Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Baldvin Hannibalsson jon.baldvin@simnet.is „Það er bjargföst sannfæring mín, að sam- ábyrgt velferðarsamfélag í anda þess besta, sem við þekkjum að norrænni fyrirmynd, sé þróað- asta samfélagsskipan, sem enn hefur litið dags- ins ljós á jörðinni… Hvergi í heiminum er betra að búa, hvergi er betra að ala upp börn, hvergi er betra að lifa lífinu og hvergi er betra að verða gamall heldur en í norrænu velferðarsamfélög- unum.“ (Steingrímur J. Sigfússon: Við öll, bls. 200) E f maður vissi ekki, að ofan- greind tilvitnun er úr stefnuskrárriti formanns Vinstri-grænna, gæti maður haldið, að formað- ur Alþýðuflokksins forð- um daga væri að tala. Eða einhver innmúraður og innvígður eðalkrati af Norðurlöndum, sem hljómaði svona í íslenskri þýðingu. Alla vega er þetta sósíaldemókratískt manifesto – lífsskoðun jafnaðarmanns – í hnotskurn. Samt vill Stein- grímur alls ekki gangast við því að vera krati. Hann vegsamar þá samfélagsgerð, sem er skil- getið afkvæmi sósíaldemókratískrar hug- myndafræði og hundrað ára baráttu jafn- aðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum. En samt vill hann ekki vera við þá kenndur. Hvers vegna ekki? Hann vill láta kalla sig rót- tækan jafnaðarmann. En hvað er svona voða- lega róttækt við Steingrím Jóhann? Að vera á móti NATO og her í landi, eftir að herinn er far- inn? Er það ekki bara svona dejá vu upp á frönsku – búið mál? En að yfirbjóða búvernd- arstefnu Framsóknar, sem Halldór Laxness kenndi einu sinni við „Hernaðinn gegn landinu“ – búverndarstefnu, sem í alþjóðlegu samhengi heldur helmingi jarðarbúa í heljargreipum ör- birgðar – hvað er svona róttækt við það? Ekkert. Meira um það síðar. Draumurinn um sameiningu jafn- aðarmanna Draumurinn um sameiningu jafnaðarmanna að norrænni fyrirmynd innan vébanda öflugrar og lifandi grasrótarhreyfingar, sem gæti boðið íhaldinu birginn og keppt við það um stjórn- arforystu á eigin forsendum – þessi draumsýn var sem leiðarhnoða hinna bestu sona og dætra í röðum íslenskra jafnaðarmanna á öldinni sem leið. Draumsýn og leiðarhnoða – en hversu þrá- látlega gekk það þeim ekki úr greipum á veg- leysum og í öngstrætum íslenskra stjórnmála? Á seinni hluta seinasta áratugar seinustu ald- ar virtist loksins rofa til. Hin mikla en harm- sögulega þjóðfélagstilraun, sem kennd var við rússnesku byltinguna og öfgastefnu rússneskra kommúnista, undir forystu manna eins og Len- íns og Stalíns, var liðin undir lok. Kalda stríðinu, sem hófst eftir heimstyrjöldina miklu, og stóð í næstum hálfa öld milli alræðishyggju Sov- étkommúnismans og vestrænna lýðræðisríkja, var þar með lokið. Hrun Sovétríkjanna þýddi í raun frelsun fjölmargra þjóða í Mið- og Austur- Evrópu undan nýlenduoki. Þar með lauk seinni heimsstyrjöldinni í þeim heimshluta. Það var runninn upp tími til að byrja nýtt líf. Þær hug- myndafræðilegu kennisetningar fortíðar, sem höfðu klofið hina alþjóðlegu hreyfingu jafn- aðarmanna og kenndar voru við arfleifð komm- únismans, heyrðu nú sögunni til. Nú gafst mönnum ráðrúm til að vega og meta árangur af hinni frjálslyndu hugmyndafræði og pólitísku starfi jafnaðarmannahreyfingarinnar á Norðurlöndum og í Evrópu. Árangurinn blasti við. Sú þjóðfélagstilraun hafði tekist jafnvel framar björtustu vonum. Ef marka má tilvitn- unina hér að ofan, þá greinir okkur Steingrím Jóhann ekki á um það. Við skyldum því halda að pólitískir endurfundir væru í nánd; og ekkert því til fyrirstöðu að láta drauminn um samein- ingu jafnaðarmanna rætast. Við Ólafur Ragnar fórum um landið á rauðu ljósi, skömmu eftir fall Berlínarmúrsins. Tilgangurinn var sá, að það fólk, sem hafði gert hróp hvert að öðru úr póli- tískum skotgröfum lungann úr öldinni, mætti nú koma upp úr skotgröfunum og taka upp talsam- band á ný. Draumur og veruleiki En það kom bakslag. Ólafur Ragnar og félagar, þ.