Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 13 það býr í og til sjálfs sín sem borg- ara. Miðbær Reykjavíkur, með alla sína sögu og sérkenni, hafði allt til að bera til að geta orðið lifandi bæjar- hluti, en er nánast orðinn óbyggileg- ur vegna afgreiðslutíma veitinga- staða með tilheyrandi skrílslátum sem halda vöku fyrir íbúum. Þótt Reykjavík virðist ekki hafa stjórn eða vilja til að stýra þróuninni gætu nágrannabæjarfélögin séð sér leik á borði og boðið uppá eitthvað nýtt og öðruvísi. En hvernig fara þau að því? Draumalandið hittir naglann á höfuðið þegar bent er á hvernig hægt er að hugsa um umhverfið á nýjan hátt og komast úr gömlum sporum þröngsýni. Margt í Drauma- landinu minnir á ráð virtra rann- sóknarstofnana hér ytra, bæði í Nor- egi og sunnar í Evrópu. Ísland er þrátt fyrir allt í Evrópu og ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópu- bandalagið myndi Ísland beinlínis neyðast til að breyta stefnunni í skipulagi, húsagerð og samgöngu- málum til að fylgja reglum. Hlýnun jarðar hefur gefið ráðum sérfræð- inganna, sem mörg hver eru á hraðri leið inní lagabálka, byr undir báða vængi. Orðrómur frá starfssystrum í Bandaríkjunum segir að loftslags- breytingar og náttúruhamfarir af þeirra völdum hafi leitt til hugarfars- breytingar þar vestra í umhverfismálum. Fyrsta spurning stjórnmálamanna, byggingaraðila og annarra sem ráða ferðinni þegar ný verkefni eru kynnt sé: „Is it green?“ Það sem áður virtist fjarlægur draumur græns hugsjónafólks er nú orðið allra draumur ef ekki nauðsyn. Forsendur: sérkenni, náttúra og íbúar Draumalandið benti á möguleikana sem eru fólgnir í sérkennum stað- arins, náttúrunni og samráði við þá sem staðina byggja. Allir staðir hafa sín sérkenni og sögu og náttúra Ís- lands er einstök. Íbúarnir eru þeir sem best þekkja sína staði og þarfir. Fyrrgreind atriði (þ.e. sérkenni) saga, landlega, náttúra og íbúar eru grundvallaratriði í sjálfbærri skipu- lagningu. Það er augljóst að niðurrif menningarverðmæta, eyðing náttúr- unnar og ósáttir einstaklingar er uppskrift að sjúku samfélagi sem er miklu dýrara í rekstri þegar til lengri tíma er litið. Ef skipulagið tekur ekki mið af sögulegum stöðum, byggingum og starfsemi getur það varla verið mik- ils virði. Það er til dæmis grátlegt þegar söguleg hús lenda óvart útá umferðareyju einn daginn og það er hreinasta sóun þegar gömul hús í góðu ástandi eru eyðilögð án skilj- anlegrar ástæðu. Gömul hús vitna um söguna og hafa sömu áhrif og akkeri með sérkennum sínum í ann- ars glænýju hverfi. Eitt mikilvæg- asta stigið í skipulagsferlinu er kort- lagning sögulegra minja og endur- nýting þeirra. Það er mikilvægt að skoða gaumgæfilega það sem maður hefur og hlúa að því sem er einhvers virði áður en maður rífur niður að óþörfu. Fjölbreytni lífríkisins skipar æ stærri sess í skipulagi borga þótt þetta virðist ekki eiga upp á pall- borðið hjá yfirvöldum á Reykjavík- ursvæðinu. Mikilvægt atriði í þessu sambandi er yfirborðsvatn sem verð- ur til vandræða þegar malbik og steinsteypa hylur yfirborðið. Nú tíðkast að leiða vatnið út á gróð- urreiti þannig að vatnið hreinsist áð- ur en það fer áfram út í náttúruna. Þannig má forðast veitukerfi