Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigríði Þorgeirsdóttir sigrthor@hi.is V ið Eyjólfur Kjalar Emilsson, sem höfum átt í ritdeilu um viðhorf til kvenna og kynhlut- verka í forngrískri heimspeki, erum ekki sammála um um hvað deilan snýst. Í upphafs- orðum síðustu greinar sinnar skrifar Eyjólfur að ritdeilan snúist einmitt og sérstaklega ekki um túlkanir á viðhorfum til kynjanna í forn- grískri heimspeki heldur um ónákvæmni í lít- illi tilvitnun hjá mér. Tilvitnunin er tekin úr tækifærisræðu sem ég hélt á bar niðri í bæ á tíu ára afmælishátíð kynjafræðanáms við Há- skóla Íslands. Sá hluti ræðunnar þar sem þessi tilvitnun kemur fyrir byggist aftur á móti á nokkru ítarlegri umfjöllun minni um afstöðu Platons til kynjanna í svari sem ég tók saman fyrir Vísindavef Háskólans. Ef Eyjólfur hefði sjálfur haldið í heiðri þá texta- fræðilegu nákvæmni sem hann vænir mig um að hunsa sæi hann að þar er umrædd setning um brottför Xanþippu ekki í gæsalöppum. Þetta aftrar Eyjólfi samt ekki frá því að hamra á því í síðustu grein sinni að fyrir hon- um vaki fyrst og síðast að standa vörð um það að rétt sé farið með þessa litlu setningu sem í minni endursögn var „leiðið þessa konu burt“ en í þýðingu Sigurðar Nordals „láttu einhvern fara heim með hana“ og hann ríg- heldur sér í að deilan snúist um þetta atriði og ekkert annað. Í reynd sýnist mér umvönd- un Eyjólfs varðandi tilvitnunina hins vegar vera yfirvarp til þess að geta gert lítið úr túlkun Luce Irigaray á hellislíkingu Platons, sem byggist m.a. á kynjafræði og sálgrein- ingu, enda ver hann til þess drjúgum hluta greinarskrifa sinna. Höfnun Eyjólfs á túlkun Irigaray hefur víðari skírskotun vegna þess að í henni kemur fram neikvæð afstaða til sál- greiningar og stöðu hennar innan meg- inlandsheimspeki. Hræðsla við sálgreiningu Afstaða Eyjólfs, sem endurómar höfnun sumra íhaldssamra rökgreiningarheimspek- inga á ýmsu í franskri heimspeki, byggist að miklu leyti á misskilningi og óskiljanlegri hræðslu við túlkanir meginlandsheimspekinga sem styðjast við sálgreiningu. Helst virðist Eyjólfur óttast að slíkar túlkanir feli í sér ein- hvers konar vanvirðingu við helstu hugsuði forngrískrar heimspeki. Mín afstaða er aftur á móti sú að slíkar túlkanir geti opnað augu okkar fyrir tengslunum á milli kynja- hugmynda og heimspeki í hugmyndasögunni og þannig varpað nýju ljósi á mikilvæg atriði í kenningum heimspekinga og rutt brautina fyrir nýjar og áhugaverðar túlkunarleiðir. Kenningar forngrísku heimspekinganna eru ekki að ástæðulausu heimsveldi í hugmynda- sögunni, og það er skoðun mín að kynjafræði- legar rannsóknir á þeim séu vel til þess falln- ar að varpa ljósi á áður óskilgreindar víddir þeirra. Lifandi samband við heimspekikenn- ingar menningararfsins felst ekki síst í því að leitast við að sjá þær í sífellt nýju ljósi og að koma á samræðu milli þeirra og samtímans hverju sinni. Málflutningur minn hefur verið sá að benda á að mannskilningur heimspekinnar hefur í sögunnar rás iðulega tekið mið af stöðluðum og göfguðum hugmyndum um karlinn og að sama skapi búið til niðrandi staðalmynd af konum með því að þröngva upp á þær alls kyns tilbúnum eiginleikum. Róttæka lýsingu á þessari kynjatvíhyggju er að finna í túlkun Irigaray