Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2007, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Kristinn Hallur Karl „Á létt með að skapa sannfærandi heildarsvip á sýningu sinni.“ HALLUR Karl Hinriksson er ungur málari sem nú heldur sína þriðju einkasýningu. Viðfangsefni hans er landslag, með óhlut- bundnu ívafi. Þetta eru ekki hefð- bundnar landslagsmyndir með þekkjanlegu myndefni. Áhorfand- inn fær á tilfinninguna að sá sem horfir sé á hreyfingu og horfi út um rúðu á farartæki á ferð, dæmi- gerð nálgun samtímans við sveit- ina. Myndirnar eru margar brotn- ar upp með aflöngum litaflötum í skærum litum, staðsetning þeirra minnir stundum á rúðuþurrkur, og dreifing grárra litasamsetninga á regn sem streymir niður rúðuna, í baksýn er eitthvað grænt, kannski fjall eða dalur. Efnistökin minna meðal annars á málverk eftir Aron Rey Sverrisson sem hefur að hluta sérhæft sig í viðfangsefninu lands- lag séð út um glugga á farartæki á ferð. Ásdís Spanó málaði einnig mjög áhugaverðar myndir í sama dúr í upphafi ferils síns. Landslag er spennandi viðfangsefni í dag og í rauninni orðið hápólitískt mynd- efni. Málverkið virðist vera í upp- gangi og þetta tvennt er nokkuð heitt í samtímalistinni. Efnistök og vinnuaðferð skipta þá þeim mun meira máli sé ætlunarverkið að marka sér farveg á eft- irminnilegan hátt. Hallur Karl á létt með að skapa sannfærandi heildarsvip á sýningu sinni, en þær myndir sem ná helst tökum á áhorfandanum eru smærri myndraðir þar sem þrjár myndir saman auka á tilfinn- inguna fyrir framvindu og ferða- lagi. Niðurrignt landslag Ragna Sigurðardóttir Gallerí Fold Til 1. apríl. Gallerí Fold er opið mán. til fös. 10–18, laug. 11–16 og sun. 14–16. Aðgangur ókeypis. Hallur Karl Hinriksson – Málverk MYNDLIST MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 15 Morgunblaðið/ÞÖK Emiliano „Ég keypti þessa bók á bókamarkaði í Róm ásamt bók eftir Derrida. Ég fékk góðan afslátt hjá afgreiðslumanninum sem þótti þetta skrýtið val,“ segir Emiliano. Lesarinn Hvers sá sem hyggst lesa mig ætti að vitaað ég er ekki íþróttablaðamaður. Ég kenni hugmyndasögu í bókmenntadeild Há- skólans í Rúðuborg. Ég er sagnfræðingur og heimspekingur, ef svo má segja.“ Með þessum orðum varar A. Philonenko lesendur sína við á kápu bókarinnar Histoire de la boxe (Criter- ion, Paris 1991; einnig til í ítalskri þýðingu: Il Nuovo Melangelo, Genova 1997). Hið sama á við um mig: Ég er ekki áhugamað- ur um íþróttir, og alls ekki box. Ég er kvik- myndagerðarmaður og kvikmyndasagnfræð- ingur en sem listamaður hef ég alltaf haft áhuga á skörun ólíkra sviða. Ég keypti þessa bók á bókamarkaði í Róm ásamt bók eftir Derrida. Ég fékk góðan afslátt hjá afgreiðslumanninum sem þótti þetta skrýtið val. Bókin fjallar um sögu hnefaleika frá Rocky Marciano til Virgils, eða allt frá Hómer til Mu- hammed Ali þar sem „list hnefaleikanna lýk- ur“. Philonenko rifjar upp sögur úr hringnum og úr einkalífi þekktra hnefaleikamanna. Hann segir frá uppgangi hnefaleikanna og hnignun þeirra sem almenningsíþróttar og færir rök fyrir því hvernig hún er heimspekilegur hluti af daglegu lífi okkar. Emiliano Monaco kvikmyndagerðarmaður. Hlustarinn Ég hef verið að hlusta áupptöku af síðustu tón- leikum rúmenska píanóleik- arans Dinu Lipatti, í sept- ember 1950. Hinn 33 ára Lipatti var á þessum tíma orðinn mjög alvarlega veik- ur af krabbameini og vissi sem var að hann átti ekki langt eftir ólifað. Hann heimtaði þó, gegn lækn- isráði, að halda eina tónleika í viðbót, einskonar hinstu kveðju til tónlistarinnar. Hann var orðinn svo veik- burða að hann gat varla gengið að hljóðfærinu. Á efnisskránni voru verk sem höfðu verið honum sér- staklega kær á lífsleiðinni, verk eftir Bach, Mozart, Schubert og Chopin. Síðast á efnisskránni voru 14 valsar Chopin en þegar kom að þeim fjórtánda og síðasta gafst Lipatti upp, orkan var á þrotum. Það eru til nokkr- ar upptökur með Lipatti og þær eru allar góðar en mér finnst eins og Lipatti hafi komist yfir á eitthvert hærra stig á þessum tón- leikum. Spilamennskan og túlkunin er svo tær og yf- irveguð að það er með ólík- indum. Ég hlusta reglulega á þessa upptöku því fyrir mér er hún einhver sá falleg- asti vitnisburður sem lista- maður hefur skilið eftir sig. (Sjá http://www.amazon. com/Récital-Besançon- Johann-Sebastian-Bach/dp/ B000005GQP/ref= pd_bbs_5/103-6789957- 3769429?ie=UTF8&s= music&qid= 1175132714&sr=8-5) Daníel Bjarnason tónlistarmaður. Morgunblaðið/Golli Daníel „Það eru til nokkrar upptökur með Lipatti og þær eru allar góðar en mér finnst eins og Lipatti hafi komist yfir á eitt- hvert hærra stig á þessum tónleikum,“ segir Daníel. Bókaskápur Sigfúsar Bjartmarssonar Sigfús Seint verður léleg bók lúin og leiðinleg búin. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.