sem ganga úr sér og reynast of lítil, auk þess sem hægt er að spara skilding- inn sem þau kosta. Norska ríkið borgar nú offjár til að fá bæjarfélög til að opna læki sem settir hafa verið í rör og malbikað hefur verið yfir og blátt bann er lagt við að malbika yfir fleiri læki. Nánast ómögulegt er að fá undanþágu frá þessum reglum, jafnvel þótt í hlut eigi mjög fjár- sterkir aðilar. Þetta bæði hindrar flóð og er miklu betra fyrir heilbrigt og fjölbreytt vistkerfi. Lækir eru líka gestum og gangandi til yndis- auka. Og yndisauka fá borgir aldrei nóg af. Reynslan sýnir að íbúaverkstæði með fagfólk í samvinnu við bæjar- félög, þar sem allir þjóðfélags- og aldurshópar eru hvattir til þátttöku strax í upphafi hönnunarferlisins, auka skilning almennings á áætl- unum. Auk þess er þetta frábær að- ferð til að vekja íbúa til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og hvernig þeir vilji búa. Fagfólkið nýtur einnig góðs af þessu fyrirkomulagi og getur haft upplýsingarnar til hliðsjónar við vinnuna. Alltaf eru einhverjir aðilar sem reyna í eiginhagsmunaskyni að vinna gegn góðum skipulagshugmyndum. Hagsmunir fárra einkaaðila sam- rýmast því miður ekki alltaf hags- munum samfélagsins. Það er hins vegar siðferðileg skylda stjórnmála- manna að greina á milli og standa vörð um langtímahagsmuni heildar- innar með festu, óháð allri flokkap- ólitík, náttúrunnar og barnanna okk- ar vegna. Álafoss Undanfarnar vikur hefur mál er varðar tengibraut við Álafosskvos verið ofarlega á baugi. Mosfellsbær, æsku minnar sveit, er ein fallegasta sveit landsins, með merkilega sögu allt frá landnámsöld og Álafoss er fulltrúi merkilegs kafla í þeirri sögu, sögu iðnvæðingarinnar á Íslandi. Álafosskvosin er gott dæmi um gamla, þétta byggð þar sem opinber rými virka vel. Það er leitun að slíkum stöðum í Mosfells- bæ, þ.e.a.s. stöðum með karakter, sögu og skjól. Þarna var hjarta sveit- arinnar og mikið líf í tuskunum í gamla daga. Það er tímanna tákn að nýir íbúar sem ekki fundu róna í Reykjavík fundu í kvosinni sinn sælureit. Þetta er skapandi fólk sem ekki aðeins hefur forðað bygging- arsögulegri gersemi frá hruni, held- ur líka gefið ríkulega af sér til ná- grennisins með útimarkaði, lista- skóla fyrir börn og fjölmörgu öðru. Maður skyldi ætla að slíkt væri akk- ur hverju bæjarfélagi, því skapandi starf er smitandi og í því felst líka framtíðin fyrir atvinnurekstur í tæknivæddu þjóðfélagi. Þarna búa margir á litlu svæði, skammt frá grunnskólanum, með atvinnu- húsnæði innan um íbúðarhúsnæði. Svona samfélagsgerð krefst minni vegagerðar því fólk þarf ekki að sækja vinnu langan veg. Ráð væri að reyna að læra eitthvað af skipulaginu þarna og endurskapa annarsstaðar, ef til vill væri hægt að stækka Ála- fosssvæðið á svipuðum nótum. Hvers vegna líta núverandi áætlanir fyrir nýja byggð í Helgafellslandi út eins og Álafoss sé víðs fjarri og komi svæðinu ekki við en laga sig þess í stað að tengibrautinni illræmdu? Þær góðu fréttir bárust fyrir skömmu að deiliskipulagið sem gerir ráð fyrir tengibrautinni hafi verið fellt úr gildi. Þetta veitir einstakt tækifæri til að endurskoða skipulag og uppbyggingu og niðurrif í Mos- fellsbæ. Noregur þykir nú af