Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com M.I.A., eða Mathangi „Maya“Arulpragasam, sló óvænt í gegn með fyrstu plötu sinni, Arul- ar, árið 2005. Mögnuð blanda af „grime-i“, hipp hoppi, reggíi og raftónlist landaði þeirri plötu inn á marga árslista og reyndar hafði plöt- unni verið hampað af netgrúskurum í marga mánuði áð- ur en hún kom loks fyrir eyru al- mennings. M.I.A. er því í þeirri góðu stöðu (en sumir myndu segja slæmu) að margir bíða afar spenntir eftir næsta verki, tónlist- armiðlar eru á tánum og skjóta út minnstu og ómerkilegustu fréttum um hræringar í bækistöðvum söngkonunnar. Það sem við höfum í höndunum nú er að næsta plata kallast KALA og kemur út í júní á vegum Interscope. Samstarfsmenn M.I.A. verða m.a. Diplo, Timba- land, Mr. Bangladesh og Three 6 Mafia. Upptökustjórinn Timbaland er alveg bullsjóðandi heitur um þessar mundir en hann vinnur líka að Voltu, plötu Bjarkar, og er meðupptökustjóri að fyrstu smá- skífunni þar, „Earth Intruders“.    Roky Erickson er eitt frægasta„fórnarlamb“ hippatímans, en hann leiddi hina áhrifaríku sveit 13th Floor Elevators. Hann koxaði á sýru undir enda sjö- unda áratug- arins og laug því til að hann væri geðveikur til að losna undan her- skyldu. Honum var þá óðar húrrað inn á stofnun þar sem hann var m.a. látinn gangast undir rafstuðsmeðferð. Erickson hefur aldrei náð sér eftir þessar hremm- ingar. Útgáfusaga Ericksons er götótt, svo og almenn tónlistarleg virkni, en nú hefur verið tilkynnt um nokkra tónleika, alls átta tals- ins, og verða einir þeirra á Hró- arskeldu. Þetta sumar verður líka ný heimildarmynd um Erickson sýnd, You’re Gonna Miss Me, og heitir hún eftir frægasta lagi 13th Floor Elevators, sem margir kannast kannski við sem upp- hafslag kvikmyndarinnar Hi- Fidelity, þar sem John Cusack og Jack Black fara á kostum sem starfsmenn plötubúðar.    Ein allra athyglisverðasta sveithinnar svokölluðu kanadísku senu, Frog Eyes frá Vancouver, er klár með nýja plötu. Tears of the Valedictorian er hennar fjórða og kemur út 1. maí á Absolutely Kosher (sem hefur á snærum sín- um sveitir eins og Xiu Xiu, The Wrens, The Mountain Goats, og landa Frog Eyes, Hidden Came- ras). Platan var hljóðrituð í fyrra og hitteðfyrra og Spencer Krug úr Wolf Parade hjálpar til. Carey Mercer, hinn litríki leiðtogi Frog Eyes, segir að lögin hafi verið samin að mestu á tónleikaferðalagi og það hafi verið þægilegt að geta spilað lögin til á tónleikum í mán- uð áður en þeim hafi verið skellt á band. Þetta er þá í fyrsta skipti sem sveitin vinnur með upp- tökustjóra, sá heitir Daryl Smith og segir Mercer að hann beri alla ábyrgð á hljómi plötunnar. TÓNLIST Rocky Erickson M.I.A. Frog Eyes Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Á öndverðum níunda áratugnum risu úr rústum pönksins í Bretlandi fjölmargar framsæknar rokksveitir sem nutu lýðhylli. Má þar nefna The Smiths, Echo and the Bunnymen og Simple Minds, að ekki sé talað um kameljónið sjálft, U2, sem enn er í fremstu víglínu. Skoska háfjallarokksveitin Big Country heyrði til þessum hópi. Aðalsmerki hennar var gítarrokk undir þjóðlegum skoskum áhrifum. Sekkjapípu- hljómurinn sveif yfir vötnum. Ferskir vindar léku um hljómsveitina í upphafi ferilsins – að hlusta á Big Country var eins og að standa úti á engi og anda að sér lyktinni af nýslegnu heyi. Eigi að síður var melankólían undirliggjandi og við hana rímaði hrjúf og tregafull rödd Stuarts Adamsons, forsöngvara og gítarleikara. Hann var eilítið nefmæltur að auki. Enda þótt Big Country sé einatt kennd við Skotland fæddist enginn meðlima hljómsveit- arinnar þar. Gítarleikarinn Bruce Watson er Kan- adamaður og Mark Brzezicki trommuleikari, Tony Butler bassaleikari og Adamson eru allir fæddir í Englandi. Adamson er að vísu af skosku foreldri og flutti fjögurra ára gamall til Dunferml- ine, þaðan sem Big Country gerði upprunalega út. Skoski hreimurinn er því ósvikinn. Adamson gat sér fyrst gott orð í pönk- hljómsveitinni The Skids en stofnaði Big Country árið 1981 ásamt Watson, sem starfaði um þær mundir við kafbátaþrif hjá Konunglega sjóhern- um. Butler og Brzezicki