Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 5
hafa verið í tríói sem spilaði undir kvik- myndasýningum í Gamla bíói þegar mikið lá við en venjulega var aðeins spilað undir á pí- anó. Paul Bernburg virðist hafa spilað alls staðar þar sem vantaði fiðluleikara og honum bregður fyrir á ýmsum myndum. Hann var sjálfur með hljómsveit sem lék á dansleikjum í Bárubúð – um 1913 er vitað að hann var með 9 manna hljómsveit þar – og hann spilaði í öllum þeim hljómsveitum sem reynt var að stofna til að spila klassísku tónbókmennt- irnar. Í Morgunblaðinu 20. mars árið 1925 eru auglýstir tónleikar í tilefni af 25 ára bú- setuafmæli Bernburgs á Íslandi þar sem margvísleg tónlist hefur verið flutt. Annar danskur fiðluleikari, Oscar Johansen kom hingað árið 1910 og dvaldi hér í nokkur ár við kennslu og samleik. Hann stofnaði hljómsveit sem bar nafn hans og til er virðu- leg mynd af hljóðfæraleikurunum á sviðinu í Bárunni, líklega tekin 1912. Þar eru 12 hljóð- færaleikarar, fiðlarar og blásarar og Oscar Johansen fremstur. Báðir þessir menn voru brautryðjendur í flutningi evrópskrar kaffi- húsatónlistar á Íslandi auk þess sem þeir spiluðu í öllum stærri hljómsveitum sem reynt var að setja á fót. Þeir voru reyndar ekki einu fiðluleikararnir á landinu, örfáir Ís- lendingar höfðu langt fyrir sig þetta fínlega og vandmeðfarna hljóðfæri en þeir færðu með sér andblæ evrópskrar tónlistar og menning- ar, bæði þeirrar sem kölluð hefur verið klass- ísk og ekki síður kaffihúsa- og danstónlist fyrstu ára aldarinnar. Árið 1921 var stofnuð hér 20 manna hljóm- sveit af Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara í tilefni af konungskomunni og hóað saman öll- um hljóðfæraleikurum sem náðist í. Þar spil- aði að sjálfsögðu Paul Bernburg. Þessi hljóm- sveit var vísir að Hljómsveit Reykjavíkur sem síðar var stofnuð. Reyndar var tilvist hennar á nokkrum brauðfótum framan af, hún lifði og lognaðist út af á víxl; peningaleysi háði henni auðvitað og einnig virðist missætti milli hljóð- færaleikaranna hafa átt þar nokkurn hlut að máli. Þrátt fyrir erfitt líf sveitarinnar á fyrstu árum hennar má segja að þessu litla hljóm- sveit hafi í raun verið fyrsti vísirinn að því sem síðar varð Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nokkrir Íslendingar héldu til Leipzig í Þýskalandi til tónlistarnáms á öðrum áratug aldarinnar; Páll Ísólfsson árið 1913 og Sig- urður Þórðarson og Jón Leifs árið 1916. Páll og Sigurður kom aftur heim og unnu ötullega að tónlistinni hér á landi, Páll varð einn helsti framkvæmdamaður okkar og allt í öllu, en Jón settist að í Þýskalandi og starfaði þar fram að síðari heimsstyrjöldinni. Hann bar hag tónlistarmála á Íslandi mjög fyrir brjósti og stuðlaði að því að hingað komu nokkrir þýskir tónlistarmenn á þriðja áratug ald- arinnar. Kurt Haeser kom til Akureyrar á vegum Tónlistarfélags bæjarins árið 1922, en það fé- lag mun aðeins hafa stafað í eitt ár á þeim tíma. Þetta mun hafa verið fyrir milligöngu Jóns Leifs. Tilgangur þess að fá Kurt Haeser til Akureyrar var sá að skólastjóra og kenn- ara vantaði við nýstofnaðan Tónlistarskóla bæjarins. Dvöl Kurt Haeser var ekki löng á Akureyri og Tónlistarskólinn var raunar skammlífur í þetta sinn, en var endurreistur í janúar 1946 og hefur starfað óslitið síðan. Haeser hafði áður verið kennari við Tónlistar- skólann í Dortmund í Þýskalandi og þar áður í Osnabrück. Eftir að hann fluttist í burtu frá landinu, líklega árið 1925, kom hann hingað nokkrum sinnum og hélt þá tónleika, ýmist einn eða með öðrum tónlistarmönnum, síðast líklega árið 1930. Þetta sama ár eða 1922 kom hingað annar þýskur maður, Otto Böttcher einnig fyrir milligöngu Jóns Leifs, til að þjálfa Lúðrasveit Reykjavíkur sem stofnuð var upp úr tveimur öðrum sveitum, Hörpunni og