einhverjum ástæðum alltaf dálítið hallærislegur frá íslenskum bæjardyrum séð, en hvað Álafosskvos varðar væri Aker- selva hér í Ósló ágætis fyrirmynd. Hér var vagga iðnvæðingarinnar í Ósló með gömlum verksmiðjubygg- ingum upp eftir allri á. Fyrir þrjátíu árum þótti svæðið sáraómerkilegt, en fyrir tilstilli fagfólks hefur orðið vakning og nú safnast listaskólar og skapandi fyrirtæki saman upp eftir ánni sem er nú orðin samhangandi umhverfisgarður þar sem maður getur siglt á kajak alla leið út í sjó og farið fótgangandi alveg uppí skóg án þess að fara yfir eina einustu götu. Hið verndaða svæði Akerselva Mil- jøpark virkar eins og hreinsandi æð gegnum borgina og er fyrirmynd samskonar verkefna útum allan Nor- eg þar sem menningarminjar við lífgefandi ár fá aðalhlutverk í skipu- lagi framtíðarinnar. Er of seint að bjarga Brúarlandi (fallega gamla skólanum og menn- ingarmiðstöðinni frá 1922) frá van- virðingu úti á umferðareyju, Varm- árbökkum frá óráðsíu veitulagna og veita Álafosskvosinni þann sess í borgarmyndinni sem hún og íbúar Mosfellsbæjar eiga skilið? Höfundur er arkitekt FAÍ og rekur íslensk- norsku arkitektastofuna Apríl Arkitektar með norskum kollega í Ósló. Apríl Arkítekt- ar fást við byggingarlist og borgarskipulag, www.aprilarkitekter.no Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hannesgi@hi.is J ón Baldvin Hannibalsson skrifar ritdóm í Lesbók Morgunblaðsins 31. mars 2007 um bók Harðar Bergmann, Að vera eða sýnast: Gagn- rýnin hugsun á tímum sjónarspils- ins. Þar víkur hann svofelldum orðum að mér: „Eða klisjan, sem Hannes Hólmsteinn endurtekur í hvert sinn sem hann hyggst sanna, að kapital- isminn sé jafnaðarstefna, nefnilega að lækkun skatta á fyrirtæki hafi aukið skatttekjur ríkisins af þeim, og því beri að ganga lengra í lækkun þeirra. Enginn veltir því fyrir sér, að 30 þúsund framteljendur hafa stofn- að utan um sig einka- hlutafélag til þess að forð- ast skattlagningu sem launþegar. Skattahagræð- ing heitir það.“ Hefur Jón Baldvin þessa speki eftir Herði, sem fór sjálfur með hana í Silfri Egils 12. mars. Þessi skýring á auknum skatttekjum ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja stenst ekki. Á 1. mynd hér á síðunni má sjá, hvernig skatttekjur rík- isins af tekjuskatti fyr- irtækja hafa hækkað stór- kostlega, þótt skattheimtan hafi minnk- að úr 45% árið 1991 í 18% 2001 (tölur um árið 2007 eru auðvitað áætlaðar): Það er rétt, að einka- hlutafélögum hefur snar- fjölgað. Þau voru 1.367 ár- ið 1996, en 24.217 árið 2006. (Af hverju segir Jón Baldvin, að þau séu 30 þúsund?) Einkahluta- félögum fjölgaði hraðast árin 1996– 1997, en skatttekjur ríkisins af tekjum fyrirtækja jukust mest árin 2005–2007, eins og sjá má á línurit- inu. Þetta veitir sterka vísbendingu um, að ekki megi rekja nema lítinn hluta af auknum skatttekjum rík- isins til fjölgunar einkahlutafélaga. Hér skýtur einnig skökku við: Eitt sinn héldu jafnaðarmenn því fram, að æskilegt væri að fjölga smáfyr- irtækjum, en einblína ekki á hin stóru. Þegar smáatvinnurekendum fjölgar, bölsótast þeir yfir því! Munurinn á skattlagningu á einkahlutafélög og launþega er raunar ekki eins mikill og sumir vilja vera láta. Launþegar greiða