voru útfarnir „sessjón“- spilarar sem útgáfufyrirtækið benti á, þannig að hljóðfæraleikurinn var í háum gæðaflokki Adam- son, sem var óumdeildur leiðtogi sveitarinnar, bar hitann og þungann af laga- og textasmíðum. Fyrsta smáskífa Big Country, „Harvest Home“, kom út síðla árs 1982 en strandaði í 91. sæti breska vinsældalistans. Önnur smáskífan, „Fields of Fire“, hlaut betri viðtökur snemma árs 1983 og náði tíunda sæti. Í kjölfarið kom fyrsta breiðskífan, The Cross- ing. Féll hún í frjóa jörð austan hafs sem vestan, ekki síst vegna ofursmellsins „In A Big Country“ sem er líklega best þekkta framlag Big Country til rokksögunnar. Ekki skemmdi slagverksforleik- urinn á smáskífuútgáfunni heldur fyrir. Af öðrum lögum á plötunni má nefna „Lost Patrol“ og ball- öðuna „Chance“. The Crossing seldist í meira en milljón eintök- um í Bretlandi og hálfri milljón eintaka í Banda- ríkjunum sem er ágætis byrjun. Platan hefur staðist tímans tönn og rennur enn ljúflega í gegn. Enda laus við þennan óbærilega „eitís“-hljóm sem var gegnumgangandi á þessum tíma. Örplatan Wonderland féll í kramið árið 1984 og önnur breiðskífa Big Country, Steeltown, sem kom út sama ár, gaf frumburðinum lítið eftir að áliti gagnrýnenda. Platan seldist þó ekki eins vel og menn höfðu vonast til og féll algjörlega í Bandaríkjunum. Eftir það syrti í álinn. Þriðja breiðskífan, The Seer, var poppskotnari en fyrri plöturnar og mesti móðurinn virtist runninn af Adamson og fé- lögum. Big Country hélt áfram að starfa og sendi frá sér fjórar breiðskífur til viðbótar, þá síðustu árið 1999. Þær voru allar misheppnaðar og sveitin var dæmd til lífs í kjallara rokksins. Seinni árin kom Big Country aðallega fram sem upphit- unarhljómsveit fyrir stærri og vinsælli sveitir. Einn af dyggustu meðreiðarsveinum Stuarts Adamsons á lífsleiðinni var Bakkus bróðir og með árunum ágerðust átök þeirra kumpána. Adamson hvarf af yfirborði jarðar árið 1999 en kom í leit- irnar um síðir og lýsti því yfir að hann hefði þurft á tilfinningalegu svigrúmi að halda. Héldu þá ýmsir að hann hefði þurrkað sig upp. Það var mis- skilningur. Í nóvember 2001 hvarf Adamson öðru sinni og hófst fljótt æðisgengin leit að honum, þar sem um- boðsmaður hans og fyrrverandi eiginkona og móðir tveggja barna hans, báðu meðal annars fólk sem hugsanlega kynni að hafa setið að sumbli með honum að gefa sig fram. Allt kom fyrir ekki. HInn 16. desember 2001 fannst Stuart Adam- son á hótelherbergi í Honolulu. Hann hafði hengt sig. Huglægur heyskapur Poppklassík Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com L abrador gáfu nýverið út mynd- arlegan fjögurra diska pakka í til- efni af því að útgáfur fyrirtæk- isins eru orðnar hundrað talsins. Í pakkanum er að finna eitt lag af hverri útgáfu Labradors hingað til og þannig fær hlustandinn nokkuð yfirgrips- mikla sýn á hljóm og sögu fyrirtækisins. Pakkinn ber hið glettna heiti Labrador 100: A Complete History of Popular Music og spannar tíu ár. Með diskunum fylgir nokkuð ítarlegur bæklingur þar sem stofnendur Labradors tjá sig um tilurð fyr- irtækisins, ýmis atvik í sögu þess, auk þess sem nokkur orð eru látin falla um hvert laganna hundrað. Ekki beint rífandi sala Starfsmönnum Labrador verður tíðrætt um við- tökur þess sem þeir hafa gefið út og grínast mik- ið með hversu fá eintök hafi selst af hinni og þessari plötunni, hvernig þeir hafi talið víst að hér væri smellurinn kominn sem kæmi þeim á kortið – en svo hafi ekkert gerst. Fæst nafnanna sem Labrador gefur út hafa náð vinsældum, til dæmis er sagt frá því í bæklingnum að starfs- menn útgáfunnar skipi líklegast þriðjung aðdá- enda sveitarinnar Wan Light. Sjálfum finnst mér ekki mikið til sveitarinnar koma og skil viðtök- urnar því vel. Flest í safninu er þó stór- skemmtilegt. Þekktasta sveitin sem gefur út hjá Labrador er líklegast The Radio Dept. en nokkur lög sveit- arinnar rötuðu í nýjustu kvikmynd Sofiu Cop- pola, Mary Antoinette. Aðrir sem hafa verið að gára öldurnar eru Suburban Kids With Biblical Names, Loveninjas og The Mary Onettes. [in- genting] er síðan fyrsta sveit Labradors sem kemst á vinsældalista