Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Ættarsaga danska rithöfund-arins Jens Smærup Sørensen dregur upp ágætis mynd af danskri bændamenningu á því tímabili sem hún er við það að hverfa. Bókin nefnist Mærke- dage og líkt og heiti hennar gefur til kynna er sagan ofin í kringum þrjá merkisdaga ættarinnar sem sagan fjallar um og þó hún kunni að virka hæg á köflum einkennist hún engu að síður af mikilli virðingu fyrir viðfangsefninu. Lesandanum er þá látið í té ættartré aftast í bókinni sem auðveldar honum til muna að hafa yfirsýn yfir aðalpersónurnar 30 úr þeim 4–5 kynslóðum sem sagan fjallar um.    Saffraneldhúsið eftir YasminCrowther er líka eins konar fjöl- skyldusaga. Bókin, sem kom út nú í vikunni hjá JPV útgáfu í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, hefst á þungbún- um haustdegi í London er sárs- aukafullar minn- ingar brjótast upp á yfirborðið hjá Maryam Maz- ar með þeim hræðilegu afleið- ingum að dóttir hennar Sara missir ófætt barn sitt. Til að flýja sekt- arkennd sína yfirgefur Maryam góð- hjartaðan breskan eiginmann sinn og heimili þeirra og heldur til af- skekkta þorpsins í Íran þar sem hún ólst upp.    Samband móður og dóttur er líkaviðfangsefni A. M. Homes í ævi- minningum hennar The Mistress’s Daugther. Homes var 31 árs er líf- fræðileg móðir hennar setti sig í samband við hana og kemst hún þá að því að faðir hennar var giftur yf- irmaður móður hennar. Í kjölfarið setur Homes sig einnig í samband við hann og eru lýsingar hennar á tengslum sínum við þessa líf- fræðilegu foreldra sína ekki síður sérstakar en skálsögurnar sem hún hefur til þessa sent frá sér.    Móðurmissir, fjölskylduharm-leikur og stríð verða til þess að eineggja tvíburarnir Lotta og Anna eru aðskildar sex ára gamlar. Berklasjúklingurinn Lotta er send til elskulegra ættingja í Hollandi en hin heilsuhrausta Anna til fátæks afa síns á bóndabæ í Þýskalandi. Þau eru vissulega ólík örlög stúlknanna í bók Tessa de Loo, Tvíburarnir, sem út kemur hjá JPV útgáfu í næstu viku í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur og spurningarnar sem hún vekur um áhrif umhverfis og aðbúnaðar á ein- staklinginn einkar áleitnar, ekki síð- ur en spurningarnar sem hún vekur um þær stöðluðu skilgreiningar sem við höfum á réttu og röngu.    Foreldramissir setur einnig svipsinn á ljóðabók Sigurbjörns Þorkelssonar, Svalt, sem höfund- urinn sjálfur sér um útgáfu á. Í bókinni er að finna 164 ljóð í tíu sjálfstæðum köfl- um, m.a. minn- ingaljóð um for- eldra Sigurbjörns sem létust bæði á síðasta ári, sem og ljóð um tilfinn- ingar, trega, sárs- auka, sorg, von- brigði og vonina. Líkt og áður ætlar höfundurinn að gefa stærstan hluta upplagsins og leitast með því við að koma bókunum fyrir á sem fjöl- breytilegustu stöðum. BÆKUR Jens Smærup Sørensen Sigurbjörn Þorkelsson Yasmin Crowther Flokkadrættir eru órjúfanlegur þáttur íhvers kyns samfélagslegum vanga-veltum. Þó eru þeir yfirleitt taldir nei-kvætt fyrirbæri og vilji fólk á annað borð teljast pólitískt rétthugsandi þá vill það sjaldnast kannast við þá í sínu fari. En hvað sem því líður er óhætt að segja að allir séu sekir um flokkadrætti í ein- hverjum skilningi enda er