nú í mesta lagi 35,78% tekjuskatt. (Þeir inna minna af höndum, ef þeir búa í einhverju þeirra fjög- urra sveitarfélaga, sem sjálfstæð- ismenn stjórna og innheimta lægra útsvar, til dæmis á Seltjarnarnesi.) Berum þetta saman við skatt- greiðslur eiganda einkahlutafélags. Fyrirtæki hans greiðir fyrst 18% í tekjuskatt af hagnaði. Síðan greiðir það eigandanum út í arð þau 82%, sem þá eru eftir. Af arðinum þarf maðurinn að greiða 10% fjár- magnstekjuskatt eða 8,2% af upp- haflegum hagnaði. 18% og 8,2% eru samtals 26,2%. Þetta er hið raunverulega skatthlutfall, sem bera má saman við 35,78% skatt- hlutfall af launum (sem launþegar greiða þó ekki, fyrr en komið er yfir skattleysismörk). Styrmir Gunnarsson ritstjóri hefur rétti- lega bent á, að eðlilegt sé að sam- ræma skattheimtu af launþegum og eigendum einkahlutafélaga, en hyggilegast er að gera það með því að lækka tekjuskatt á einstaklinga, ekki með því að hækka fjármagns- tekjuskatt. Á 2. mynd má sjá, hvernig skatt- tekjur ríkisins af einstaklingum hafa aukist, þótt skattheimta rík- isins af þeim hafi minnkað úr 30,41% árið 1997 í 22,75% 2007 (tölur um það ár eru vitanlega áætlaðar): Bersýnilega er sú kenning röng, sem Hörður Bergmann og Jón Baldvin Hannibalsson halda fram, að meiri skatttekjur af fyrirtækj- um séu vegna þess, að ein- staklingar hafi stofnað einkahluta- félög og telji því ekki lengur fram sem launþegar. Sameiginleg ástæða til aukinna skatttekna af fyrirtækjum og einstaklingum er, að atvinnulífið hefur blómgast, ekki síst vegna minni skattheimtu. Það er að vísu rétt, sem Hörður Bergmann bendir á í bók sinni, að ýmis stór fyrirtæki ríkisins voru seld árin 2002–2005, og munar þar mest um viðskiptabankana og Sím- ann. Tap þeirra hefur snúist í gróða, svo að þau greiða nú tekju- skatt, en gerðu það ekki áður. En það er lóðið: Í frjálsu atvinnulífi fást miklu meiri skatttekjur af fyr- irtækjum og einstaklingum en í ófrjálsu, því að verðmætasköpun er miklu meiri. Þeir Hörður og Jón Baldvin gera sömu hugsunarvillu og flestir aðrir jafnaðarmenn: Þeir halda, að þjóðarkakan sé föst stærð, svo að stærri sneið eins feli sjálfkrafa í sér smærri sneið annars. En kakan er ekki föst stærð. Við frjálsa sam- keppni í vaxandi atvinnulífi þarf eins gróði ekki að vera annars tap. Á 3. mynd má síðan sjá, hvernig skatttekjur ríkisins af fjármagns- tekjum hafa aukist á sama tíma og af fyrirtækjum og einstaklingum (enn er talan fyrir 2007 áætluð). Fyrir 1997 voru fjármagnstekjur ýmist skattlagðar sem launatekjur, til dæmis húsaleiga, eða ekki skatt- lagðar, til dæmis vaxtatekjur. Það þarf engum að koma á óvart, að skil á húsaleigu hafa til dæmis batnað stórkostlega, eftir að skatt- hlutfallið lækkaði niður í 10%. Því lægri sem skattar eru, því fúsari verða menn til að greiða þá og því minna verður „neðanjarðarhag- kerfið“. Ríkisstjórnin, sem hér hefur set- ið frá 1991, fyrst undir forsæti Davíðs Oddssonar, síðan Halldórs Ásgrímssonar og nú Geirs H. Haarde, hefur enn fremur snar- lækkað eða nánast fellt niður tvo dulbúna skatta, verðbólgu og skuldasöfnun hins opinbera. Verð- bólga var til 1991 miklu meiri en í grannlöndunum. Hún jafngildir skattlagningu á notendur peninga, eins