Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Breski leikstjórinn JulianTemple er að senda frá sér nýja heimildarmynd, Joe Strum- mer: The Future is Unwritten, en eins og nafnið gefur til kynna fjallar hún um söngvara pönk- sveitarinnar The Clash en Strum- mer lést árið 2002. Þetta er ekki fyrsta verk Temples sem tengist pönkinu. Á áttunda ára- tugnum þegar Temple var í kvik- myndaskóla umgekkst hann hljóm- sveitina Sex Pistols og eru margar fyrstu hljómleikaupptökur sem til eru af henni teknar af Temple. Samstarfið við Sex Pistols og Mal- colm McLaren leiddi svo til þess að Temple gerði tónlistarmyndina ein- kennilegu The Great Rock ‘n’ Roll Swindle. Síðan þá hefur hann gert fjölda tónlistarmyndbanda (nú síð- ast fyrir Babyshambles), leiknar kvikmyndir á borð við Absolute Beginners og Pandaemonium en árið 2000 sneri hann sér aftur að Sex Pistols með heimildarmyndinni The Filth and the Fury. Síðasta mynd leikstjórans var Glastonbury, heimildarmynd um samnefnda rokkhátíð. Myndin um Strummer hefur orðið til yfir langan tíma en leikstjórinn fylgdi The Clash eftir um hálfs árs skeið árið 1977 og elstu hlutar nýju myndarinnar eiga rætur að rekja til þess tímabils. Á tíunda áratugnum urðu Temple og Strummer nágrannar í Somerset og þá þróaðist sá vinskapur sem óbeint leiddi til heimildarmynd- arinnar sem að sumu leyti er óður til söngvarans.    Kvikmyndahátíðin South by So-uthwest (SXSW) í Austin í Texas þykir ein af þeim svalari í Bandaríkjunum og hefur getið sér gott orð fyrir að einbeita sér að óháðum og óvenjulegum myndum. Tvær heimildarmyndir sem frumsýndar voru á hátíðinni fyrir skemmstu hafa vakið nokkra athygli. Manufacturing Dis- sent fjallar um aðferðafræði sjálfr- ar kvikmyndategundarinnar en leikstjórar hennar, hjónin Debbie Melnyk og Rick Caine, beina sjón- um sínum að Michael Moore með afar gagnrýnum hætti. Myndin þykir nokkuð frábrugðin þeim myndum sem áður hafa verið gerð- ar um hinn umdeilda Moore, en þær hafa einkennst af fjandskap frekar en vönduðum vinnubrögð- um, en leikstjórarnir fylgdu honum eftir á fyrirlestraröð sem hann fór um bandaríska háskóla árið 2004 en hafa einnig lagst í umtalsverða rannsóknarvinnu um feril hans í heild.    Hin heimildarmyndin sem vaktiathygli er The King of Kong en hún segir frá keppinautunum Billy Mitchell og Steve Wiebe en báðir eru miklir áhugamenn um tölvuleiki og haldnir þrá- hyggju um hinn klassíska leik Donkey Kong. Mitchell setti heimsmet í leikn- um árið 1982 en það hefur staðið síðan, eða allt þar til Wiebe, sem nýlega hafði misst vinnunna, keypti Kong-spilakassa og sló met Mitchells. Í hönd fer frásögn um samsæri og meting sem þykir sýna fram á að stundum er sannleikurinn enn skrítnari en skáldskapur. KVIKMYNDIR Julian Temple Donkey Kong Michael Moore Eftir Björn Norðfjörð bn@mbl.is Þær glöddu margan bókmennta- og tón-listaráhugamanninn virðisaukaskatt-slækkanirnar á dögunum. Sérstaklegaþó tónlistarfólk sem fékk það nú við- urkennt að tónlist væri alveg jafnmikil list og blessaðar bókmenntirnar og skyldi því bera sama skatt. Kvikmyndaunnandanum í mér þótti það þó afar miður að kvikmyndalistin skyldi ekki