á hinni frægu hellislíkingu Platons sem með nokkurri einföldun getur talist horn- steinn vestrænnar heimspeki. Þetta eru vissu- lega ekki nýjar fréttir, en Eyjólfur bregst við þeim, eins og raunar fjölmargir fræðimenn á undan honum, með því að gera því skóna að hugmyndir Platons og félaga um kynja- mismun séu aukaatriði, barn síns tíma sem hafi lítið með eiginlega heimspeki þeirra að gera. Á undanförnum árum hafa hins vegar stigið fram á sjónarsviðið ýmsir fræðimenn sem hafa, líkt og Irigaray, einmitt bent á það hvernig stigskipting kynjanna í hug- myndaheimi heimspekisögunnar og ýmis grundvallarhugtök heimspekikenninga kallast iðulega á. Nýlegt dæmi um þetta er grein Kristin Sampson, sérfræðings í forngrískri heimspeki, sem birtist í greinasafni ritstýrðu af L. Alanen og C. Witt, Feminist Reflections on the History of Philosophy. Sampson beitir hér ekki aðferðum sálgreiningar, en kemst engu að síður að svipaðri niðurstöðu og Irig- aray um tengsl kynjamyndmáls og veru- fræðilegra og þekkingarfræðilegra hugtaka í platonskri heimspeki. Þetta dæmi sýnir að það þarf ekki sálgreiningu til að greina tengsl kynjahugmynda og heimspekinnar. Mér er heldur ekkert kappsmál að verja hlut sál- greiningar í túlkunum Irigaray – ég beiti sjálf ekki þeirri kenningu í rannsóknum mínum – en virði hana og stenst ekki mátið að verja hana fyrir afbökunum. Frumstæður freudismi? Raunar gefur Eyjólfur í skyn að hann sé sammála mér um síðastnefnda atriðið og að hann hafni túlkun Irigaray fyrst og fremst sem „frumstæðum freudisma“. En allt er þetta tvírætt og áður en yfir lýkur er líka Lacan hafnað, en lesendur hafa ekki fengið neina vísbendingu um hvernig þroskaðar út- leggingar sálgreiningarinnar á klassískri heimspeki líta út. Fyrir vikið minnir Eyjólfur óneitanlega á háskólakennara sem „vilja ekki láta nemendur sína komast í náin kynni við Freud nema bólusetja þá duglega áður með klisjum og heilaþvotti“, eins og Róbert H. Haraldsson kemst að orði í ágætri grein sem hann birti í bók sinni Tveggja manna tal. Ró- bert sýnir hér fram á að margar af und- irstöðum heimssýnar Freuds megi réttlæta með öðrum rökum en þeim sem fást með sál- greiningunni. Eyjólfur fellur hins vegar í þá gryfju að reyna að réttlæta hversu „frum- stæð“ aðferð sálgreiningarrýni í heimspeki er með því að skírskota til meintra óvinsælda hennar í geðlæknisfræði samtímans. Við þessu er tvennt að segja. Í fyrsta lagi er það rökfærslulegt skammhlaup að leggja sálgrein- inguna sem fræðilega kenningu og greining- artæki, sem á sér langa og fjölbreytta hefð innan hugvísinda á 20. öld, að jöfnu við hlut- verk hennar sem meðferðarúrræðis. Í öðru lagi er það einfaldlega óupplýst skoðun að kenningar Lacans, sem Irigaray sækir til, séu útvatnaðaður freudismi. Kenningar Lacans eru sjálfstæðar sálgreiningarkenningar og sem slíkar byltingarkennd tilraun til að tengja hvatalíf og tungumál, hliðstæðar til- raunum innan fyrirbærafræðinnar til að tengja vitundarlíf, tungumál og líkamleika, t.d. í verkum Merleau-Ponty. Vægi sálgrein- ingar fyrir heimspeki felst þess vegna eink- um í að lýsa upp samband sálar og líkama til að andmæla hefðbundinni tvíhyggju sem á sér á ýmsan hátt samsvörun í kynjatvíhyggju hinnar platonsku hefðar. Kenningar