í heimalandinu, og skal engan undra – smellurinn „Punkdrömmar“ er vel heppnað diskópönk með sérstökum söng sem minnir ögn á íslensku rokksveitina Maus. Hreinræktað indí-popp… Sveitirnar sem eru á mála hjá Labrador flytja allar eitt eða annað afsprengi þess sem væri dónaskapur að nefna einhverju öðru nafni en hinu rétta: indí-popp. Allar helstu og yndisleg- ustu indí-popp klisjurnar endurtaka sig trekk í trekk hjá þessum sveitum og sæmilega popp- sögulega meðvitaður hlustandi ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að rekja áhrifin… Árið 1986 gaf enska popptímaritið NME út kassettu sem safnaði saman allskyns sveitum sem þóttu sækja á svipuð mið. Þetta voru sveitir sem voru svolítið sætar – krúttlegar – og gáfu lít- ið fyrir fagmannlegan hljóðfæraleik og lögðu fremur upp úr því að skemmta sér og öðrum. Hljómurinn var oft grófur og hrár, en melódíur og textar voru aftur á móti sykursætir. Sveit- irnar erfðu heilmikla hugmyndafræði frá pönk- hreyfingunni og gáfu ýmist út sjálfar eða á agn- arsmáum útgáfufyrirtækjum; þar var Sarah Records fremst í flokki. Kassettan nefndist C86 og átti eftir að verða mikilvæg í poppsögunni – nokkurskonar stefnuyfirlýsing indí-poppsins. Tónlistarrýnirinn Simon Reynolds skrifaði mikla ritgerð um þessa tónlist í Melody Maker þar sem hann greindi í henni ákveðið andóf gegn mark- aðsvæðingunni, Ameríkaníseringunni og upp- unum sem fylgdu stjórnartíð Margaret Thatcher. Lykilsveitir þessarar bylgju voru Orange Juice, Television Personalities, Wedding Present, auk The Smiths og fleiri, en helstu sporgöngumenn tónlistar af þessu tagi í seinni tíð eru líklegast Belle & Sebastian, sem léku á Borgarfirði eystra síðasta sumar, Saint Etienne og jafnvel Magnetic Fields. Fjölmörg laganna á Labrador 100 gætu hafa verið á C86; mörg eru augljóslega tekin upp af vanefnum og meira er lagt upp úr sköp- unarverknaðinum sjálfum en fullkominni lokanið- urstöðu. Fyrir vikið er heilmikill lífsneisti í mörg- um laganna, einhver gleði sem smitar út frá sér og skilur hlustandann eftir með bros sem erfitt er að losna við. …en fjölbreytt Þrátt fyrir að vera allt undir hatti indí-poppsins þá er fjölbreytnin engu að síður umtalsverð. Hér eru margir sem sækja sterklega til C86 og Belle & Sebastian, en einnig ber á rafrænni tilburðum. Hljómsveitin Tribeca á t.d. fjölmörg góð og gríp- andi lög sem nýta sér hljóðheim níunda áratug- arins í bland við nýrri þreifingar í danstónlist, og The Legends sækja á svipuð mið. Pelle Carlberg er sögumaður í svipuðum stíl og Jens Lekman, og Wan Light minnir undirritaðan á Flaming Lips. Aðrir eins og Douglas Heart sækja í skóg- lápið (e. shoegaze) sem tröllreið jaðartónlist í upphafi tíunda áratugarins og virðist vera að sækja í sig veðrið á ný. Loveninjas virðast síðan finna sig í britpoppi og ég treysti mér til að mæla sérstaklega með nýútkominni breiðskífu þeirra, The Secret of the Loveninjas. Allir áhugamenn um popptónlist á jaðrinum ættu því að geta fundið sig í mjúkum faðmi Labradors, þessa vaxandi hvutta sem er slétt sama um álit almennings og gerir hlutina á eigin forsendum. (E.S. Að mér vitandi flytur enginn dreifingaraðili skífur Labradors hingað til lands, en vonandi verður breyting þar á hið fyrsta. Áhugasömum er bent á vef Labradors, labra- dor.se, í millitíðinni.) Á eigin forsendum Það hefur ekki verið gert neitt hlé á framrás Svía á tónlistarsviðinu. Fyrir hálfu ári skrifaði ég grein um sænska popptónlist sem hafði vakið athygli mína (og annarra) og nefndi þar til sög- unnar Íslandsvininn Jens Lekman sem kom sá og sigraði á síðustu Airwaves-hátíð; Peter Bjorn og John sem léku í gærkvöldi á Nasa, auk fleiri sveita sem munu vonandi koma til með að heiðra Íslendinga með nærveru sinni von bráðar. Enn er fjöldi frábærra hljómsveita þó ótalinn og allar eiga þær það sammerkt að gefa lög sín og plötur út hjá fyrirtækinu Labrador. Loveninjas Hljómsveitin Loveninjas virðist finna sig í britpoppi og treystir greinarhöfundur sér til að mæla sérstaklega með nýútkominni breiðskífu þeirra, The Secret of the Loveninjas.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.