fá sama hljómgrunn hjá ríkinu og má hún sitja uppi með það súra epli að bera ekki aðeins 24,5% virð- isaukaskatt heldur oftar en ekki 10% toll (til að sleppa við þennan toll verður að sýna fram á að mynddiskur sé framleiddur innan Evrópska efna- hagssvæðisins). Eru þetta verndartollar, kann einhver að spyrja sig. Hvað skyldi verið að vernda? Íslenska bændur fyrir ágengri amerískri lágkúru – spyr sá sem ekki veit. Í fljótu bragði dettur mér lítið annað í hug en að þetta endurspegli gamaldags fordóma gagnvart kvikmyndamiðlinum. Enginn skattur af leik- húsmiða – list – en 24,5 prósent af bíómiða – lág- kúra. Ætli það þyki ekki rétt að James Joyce og Ludwig van Beethoven beri 7% skatt en Steven Spielberg 24,5%? Það þarf þó ekki mikinn snilling til að sjá hversu hriplek þessi aðgreining ólíkra miðla er, svo samanburðinum sé snúið á hvolf: Ingmar Bergman ber 24,5% skatt á meðan Brit- ney Spears og Stephen King sleppa með 7%. Nú mun án efa einhver saka mig um fordóma gagn- vart Britney og afþreyingarmenningu almennt, en tilgangur þessa samanburðar er einmitt að sýna fram á hversu fjarstæðukenndir þessir flokkadrættir eru. Tökum hér eilítið dæmi um einstakling sem kaupir frá Ameríku fyrst þúsund króna bók, þá þúsund króna CD-hljómdisk og lok þúsund króna DVD-mynddisk. Bók – fyrsta flokks list 1.000x1,07 vsk. = 1.070 kr. Geisladiskur – annars flokks list 1.000x1,1 tollur x 1,07 vsk. = 1.177 kr. DVD-diskur – þriðja flokks list 1.000x1,1 tollur x 1,245 vsk. = 1.369 kr. og fimmtíu aurar. Álögur ríkisins af kvikmyndinni eru yfir fimm sinnum hærri en af bókinni. Panti einstaklingur sjálfur vöruna erlendis frá bætist svo ofan á þetta tollmeðferðargjald (skattur/tollur í dulargervi?) hjá Íslandspósti upp á 450 kall og skiptir þá lækk- un virðisaukans litlu þegar um lágar fjárhæðir er að ræða. Fyrir þúsund króna bók greiðir ein- staklingur 70 kall í virðisaukaskatt en 450 kall í tollmeðferðargjald! Af kvikmynd sem kostar 1.000 kall í Ameríku rukkar ríkið þegar allt er tal- ið 819 kall og 50 aura! Þá eru nú mörk þessara miðla ekki jafn skýr og þau kunna að virðast við fyrstu sýn. DVD- mynddiskar er snúa að tónlist bera t.a.m. 24,5% skatt, jafnvel þótt um sé að ræða upptökur af tón- leikum eða tónlistarmyndbönd. Hvernig er hægt að réttlæta að dægurlög beri hærri skatt ef mynd fylgir laginu? Og hvað með söngva- og dans- amyndir þar sem tónlistin er alls ráðandi? Og hvað með kvikmyndir gerðar eftir mikilsvirtum bókmenntaverkum? Það þekkist líka að bók og mynd séu gefin út saman. Þá eru góð ráð dýr. Kannski eru þetta orðnar eintómar hártoganir en það er auðvelt að afgreiða þær í eitt skipti fyrir öll með því að breyta bíóskattinum í 7%. Vinsamleg- ast afnemið tollmeðferðargjaldið í leiðinni. Takk fyrir. Þriðja flokks list SJÓNARHORN »Ætli það þyki ekki rétt að James Joyce og Ludwig van Beethoven beri 7% skatt en Steven Spielberg 24,5%? Það þarf þó ekki mikinn snilling til að sjá hversu hriplek þessi aðgreining ólíkra miðla er, svo samanburðinum sé snúið á hvolf: Ingmar Bergman ber 24,5% skatt á meðan Britney Spears og Stephen King sleppa með 7%. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.i K vikmyndahátíðin í borginni Can- nes í Suður-Frakklandi er mark- viss punktur í bíóumhverfinu og oftar en ekki einn af aðal- viðburðum ársins. Hátíðin, með öllum sínum fjölda frumsýninga, frægra gesta og kaupahéðna úr flestum heims- hornum, kemur talsverðu róti á hugi bíófíklanna. Hún vekur umræður um forvitnileg verk og áhugaverða listamenn sem setja mark sitt á veisluhöldin og kvikmyndaárið. Cannes-hátíðin er að auki haldin á unaðslegasta tíma ársins, um miðjan maí þegar vorið hefur sigrað veturinn og sumarið bíður á næstu grösum með sín fögru fyr- irheit. Í ár verður setningardagurinn 16. maí og lín- urnar eru farnar að skýrast hvað snertir gesti og verk á hátíðinni, sem jafnframt heldur upp á sex- tugsafmælið. Heiðursgesturinn verður Martin Scorsese, nýbakaður Óskarsverðaunahafi fyrir The Departed og einn virtasti kvikmyndagerð- armaður samtímans, sem óþarft er að kynna fyrir lesendum. Scorsese er enginn nýgræðingur á þessum slóð- um, rösklega þrír áratugir eru liðnir síðan hann stóð uppi með hin eftirsóttu aðalverðlaun hátíð- arinnar, Gullpálmann, fyrir Taxi Driver, árið 1976. Þá var hann formaður dómnefndar árið 1998. Auk þess að vera heiðursgestur (sá fyrsti í sögu hátíð- arinnar og engar áætlanir á lofti um að gera slíkt að venju), mun leikstjórinn gegna veigamiklum hlutverkum; taka þátt í fyrirlestraröð ásamt starfsbræðrum sínum, Sidney Pollack, Nani Mo- retti og Oliver Stone; afhenda Camera d’Or- verðlaunin sem veitt eru fyrir besta byrjendaverk ársins og ýta úr vör stofnun sem á að annast varð- veislu sígildra, alþjóðlegra kvikmyndaverka (World Cinema Foundation). Það málefni hefur legið þungt á herðum Scorseses og áratugir liðnir síðan hann benti á lítið og lélegt geymsluþol kvik- myndafilmunnar. Sem fyrr segir skiptist veislan í Cannes í gróf- um dráttum í tvennt; annars vegar er hún ein merkasta kvikmyndahátíð heims þar sem keppt er um margvísleg verðlaun í nokkrum flokkum og hins vegar veigamikil markaðssýning með fjöl- mennri þátttöku framleiðenda og kvikmyndahúsa- eigenda. Á 6. þúsund kvikmyndir koma til álita í keppn- irnar í ár, þannig að niðurskurðurinn er risavax- inn. Íslendingar hafa ekki sótt gull í greipar þeirra sem stjórna sigtinu, en þess má geta að Wild at Heart (’90), mynd framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni, vann Gullpálmann fyrir bestu leikstjórn (David Lynch). Allnokkrar, íslenskar myndir eru komnar í hendur valnefndarinnar, þ.á m. For- eldrar eftir Ragnar Bragason, en álits hennar er ekki að vænta fyrr en undir mánaðamótin apríl- maí. Á meðal spennandi verka sem búið er að sam- þykkja og verða frumsýnd á Cannes í næsta mán- uði er bandaríska heimildarmyndin U2 3D, eftir leikstjórana Catherine Owens og Mark Pellington. Hún fjallar um heimsreisu Vertigo, þar sem þessi goðsagnakennda hljómsveit kom víða við. Í þessu sambandi má nefna að Scorsese kemur með 20 mínútur af efni úr hálfkláraðri heimildarmynd sinni um The Rolling Stones, aðra ofurrisa í popp- heiminum. Kvikmyndaheimurinn bíður með öndina í háls- inum eftir því hvort Coen-bræður nái að rétta úr kútnum með No Country for Old Men, með Tommy