sálgrein- ingar um sjálfstengsl einstaklingsins og tengsl hans við aðra skipta einnig máli, en Jürgen Habermas hefur lýst þeim sem mik- ilsverðu framlagi til sígildra spurninga heim- spekinnar. Og loks mætti benda á að franski heimspekingurinn Paul Ricoeur tekur einmitt Freud heimspekilegum tökum í bók sinni Freud og heimspeki með því að notfæra sér sálgreiningu til að dýpka heimspekilega fyr- irbærafræði. Í greinum sínum í Lesbók minn- ist Eyjólfur ekki á nein dæmi af þessu tagi og hljóta lesendur að spyrja sig hvort veldur, löngunin til að ná sér niðri á málstað mínum eða vanþekking á skapandi tengslum meg- inlandsheimspeki og sálgreiningar. Um líkama og sál Annar vandi við skilning Eyjólfs á sálgrein- ingarkenningum er sá þröngi skilningur sem hann leggur í hvatalífið í kenningum sálgrein- ingarinnar. Hann kýs að líta svo á að hug- tökin eða táknin sem Irigaray túlkar vísi til kynferðis og kynlífs í bókstaflegum skilningi. Þannig heldur hann því fram fullum fetum að aðferð Irigaray byggist á ómerkilegum hug- renningatengslum á borð við að tölustafurinn sex í setningunni „sex dagar til jóla“ nægi til að greina eitthvað kynferðislegt í orðinu. En það er engin ástæða til að láta Eyjólf segja sér fyrir verkum um að lesa skuli texta Irig- aray sem slíka dólgasálgreiningu. Kynlíf stendur í samhengi kenninga Irigaray fyrir hvata- og tilfinningalíf og líkamleika manns- ins í víðum skilningi. Túlkun á hellislíking- unni í ljósi kynjamismunar getur þannig opn- að leið til að líta á manninn ekki aðeins sem vitsmunaveru heldur sem sálarlega og lík- amlega heild. Með því að leyfa sér að sjá lík- indi með orðunum hystéra (móðurlíf) og hýs- tera (það sem kemur á eftir) – og slíkt er alls ekki óalgeng aðferð í textagreiningu – leitast Irigaray við að draga fram og endurmeta lík- amlega þáttinn sem í hinni platonsku hefð var iðulega settur skör lægra en vitsmunalegi þátturinn og jafnframt sérstaklega tengdur við konur. Þetta er hið heimspekilega sam- hengi túlkunar Irigaray og hún er hér í góð- um félagsskap fjölda fræðimanna á 20. öld sem hafa andæft þeirri tvíhyggju sálar og lík- ama sem lagður var grunnur að í forngrískri heimspeki. Raunar er Eyjólfur ekki einn um að ein- blína á kynlífið í túlkunum Irigaray. Slík ein- hliða sýn á þær er ein helsta ástæðan fyrir því hversu umdeildar þær hafa verið. Með því að einblína á kynlífið er litið framhjá hinu stærra heimspekilega samhengi túlkunar- innar. Í megindráttum felst það, eins og áður sagði, í því að sýna fram á hvernig kvenleiki hefur verið tengdur efninu og líkamanum víða í heimspekihefðinni. Hið kvenlega og móð- urlega er efnisgert og þar með þaggað, segir Irigaray. Á hinn bóginn eru tilteknar hug- myndir um karlinn sem þekkingarveru og sið- ferðisveru lagðar til grundvallar heimspeki- legum skilningi á „manninum“. Til þess að skilja aðferð Irigaray er nauðsynlegt að þekkja til hugmynda hennar um eftirlíkingu eða mimesis. Þegar konan eða móðirin er ekki til sem sjálf í textanum þarf, að dómi Irig- aray, að nálgast textann með því að líkja eftir stöðu konunnar, sem hefur ýmist verið skil- greind með neikvæðum hætti af eða út frá karlinum eða látin óskilgreind með öllu. Það sem beinlínis hrópar á að vera viðurkennt vegna