Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 13
þessu sjónarmiði séð 1.182 þúsund tonnum. Það blasir síðan við, að Íslendingar breyta litlu sem engu um heildareftirspurn eftir áli í heiminum. Ef það er ekki unnið með raf- magni úr íslenskum vatns- eða gufuafls- virkjunum, þá er það framleitt erlendis með brennslu á eldsneyti, sem hefur í för með sér stórkostlega losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Talið er, að með því að fram- leiða álið hér sparist 3.474 þúsund tonn af koltvísýringi, sem ella hefði verið losað út í andrúmsloftið annars staðar í heiminum. Ís- lendingar hafa því beinlínis stuðlað að nátt- úruvernd með því að bjóða álbræðslum stað.13 Raunar er ekki líklegt, að Íslendingar þurfi lengi að deila sín í milli um, hvort virkja á fallvötn í því skyni að selja rafmagn til álframleiðslu. Hæpið er að dómi ýmissa sérfræðinga, að álfyrirtæki geti framvegis boðið nógu hátt verð fyrir rafmagnið til þess, að þetta borgi sig miðað við aðra notkun tiltæks fjármagns. Stóriðja er aðeins einn kostur af mörgum, sem skoða þarf for- dómalaust (og það verður sennilega ekki gert, fyrr en Landsvirkjun er orðin einka- fyrirtæki). En við hljótum auðvitað að halda áfram einhverjum vatns- og gufuaflsvirkj- unum sjálfra okkar vegna. Einhverjir hafa verið andvígir virkjunum vegna þess, að úti- vistarsvæði fari undir vatn, þegar ár eru stíflaðar og leiddar í annan farveg í því skyni að nýta fallþunga þeirra. En fegurstu útivistarsvæði á Íslandi liggja einmitt við vötn. Elliðavatn tvöfaldaðist, þegar Elliða- árnar voru virkjaðar, og þykir prýði að. Þórisvatn er notað sem uppistöðulón virkj- ana á Þjórsársvæði. Þar er víða fallegt um að litast. Þingvallavatn stækkaði mjög við eldgos fyrir mörg þúsund árum. Sama er að segja um Mývatn. Skiptir máli, hvort eldgos lokar fyrir afrennsli, svo að stöðuvatn myndast, eða mannshöndin? Skiptir máli, hvort efnið í stíflunni er úr hrauni eða steypu? Á hálendinu íslenska er allt fullt af grjóti. Fleiri vötn þar jafngilda frekar um- hverfisbótum en náttúruspjöllum. Stæra Finnar sig ekki af því að búa á landi hinna þúsund vatna? Margir tóku áreiðanlega undir með Hjörleifi Guttormssyni, þegar hann skrifaði í Árbók Ferðafélagsins 1987 um svæðin, sem fóru undir vatn við Kára- hnjúka: „Þetta eru afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjök- uls. Hvort tveggja er þó aðgengilegt með auðveldari hætti annars staðar.14 Frelsið er rautt og grænt Hér á Íslandi hefur jöfnuður stóraukist við það, að skipulagið hefur opnast og tækifær- um fjölgað, eins og ég sýndi fram á í síð- ustu viku. Íslendingum hefur líka tekist ágætlega upp í náttúruvernd, þótt alltaf megi vitanlega gera betur. Skipulag fisk- veiða á Íslandsmiðum er vel fallið til vernd- ar fiskistofnum, og við öflum hita og raf- magns án þeirrar mengunar, sem flestar aðrar þjóðir eru sekar um. Við eigum að halda áfram að prýða og bæta umhverfi okkar, en það gerist ekki með yfirlýsingum á fundum, heldur því að finna gæðum nátt- úrunnar verndara. Náttúran er verðmæt og þess vegna ber að verðleggja hana. Frelsið er rautt af því að það stefnir að jöfnuði og frelsið er grænt, af því að það stuðlar að náttúruvernd. Frelsið er í öllum regnbogans litum.  