og allir hagfræðingar eru sammála um, meira að segja Þor- valdur Gylfason prófessor, sem hefur skrifað talsvert um það mál. Fyrir 1991 safnaði ríkið skuldum (meðal annars í fjármálaráðherrat- íð Jóns Baldvins Hannibalssonar) og velti þannig eyðslu sinni yfir á komandi kynslóðir. Nú hefur ríkið nánast greitt upp skuldir sínar. Það sparar ekki aðeins með því mikil vaxtagjöld, heldur léttir álögum af komandi kyn- slóðum. Jafnframt þarf ríkis- sjóður Íslands ekki að bera sömu byrði vegna lífeyris- skuldbindinga og ríkissjóðir margra annarra landa. Hér eru sjálfstæðir og sterkir líf- eyrissjóðir og raunar ein- hverjir hinir öflugustu í heimi, enda eru lífeyristekjur þegar orðnar að meðaltali hæstar hér á Norðurlöndum og eiga enn eftir að hækka. Lífeyr- issjóðir okkar eru að fyllast, á meðan lífeyrissjóðir annarra þjóða eru að tæmast. Fjármálastjórn hins opin- bera frá 1991 hefur verið til fyrirmyndar. Verður henni helst jafnað til röggsemi og aðhalds Magnúsar Stephen- sen, þegar hann var lands- höfðingi, og Jóns Þorláks- sonar í fjármálaráðherratíð hans. Umbætur í skatta- málum hafa verið stórkostleg- ar og skilað sér betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Fjármálaráðherrarnir þrír á þessu tímabili, Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen, eiga heið- ur skilinn. Allir eru einhvers bættari vegna blómlegra at- vinnulífs, ekki aðeins ríkis- sjóður. Til dæmis hækkuðu ráð- stöfunartekjur hinna 10% tekju- lægstu á Íslandi eftir skatt um 2,7% að meðaltali á ári 1995–2004 samkvæmt tölum Stefáns Ólafs- sonar prófessors. Þetta var 50% meira en í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD, þar sem ráðstöfunartekjur sama hóps eftir skatt bötnuðu um 1,8% að meðaltali. Kjör þessa hóps hafa batnað enn meira síðar vegna margvíslegra ráðstafana ríkis- stjórnarinnar, meðal annars hækk- unar skattleysismarka. Auðvitað geta hörðustu frjálshyggjumenn gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa stóraukið útgjöld til velferð- armála. En jafnaðarmenn eins og Hörður Bergmann og Jón Baldvin Hannibalsson ættu að fagna því, að ríkið er aflögufært í velferðar- málum. Kakan hefur stækkað og sneiðar allra um leið, ríkisins, fyr- irtækja, fjármagnseigenda og fá- tæks fólks, þótt þær séu vissulega misstórar. Það sætir hins vegar furðu, að þeir Hörður og Jón Bald- vin leggja ekki á sig að kynna sér einfaldar staðreyndir um skatta- mál, sem öllum eru aðgengilegar á Netinu, á sama tíma og þeir segj- ast draga upp gunnfána gagnrýn- innar hugsunar.  Heimasíður Hagstofu Íslands, fjármála- ráðuneytisins, ríkisskattstjóra, Stefáns Ólafs- sonar og Þorvalds Gylfasonar. „Það sætir hins vegar furðu, að þeir Hörður og Jón Baldvin leggja ekki á sig að kynna sér einfaldar stað- reyndir um skattamál, sem öllum eru aðgengilegar á Netinu, á sama tíma og þeir segjast draga upp gunnfána gagnrýninnar hugs- unar,“ segir greinarhöfundur í svari sínu við skrifum Jóns Bald- vins Hannibalssonar í Lesbók. Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands.                                                                         Meiri skatttekjur með minni skattheimtu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.