alls ekkert óeðlilegt við þá. Ef til vill er ég að bera í bakkafullan lækinn með því að fjalla um „hnakka“ og „trefla“ en ég læt mig hafa það. Sérstaklega þar sem mér finnst þessi tví- skipting og umræddar staðalímyndir mjög merki- legt fyrirbæri sem er alveg þess virði að staldra örlítið lengur við. Þar fyrir utan virðist sem þessir flokkadrættir séu smám saman að deyja út og því er sérstaklega við hæfi að fara yfir helstu atriði þeirra og einkum skoða umræðuna þeim tengda sem náði sennilega hámarki á síðasta ári. Þessi afgerandi tvískipting er vissulega ekki ný af nálinni og mætti þar nefna diskófólkið og pönk- arana, en þar á milli andaði köldu við upphaf ní- unda áratugarins. Og líkt og þá eru andstæðurnar í dag skýrar, það verður ekki um villst hver til- heyrir hvaða fylkingu en vel að merkja þá eru þær eingöngu tvær. Annað hvort tilheyrir maður ann- arri þeirra eða engri. Landamærin eru sömuleiðis skýr, allavega í miðborg Reykjavíkur. Það er til dæmis gjarnan talað um að hnakkar eigi ekkert erindi austan við læk (Lækjargötu) þegar farið er út á lífið og öfugt. Í háskólasamfélaginu er gjáin ekki síður augljós en gjarnan er talað um að mörkin liggi meðfram Suðurgötunni. Raunvísindanemar annars vegar og hugvísindanemar hins vegar. Eins er enginn trefill í Vöku frekar en að hnakka sé að finna í Röskvu. Einhvern veginn á þennan veg liggja lín- urnar. Umræður af þessu tagi, sem sprottnar voru af tíðræddum flokkadráttum, voru talsvert fyrirferð- armiklar á síðasta ári og þótti mörgum nóg um. Þá var einnig þó nokkuð um að þessar staðalímyndir, og sérstaklega rígurinn á milli þeirra, rataði í bæk- ur og skáldsögur yngri höfunda. Rígurinn var nefnilega á tíðum mjög mikill og virtist ríkja ein- kennilega mikil heift þarna á milli. Og fyrirlitning. Það komu upp mjög áhugaverðar umræður þeg- ar Gillzenegger – erkitýpa hnakkanna og ókrýnd- ur konungur þeirra – gaf út bókina Biblíu fallega fólksins. Var hann þá skyndilega orðinn áberandi þáttur í bókmenntaumræðunni og virtust nokkrir greinahöfundar eiga í erfiðleikum með að fjalla um bókina; hvernig og út frá hvaða forsendum átti umfjöllunin að vera? Þarna mættust andstæðir menningarheimar og varð áreksturinn sérlega for- vitnilegur. Eins má lesa lýsingar á hnakkamenningunni í nokkrum bókum Nyhil-útgáfunnar en í þeim gætir að vissu leyti fyrirlitningar. Í bókinni Fenrisúlf- inum eftir Bjarna Klemens kemur til dæmis fyrir mjög ógeðfelld persóna sem er augljós skírskotun í Gillzenegger. Svo virðist sem almenningur sé orðinn nokkuð þreyttur á umræddum staðalímyndum og landa- mærum. Á síðasta ári fór talsvert fyrir umræðu á þessum nótum sem virðist hafa náð hámarki á ein- hverjum tímapunkti og síðan fjarað út hægt og ró- lega. Flestum ábyggilega til mikillar ánægju. » Þá var einnig þó nokkuð um að þessar staðalímyndir, og sérstaklega rígurinn á milli þeirra, rataði í bækur og skáld- sögur yngri höfunda. Rígurinn var nefnilega á tíðum mjög mikill og virtist ríkja einkennilega mikil heift þarna á milli. Og fyrirlitn- ing. ERINDI Vestan eða austan við læk Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Eftir Jónas Knútsson jonask@internet.is B andaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut vann hug og hjörtu margra sem leggja að öllu jöfnu ekki í vana sinn að lesa skáldskap. Vonnegut las yfir hausamótunum á löndum sínum en messaði hvorki af frekju né þótta. Hann óttaðist að mannkyn flyti sof- andi að feigðarósi og vildi fyrir alla muni ráða bót þar á. Honum var illa við kúgun og smán eins og Steini Steinarr. Þórbergur Þórðarson sagði í Bréfi til Láru eitthvað á þá leið að höfuðeinkenni andlegs dauða væri ánægja með yfirstandandi eymd. Mikil fróun væri í þeirri vitneskju að til væri einn maður sem sætti sig ekki við yfirstandandi eymd þótt flestir kærðu sig kollótta hvernig veröldin veltist. Sláturhús fimm Vonnegut kynntist stríðshörmungum af eigin raun í seinni heimsstyrjöld og þreyttist seint á að vara menn við þeim. Því miður mun lítil hætta á að bók á borð við Sláturhús fimm eftir Vonnegut verði úrelt. Bókin var öðrum þræði sjálfsævisaga en rithöfund- urinn var af þýsku bergi brotinn og sendur austur um haf til að berjast við frændur sína. Þegar Þjóð- verjar voru svo að segja upptefldir og kvöddu börn og gamalmenni í herinn unnu þeir þann hersigur að taka til fanga óbreyttan dáta frá Indianapolis. Í fyrstu töldu þeir að maðurinn hefði brugðið sér í vitlausan einkennisbúning því að hann hét því rammþýska nafni Kurt Vonnegut. Var hann færður í járnum til Dresden og látinn vinna í sláturhúsi sem auðkennt var með tölunni fimm. Von bráðar gerðu bandamenn loftárás á Dresden og jöfnuðu borgina við jörðu. Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Loftárásin á Dresden var svívirðing við mannkynið og einn skelfilegasti stríðsglæpur í manna minnum. Borgin hafði ekkert hernaðarvægi en bandamenn vildu ólmir draga móðinn úr Þjóðverjum með öllum tiltækum ráðum og öllum hulið hve margir urðu sprengjunum að bráð. Á fimmtíu ára „afmæli“ loft- árásarinnar fullyrtu engilsaxneskir fjölmiðlar að fimmtíu þúsundir hefðu látið lífið en útilokað að fá úr því skorið hve margir flóttamenn voru staddir í borginni þegar breski marskálkurinn Bomber Harris vann þetta hreystiverk. Varð það Vonnegut til lífs að hann var staddur í sláturhúsinu þar sem eldtungurnar náðu ekki til hans. Kom í hlut hans að stafla líkunum í himinháa valkesti. Brennur á báli Vonnegut gerðist svarinn óvinur skipulagðra mannvíga og hélt á ný til orrustu, að þessu sinni vopnaður frásagnargáfu sem átti engan sinn líka. Hann steypti sárum minningum í nýstárlegt form sem var í senn vísindaskáldskapur, gamanmál og æviminningar, snilld höfundar fólgin í að geta fífl- ast og verið grafalvarlegur í sömu setningu enda minnti Sláturhús fimm um margt á Birting eftir Voltaire. Erfitt er að gera sér grein fyrir af hve mikilli dirfsku Vonnegut óð fram og gekk í berhögg við tíðarandann, skáldsagan The Naked and The Dead eftir Norman Mailer sem þótti eitt mesta bókmenntaverk aldarinnar lítið annað en inn- antómt karlagrobb hjá þessu margslungna meist- araverki eftir Vonnegut. Vitaskuld var sá boð- skapur sem Vonnegut flutti nokkuð einfeldningslegur. Hann neitaði innst inni að sætta sig við hvílíkur gallagripur mannskepnan er. Þó féll höfundur aldrei í þá gryfju að taka sig of hátíðlega. Hið heilaga fífl úr slavneska söngnum