Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur ingibjorge@ruv.is Þ rír menn sem síðar áttu eftir að verða meðal virtustu tónlistar- manna þjóðarinnar komu til landsins á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina á flótta undan nasismanum. Þetta voru: Róbert Abraham Ottósson (1912–74) kom til landsins árið 1935. Hann kom ekki beint frá Þýskalandi heldur Kaupmannahöfn þar sem hann hafði starfað, en hann var þýskur rík- isborgari. Heinz Edelstein (1902–59) kom frá Þýska- landi árið 1937 fyrir milligöngu skólastjóra Handíðaskólans í Reykjavík, Lúðvíks Guð- mundssonar. Victor Urbancic (1903–58) kom frá Aust- urríki árið 1938 fyrir milligöngu Franz Mixa. Robert Abraham – hljómsveitarstjóri Robert Abraham kom hingað fyrstur þessara manna árið 1935, aðeins 23 ára gamall. Hann hafði verið nemandi í hljómsveitarstjórn og tón- smíðum í Berlín og komist þar í kynni við tvo af helstu hljómsveitarstjórum sinnar samtíðar, þá Bruno Walter og Wilhelm Furtwängler sem þá var aðalhljómsveitarstjóri Berlínarfílharm- óníunnar. Árið 1934 fór Róbert frá Berlín, þar sem honum var ekki lengur vært eftir valda- töku nasista, jafnvel þótt foreldrar hans hefðu kastað trúnni og tekið upp kristna trú sem hann aðhylltist sjálfur. Hann fluttist til Parísar þar sem hann hélt áfram námi en fór þaðan til Kaupmannahafnar þar sem kviknaði hjá honum áhugi á íslenskri menningu og því fólki sem hér bjó. Hann spurðist fyrir um stöður í tónlist á Ís- landi í sendiráðinu í Kaupmannahöfn en þar varð fátt um svör, og hann raunar varaður við því að hér væri tónlistarlífið með bágbornara móti. Úrtölurnar munu þó heldur hafa eflt hann en hitt – hann taldi að því fleiri yrðu verkefnin – og hingað kom hann haustið 1935. Hann hélt rakleiðis á fund Páls Ísólfssonar, sem þá var allt í öllu í tónlistarlífi höfuðstaðarins, og Páll ráð- lagði honum að fara til Akureyrar, því þar vant- aði sárlega tónlistarmenn. Róbert gerði það, og var á Akureyri í fimm ár. Til lengdar mun hann ekki hafa unað sér vel fyrir norðan þótt hann eignaðist þar nokkra ágæta vini og sálufélaga; ekki er ólíklegt að óvild Björgvins Guðmunds- sonar hafi átt þar einhvern hlut. Björgvin hafði stofnað Kantötukór Akureyrar árið 1932 og þegar Róbert stofnaði blandaðan kór, Samkór Roberts Abrahams, veturinn eftir leit Björgvin svo á að það væri til höfuðs sér og sínu starfi. Auk þess er raunalegt til þess að vita að eftir því sem hann sjálfur sagði frá, þá var það „ein- kennileg tilviljun, að ég varð persónulega aldrei fyrir neinu aðkasti vegna ætternis míns fyrr en norður á Akureyri, en þar orguðu einu sinni tveir drukknir menn á eftir mér, að ég væri „helvítis gyðingur““. Robert Abraham, sem nú nefndi sig Róbert Abraham Ottósson, að íslenskri fyrirmynd, flutti aftur suður árið 1940 og hafði þá tekist að fá móður sína til sín. Hann starfaði um hríð hjá breska hernum, en ekki leið á löngu þar til hann var kominn á kaf í tónlistarlífið, og farinn að kenna tónfræði og píanóleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Þar starfaði hann lengi og hafði mikil áhrif á margar kynslóðir íslenskra tónlistarmanna. Kórstjórn bættist svo við og út- setti hann oft sjálfur fyrir kórana snilldarvel lít- il og brothætt lög úr þjóðlagaarfi Íslendinga. Róbert Abraham var fyrst og fremst mennt- aður sem hljómsveitarstjóri þegar hann kom hingað og kór- og hljómsveitarstjórn skipaði alla tíð stóran sess í lífi hans. Hann stjórnaði t.d. Sinfóníuhljómsveit Íslands á fyrstu tónleikum hennar í Austurbæjarbíói, 9. mars árið 1950 og oft síðar, og hann og Victor Urbancic áttu stærstan hlut í því að kynna fyrir þjóðinni þann stórkostlega hluta tónbókmenntanna sem út- heimtir kór og sinfóníuhljómsveit, enda var Ró- bert stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu frá stofnun hennar árið 1959 til dauðadags. Allir þeir tónlistarmenn sem hingað fluttust, og