Gígjunni. Hann var hér aðeins í tæp tvö ár en hafði samt mik- il áhrif þar sem hann tók að sér kennslu í Hljóðfæraskólanum í Reykjavík sem var stofnaður þetta sama ár og varð aðalkennari skólans. Þetta var metnaðarfullur skóli, því þar var kennt á strok- og blásturshljóðfæri, slagverk og píanó. Þótt Böttcher staldraði ekki lengi við hér, hafði hann ómæld áhrif og virðist hafa komið alls staðar við sögu þar sem tónlistarflutningur var annars vegar. Hann er auk þess fyrsti vel menntaði blás- arinn sem kom til landsins og hefur því verið fyrsti kennarinn á slík hljóðfæri hér á landi, fyrir utan Helga Helgason, sem lærði í Kaup- mannahöfn í skamman tíma fyrir aldamót. Árið 1926 kom Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar hér við á för sinni um Norð- urlöndin og lék undir stjórn Jóns Leifs. Þessi heimsókn hafði mikil áhrif, því þetta var í fyrsta skipti sem flestir tónleikagestirnir heyrðu sinfóníska tónlist sem þar að auki var flutt af úrvals hljóðfæraleikurum þótt hljóm- sveitin væri ekki fullskipuð. Stuttu eftir þetta var t.d. hætt að nota píanó og harmóníum hjá Hljómsveit Reykjavíkur þar sem þessi hljóð- færi höfðu verið notuð til uppfyllingar í þunn- skipaðri hljómsveitinni, en flöttu um leið út hljóminn. Mikil gróska hljóp í allt tónlistarlíf borgarinnar þetta ár. Meðal annars var stofn- að Jazzband Reykjavíkur sem skipað var nokkrum ungum mönnum, sem margir hverj- ir bera erlend nöfn. Hér var hins vegar ekki um innflutta menn að ræða. Í landinu var nokkuð stór stétt kaupmanna og iðn- aðarmanna sem höfðu komið frá Danmörku og Noregi; afkomendur þeirra báru áfram nöfn feðra sinna en hljóta að teljast Íslend- ingar að öðru leyti. Svona var liðskipanin í Jazzbandinu: „...þrír Danir eða danskættaðir piltar, tveir þeirra uppaldir í Lúðrasveit Reykjavíkur, þrír reykvískir blásarar, einn úr L.R., og einn Norðmaður, Axel Wolf á trommur. Hr. Fre- driksen, bróðir Fredriksens slátrara og kjöt- kaupmanns, lék á túbu, Holger Nilsen spilaði á fiðlu og Aage Lorange, sonur apótekarans í Stykkishólmi, á píanó.“ Árið 1928 var ungur sellóleikari ráðinn til stuttrar starfsdvalar í hótelhljómsveit í Reykjavík. Þetta var Fritz Weisshappel, sem kom hingað til lands aðeins 19 ára gamall. Hann er nú mun betur þekktur sem píanó- leikari, enda tók hann fljótlega að einbeita sér að því hljóðfæri. Hann ílentist hér, spilaði undir hjá söngvurum og kórum og varð fljót- lega einn mikilvirkasti og ástsælasti meðleik- ari íslenskra söngvara og kóra um langt ára- bil. Til er ótrúlegur fjöldi af upptökum, bæði hjá útvarpinu og útgefinn á plötum þar sem hann er við píanóið. Hann tók við af Emil Thoroddsen sem píanóleikari við ríkisútvarpið árið 1939 en hafði í tvö ár þar á undan oft leyst Emil af þar sem hann glímdi við veik- indi. Eftir að hann var fastráðinn við útvarpið má segja að hann hafi spilað með þorranum af íslenskum einsöngvurum og margsinnis hefur kynningin: „og það er Fritz Weiss- happel sem leikur undir á píanó“ hljómað í gegnum árin. Hann var auk þess meðleikari með Karlakór Reykjavíkur um árabil og ferð- aðist víða með einsöngvurum jafnt sem kórn- um. Þegar Ríkisútvarpið tók aftur við rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1960, tók hann við framkvæmdastjórninni. Fritz Weiss- happel lést í Reykjavík árið 1964 og hafði þá búið hér allan sinn starfsaldur og eignast hér fjölskyldu. Franz Mixa og áhrif hans Þegar árið 1930 nálgaðist og undirbúningur alþingishátíðarinnar fór af stað, tók íslenskt tónlistarlíf annan kipp. Sigfús Einarsson, sem stjórnað hafði Hljómsveit Reykjavíkur, var skipaður söngmálastjóri hátíðarinnar. Hann hætti þá sem hljómsveitarstjóri og þurfti því að finna mann til að fylla það skarð. Hljóm- sveitin sjálf hafði frumkvæði að því að fá hingað tékkneskan prófessor, Jóhannes