kom í huga þegar sögumaður hóf upp raust sína. Vonnegut brá sér af ásettu ráði í hlutverk einfeldningsins til að eiga sem greiðasta leið að lesandanum, enda ein- ungis á færi vitrings að gera flókna hluti einfalda. Kassandra Kassandra hét spákona í Trójuborg. Hana gæddi Apolló spádómsgáfu en hún neitaði að gerast tíð- leikakona hans. Hver spá rættist en guðinn lagði á völvuna að enginn skyldi festa trú á spádóma henn- ar. Vonnegut var eins konar Kassandra tuttugustu aldar. Hörmungar seinni heimsstyrjaldar eru mörgum gleymdar þótt höfundur reisti þeim mik- inn minnisvarða. Mátti hann lifa þá daga að landar hans héldu á ný í framandi lönd og vógu mann og annan í beinni útsendingu. Vonnegut líkti hlutverki rithöfundar við hlutskipti kanarífugls sem sendur var niður um námupytti til að ganga úr skugga um hvort loftið væri baneitrað. Ef fuglinn söng gátu menn látið sig síga niður en dytti hann niður dauð- ur var enn hætta á ferð. Kurt Vonnegut kafaði ofan í margan pyttinn. Var honum borið á brýn að vera haldinn mannfyrirlitn- ingu. Segja má Vonnegut til málsbóta að þunglyndi og mannhatur væru nokkuð eðlilegt viðbragð við öldinni sem leið, að minnsta kosti hjá þeirri kynslóð sem verst varð fyrir barðinu á henni. Vissulega tók Vonnegut sér dómarasæti og kvað upp þungan dóm yfir löndum sínum. Slíkt gerir enginn annar en draumóramaður sem trúir í hjarta sínu að menn- irnir geti fundið þarfari iðju en sprengja hverjir aðra í loft upp, boðskapur Vonneguts í hnotskurn sá að þjóðfélag sem lætur sig hag þegna sinna engu varða sé komið að fótum fram. Gaf Vonnegut tutt- ugustu öldinni þá einkunn að við værum enn uppi á miðöldum. Fagnaðarfundir hjá Eymundssyni Fyrir tveimur áratugum átti undirritaður þess kost að hitta Kurt Vonnegut í bókabúð Eymundssonar. Vonnegut sat fremur ámátlegur við borð í tómri búðinni og krotaði í eina skáldsöguna, Breakfast of Champions, þegjandi og hljóðalaust, þjakaður af áhugaleysi íslenskra menningarvita og mið- evrópsku þunglyndi. Er á huldu fram á þennan dag hvort Vonnegut kvittaði í bókina eða rissaði dóna- mynd. Aðdáandinn flýtti sér eins og fætur toguðu í burtu frá þessum fýlupoka. Meðan á þessu gekk arkaði lítill gutti inn og góndi eins og naut á nývirki á þennan skrýtna karl sem sat aðgerðalaus við borð í miðri búð. Vonnegut leit á stráksa og brosti þessu kankvísa brosi sem gagnsýrir allar skáldsögurnar frá upphafi til enda. Þarna var hann lifandi kominn þessi sögumaður, þessi mannelski og rómantíski bölsýnismaður. Kurt Vonnegut var arftaki Marks Twains, hirð- skáld og samviska tuttugustu aldar. Hver segir nú þessari miklu þjóð til syndanna? Gamli stríðsmað- urinn sem hvorki Adolf Hitler né þúsundir tonna af sprengjum fengu grandað er fallinn í valinn. Hver sá sem gluggaði í bók eftir Vonnegut hefur misst góðan vin. Hrópandinn í eyðimörkinni þagnaður Kurt Vonnegut var arftaki Marks Twains, hirð- skáld og samviska tuttugustu aldar. Gamli stríðsmaðurinn sem hvorki Adolf Hitler né þús- undir tonna af sprengjum fengu grandað er fall- inn í valinn. Kurt Vonnegut „Hver sá sem gluggaði í bók eftir Vonnegut hefur misst góðan vin,“ segir Jónas.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.