Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur ingibjorge@ruv.is H vernig væri íslenskt tónlist- arlíf ef aldrei hefðu komið hingað erlendir tónlist- armenn og tónlistarkenn- arar? Spurningin er að sjálf- sögðu út í hött þar sem Ísland hefur alltaf haft talsverð samskipti við umheiminn og aldrei búið við algera ein- angrun. Áhrif hafa því alltaf borist hingað er- lendis frá, ýmist með því að Íslendingar hafa farið til annarra landa og komið heim með nýjungar af öllu tagi í farteskinu – hvort sem það hefur verið tískufatnaður eða nýjustu dægurlög hvers tíma – eða hingað hafa komið útlendingar. Lengi framan af tíndist hingað einn og einn maður sem hafði víðtæk áhrif á umhverfi sitt, hvort sem það var á tónlistar- lífið eingöngu eða mannlífið allt. Þegar kemur fram á 20. öldina tekur öll heimsmyndin örum breytingum og íslenskt samfélag tók margra alda stökk á örfáum áratugum. Snemma á öldinni fara að koma hingað tónlistarmenn, ýmist í þeim tilgangi að kenna, stjórna og spila tónlist eða sem flóttamenn ofsókna og stríðs í heimahögum og fljótlega breiðast áhrif af starfi þeirra út eins og hringir í vatni. Áður en við skoðum þeirra forvitnilega og ómetanlega starf skulum við þó aðeins líta á forsöguna því það var löngu áður sem fyrsti maðurinn kom hingað í þeim tilgangi að kenna tónlist. Rikini – fyrsti erlendi tónlistarkennarinn? Árið 1106 var Jón Ögmundsson settur biskup á Hólum. Hann var gagnmenntaður maður og hafði farið mjög víða til að afla sér mennt- unar. Vitað er að hann var mikill söngmaður og ýmsar sögur eru til af raddfegurð hans. Hann tók auk þess upp hörpuleik eftir að Davíð konungur hafði vitjað hans í draumi þannig að líklegt er að hann hafi haft metnað til þess að kirkjutónlist í biskupsdæmi hans væri sómasamleg. Jón biskup stofnaði fljót- lega prestaskóla við Hólastól en prestlær- dómur fólst á þessum tíma fyrst og fremst í því að kunna latínu og Gregors-söng, það er hinn forna latneska kirkjusöng. Hann réð kunnáttumenn til kennslunnar, þar á meðal prestinn Rikini, sem að öllum líkindum hefur verið franskur, til að kenna söng og ljóðagerð. Þannig var Jón biskup Ögmundsson fyrstur til þess að ráða sérstakan tónlistarkennara til landsins. Auðvitað er erfitt að greina beinlínis þau áhrif sem þessi ákveðni maður hefur haft á tónlistarlíf þjóðarinnar en mjög líklegt er að honum hafi tekist að kenna prestefnunum lat- ínusönginn almennilega og þar með ýtt undir að kirkjutónlist á Íslandi yrði flutt sóma- samlega. Fyrr á öldum er vitað að hingað komu af og til vel menntaðir menn til að kenna tónlist og kirkjusöng við latínuskólana. Við siðaskiptin urðu síðan mikil umskipti, þá hætti latínan að vera tungumál kirkjunnar og þjóðtungur hvers svæðis um sig tóku við því hlutverki. Hingað barst alveg ný tegund af tónlist; sálmasöngur lúterskrar kirkju sem að mestu leyti á rætur sínar að rekja til Þýskalands og umbreytti öllum kirkjusöng sem hér tíðkaðist. Nú átti söfnuðurinn sjálfur að syngja og þurfti að temja sér hina nýju tónlist á met- tíma. Þau áhrif voru gríðarleg og mjög víð- tæk, t.d. er augljóst að þessi nýja formfasta tónlist hefur haft óafturkræf áhrif á þá brag- arhætti sem mönnum voru áður tamastir. Önnur erlend tónlistaráhrif bárust til landsins með ferðalögum Íslendinga til annarra landa. Héðan fóru menn í ýmsum tilgangi og komu til baka með ný lög og nýja dansa, og jafnvel hljóðfæri. Heldri manna stéttir hafa því feng- ið smjörþefinn af evrópskri tónlistarmenn- ingu þótt alþýðan hafi áfram kyrjað sinn forna sultarsöng. Og þó; rímnalögin eru að öllum líkindum einhvers konar bræðingur fornra laga og evrópskra laga sem sungin hafa verið við danskvæði, þótt söngstíllinn og allt yfirbragð virðist mjög fornlegt. Olufa Finsen Næsti erlendi nafngreindi tónlistarmaðurinn sem hafði veruleg áhrif hér á landi kemur úr óvæntri átt. Olufa Finsen, fyrst stiftamt- mannsfrú og síðar landshöfðingjafrú, eig- inkona Hilmars Finsen, var menntuð tónlist- arkona þótt tónlistarkennsla eða -flutningur hafi augljóslega ekki verið tilgangur hing- aðkomu hennar. Hún lék á píanó og hafði fengist við tónsmíðar áður en hún fluttist hingað, líklega árið 1865 en Hilmar Finsen tók við embætti stiftamtmanns það ár. Vitað er að hún hafði samið sönglög við píanóleik áður en hún fluttist hingað og við jarðarför þeirra heiðurshjónanna Jóns forseta Sigurðs- sonar og Ingibjargar árið 1880 var flutt kant- ata sem henni hefur verið eignuð. Talið hefur verið að kantatan hafi upphaflega verið samin vegna fráfalls Friðriks konungs VII, en lík- legast er að Olufa Finsen hafi staðfært og jafnvel samið viðbót við kantötu sem flutt var við jarðarför konungsins. Matthías Joch- umsson samdi nýjan texta við kantötuna, Olufa Finsen lék sjálf á orgel og tvöfaldur blandaður kvartett söng ásamt tveimur ein- söngvurum, barítón og sópran. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem einsöngur heyrðist í jarðarför á Íslandi og öll tónlistin hafði mikil áhrif á viðstadda. Til gamans má geta þess að auk þess flutti Lúðurþeyt- arafélagið frumsaminn sorgarmars eftir Helga Helgason við athöfnina. Um tónlistina í jarðarförinni segir Benedikt Gröndal í grein sem birtist í Norðlingi 15. júní 1880: „Eftir þetta var sungið í kirkjunni, söngur eftir Matthías Jochumsson, með fögru lagi, er landshöfðingjafrúin hafði gert; þar sungu stúdentar saman, og frú Ásta Hallgrímsson, kona Tómasar læknis og kand. Steingrímur Johnsen, sitt versið hvort einraddað, og var unaðslegt að heyra fyrir þá, sem heyrt hafa söng í útlöndum.“ Greinilegt er að mönnum hefur þótt þetta nokkuð framandlegt og jafnvel sérkennilegt. Evrópsk hámenning var ósigldu fólki alger- lega framandi og íslensk kirkjutónlist hafði til skamms tíma verið ólík allri annarri tónlist. Þetta lýsir ástandi tónlistarlífs í landinu betur en margt annað. Þorri manna hafði aldrei heyrt evrópska tónlist og vert er að rifja upp að orgel kom fyrst í Dómkirkju landsins árið 1840. Áhrif Olufu Finsen voru þó mun víðtækari en að kynna evrópska jarðarfarartónlist fyrir Íslendingum. Hún kenndi á píanó og æfði blandaðan kór heima hjá sér. Nafntogaðasti nemandi hennar var án efa Sveinbjörn Svein- björnsson, sem átti eftir að gerast tónskáld og tónlistarkennari í Skotlandi og semja þjóð- söng þjóðarinnar. Danskir fiðlarar Þegar kemur fram á 20. öldina fara evrópsk áhrif að verða umtalsverð á öllum sviðum þjóðlífsins. Breytingar á tónlistarlífi þjóð- arinnar voru byltingarkenndar svo ekki sé meira sagt. Hátíðir eins og þjóðhátíðin 1874, aldamótahátíðin, konungskomurnar 1907, 1921 og 1926 og alþingishátíðin 1930 virkuðu hver um sig eins og kröftugar vítamín- sprautur á íslenskt tónlistarlíf. Stjórnvöld og ýmis fyrirmenni skynjuðu þörfina á að fagna með stæl og það þýðir að tónlist þarf að hljóma. Menn vöknuðu upp af þyrnirós- arsvefninum og drifu í að semja tónverk, stofna kóra og hljómsveitir og í framhaldi af því var gjarnan leitað út fyrir landsteinana að góðu og hæfu tónlistarfólki til að styrkja heimamenn og kenna þeim. Þó er ljóst að ekki komu allir tónlistarmenn hingað ein- göngu til að styrkja tónlistarflutning á hátíð- arstundum. Frá fyrstu árum aldarinnar eru til heimildir um ýmsa menn sem fluttust hingað í þeim tilgangi að spila og kenna á hljóðfæri sín. Þeir fyrstu sem komu voru fiðl- arar. Paul O. Bernburg fiðluleikari fluttist ungur til Íslands frá Danmörku, líklega árið 1900 en ekki er vitað hver tildrög þess voru. Hann kom fyrst að landi á Eskifirði og bjó þar um tíma, en fluttist svo til Akureyrar þar sem hann hafði nokkra viðdvöl. Bernburg fluttist svo til Reykjavíkur 1905 og stofnaði fljótlega hljómsveit sem spilaði á kaffihúsum í bænum, þá fyrstu sinnar tegundar. Hann mun einnig Paul O. Bernburg Á Austurvelli ásamt fé- lögum árið 1930, sonur hans og nafni er á trommurnar sem kallaðar voru jass á þess- um tíma, harmónikkuleikararnir eru Jó- hannes Jóhannesson og Toleffsen, Norð- maður sem hér starfaði í stuttan tíma. Olufa Finsen Stóð fyrir fyrsta ein- söngnum við jarðarför á Íslandi. Erlendir tónlistarmenn á Erlendir tónlistarmenn hafa haft mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Sennilega var Jón bisk- up Ögmundsson fyrstur til þess að ráða sér- stakan tónlistarkennara til landsins í byrjun 12. aldar. Olufa Finsen landshöfðingjafrú var einnig tónlistarkennari á ofanverðri 19. öld og stóð fyrir fyrsta einsöng við jarðarför á landinu. En í þessari grein og tveimur öðrum sem birtast næstu helgar í Lesbók verður fyrst og fremst fjallað um áhrif nokkurra er- lendra tónlistarmanna á tónlistarlíf Íslend- inga á 20. öld og þar er af nógu að taka. Brautryðjendur – stóra stökkið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.