þess að það er þaggað, niðursett eða útilokað fær þannig mál og pláss. Þetta gerir Irigaray með því að skoða hið augljósa í hellislíkingunni, hellinn sjálfan, og leika sér á írónískan hátt við að kvengera hann. Irigaray lítur á það sem sitt meginverkefni að ljá hinu kvenlega stöðu og rödd á sínum eigin for- sendum – og það er þetta sem Eyjólfi láist að skilja – en tjá það ekki bara á grundvelli hins karllega, Hér er á ferð skapandi túlkun sem vekur athygli á því hversu tvíhyggja hins karllega og kvenlega hefur litað margar kenn- ingar innan heimspekisögunnar. Þegar höf- undar taka sér þannig fyrir hendur að rjúfa aldagamlar túlkunarhefðir verða þeir iðulega að beita ýkjum og skjóta því gjarnan yfir markið. Það sem mestu skiptir er samt að hrista af sér viðjar vanans og stuðla þannig að því að þoka fræðunum áfram. Og túlkun Irig- arays hefur sannarlega tekist þetta, þótt ýms- um kunni að finnast framlag hennar til hefð- bundinnar textagreiningar takmarkað. Aldrandi kvenskrokkar Það eru meira en þrír áratugir síðan skrif Irigaray um hellislíkinguna litu fyrst dagsins ljós. Eyjólfi er umhugað um að stimpla verk hennar sem „gamaldags“ og „passé“ í París. Það er ugglaust rétt að textar Irigaray eru ekki það sem mest er lesið í heimspekisenu Parísarborgar um þessar mundir. Eyjólfur lætur þess hins vegar ógetið að framangreind skrif Irigaray sem og fjölmörg síðari verk hennar eru kennd og rædd víða um heim meir en nokkru sinni fyrr. Sést þetta best á því að greinar, ritgerðir og bækur sem setja skrif Irigaray í heimspekilegt samhengi og ein- skorðast ekki við sálgreiningarþáttum koma út á færibandi þessi árin. Mest eru þetta verk túlkenda frá enskumælandi löndum, en höf- undar frá Norðurlöndum hafa ekki heldur lát- ið sitt eftir liggja. Líkast til er Irigaray í hópi þekktari heimspekinga um þessar mundir. Að lokum get ég ekki stillt mig um að víkja stuttlega að orðalagi í greinum Eyjólfs sem ber stundum vott um skort á þekkingu á því hvernig freudismi hefur gert okkur næm á duldar víddir sem skína í gegnum tungumálið. Dæmi um það er þegar Eyjólfur skrifar að „þeim í París þyki farið að slá í Irigaray“, og lýsir henni þannig sem gamalli konu og sem rotnandi skrokki. Það er mikil hefð fyrir því í karlveldishefð heimspekinnar, ekki síst þeirri forngrísku, að tengja konur við holdleika og dauða. Þetta ætti Eyjólfur að vita og vera sér þess vegna meðvitandi um hversu ósmekklegt svona orðalag er í þessu samhengi. Hann kýs hins vegar enn að hylja annað auga sitt fyrir þessari kynlegu sýn og veitast að ógninni sem bendir á hana, líkt og John Wayne á mynd- inni þar sem hann er með blöðku fyrir auganu í baráttu við vondu mennina. Eru Freud og frönsk heimspeki frat? Eyjólfur Kjalar Emilsson „Afstaða Eyjólfs, sem endurómar höfnun sumra íhaldssamra rök- greiningarheimspekinga á ýmsu í franskri heimspeki, byggir að miklu leyti á misskilningi og óskiljanlegri hræðslu við túlkanir meginlandsheimspekinga sem styðjast við sálgreiningu.“ Enn heldur ritdeila heimspekinganna tveggja, Sigríðar Þorgeirsdóttur og Eyjólfs Kjalars Emilssonar, áfram. Þau hafa und- anfarnar vikur deilt um viðhorf til kvenna og kynhlutverk í forngrískri heimspeki. Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.