Vel- den að nafni, til að halda námskeið fyrir hana. Þetta var árið 1928. Hann átti upphaflega að- eins að vera hér í stuttan tíma, en var hér allt fram á vordaga árið 1929. Eitthvað gekk hon- um brösulega að hafa stjórn á íslensku hljóð- færaleikurunum, enda voru þeir fæstir vanir þeim járnaga sem evrópskir tónlistarmenn venjast frá barnæsku. Hann hélt því af landi brott en maður kemur í manns stað. Sumarið 1929 fór af stað merkileg keðja at- burða sem átti eftir að setja mark sitt á ís- lenskt tónlistarlíf langt fram í tímann. Þing- vallakórinn sem stofnaður var til að sjá um allan kórsöng á alþingishátíðinni árið eftir, brá sér í söngför til Kaupmannahafnar á nor- rænt söngmót. Það var mikill hugur í þessu fólki og velgengni kórsins ótrúleg miðað við skamman æfingatíma og almennt ástand tón- listarmála á Íslandi. Sigfús Einarsson var kórstjóri. Hann notaði tækifærið fyrst hann var kominn til Evrópu og skrapp til Vín- arborgar að reka ýmis erindi fyrir alþingishá- tíðina. Þar komst hann í kynni við hið fræga óperettutónskáld Franz Lehár og bað hann um að benda sér á mann sem gæti komið til Íslands og stjórnað hljómsveit á hátíðinni sumarið eftir. Lehár kynnti hann fyrir Franz Mixa. Mixa kom til landsins strax þá um haustið, í nóvember 1929, og bjó hér og starf- aði næstu níu árin. Hann æfði hljómsveitina og stjórnaði henni á hátíðinni, en tók í fram- haldi af því virkan þátt í öllu tónlistarlífi Reykjavíkur, kenndi við Tónlistarskóla Reykjavíkur bæði á píanó og tónfræðigreinar, og hóf með því að ala upp nýja kynslóð tón- listarmanna. Auk þess hafði hann milligöngu um hingaðkomu margra mætra manna sem sumir hverjir settust hér að og hafa verið hér allan sinn starfsaldur. Franz Mixa fór aftur út til Vínarborgar árið 1938, en hélt áfram að senda hingað frábæra tónlistarmenn. Karl Heller fiðluleikari og dr. Friedrich Fleischmann sellóleikari komu hingað strax árið 1930 gagngert til að kenna við nýstofn- aðan Tónlistarskóla í Reykjavík, ráðnir til þess af Franz Mixa. Hans Stephanek, fiðlu- leikari kom hingað árið 1931, einnig fyrir til- stuðlan Franz Mixa, til að kenna við Tónlist- arskólann. Stephanek var meðal annars kennari Björns Ólafssonar sem var kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands til margra ára. Björn fór síðar í framhaldsnám til Vínarborgar og bauðst raunar góð staða þar. Það gerðist haustið 1939, rétt áður en stríðið braust út þannig að ekkert varð úr þeim áformum, mér liggur við að segja til allrar hamingju fyrir íslenskt tónlistarlíf um áratugaskeið, því Björn kenndi við Tónlistar- skólann í Reykjavík í mörg ár auk þess að gegna konsertmeistarastöðunni og var meðal annars aðalkennari Guðnýjar Guðmunds- dóttur, núverandi konsertmeistara. Auk þess má nefna Joseph Felzmann, fiðlu- leikara og Carl Billich, píanóleikara sem komu líka frá Austurríki fyrir tilstuðlan Franz Mixa árið 1933. Þeir voru æskuvinir og höfðu hafið tónlistarnám sitt saman. Þeir ákváðu að koma hingað saman og voru ráðnir til að spila í Vínartríói á Hótel Íslandi. Þar spiluðu þeir í þrjú ár, þótt upphaflega hafi að- eins verið ætlunin að stoppa stutt. Þeir voru vel menntaðir tónlistarmenn og voru fljótlega farnir að spila út um allt. Báðir störfuðu þeir hér alla tíð og hér létust þeir, Josef Felzmann árið 1976 og Carl Billich árið 1989. Ekki var dvölin þó samfelld, því báðir eyddu þeir stríðsárunum í Evrópu. Josef Felzmann brá sér til Austurríkis með unnustu sinni árið 1938 og þar giftu þau sig. Hann komst ekki aftur til Íslands því hann var kvaddur í her- inn og þurfti að gegna herþjónustu. Carl Bil- lich var hins vegar tekinn höndum árið 1940 af breskum heryfirvöldum hér og sendur í fangabúðir fyrir engar sakir aðrar en upp- runa sinn, líkt og nokkrir aðrir þýskir og austurrískir menn