Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. 4. 2007 81. árg. lesbók DRAUMABORGIN BORGIN ER ÖLL ÓSKILJANLEGRI; ÞEGAR MAÐUR ÆTLAR TIL AUSTURS VERÐUR MAÐUR AÐ KEYRA LANGA LEIÐ TIL NORÐURS >> 12 Bækur tendra skilningsljósið og næra ímyndunaraflið » 2 Morgunblaðið/Kristinn Matthías Johannessen „Dómstólar hafa ekki við að lesa í óskýr lög frá Alþingi, en það eru smámunir miðað við byltinguna sem nú fer fram á Bessastöðum gegn stjórnarskrá landsins, eins og lagaprófessor við Há- skóla Íslands hefur bent á.“ » 8-11 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Þeir sem vilja lesa bækurum hugmyndafræði ogláta sannfærast ættu aðverða sér úti um eintak af nýrri bók Einars Más Jónssonar, Bréf til Maríu. Einar Már er sagnfræðingur og hefur búið í París síðustu fjörutíu ár. Hann er frábær stílisti, góður sögumaður og ekki síðri þrætubók- armaður. Hann virðist eiginlega á móti flestu sem hann hefur orð á í bókinni, nema hugsanlega einhvers konar velferðarkerfi – og hver er svo sem á móti því? Hann skrifar gegn marxisma og þó sérstaklega frjálshyggju. Og hann hatast við formgerðarhyggju og póstmódern- isma, sem hann leggur að jöfnu. Það er nú meira hvað menn endast til þess að rjúka upp yfir þessum hlutum. En hann hefur alveg efni á því: Hann sat fyrirlestra helstu páfa póststrúktúralismans á 7. ára- tugnum svo sem Foucaults. Hann segir að þeir hafi bara bullað og þjáðst af botnlausri athyglisþörf eins og tískuliðið. Bókin er hinn mesti skemmtilest- ur og raunar sprenghlægileg á köfl- um. Það er sjaldgæfur eiginleiki á bók um hugmyndasögu en slíkar bækur eru þar að auki fágæti hér- lendis. Fágæti MENNINGARVITINNE f það eru vond veður þá hefur það leiðin- leg áhrif á mig. Maðurinn minn var nú sjómaður mestalla ævi og pabbi minn var sjómaður og bræður mínir. Þetta hefur alltaf tengst eitthvað sjónum og þá náttúrlega skapar það áhyggjur af veðrinu, aðallega ef það er rok, mikið rok. Það fauk einu sinni ofan af íbúð- arhúsinu heima þar sem ég ólst upp. Þetta var 1931. Síð- an er ég alltaf veðurhrædd, það býr alltaf í mér ef það er að gera rok eða eitthvað svoleiðis. Það þurfti að byggja húsið upp. Þetta var lítið timburhús og pabbi og mamma bjuggu þarna með V E Ð R IÐ V IT N A R U M Þ IG  2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.