestrar fyrir vikið. Frá gósenlandinu er fjarri því að vera erfið, enda markmiðið að afhjúpa það hvað við förum auðveldlega í gegnum lífið, segir í greininni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.