á. m. hinn ungi landbúnaðarráðherra í vinstri- stjórn Steingríms Hermannssonar (1988–91), skildu ekki þá þjóðarnauðsyn, sem bar til þess að tryggja EES-samningnum framgang. Kannski var lærdómskúrfa nýrra tíma of brött. Látum það vera. Eftir að Viðeyjarstjórnin hafði komið EES-samningnum heilum í höfn og þar með lok- ið sínu hlutverki, náðu gömlu helminga- skiptaflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkurinn, aftur saman um stjórn landsins. Þeir uppskáru í makindum árangurinn af þeirri kerfisbreytingu þjóðfélagsins, sem komið var á við hin erfiðustu skilyrði á fyrri hluta áratug- arins. Þá gátu þeir flokkar og flokksbrot, sem sækja sinn innblástur sögulega séð í hug- myndafræði jafnaðarstefnunnar, og voru saman í stjórnarandstöðu, farið að tala saman á ný. Fyrst kom heilög Jóhanna aftur heim með sinn Þjóðvaka. Síðan kom að því, að Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag og Samtök um kvennalista legðu sig niður og rynnu saman í vísi að þeim stóra jafnaðarmannaflokki, sem átti að láta drauminn rætast. Allar forsendur fyrir heil- steyptu samstarfi innan vébanda sameinaðrar hreyfingar virtust vera til staðar. Hugsjónir og hugmyndir jafnaðarstefnunnar og jákvæð reynsla af árangursríku uppbyggingarstarfi jafnaðarmanna á Norðurlöndum og í Evrópu átti að duga til að laða til samstarfs alla þá, sem áður höfðu staðið sundraðir. Róttæk sýn á ástand heimsmála og endurskoðun á utanríkisstefnu Ís- lands á tíð kalda stríðsins var á dagskrá. Það gat rutt brautina. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna rúmast vel undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Velferðarríkið íslenska var vanrækt og stóð á veikum grunni, sem kallaði á öflugt uppbygging- arstarf þeirra, sem eiga að slá um það skjald- borg. Það var ekkert að vanbúnaði að sameinast um að láta drauminn rætast. En þeim var ekki skapað nema að skilja. Hvað gerðist? Fáeinir einstaklingar úr þingflokki Al- þýðubandalagsins skárust úr leik. Foringi þeirra heitir Steingrímur Jóhann Sigfússon, og fóst- bróðir hans heitir Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB. Og fleiri fylgdu þeim að málum, menn sem bjuggu yfir mikilli pólitískri reynslu úr skot- grafarhernaði Alþýðubandalagsins fyrr á tíð. Þessir menn og þeir sem hugsuðu á svipuðum nótum, vildu ekki vera með. Þeir vildu vera sér á báti. Trillukarlinn og stórútgerðarmaðurinn Af hverju? Þeir sögðust vera róttækari og ekki eiga heima í stórum (og kannski sundurleitum) krataflokki. Og þau kölluðu sig Vinstri-græn. Þau kenndu sig við vinstrið úr fortíðinni og hina grænu von framtíðarinnar. Í upphafi var þetta bara lítill flokkur, í líkingu við litla systurflokka á Norðurlöndum. Menn ypptu öxlum og sögðu sem svo: Kannski er þetta óhjákvæmilegt. Kannski verður að vera til smáflokkur yst til vinstri – póli- tískt athvarf fyrir fólk, sem vill halda árunni hreinni; fólk með sérþarfir; fólk sem vill ekki flekka hendur sínar af málamiðlunum í alvöru- pólitík. Fólk sem vill vera í mótmælahreyfingu – hreyfingu sem fílar vel að vera í eilífri stjórn- arandstöðu. Þetta var þá, árið 1999. En nú er öldin önnur. Hinn pólitíski trillukarl, sem einu sinni var, Steingrímur Jóhann, upprunninn úr Þistilfirð- inum, er nú orðinn að stórútgerðarmanni með haffærnisskírteini sem næststærsti flokkur þjóð- arinnar og nýja áhöfn, sem er líbbleg og samhent og líkleg til að rótfiska í næstu kosningum, enda með vana menn í brúnni. Það á að vísu eftir að innbyrða trollið og gera að aflanum. En horf- urnar virðast alla vega vera býsna bjartar. Hvað hefur gerst? Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að end- urnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eld- móður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Sam- fylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykk- ist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kost- ur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl. Þær virð- ast heldur vilja skipa sér í flokk með Þistilfirð- ingnum, enda er hann með karlmannlegri mönnum, þeirra sem nú sitja á þingi. Með öðrum orðum, það skortir eitthvað á stefnufestu, sann- færingarkraft og trúverðugleika þeirra sem standa í fylkingarbrjósti Samfylkingarinnar; einmitt allt þetta, sem þeir Steingrímur og Ög- mundur – þetta nýja tvíeyki íslenskra stjórn- mála – virðast hafa til brunns að bera í ríkum mæli. Hinn partur skýringarinnar er Steingrímur sjálfur. Hann kemur þjóðinni fyrir sjónir sem ærlegur maður. Hann segir það sem hann mein- ar og virðist meina það sem hann segir. Hann er talinn vera öflugasti ræðumaður þingsins á seinni árum. Ræða hans hljómar sannfærandi, af því að hann er einlægur. Þar að auki talar maðurinn íslensku, sem er meira en sagt verður um marga keppinauta hans, sem lesa upp illa samda heimastíla á bragðdaufri mállýsku skrif- finnskunnar. Náttúruverndarsinninn Stein- grímur kemur líka fyrir sjónir sem trúverðugur í þeirri rullu. Þetta er maðurinn sem gaf sjálfum sér í afmælisgjöf, fimmtugum, gönguferð um landið þvert og endilangt. Og lá úti undir berum himni, hvernig sem viðraði. Þetta er maður, sem hefur harðan klett að höfðalagi. Hann er ekta. Og það skín í gegn á skjánum. Menn gleyma því jafnvel, að þessi rúmlega fimmtugi maður er bú- inn að vera hundlengi í pólitík; sitja tæpan ald- arfjórðung á þingi og gæti þess vegna setið þar í tuttugu ár í viðbót ef hann nennir. Þetta má heita mikil þrautseigja og aðdáunarvert þol- gæði, í ljósi þess að Alþingi er ekki beinlínis skemmtilegasti vinnustaður, sem hugsast getur fyrir fólk, sem er vant því að láta hendur standa fram úr ermum. Róttækni eða íhaldssemi? En hvað er svona róttækt við það að vera vinstri-grænn? Að vera á móti hernum? Það er nokkuð seint í rassinn gripið, þegar herinn er farinn. Að vera á móti bandarískri heims- valdastefnu? Það er kannski ekki eins róttækt og það hljómar, í ljósi þess, að Bush Bandaríkja- forseta hefur tekist það, sem engum öðrum hef- ur tekist hingað til: Að sameina allan heiminn gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er varla til sá stjórnmálamaður í Evrópu, eða í af- ganginum af veröldinni, sem mælir Bush og kumpánum bót, eftir að þeir hurfu af sjónarsvið- inu, Aznar, Berlusconi, Oddsson og Ásgrímsson. Að vera á móti NATO? Já, en Steingrímur er í aðra röndina sannfærður alþjóðasinni, sem vill að alþjóðasamfélagið láti ekki einræðisherrum líðast að kúga og ofsækja sitt eigið fólk. Það gerðist í Kosovo. NATO stöðvaði loks þjóðern- ishreinsun Milosevich í Kosovo, eftir að Samein- uðu þjóðirnar og Evrópusambandið höfðu gefist upp. Og eftir að Kanar hafa snúið baki við „vin- um sínum“ á Íslandi er hyggilegt að vera í NATO og borga iðgjöldin þar enn um sinn. NATO mun að vísu leysast upp í fyrirsjáanlegri framtíð vegna þess að Evrópusambandið getur ekki til langframa liðið það að vera eins konar verkfærakassi bandarískra heimsvaldasinna, sem Kanar grípa til öðru hverju og út úr neyð, til að hreinsa upp eftir sig skítinn vítt og breitt um veröldina. En þá bregður svo við, að Stein- grímur er harður á móti Evrópusambandinu, sem er þó eina vonin um að skapa mótvægi við hernaðarofbeldi Bandaríkjamanna, og er raun- verulegt friðarafl í heiminum. Og svona er þetta í hverju málinu á fætur öðru, nánast sama hvar gripið er niður: Steingrímur er einlægur náttúruverndarsinni (og enginn sem rengir það). Á sama tíma er hann forhertur stuðningsmaður landbún- aðarstefnu Framsóknarflokksins. Eins og allir náttúruvísindamenn vita (og Steingrímur er Hvað er svona róttækt við Steingrímur J. „Náttúruverndarsinninn Steingrímur kemur líka fyrir sjónir sem trúverðugur í þeir hvernig sem viðraði. Þetta er maður, sem hefur harðan klett að höfðalagi. Hann er ekta. Og það skín Við öll: Íslenskt velferðarsamfélag á tímamót- um heitir bók eftir Steingrím J. Sigfússon, for- mann Vinstri grænna, sem kom út fyrir sein- ustu jól. Hér er hugmyndafræði Steingríms skoðuð í gagnrýnu ljósi en greinarhöfundur heldur því fram að Steingrímur sé alls ekki sá róttæklingur sem hann telur sig vera, langt frá því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.