1 George Orwell: „Umsögn um Leiðina til ánauðar,“ Frelsið, 5. árg. (1984), 157. bls. Upphafl. birt í Observer 1945. 2 „Hægri hreyfingin,“ Lesbók Morgunblaðsins 16. sept- ember 2006; „Orwell í Bangladesh og Auden í Straums- vík,“ Lesbók Morgunblaðsins 4. nóvember 2006; „Græðg- in er góð,“ Lesbók Morgunblaðsins 6. janúar 2007. Morgunblaðið tók undir með Vésteini í leiðaranum „Samvizkuspurning“ 6. nóvember 2006. 3 Sjá m. a. „Vistfræðilegt hrun blasir víða við í Sovétríkj- unum“, Morgunblaðið 24. júlí 1991. 4 Rachel Carson: Silent Spring, ísl. þýð. Raddir vorsins þagna (Almenna bókafélagið, Reykjavík 1964); Roger Bate og Richard Tren: Malaria and the DDT Story (Institute of Economic Affairs, London 2001). 5 D. H. Meadows o. fl.: The Limits to Growth, ísl. þýð. Endimörk vaxtarins (Menningarsjóður, Reykjavík 1974). 6 Björn Lomborg: Hið sanna ástand heimsins (Fiski- félagið, Reykjavík 2001). 7 „Spá hruni fiskstofna heimsins innan 50 ára,“ Morg- unblaðið 3. nóvember 2006; „Höfum allar forsendur til að láta þetta ekki gerast,“ Morgunblaðið 4. nóvember 2006 (m. a. viðtal við Jóhann Sigurjónsson); „Hrun fiskistofna?“ (leiðari), Morgunblaðið 5. nóvember 2006; „Efast um spá um hrun fiskistofna 2048“, Morgunblaðið 10. nóvember 2006. 8 Illugi Gunnarsson: „Hægri grænt — náttúruvernd og náttúrunýting,“ Lesbók Morgunblaðsins 29. júlí 2006. 9 Hannes H. Gissurarson: Overfishing: The Icelandic Sol- ution (Institute of Economic Affairs, London 2000). Sjá http://www.iea.org.uk/files/upld-book16pdf?.pdf. 10 Ike Sugg og Urs Krueter: Elephants and Ivory (Insti- tute of Economic Affairs, London 1994); Michael t’Sas Rolfes: Rhinos: Conservation, Economics and Trade-Offs (Institute of Economic Affairs, London 1995). 11 Björn Lomborg: Hið sanna ástand heimsins, 234. bls. Sbr. einnig Björn Lomborg: „Stern Review,“ Wall Street Journal 2. nóvember 2006. 12 Jakob Björnsson: „Íslenskur áliðnaður í Stern- skýrslunni,“ Morgunblaðið 7. janúar 2007. 13 Jakob Björnsson: „Íslenskur áliðnaður í ljósi Stern- skýrslunnar,“ Morgunblaðið 16. nóvember 2006. 14 Hjörleifur Guttormsson: Norð-Austurland. Hálendi og eyðibyggðir. Árbók Ferðafélags Íslands (Ferðafélag Ís- lands, Reykjavík 1987), 104. bls. Náttúruvernd » Við eigum að halda áfram að prýða og bæta umhverfi okkar, en það gerist ekki með yfirlýs- ingum á fundum, heldur því að finna gæðum náttúrunnar verndara. Náttúran er verð- mæt, og þess vegna ber að verð- leggja hana. Frelsið er rautt, af því að það stefnir að jöfnuði, og frelsið er grænt, af því að það stuðlar að náttúruvernd. Frelsið er í öllum regnbogans litum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 13 Eftir Þorstein I. Sigfússon this@simnet.is O rkueyjan Ísland hefur mikla sérstöðu á heimsvísu. Ís- land er ungt land í jarð- fræðilegum skilningi, stutt niður á heita kviku, eyjan rís nokkuð hátt og liggur jafnframt í braut regnvotra Atlantshafs- lægðanna. Framangreint er uppskrift fyrir beisl- un jarðhita og vatnsorku sem við Íslend- ingar höfum nýtt okkur í svo miklu um- fangi, að