hér á landi. Hann komst ekki aftur til baka fyrr en árið 1947, og átti það ekki síst að þakka snöfurmannlegri fram- göngu konu sinnar, Þuríðar Billich. Carl Bil- lich lék með mörgum kvartettum hér – þjálf- aði meðal annars M.A. kvartettinn ástsæla og útsetti fyrir hann – og var kór- og hljómsveit- arstjóri Þjóðleikhússins frá árinu 1964 til árs- ins 1981. Hann varð að auki þess heiðurs að- njótandi að fá fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu tónlistar á Íslandi. Felzmann var ekki síður fjölhæfur, hann spilaði í Sinfón- íuhljómsveitinni frá stofnun hennar og var auk þess með danshljómsveit sem meðal ann- ars spilaði oft með Alfreð Clausen. Hann gat auk fiðlunnar gripið í saxófón. Fjölhæfir menn eins og hann voru ekki sjaldgæfir hér á landi á þessum tíma og mjög margir klass- ískir hljóðfæraleikarar áttu það til að breyt- ast fyrirvaralaust í djassleikara. Fiðluleikarar gripu saxófóninn eða eitthvað annað hrein- ræktað djasshljóðfæri og léku á Hótel Íslandi eða Borginni fyrir dansi á kvöldin þegar ekki voru tónleikar hjá Hljómsveit Reykjavíkur og síðar Sinfóníuhljómsveitinni. Það voru reynd- ar bæði erlendir og innlendir tónlistarmenn sem sýndu þessa fjölhæfni, enda þeir inn- lendu ekki óvanir því að þurfa að grípa í önn- ur hljóðfæri en þessi venjulegu, bæði vegna manneklu en þó ekki síður af einskærum áhuga. Í næstu grein verður aðdraganda stríðs- áranna gefinn gaumur og þau beinu áhrif sem nasisminn hafði á íslenskt tónlistarlíf.  Benedikt Gröndal: Jarðarför Jóns Sigurðssonar. Ritsafn III. Reykjavík 1950. Bls 336-342 Bjarki Bjarnason: Tónlist og tónlistarmenn á Íslandi, Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Reykjavík: Sögusteinn, 2000. Bjarki Sigurbjörnsson: Tónlist á Íslandi á 20. öld: Árin 1920-30, http://www.ismennt.is/not/bjarki/Phd/Sidur/1- 10.html Félag íslenzkra hljómlistarmanna 50 ára, Tónamál, nr. 15, Reykjavík: 1982 Magnús Már Lárusson. “Þróun íslenzkrar kirkjutónlistar. Kirkjuritið 20/2 (1954) 67-81. Endurprentað í Fróðleiksþættir og sögubrot. Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1967, 79-94. Úr gagnasafni Morgunblaðsins: Morgunbl. 1. feb. 1964 - Minningargreinar um Fritz Weiss- happel Morgunbl. 6. feb. 1964 - Minningarorð um Fritz Weiss- happel Morgunbl. 28. des. 1976 – Minningargreinar um Josef Felz- mann Morgunbl. 1. nóv. 1989 – Minningargreinar um Carl Bil- lich Morgunbl. 31. okt. 1989 – Minningargreinar um Carl Bil- lich Njáll Sigurðsson, „Kirkjusöngur í kjölfar siðaskipta“, Kristni á Íslandi III, (Reykjavík: Alþingi, 2000); „Söng- kennsla í latínuskólum“, Kristni á Íslandi III,(Reykjavík: Alþingi, 2000). Páll Kr. Pálsson: Tónlistarsaga, ágrip. Hafnarfjörður, 1983 Gunnar Egilsson: Saga Sinfóníuhljómsveitarinnar: sjá vef hljómsveitarinnar; http://sinfonia.is/de- fault.asp?page_id=2047 Gunnar Stefánsson: Útvarp Reykjavík, Saga Ríkisútvarps- ins 1930-1960. Reykjavík: Sögufélag 1997 Fritz Weisshappel Weisshappel og Magnús Jónsson, tenórsöngvari, ártal vantar. Weiss- happel kom til landsins sem sellóleikari í hótelhljómsveit í Reykjavík 19 ára. Íslandi á 20. öld MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 5 Að spila nauið Fræg er sagan af íslenskum hljóðfæraleikara sem var öllum lokið þegar erlendur hljóm- sveitarstjóri var að láta hljómsveitina end- urtaka aftur og aftur sama kaflann til að láta tónlistina hljóma hreint. Íslendingurinn á að hafa lagt frá sér hljóðfæri sitt og sagt: „Ef það á að fara að spila eitthvað nauið hér þá er ég farinn.“ Ekki fylgir sögunni hvor þeirra þurfti að fara í það skiptið – Íslendingurinn eða sá útlenski en hitt er víst að það hefur ekki alltaf verið áhlaupaverk fyrir vel menntaða evr- ópska tónlistarmenn að aðlaga sig íslenskum aðstæðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.