þá sérstaklega frá Austurríki og Þýskalandi, voru aldir upp við mikinn aga. Þennan aga þekkja allir tónlistarmenn og þá sérstaklega klassískt menntaðir. Lítið fór fyrir þessum aga hér á landi á þessum árum og til eru margar sögur af Róbert Abraham þegar agaleysi land- ans fór út fyrir öll mörk – að hans mati. Hann átti það til að slá af ef menn gerðu einhver mis- tök, og það jafnvel á tónleikum. Yfirleitt kunnu samstarfsmennirnir að meta þetta og flestir skildu að fúsk og kæruleysi var versti óvinur tónlistarinnar. Af þeim þremur hámenntuðu tónlist- armönnum sem hér eru til umfjöllunar var Ró- bert Abraham sá eini sem ekki var með dokt- orsgráðu í tónvísindum. Hann bætti úr því hér á landi og varð fyrstur manna til að ljúka slíkri gráðu við íslenskan háskóla árið 1959 og reynd- ar sá eini enn sem komið er. Hann rannsakaði Þorlákstíðir, sem taldar hafa verið með fyrstu tónsmíðum hérlendum, og sýndi fram á að þær eru samdar eftir erlendri fyrirmynd, sem hann fann í enskum handritum dóminikanamunka frá 13. öld. Hann varð fljótlega virtur fræðimað- ur meðal jafningja sinna í Evrópu og var m.a. fenginn til að skrifa kafla um tvísöng í hið merka rit Kultur Historisk Leksikon for Nor- disk Middelalder sem var gefið út sameiginlega á öllum Norðurlöndunum á árunum 1956–78. Það er ekki að furða að fyrsti íslenski tónvís- indamaðurinn skyldi vera þýskur gyðingur. Tónvísindi standa á gömlum merg í þýskumæl- andi löndum en tónlist og tónlistarfræði hefur í aldanna rás ekki verið gert jafn hátt undir höfði og bókmenntum hér á landi og í raun ekki fyrr en vegna áhrifa manna eins og Róberts sem það fór að breytast. Til þess þurfti miðevrópskan menntamann, sem auk þess stóð styrkum fót- um í ríkulegri tónlistar- og menntamenningu gyðinga, sem segja má að hafi skipað óvenju- stóran sess í Evrópu á síðustu áratugum 19. aldar og þeim fyrstu á 20. öldinni, eða fram að nasismanum. Þegar Róbert Abraham lést árið 1974 gegndi hann ýmsum embættum, þar á meðal var hann Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og dósent í lit- úrgíu, eða messu- og sálmasöngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands, auk starfa sinna við tónlistina. Heinz Edelstein – doktor í tónvísindum Í Morgunblaðinu 13. janúar árið 1938 birtist lítil auglýsing svohljóðandi: „Nokkrir nemendur geta fengið kennslu í sellóleik við Tónlistarskól- ann, kennari Dr. Heinz Edelstein. Upplýsingar gefur skólastjórinn Páll Ísólfsson (sími 4645). Tónlistarskólinn.“ Á bak við þessa litlu auglýsingu býr örlaga- saga heillar fjölskyldu, og í raun fjölda manna. Nefndur dr. Heinz Edelstein var hámenntaður tónlistarfræðingur frá Þýskalandi. Hann var auk þess gyðingur. Nokkrum árum áður en hann fluttist hingað var farið að útiloka fólk af gyðinglegum uppruna frá öllum almennilegum störfum í Þýskalandi. Dr. Edelstein, sem var sellóleikari og auk þess doktor í tónvísindum, Fyrstu tónleikarnir Frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Austurbæjarbíói 9. mars 1950. Róbert Abraham stjórnaði. Stríðsgróðinn – evrópsk Íslendingar högnuðust vel á því stríði sem nefnt hefur verið heimsstyrjöldin síðari og háð var á árunum 1939–1945. Hins vegar er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hversu fjölbreyttur sá gróði var né hinu að hann tók að berast hingað nokkru fyrir stríð; hingað komu þrír hámenntaðir tónlist- armenn, allir á flótta undan vitfirringu nas- ismans á síðustu árunum fyrir stríð, og auðg- uðu íslenskt tónlistarlíf stórkostlega. Við búum enn að þeim auð á margan hátt. Þessir menn kenndu ungviðinu, sem núna er stærsti hluti íslenskra tónskálda og annarra tónlist- armanna á miðjum aldri, og einn þeirra lagði grunn að tónlistarfræðilegri þekkingu þjóð- arinnar á eigin tónlistararfi. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – 2. grein

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.