Lee Jones, Woody Harrelson, Brolin- feðgum og fleirum. Glæpamyndin We Own the Night mun birtast í fyrsta sinn á tjaldinu og fjallar um baráttu föður (Robert Duvall) við að bjarga sonum sínum (Mark Wahlberg og Joaquin Phoe- nix) úr klóm rússnesku mafíunnar í New York. Höfundur og leikstjóri er James Grey, sem fjallaði um hliðstætt efni í Little Odessa fyrir fáeinum ár- um. Fleiri myndir verða ákveðnar á næstu vikum og meðal þeirra sem talið er að sleppi í gegnum sigtið er hin hádramatíska Cassandra’s Dream eftir Woody Allen, með Ewan McGregor, Tom Wilk- inson, Colin Farrell og Sally Hawkins. Enginn Bandaríkjamaður og Manhattan bregður ekki einu sinni fyrir. Öðru vísi mér áður brá, getur leik- stjórinn hugsað, sem lengst af var ófáanlegur til að fara tommu út fyrir borgarmörk New York. Þekktir leikarar eru ekki sjáanlegir í Paranoid Park, nýjustu mynd Gus Van Sant, sem fjallar um unglinga, flækta í morðmál. Þessi merki leikstjóri hefur verið í frjálsu falli frá því hann apaði eftir meistara Hitchcock (Psycho ’98) og forvitnilegt að sjá hvernig ofantöldum þremenningum reiðir af í ár. Ekki verður síður athyglisvert að sjá City of Men eftir Paulo Morelli, framhald hinnar ógleym- anlega andstyggilegu City of God/Cidade de Deus, gerð af Fernando Meirelles 2002, sem hefur að þessu sinni hlutverkaskipti við Morelli. Todd Hay- nes, sem gerði hina umtöluðu þjóðfélagsádeilu Far From Heaven (’02), mætir til leiks með I’m Not There, stílfærða mynd um lífshlaup Bobs Dylan. Hann er túlkaður af nokkrum leikurum, með Heath Ledger í fararbroddi og Cate Blanchett og Julianne Moore leika konurnar í lífi söngvarans. Eftir Micahel Winterbottom, leikstjóra jafn ólíkra verka og The Road to Guantanamo, 9 Songs og Welcome to Sarajevo , svo eitthvað sé nefnt, verður forsýnd Murder in Samarkand. Höfund- urinn heldur áfram að hleypa út illkynjuðum vess- um heimssálarinnar, að þessu sinni ber hann niður í Úsbekistan, þar sem almenn mannréttindi eru léttvæg fundin. Það hefur sannarlega gustað af fyrri verkum Julians Schnabel; Before Night Falls (00) og Bas- quiat (’96) og fátt bendir til þess að meðalmennska einkenni Le Scaphandre et le papillon. Hún fjallar um Jean-Dominique Bauby, hinn franska ritstjóra tískublaðsins Elle, sem lamaðist gjörsamlega fyrir nokkrum árum utan þess að halda sjón á öðru auga. Með það eitt að vopni gat Bauby tjáð ævi- sögu sína og einstaka lífsreynslu. Það verður af nógu að taka á Cannes, m.a. er álitið að Asíuþjóðir komi feyki sterkar til leiks. Vafalaust eiga fleiri en ein og fleiri en tvær óþekktar myndir eftir að koma, sjá og sigra. Von- andi verður einhver þeirra íslenskrar ættar. Sumarið kemur með Cannes KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes er einn af há- punktum kvikmyndaársins. Hún hefst 16. maí næstkomandi og er von á mikilli veislu. Hér er minnst á nokkrar þeirra mynda og manna sem mesta óþreyju vekja. Scorsese „Heiðursgesturinn verður Martin Scorsese, nýbakaður Óskarsverðaunahafi fyrir The Dep- arted og einn virtasti kvikmyndagerðarmaður samtímans, sem óþarft er að kynna fyrir lesendum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.