engin önnur þjóð nýtur hærra hlutfalls endurnýjanlegra orkulinda. Iðnbyltingin sem varð í heiminum fyrir meira en tveimur öldum náði ekki strax alveg hingað til lands, m.a. vegna þess að Ísland hefur nánast ekkert náttúrulegt jarðefnaeldsneyti. Gufuvélin sem mallaði í vinnuskúr James Watts í Heathfield gekk fyrir kolum. Og einhvern veginn hafa aldirnar eftir þróun gufuvélarinnar haft sama megintema: jarðefnaeldsneyti, kol, koks eða olíueldsneyti hefur knúið stimpla í hreyfiaflvélum. Þannig hefur mannkynið alltaf verið að brenna elds- neyti, sambönd kolvetna á ýmsu formi. Engan grunaði í þá daga að bruni vél- anna hefði eftirköst. Reyndar var það glöggur Svíi, Svante Arrheníus, sem benti á það árið 1896, að koltvíildi, CO2, helsti afrakstur brunanna á jörðinni, myndi, ef það safnaðist upp, geta valdið aukningu á meðalhita hnattarins. Fræði- menn hafa þekkt fyrirbærið lengi. Á sjötta áratug síðustu aldar voru hafnar mælingar á CO2-magni í andrúmsloftinu á eldfjallinu Mauna Loa á Hawaii-eyjum, þar sem búast mátti við að staða eyjanna í miðju Kyrrahafinu gæfi tækifæri til þess að fá góð meðaltöl af samsetningu andrúmsloftsins á ægihafinu. Mælingarnar leiddu í ljós að CO2 í and- rúmsloftinu er að aukast jafnt og þétt og miðað við óbreytt skilyrði gæti magn CO2 tvöfaldast fyrir 2050. Við þekkjum öll umræðuna um loftslagsmálin og aðgerðir til að spyrna við og takmarka svokallað útsleppi gróðurhúsagasa. Á Íslandi háttar svo til að næstum allar uppsprettur kolefnis og kolvetna þarf að flytja til landsins. Hlutverk innfluttra kolvetna til orkunota er oftast að vera brennd í aflvélum bifreiða, skipa og flug- véla; skila orku en skilja eftir mikið magn af CO2. Hinn manngerði kolstraumur Áhugavert getur verið að hugsa sér að um íslenska samfélagið renni straumur kolefna; við skulum kalla hann kol- strauminn. Hann er manngerður – afleið- ing orkubeislunar og orkunotkunar Ís- lendinga. Meðfylgjandi mynd sýnir þennan straum í nokkrum meginkvíslum frá uppsprettu til notkunar og loks til ósa. Tölur eru ekki hárnákvæmar vegna þess að ég hef þurft að nálga ýmsa þætti með um 5–10% óvissu, en þær eiga að gefa góða innsýn. Stærsti straumurinn er tengdur olíu- og bensíninnflutningi. Bílar og farartæki nota árlega yfir 600 þúsund tonn af olíu og olíuefnum. Flugvélar einnig, en þær eru, vegna þess að þær fara vítt um heiminn, venjulega ekki teknar með í bókhaldið um kolefn- isútsleppi einstakra landa. Afrakstur um- ferðarinnar og fiskveiða er yfir 1.700 þúsund tonn af CO2 árlega. Annar stór kolefnisstraumur í íslensku samfélagi er tengdur stóriðjunni. Hún þarf í öllum tilvikum rafskaut sem gerð eru úr kolefni að meginhluta. Kís- iljárnverksmiðjan þarf einnig kol að auki. Þegar öllu er safnað saman í kol- straum verður til stór meginkvísl með yf- ir einni milljón tonna á ári. Vatnsorkan hefur mikla og góða sér- stöðu. Hún er að mestu leyti laus við út- sleppi CO2 og til þess að tengja í kolefn- isbókhaldi vatnsorkubeislun og útblástur þarf að skoða framkvæmdirnar við bygg- ingu orkuvera og útsleppi tengt þeim sem fela í sér farartæki, steinsteypugerð og fleira. Þá verður til útsleppi í lónum vatnsorkuvera þegar lífrænt efni andar frá sér koltvíildi. Á mynd eins og þeirri sem við skoðum af kolstraumnum er vart ástæða til að merkja framlag vatns- orkuveranna í venjulegum rekstri. Jarðorkan er í sama flokki og vatns- orkan, en er ekki alveg laus við útsleppi. Við það að bora í jörðu og sækja jarðguf- una losnar um önnur gasefni og þau ber- ast út í andrúmsloftið, þar með talið CO2. Litli græni straumurinn efst á myndinni sýnir það útsleppi, um 135 þúsund tonn, sem verður vegna jarðgufuvirkjana á Ís- landi. Ef sama orka væri framleidd með jarðefnaeldsneyti yrði sú kvísl straumsins sú langstærsta á myndinni. Þegar hinn mikli kolstraumur stefnir að ósi hafa safnast saman rúmar þrjár milljónir tonna af CO2 sem íslenska sam- félagið stendur straum af. Miðað við höfðatölu er það hærra hlutfall á hvert mannsbarn en í meðaltali OECD- landanna og margfalt meira en í þróun- arlöndunum. Þegar kolstraumurinn kemur að ósi, ef við höldum áfram með þá samlíkingu, tekur við honum sjór og andrúmsloft. Um það bil 60% enda í hafinu og 40% í and- rúmsloftinu. Í loftinu skapar hann hitun; í sjónum sýrnun. Að stemma strauminn Til að stemma kolstrauminn verður mönnum starsýnt á flutningana, bílana og skipin. Þar er eftir miklu að slægjast með sparnaði, betri nýtingu og hugs- anlegri framleiðslu á innlendum orkuber- um sem eiga uppruna í frumorku lands- ins. Slíka orkubera mætti t.d. vinna úr útsleppi stóriðjunnar með efnaferlum og líffræðilegum aðferðum eins og ræktun þörunga eða örvera eins og ég hef áður bent á. Skógrækt og landgræðsla eru einfaldar og mikilvirkar aðgerðir til að binda út- sleppi. Milljón tonna af CO2 mætti binda með nýrækt á u.þ.b. 5% landsins. Í stóriðjunni er vitað að rafskaut sem ekki mynda koltvíildi við álbræðsluna eru möguleg; þar hafa farið fram töluverðar rannsóknir á umhverfislega óvirkum raf- skautum sem ekki innihalda kolefni. Enn sem komið er eru þau miklu dýrari en gömlu kolaskautin. DÝRARI, þegar ekki er reiknað með heildarkostnaði umhverf- isins við þau gömlu, en aðeins einblínt á beina kostnaðinn. Þarna er mikið og spennandi tækifæri til þróunar. Þá er að síðustu að nefna þann mögu- leika að hremma útsleppið og binda það í jarðlög eða sjó. Fyrri aðferðin verður reynd hér á Íslandi á næstunni og verður fróðlegt að sjá hvernig þær tilraunir fara. Félagar okkar við Columbia- háskóla eru að gera tilraunir með beislun beint úr andrúmslofti og bindingu með eins konar lútarvökva. Norðmenn settu á kolefniskvóta sem hefur verið mikill hvati við beislun kol- efnis þar í landi. Í Norðursjó er til dæmis dælt niður um milljón tonna af CO2 sem svarar til þriðjungi af útsleppi Íslands. Dælingin í Norðursjó binst ekki beint heldur skapar hjálparþrýsting í olíu- dælingunni og situr eftir undir sjáv- arbotni. Kolstraumurinn og beislun hans er eitt verðugasta viðfangsefni samtímans. Um þessar mundir virðist hann fljóta að feigðarósi og þess vegna er málefnið orðið leiðandi í stjórnmálaumræðunni.                                                     !  ""#$ % &   ' $    (   Kolstraumurinn Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.